Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1956, Blaðsíða 6
« MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. febrúar ’5® Stjóm, sem tekur vandamálin föstnm tökum, verðskuldar traust Frh. af bls. 1 fasU-ar og hyggilegrar fjármála- ítjórnar, lækkun á beinum sköttum, verndun sparifjár, auk- i« athafnafrelsi, sem allir þrá, þótt við kannske ekki höfum far- ið nægilega varlega með það hnoss, allt eru þetta fyrirheit, sem búið er að efna. Er það allt mikils virði og góðra gjalda vert. Mun þó margur fagna þvi meir, að hið nýja veðlánakerfi er tekið til starfa og hefur nú þegar greitt götu margra til að eignast þak yfir höfuðið. Er hér um að ræða Stórmerka framtíðarstofnun, sem að sönnu ekki enn er nægi- lega öflug tii að geta í einni svip- an bætt þá miklu þörf sem ára- tuga vanræksla hafði safnað sam an, en sem þó nú þegar hefur leyst vandræði margra og er setluð til að veita öllum sem til hennar leita aðstoð þegar frá líður og henni vex fiskur um hrygg. Hygg ég að sú stjórn, sem slíka löggjöf hefur sett, muni af því einu fá nokkurn orðstý í framtíðinni, verði vel og vitur- lega byggt ofan á þann grunn, sem nú er lagður. Þá er og rafvæðing landsins tnikið og merkt mál. Hefur stjórn in heldur ekki í því látið standa við orðin ein, heldur hafizt öflug- lega handa með stórvirkjunum, bæði á Vestur- og Austurlandi, auk margs annars, og þegar tryggt að mestu fé til allra þeirra íramkvæmda er fyrirheitin voru gefin um, jafnt með nær fjór- földun á árlegu /rrmlagi ríkis- sjóðs, sem erle; '!um cg innlend- um lánum og lúnafyrirheitum. Er það efni í mikiu lengri ræðu en mér vinnst hér timi til að flytja, ef skýra á þessar stórhuga framkvæmdir, sem ætlaðar eru til þess að efla hag dreifbýlisins Og þar með þjóðarinnar allrar. Er vissulega tímabært að við, sem iengi höfum notið yls og birtu með því að virkja aflið í elfum landsins og iðrum jarðar, sýnum í verki, að við viljuð að- stoða bræður og systur, sem allt- of lengi hafa farið á mis við þessi lífsgæði, til þess eftir föngum að brjóta á bak aftur ofurveldi íslenzks vetrarmyikurs og frost- hörku. Til þess að menn átti sig á því risaátaki, sem hér ræðir um; skal ég tilfæra örfá orð úr langri og mjög skilmerkilegri skýrslu Eiríks Briem, rafmagnsveitu- stjóra, er nýverið birtist í Morg- unblaðinu. Þar segir: „f 10 ára áætlim ;stjórnar- innar felst, að allir kaupstaðir, öll kauptún og yfirleitt allt sem þorp geta kallast, fá vatnsafls- rafmagn frá san.veitum. Enn- fremur verða lagðar héraðsveit- ur til um það bil 2600 sveitabýla til viðbótar þeini, sem tengd voru í ársbyrjun 1954 og munu þá alls um 3500 býli hafa fengið rafmagn frá samveit.um“ Og ennfremur segir rafmagns- veitustjóri: „Auk þess má gera ráð fyrir, að einkarafstöðv unum fjölgi, þannig að fast að 100% lands- manna muni hafa rafmagn til af- nota í lok 10 ára áætlunarinnar“. Hér þarf ég engu við að bæta. j En ég get sagt svipað og um veð- lánastofnunina, að ég hygg að sú stjórn, sem stíkt fyrirheit gaf og efndi það. muni h jóta af nægan sóma til þess að kæfa hrópvrði og kveinstafi vesællar stjórnar- andstöðu, sem undan enpu þarf að emja öðru en bvý að rikis- Stjómin sé of frjálslynd, stórhuga og úrræðagóð til þess að svo aum stjórnarandstaða megni að rispa hana, hvað þá blóðga. ! með rökum brugðið um úrræða- leysi. Að þjóðinni hafa steðjað margvísleg vandræði síðustu 5—6 árin. Samstjórn Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks- ins hefur, — dyggilega studd af þingliði sínu, — jafnan brugðist fljótt og vel við þörf- um manna, hvort sem glíman var við aflabrest, verðfall, mæðiveiki, harðindi eða ann- að. Og jafnframt öllu þessu hefur stjórnin og flokkar henar beitt sér fyrir margvis- legri merkri löggjöf, sem eng- in fyrirheit höfðu verið gefin um. Fjallar lagasetning þessi um hin óskyldustu efni, jafnt á sviði menningar og mennta- mála, sem hinna ýmsu at- vinnumála. En ef til vill hefur þó stjórnin aldrei sýnt betur en einmitt nú, að hún er sterk stjórn, sem þorir að horfast í augu við örðugleikana, er hún leggur nú fram frumvarp um milli 150 og 200 millj. króna nýja skatta vegna aukinna þarfa ríkissjóðs og fram- leiðsluatvinnuveganna út af kauphækkunum þeim, sem urðu á síðasta vori. Slík stjórn verðskuldar traust en ekki vantraust. Vandamál sjávarútvegsins Ég skal þá víkja að dægur- málunum. Eins og menn muna var sjávar- útvegurinn kominn í greiðslu- þrot er stjórn undir forystu Al- þýðuflokksins lét af völdum í árslok 1949. Átti stjórnin á því enga sök. Til úrbóta var talið að þurfa myndi um 150 millj. kr. nýja skatta. Var þá í marzmán- uði 1950 gripið til gengislækkun- Enginn, sem þá ráðstöfun gagnrýndi, þorði að bera fram tillögu um nýja skatta á þjóðina, og varð því sú gagnrýni aðeins máttvana nöldur. Af versnandi verzlunarárferði á íslandi o. fl., I leiddi þörf fyrir ný bjargráð í ársbyrjun 1951. Þá voru veitt bátagjaldeyrisfríðindin svo- nefndu. Án þeirra og án ggngis- fellingar hefðu skattar, er námu a. m. k. 250—300 millj króna nægí ba. ';1 nú, að ný þörf kallar I á ný úrræði vegna kauphækkan- ! anna mi..iu á síðasta ári. Hefði þá vart nú verið verið um annað að ræða en gengislækkun, jafn- mikið vandaverk, sem það hefur reynzt að benda á gjaldstofna nú, og hafa þó skattar verið lækk aðir en ekki hækkaðir um 250 — 300 millj. síðustu 5—6 árin. Hin nýja tekjuþörf ríkisins stafar að mestu levti beint og óbeint af auknum útgjöldum vegna kauphækkananna á síðast- j liðnu vori. Mun hæstv. fjármála- ' ráðherra gera nánari grein fyrir ■ því. i Likt er um þörf framleiðslu- ! atvinnuveganna fyrir framleiðslu bætur Sú þörf stafar mest af kauphækkunum. Stjórnin vrðskuldar Nei, núverantíi ríkisstjórn verður aldrei sökuð um brigð- mælgi. Henni verður heldur ekki Kcin c? þá að tillögum ríkis stjórnarinnar til að ráða fram úr þeim vanda, sem kaup- hækkanirnar í vor færðu yfir framleiðsluna. Umræddar kauphr úkanir námu i öndverðu 13.0 ó fyrir atvinnurekendur. Af þessu leiddi svo sem fyrr var sagt, hækkun á allri þjónustu og síðar samkvæmt gildandi laga fyrirmælum, hækkun á verð- lagi Iandbúnaðarafurðanna. Af því leiddi aftur hækkun vísitölunnar. Er nú svo kom- ið. að þessar kauphækkanir nema tæpum 22%. Snemma á þessu hausti voru þesar hækkanir ýmist komnar í ljós eða fyrirsjáanlegar. Gaf þá ríkisstjórnin bændum fyrirheit um að beita sér fyrir uppbótum á útfluttar framleiðsluvörur þeirra til samræmis við svo- nefndan bátagjaldeyri. Kaus rík- isstjórnin þann kost fremur en þá hækkun á verðlagi landbún- aðarafurða, sem ella hefði riðið yfir til fullnægingar gildandi lagaákvæðum, enda hefði þá af hlotizt mikil hækkun á vísitöl- unnir öllum til tjóns. Er rétt að þeir sem oft eru að telja eftir þetta fyrirheit stjórnarinnar, hafi það hugfast, að fleiri en bændur njóta góðs af. ★ Eftir var nú hlutur útgerðar- innar, og kom engum á óvart að sá vandi yrði ekki auðleystur. Undanfarin ár hefur L.Í.Ú. átt viðræður í árslok við ríkisstjóm- ina um svokallaðan starfsgrund- völl fyrir útgerðina. Hefur þá ekki alltaf gengið greiðlega að sameina sjónarmiðin og fyrir komið, að róðrar hafa ekki hafizt rétttímis af þeim ástæðum. Undir þann leka vildi ríkis- stjórnin nú setja. Skipaði hún því á öndverðu hausti 4 hagfræð- inga til að athuga þetta mál svo og ástandið í fjármála- og at- vinnulífi þjóðarinnar. Jafnframt störfuðU þeir hinir sömu emb- ættismenn stjórnarinnar að mál- inu, sem með það hafa farið und- anfarin ár undir forystu Gunn- laugs E. Briem, ráðuneytisstjóra. Eru það allt hinir mætustu menn, sem lagt hafa mjög mikla vinnu í rannsókn og lausn þessa máls og oft orðið að fella nótt við dag til þess. Skal ég ekki rekja þá sögu lengra. Aðeins get ég þess, að enda þótt að lokum tækist að ná samkomulagi, bar í öndverðu og raunar fram á síðustu stund, mjög mikið á milli, svo milljóna tugum skipti. Má raunar segja að svo sé enn, þótt L. f. Ú. kysi frekar þann kost að una þvi sem ríkisstjórnin treysti sér lengst að ganga, en að bera ábyrgð á róðr- arbanni. Stofnun fiaínleiðslusjóðs Menn hafa lesið í blöðum og heyrt í útvarpi höfuðefni frum- varps ríkisstjórnarinnar um fram leiðslusjóð. Útgjöld sjóðsins eru áætluð 152 millj. kr. Af þeirri upphæð var til um áramót handbært fé í togarasjóðnum 15 millj. kr. Þá þarf að afla nýrra tekna að upp- hæð 137 ir.illj. kr. Er lagt til að það sé ger' með því, að leggja svonefnt framleiðslugjald á inn- fluttar vörur að upphæð 9%. •— Legst gjaldið á c.i.f. verð vörunn- ar að viðbættri áætlaðri álagn- ingu 10%. Ýmsar vörur eru þó undanþegnar þessu gjaldi, þótt stjórnarandstæðingar hafi neitað því hér í kvöld, svo sem salt, kol, veiðarfæri, olía, benzín, fóður- bætir, áburður o. fl. Nefni ég þetta sem dæmi um óvandaðan málflutning þeirra. Þá er ætlað að leggja 3% framleiðslugjald á sölu og veltu á iðnaðarvörum, með undantekningum þó, allt eftir því, sem nánar greinir í 13. gr. frv. stjórnarinnar um fram leiðslusjóð. Tekjur af þessum gjöldum eru áætlaðar 115 millj. kr., en aðrar tekjur framleiðslu- sjóði til handa, alls 22 mill i Ræð- ir þar einkum um 30% in Tlutn- ingsgjald af ávöxtum, búsáhöld- um, smíðatólum o. fl., alls um 10 millj. kr. 40% gjald af innlend- um tollvörutegundum, alls um 4 millj. kr. og 100% gjald af f.o.b. verði vissra tegunda bifreiða, á- ætlað um 8 millj. kr. Rétt er að geta þess, að á síð- astliðnu ári voru leyfagjöld af innfluttum bifreiðum 38 millj. kr. Um útgjöld sjóðsins verð ég að láta nægja að taka þetta fram: Varðandi togarana ,er byggt á skýrslu og tillögum milliþinga nefndar, sem Alþingi kaus 1954. Áttu sæti í henni fnlltrú- ar alíra þingflokka nema Þjóð varnarflokksins. Komst nefnd- in að þeirri niðurstöðu, að taprekstur meðaltogara væri þá 950 þús. kr. á ári. Aíhug- anir byggðar á sama grund- velli sýna, að nú er taprekst- urinn orðinn 1.980 þús. kr. á ári, eða tæpar tvær milljónir. Ekki sá ríkisstjórnin sér þó fært að miða tillögur sína við þá upphæð, heldur við 5.000 kr. á úthaldsdag, eða rúmlega % hluta þess sem talið var þurfa. Er áætlaður kostnaður af þessu framlagi uin 66 millj. króna Er þá ekkert gert ráð fyrir væntanlegri kauphækkun sjó- manna, sem þó er fyrirsjáanleg og sanngjörn, miðað við það, sem á undan er gengið. Þá er ætlað til vinnslubóta á fiski, jafnt togara- sem báta- fisk, 5 aurar á kílóið af slægð- um fisk með haus, eða alls um 18 millj. kr. Er tilskilið, að vinnslustöðvarnar greiði þá sama verð og greitt var í desember síðasl. fyrir fiskinn. Var lægsta krafa frystihúsanna miklu hærri og mörg rök færð fyrir, sem hér vinnst ekki tími til að skýra. En játað er af umboðsmönnum rík- isstjórnarinnar, að kauphækkan- irnar, sem urðu síðastl. vor, kosti frystihúsin ekki aðeins þessa 5 aura á kíló, heldur 12 aura, en upp í mismuninn hafa frystihús- in 6 aura vegna hækkaðs álags á bátagjaldeyririnn. Sjálf nefndu frystihúsin 14—16 aura, en vildu auk þess m. a. fá 'greiddan kostn- að við svonefnda neytendapakkn- ingu, bæði til Bandaríkjanna og Rússlands. Er með því ætlað að vinna og festa markaði. Skal vissulega játað, að slíkt er æski- legt, þótt nú skorti fjárhagslegt bolmagn til þess, enda hefði til þess þurft tugi milljóna króna, sem ríkisstjórnin treysti sér ekki til að bæta ofan á nauðsynlegustu skattana. Til framdráttar bátaflotanum er auk óbeinnar aðstoðar, er í vinnugjaldinu felst og núgild- andi bátagjaldeyrisfríðinda, ætlað að greiða niður hálft vátrygging- ariðgjaldið. Hefir þá báturinn heldur skárri fjárhagsgrundvöll en í fyrra, sé miðað við sama aflamagn og verðlag og tillit tek- ið til hækkaðs álags á bátagjald- eyrir annars vegar og hins vegar auksins kostnaðar vegna kaup- gjaldshækkananna frá í vor. Er það ætlað til að mæta hækkuðu kaupi sjómanna. Kostnaður af þessu nemur um 8 millj. króna. Þá er lagt til að greiða sér- stakar vinnslubætur á smáfisk, sem byggt er á því, að mörg and- anfarin ár hefur verið greitt sama verð fyrir r iáan fisk og stóran. Vegna rjomanna og út- gerðarmanna bybi • ekki kleift að breyta því. En játað er, að smá fiskurinn er verðminni vara. Gætir þess þó mest til frystingar, því að bæði eru vinnlaun lilut- fallslega því meiri sem fiskur- ínn er 0g einnig fást mun minri fiök úr smáfiski en stór- fiski miðað við hráefnisþunga. Kostnaður af þessu er áætlaður um 6—7 millj. kr. Ennfremur á úr sjóðnum að verja 26 millj. til þess að kaupa upp svonefnd B-skír- teini. Er hé~ -'m skynsamlega ráðstöfun - 1 r? 5. s»m mér vinnst ek' j ti> i til 6 „I.ýra, enda flókið ruá', Hafa ræðumenn hér I kvrld talið þessa ráðstöfun alveg óþarfa. Stjórnin vilji aðeins kvelja fólkið sem mest. Þetta hirði ég ekki að rök- ræða, þó ekki væri af öðrr en því, að þjóðin veit að ec -a stjórn langar að gera ra’'i sig óvinsæla með óþöi.um sköttum. Varðandi bætur á útfluttum landbúnaðarafurðum að upphæð um 15 millj. kr., vísa ég til fram- angreinds og þess, sem hæstv. landbúnaðarráðherra mun um það segja. Nokkur fleiri ákvæði eru f frumvarpinu. sem mér þykir ekki sérstök ástæða að víkja að. 1 ll próscnt hækkun i kaupgjalds Ef til vill spyr nú einhver, hvort þörf sé þessara framleiðslu- bóta. Um það vísa ég til greinar- gerðar um framleiðslusjóð. Sjálf- ur bæti ég því við, að sérfræð- ingar ríkísstjórnarinnar, sem ! mjög vandlega hafa rannsakað öll gögn málsins, telja að hvergi megi af klípa, en útvegsmenn og vinnslustöðvar telja þörf miklu hærra framlags. En þeir sem þessum málum eru ekki nægilega kunnugir aðgæti, að kaupgjaldið er langstærsti liður framleiðslu- og vinnslukostnaðar. Hækkun um 22% á þeim kostnaði eins og nú er orðið, hlýtur því að kippa fót- unum undan framleiðslunni, en stöðvun hennar er banabiti þjóð- félagsins. Mín skoðun er sú, að ríkisstjórnin hafi ekki gengið feti lengra en nauðsynlegt var. Hitt er tvísýnna, hvort það nægir sem nú hefur verið lagt til og vænt- anlega verður samþykkt á morg- un á Alþingi. Ég viðurkenni að skattarnir bæði til ríkis og framleiðslusjóðs eru háir og þungbærir, en þó vart meiri en 5—6% af þjóðartekjun- um. Ættu þeir ekki að vera drápsklyfjar þegar kaupgjaldið er hækkað um 22%. Miðað við útsvarshækkanir, sem víða eru um og yfir 30% af heildarupp- hæðinni, eru þessir skattar ekki einstakir. Mér er vel ljóst, að frum- | varp stjórnarinnar um fram- leiðslusjóð verður ekki skýrt viðhlýtandi í svo stuttu máli. En skýringar og einkum þó frumvörpin sjáif eru lifanði sönnun þess, að aðvaranir mín ar og annarra um hættulega afleiðingu kaupgjaldshækkan- anna þegar framleiðslan er rekin með halla, voru sannar. Þessar aðvaranir voru að engu hafðar. Sú synd fær nú sína refsingu sem með engu mótl verður umflúin. Enda skilst væntanlcga öllum, að engin ríkisstjórn gerir það að gamni sínu að leggja þungar álögur á þjóðina, þótt hins vegar stjóm, sem á sér manndóm og þingfylgi kjósi þann kost fremur en að horfa aðgerðar- laus á stöðvun framleiðslunn- ar. Og hvernig er svo þessum. bjargráðum tekið? Umboðsmaður Alþýðuflokksins, prófessor Gylfi Þ. Gíslason, sagði í umræðum um. málið á laugardag: „Þetta er gjaldþrot stjórnarstefnunnar" og rökstyður þann sleggjudóm með því, að fyrir 6 árum hafi tveir merkír hagfræðingar heldur kos- ið gengisfall en háa skatta og l tolla. Mér varð allt að því orð- fall, og á ég þó ekki vanda til þess. Átti ég að trúa því, að hag- fræðiprófessor viti ekki, að enda þótt gengisfall sé betra en skattar og tollar við vissar aðstæður, getur það við breyttar aðstæður verið glapræði, og orðið beilræði á ný, við enn breytta- aðsLæður. Nei, það er ekki .efna ríkis- stjóri.arinna’-, .e.i nú er gjald- þrota, heldur he : fróðleiks- eoa vitsmunaii.J prófessorsins þornað upp í bili. í d;-g læzt svo þessi sami háttv. þingmaður vera að benda á úr- ræði og flytur um þau tillögur j Alþýðuflokksins. Sjálfum dettur þeim ekki í hug, að þær séu Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 26. tölublað (01.02.1956)
https://timarit.is/issue/109936

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. tölublað (01.02.1956)

Aðgerðir: