Morgunblaðið - 01.02.1956, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.02.1956, Qupperneq 7
Miðvikudagur 1. íebrúar ’56 MORGUNBLAÐIÐ r Stjómarandstaðan skammast, en á engar jákvæðar tillögur Framh. af bls. 6 frambærilegar hvað þá fram- kvæmanlegar. Hann játar að búið sé að íþyngja útgerðinni svo mik- ið, að nú beri að styðja hana, eila stöðvist hún og þar með komist hann sjálfur og við hinir á kaldan klaka. En, segir þing- maðurinn, enginn skal þó njóta neins stuðnings nema hann gerist meðlimur í allsherjarfélagi allra vinnslustöðva og útvegsmanna og taki á sig þá smávægilegu kvöð, að komi fyrir að hann hagnist, skuli gróði hans ganga til að greiða halla annarra út- gerðarmanna eða vinnslustöðva, enda þótt hann engin áhrif geti haft á þann rekstur. Þ. e. a. s. að ef einhver útgerðarm. einhvern tíma hagnast, skal þeim hagnaði varið til að greiða halla, sem einhver annar útgerðarmaður einhvern tíma kann að bíða. Hér gætir svo grómtæks grund vallar misskilnings á eðli og þörf- iim þessa áhættusama atvinnu- reksturs, sem á allt undir atorku, framtaki og dug þeirra sem þar ei’u að verki og sjálfu íslendings- eðlinu, að ekki er orðum að eyð- andi. Litlu betri er tillaga Alþýðu- flokksins um tekjuöflunina. Þeir leggja til að fram fari allsherjar eignakönnun og að allir sem efn- azt hafa um meira en 300 þús. kr. allt frá 1940 og fram á þennan dag, skuli greiða til samans í eignaauka-skatt 85 millj. kr. — Undir skatt þenna skal falla verðhækkun íbúða og annarra eigna, og allt miðast við sölu- verð í dag. Sennilega hefur svo- nefnd eignakönnun, sem hér fór fram fyrir tæpum áratug skaðað og spillt heilbrigðri efnahagsþró- Un meir en flest annað. Sú reynsla ætti að nægja. Auk þess er vandséð hvemig leysa á árlega þörf útvegsins með þeim hætti, að gera upptækar eignir manna í eitt skipti fyrir öll. Þessar tillögur eru svo fráleit- ar, að í þeim felst ekkert nema hrein uppgjöf Alþýðuflokksins. Þá kunna kommúnistar betur áralagið. Þeir eru ísmeygilegri. Þeir segja eins og þeir eru vanir: Sækið þið gróðann þangað sem hann er. Ríkið græðir, bankarnir græða, olíúfélögin græða og heild salarnir græða o. s. frv. Látið þið þessa aðila greiða hallann á út- gerðinni. Þetta er þeirra gamla, slitna og falska plata. Hún er vinsæl þótt hún sé vitlaus, því auðvitað vill fólkið, ég og aðrir, losna við akattana. En þetta er ekki eins auðvelt og út kann að líta. Eða þora kommúnistar að neita því, að það er grundvöll- ur undir fjármálaöryggi hverr ar þjóffar, að ríkissjóður búi vel? Dirfast þeir kannske að neita því, að ríkisstjórnin hef- ur vel og viturlega ráðstafað greiðsluafganginum? Eða þora ef til vlll kommúnistar, að ganga fyrir sjómenn og út- gerðarmenn og segja, að óþarfi sé að veita lán til bátakaupa? Þora þeir að segja bændum, að þeir skuli áfram búa við fjársvelti jafnt til ræktunar sem bygginga? Dirfast þeir að segja við alla þá, sem húsnæð- isvandræðin þjaka og þjá, líka þá sem búa í heilsuspillandi íbúðum, að það sé hreinasti glæpur, að ríkið skuli vera þess megnugt að rétta þeim hjálparhönd? Nei, ekkert af þessu þora kommúnistar að segja. En þá er þeim líka sæmst að þegja. Því til þessa hafa stjórnar- flokkarnir ákveðið að verja bróðurpartinum af þeim greiðsluafgangi, sem ríkissjóði hefur óvænt áskotnazt. Og með því móti er einmitt þeim liðsinnt, sem mesta hafa þörf- ina og að þeim ráðum liorfið, sem flestum eru til blessunar. Árásir á bankana falla dauðar um þá staðreynd, að það er þjóð- arböl að íslenzkir bankar eru of fátækir en ekki of ríkir. En um olíuokrið er það að.segja, að það eru útgerðarmenn óg samvinnu- menn sem eiga stærsta olíufélag- > ið og bróðurpartinn í hinum, og okra þá mest á sjálfum sér. Auk þess minni ég á að hið, sæla verðlagseftirlit sem stjóm- j arandstæðingar telja allra meina bót, nær til olíunnar. Geti verð- j lagseftirlitið tryggt sannvirði annarrar vöru, hvernig stendur þá á því að það er gagnslaust gagnvart olíuokri? Ætli svarið standi ekki í kommúnistunum? Um miliiliðagróðann er svo rétt að upplýsa, að fyrir Alþingi liggur nú tillaga um rannsókn á honum. Kommúnistar sýnast lít- inn áhuga hafa fyrir henni. Hvers vegna? Það er vegna þess að þeir eiga að fá fulltrúa í þessari nefnd, sem allt getm- rannsakað og ofan af öilu flett. Það er vegna þess að þeir óttast að sú rannsókn leiði ekki í ljós nægilega mikinn gróða og sé þá erfiðara að blekkja eftir en áður. En annars er aumt að þurfa að hlusta á þetta raus nær daglega. Hér tala menn í kvöld rétt eins og engin skattalög giltu á íslandi. En hér gilda ein þyngstu skatta- ' lög, sem þekkjast. Þau áskilja ríkinu og bæjar- og sveitarsjóð- um bróðurpart alls hagnaðar. —j Efalaust reyna margir að beita j undanbrögðum og tekst það sum- j um. En vilja þá ekki kommúnist- ar kenna ríkinu ráðin til að | stöðva þá starfsemi. Þá fær ríkið gróðann. En þá er líka bezta blaðra kommúnista sprungin. Skammast út af öllu Ef menn fletta staðhæfingar stjórnarandstæðinga klæðum, séu umbúðirnar teknar af orða- flaumnum, kemur þetta í Ijós. 1. Útgerðin þarf og hefur í nær áratug þurft aðstoðar vegna þess að á hana hafa verið lagðar þyngri byrðar en hún fær undir risið, einkum kaupgjaldið. 2. Þjóðin lifir á útgerðinni og verður því að halda lífinu í henni. 3. Sé krónan felld útgerðinni tii framdráttar er fyrst skammazt út af því, en aðstoðin síðan að engu gerð með kauphækkunum. 4. Þegar svo var gripið til báta- gjaldeyrisins er skammazt út af því. 5. Þegar þau fríðindi eru minnkuð, er skammazt út af því. 6. Þegar þau eru stækkuð er skammazt út af þvi. 7. Þegar hætt er við að stækka bátagjaldeyrinn en í þess stað gripið til skatta eða tolla, er skammazt út af því. 8. Og sé ekkert af þessu að- hafzt svo að útgerðin stöðvast, ætlar ailt af göflunum að ganga. Þetta er sannleikurinn. Og þegar búið er að tína þessar spjarir af stjórnarandstæðing- um standa þeir franuni fyrir alþjóð berstrípaðir, rýrir, raunalegir, fálmandi og úr- ræðalausir og sannir að sök um fláttskap og óheiiindi í mestu velferðar- og alvöru- málum þjóðarinnar. Slíkt at- hæfi ber í skauti sínu refs- inguna þegar að skuldadögun- um kemur. Ég spyr enn: Hver eru úr- ræði þessara manna? Kunna þeir engin ráð önnur en þau að ræna ríki, banka, opinbera sjóði og stofnanir eignum? Og ætla þeir að gera það á hverju ári, svo lengi sem þörf útvegsins varir? Eru þeir kannske að heimta gengisfall með kaupbindingu? Það myndi duga. Eða vilja þeir ef til vill verð- hjöðnunina? Hún bitnar fyrst og lang þyngst á launþegum. Þá yrði sá sem nú fær fimm þúsund á mánuði kannske að sætta sig við 2—3 þúsund. Honum er hentara að hafa ekki byggt yfir höfuð sér, eða yfirleitt stofnað til skulda. Þær myndu reynast þung bærar. Er það kannske þetta sem ver- ið er áð heimta? Eða heímta menn að ekkert sé gert, svo framleiðslan stöðvist og við getum allir og öll soltið í takt? Hvað er það yfirleitt sem menn heimta? Veit kannske enginn hvað hann vill? Eða verða stjórnarandstæð- ingar að bera fram þessar sýndartillögur, sem hver stang ast við aðra og ekkert eiga sameiginlegt annað en það að vera allar jafn fráleitar, ein- göngu til þess að ljósta því ekki upp, að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð, standa úrræða- iausir eins og þvörur, getu- lausir og gagnslausir til alls annars en þess að ráðast á allt sem gert er, eitt í dag, annað á morgun, allt til að þvælast fyrir þörfum málum og reyna að ófrægja stjórn iandsins og spilia málefnum þjóðarinnar? Svari menn þessu ef þeir geta. Hér þýðir enginn vaðall um milli liðagróða, sem kommúnistar fást ekki einu sinni til að rannsaka, eða gróða útgerðarmanna á olíu- sölu til sín sjálfra, svo ekki sé rætt um árásir út af sómasam- legri afkomu ríkissjóðs og banka. Svari menn segi ég. Svari menn með rökum eða þegi og þoli sinn dóm. sem Ég skal svara fyrir stjórnar- andstæðinga og segja sannleik- ann þótt þeir fáist ekki til þess. Stjómin hefur hvorki gefizt upp né gugnað. Á henni er eng- inn bilbugur. Hún veit, að við vissar aðstæður er gengisfall skársta úrræðið. Við aðrar að- stæður eru tollar og skattar skárri. Hún og hennar samherjar hafa haft vit til að velja og dug til að standa við skoðanir sínar. Hún hefur haft, kjark til að ganga framan áð þjóðinni og segja: Úr því menn fást ekki til áð sætta sig við það kaup og þau kjör ,sem framleiðslan fær undir risið, er í bili ekkert úrræði fyrir hendi annað en það, að taka það sem er umfram gjaldþol fram- leiðslunnar af þjóðinni og skila framleiðslunni því aftur. Ella stöðvast framleiðslan, en þá sveltur þjóðin. Því fer víðsfjarri, að ríkis- stjórnin þurfi að bera kinn- roða fyrir þessi frumvörp sín, enda gerir hún það ekki. Það eru hinir, sem teymt hafa þjóðina út í kapphlaupið milli kaupgjalds og afurðaverðs sem sökina eiga, bæði á nýjum álögum og því, að krónan rið- ar. Þessir menn hafa undanfarna mánuði hamazt á stjórninni fyrir aðgerðarleysi. Sjálfir hafa þeir ekkert haft fram að bera nema óhróður og persónulegan skæting í blöðum sínum. Ég á þar ekki sérstaklega við Alþýðublaðið. Ég á yfirleitt minnst við Alþýðu- flokkinn. Hann er nú orðinn helzt enginn flokkur. Miklu frekar búsáhald á heimili kommúnista, eða þó heldur smíðatól, kúbein hét það í gamla daga, sem komm únistar nota til niðurrifs á þjóð- félaginu. Þjóðvörn veit ég of lítið um, því þótt ég sjaldan lesi Alþýðu- blaðið veit ég þó enn minna um boðskap blaðs Þjóðvarnar. En eigi að dæma flokkinn af ræðum Þjóðvarnarmanna hér í kvöld, verður hann varla langlífur. En um kommúnista vil ég segja það, að það eru þeir sem valda. Með æsingum og kaup- gjaldskröfum, sem verkalýð- urinn hefur þann einn hagnað af að fella krónuna, liefur þeim tekizt að kalla fram þörfina fyrir alla þá skatta, sem nú er verið að Ieggja á þjóðina. Þeir sáu þetta fyrir álveg eins og ég, enda þótt þeir þegðu þegar ég áðvaraði. En nú, þegar komið er að skuldadögunum, ætlar söku- dólgurinn að smeygja sér und- an og koma sökinni á okkur hina, sem sáum hættuna og ’ aðvöruðum gegn henni. Ég held að kommúnistar, hafi hér reist sér hurðarás um öxl. Fólkið er farið að skiljaj aðferðir þeirra og atferli. Fyrst kveikja þeir í húsinu.' Síðan kenna þeir stjórninni um brunann. Hvorugt er gott. En hvorttveggja við hæfi ein- ræðisaflanna. Spaugilegast er þegar stjórn- arandstaðan er að fjargviðrast yfir því, að ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar séu engin endan- leg lausn á vandamálum útvegs- ins. Þessu er daglega haldið fram í blöðum þeirra og þessu hafa þeir haldið fram í kvöld. Manni verður á að spyrja. Hvaða fávitum er slíkt hjal ætl- að? Allir hugsandi menn vita fyrir löngu, að í þessum efnum er aðeins ein varanleg lausn til. Hún er sú, að þjóðin sætti sig við það kaupgjald, sem fram- leiðsla hennar þolir. En einnig í þeim efnum vinna kommúnistar með kúbeinum sín- um gegn hagsmunum þjóðarinn- ar. Einnig í því húsi kveikja þeir og kenna svo öðrum um brunann. Ég lýk þessum hugleiðing- um með því enn að spyrja um úrræði stjórnarandstæðinga. Ekki málamynda tillögur, bornar fram tii blekkingar, svo sem gert heíur verið í kvöld, heldur eitthvað sem er raunhæft og framkvæmanlegt. Vinstri stjórnar markleysan Ég verð nú að fara að stytta mál mitt. Ég hef reynt að forðast að troða illsakir við samstarfs- flokkinn og hafa þó blöð hans gefið ærið tilefni til. Ég hef ým- islegt um Framsóknarflokkinn að segja, margt gott og annað sem mér fellur miður. Og innan stjórnarinnar hefur samvinnan gengið furðuvel. En því ver fell- ur mér, að sumir Framsóknar- menn og blöð flokksins vilja eiga í stöðugum illdeilum við Sjálf- stæðisflokkinn, rétt eins og miklu meira varðaði að gera okkur að glæpalýð og óbótahyski en hitt, að hrinda í framkvæmd þeim miklu hugsjóna og hagsbóta- málum þjóðarinnar, sem fyrir- heit voru um gefin og nú eru svo vel á veg komin. Þetta at- hæfi er skaðiegt og spillir and- legum og veraldlegum velfarnaði þjóðarinnar. Fólk missir trú á einlægni okkar allra og löngun til að leysa farsællega vanda þjóð- arinnar og allt sem stærst er í fari okkar dregst ofan í svaðið. Þetta er illa farið. Menn eiga að vinna saman af bróðurhug með- an það stendur. Síðar er tími til að berjast og bítast. Þá er það líka skaðminna, því þá er minna mark tekið á stóryrðunum, enda stendur oftast lítil alvara að baki þeirra. Ég vil svo að lokum segja þetta við landsmenn alla, en einkum þó Sjalfstæðisfólkið: Ég veit ekki enn hvort kosn- ingar verða í vor, eða dragast til loka kjörtímabilsins. — Hvort tveggja er til. En á hinni svo- kölluðu vinstri stjórn hef ég aldrei haft mikla trú. Tæplega að hún komist á laggirnar og það an af síður að hún yrði nokkurs megnug. Hjörðin er ólík og sundurleit. Alþýðuflokkurinn, sem ekki er stór flokkur, einn þjóðkjörinn og fimm til að bæta hann upp, er sagður í fernu lagi. Flestir af- neita kommúnistum, en þó ekki allir. Einhverjir vilja vinna með Sjálfstæðismönnum, en aðrir með Framsókn og Þjóðvörn, og loks eru svo þeir, sem vilja fyrst um sinn með engum vinna í 1®! stjórn en freista þess, að efla flokkinn í stjórnarandstöðu. Þjóðvörn dettur ekki í hug þátttaka í stjórn með Framsókn. Hún situr og ætlar að fita sjg' eins og púkir.n á bitanum forg- um á örðugleikum Framsóknar og yfirsjónuin, þar til tekizt heti- ur að ná af Framsóknarflokkii- um þeim kjósendum, sem hálf— velgja sumra foringja flokksins, bæði í utan- og innanríkismái- um, hefur matreitt handa Þjóg- varnarhugsjóiiinni. Hafi meiftn ekki vitað þetta fyrr, vita þeir það eftir íllkvittnar og ómerki- legar ræður þeirra hér í kvöld Kommúnistar vilja auðvitað enn sem fyrr ólmir í stjórn með hverjum sem er. Það eru þeirra fyrirmæli frá hærri stöðum. En af þeim leggur nú daun, sem endl ist þeim til einangrunar, jafnvel svo að þeir sem þó ágirnast þá,, í hjarta sínu, segjast ekki taka, i mál að leggja sér þá til munns, a. m. k. ekki nema betri tegund- ina, í hæsta lagi svo sem helming þeirra. Og svo er það sjálfur máttai- stólpinn, Framsóknarflokkurinp. Að sönnu er eitthvað af bæjar- radikölum, sem ólmir vilja út í vinstra ævintýrið. En kjarnx flokksins, bændur og umboðs- menn þeirra, neita. Þeim skilst að rétt er, sem einn mætasti og merkasti Framsóknarleiðtoginn sagði nýlega, en hann mælti eit<- hvað á þessa leið: „Fyrir bændurna hefur aldrei verið á íslandi svipað því jafn- góð stjórn sem síðustu 5—6 árin‘\. Og þeim skilst að leggi þeir út. í vinstra ævintýrið, munu miklu fleiri bændur kjósa Sjálfstæðis- flokkinn en gert hafa. Nei, vinstri stjórnar liialiíi er markleysa ein. Enginn efn»- viður, engin hugsjón, engiiv stefna, og allt of fámennt liöV Úr slíkum brotum verðnr varla ríkisstjórn á íslandi, a. m. k. hvorki til frægðar né langlífis. Það er líka aðeinn spaugsyrði að tala um vinstrl öfl. Hér er ekkert afl að verk J heldur aðeins máttleysi. Hér er lieldur engin vinstri sam- vinna á ferð, heldur aðeins vinstri samkepxmi, þar sem i hinni sundurleitu hjörð hvor ætlar að auðgast á annarí’ kostnað. Skyldur ábyrp Mks En hvað um það. Fyrr eða síð- ar kemur að kosningum. Verum því reiðubúnir, Sjálfstæðismenn, minnugir þess, að hvort sem okkur auðnast að ná því meiri- hlutavaldi á íslandi, sem þjóðin þarfnast, eða ekki, verður þó vald okkar og áhrif því meira og blessunarríkara, sem við verðum fleiri á þingi og sá hópur fjöl- mennari, sem á bak við okkur stendur. Við Sjálfstæðismerm vit- um vel, að án okkar er ekkt hægt að stjórna íslandi. Su staðreynd leggur okkur á herðar þungar, miklar og margvíslegar skyldur, eis þó fyrst og fremst skyldur til frjálslvndis, víðsýnis, sáttfýsi og skilnings á þörf- um og óskum annarra, og þá fyrst og fremst allræ s'em bera hag þeirra fyrir brjósti sem verst eru settiir í baráttunni fyrir daglegu brauði. Við skulum, Sjálfstæðis- menn, reyna að sanna áð við séum maklegir hins mikla trausts sem okkiti? er sýnt. Þá mun það og em» aukast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.