Morgunblaðið - 01.02.1956, Side 16

Morgunblaðið - 01.02.1956, Side 16
VeMflif í dag: SV stinnlngskaldi. Éi. — SA rigning í kvöld. 26. tbl. — Miðvikudagut 1. febrúar 1956 Selfoss Sjá grein á bls. 9. Og I .arseo nú nr Sigur Friðriks í gærkvöldi mjiig glæsilegur ik í GÆRKVÖLDI var tefld 7. einvígisskákin þeirra Friðriks Ólafssonar og Bent Larsen. Larsen hafði hvítt. Byrjunin nefnist hollenzkur leikur og hefir ekki verið byrjað á hon- um fyrr í þessu einvígi. Fram- an af iéku þeir nokkuð hratt, en höfðu er 17 leikjum var lokið, eytt talsvert miklum tíma í seinustu leikina, en Larsen þó meiri tíma. í 15. leik fórnaði Friðrik peði fyrir sóknaraðstöðu og í 19. leik gaf Larsen kost á mjög hagkvæmum mannakaupum fyrir Friðrik og við það náði Friðrik sóknaraðstöðu, sem leiddi til þess að Larsen gaf skákina eftir 24 leiki, enda hótaði Friðrik þá máti eftir tvo leiki, sem Larsen gat ekki bjargað. tr Staðan í einviginu er nú þann- ig að keppendurnir eru jafnir með 3 V2 vinning hvor. 8. skákin verður-tefld í kvöld og er það sú síðasta í einvíginu, ef annar hvor vinnur. Verði hún jafntefli verður einvíginu haldið áfram þangað til ann- ‘ ar hvor vinnur skák. í kvöld hefir Friðrik hvítt, TVÍXT: Bent Larsen. SVART: Friðrik Ólafsson. 1. Rgl—f3 f7—f5 2. g2—g3 Rg8—f6 3. Bfl—g2 e7—e6 4. 0—0 Bf8—e7 5. c2—c4 6. d2—d4 7. Rbl—c3 8. b2—b3 9. Bcl—b2 10. a2—a3 11. Rf3—el 12. Rel—d3 13. e2—e4 14. d4xe5 15. Ddl—e2 16. g3xf4 17. Rd3xf4 18. Hal—dl 19. b3—b4 20. a3xb4 21. b4xc5 22. f2—f3 23. Bg2—hl 24. Kgl—g2 Hvítt gefur 0—0 d7—d6 Dd8—e8 a7—a5 Rb8—a6 Bc8—d7 c7—c6 Be7—d8 e6—e5 d6xe5 f5—f4 e5xf4 Ra6—c5 Bd8—c7 a5xb4 Bc7xf4 Bd7—g4 De8—h5 Dh5xc5t Bg4—h3+ SVART: Friðrik Ólafsson. ABC DEFGH ABCDEFGH HVÍTT: Bent Larsen. Færð á vegum heldur að batna í Þingeyjarsýslu /I Húsavík hefur snjórinn verið þjappaður og er bílfær HÚSAVÍK, 31. janúar. UNDANFARNA daga hefur veður verið gott í Þingevjarsýslu. Hláka var á föstudaginn og laugardaginn og runnu skaflar þá mjög mikið. í gær var frost, og einnig í dag. FÓN'NTN ÞJÖPPUD 1 Á Húsavík er mikill snjór í bænum. Hefur nú verið gripið til þéss ráðs, sem raunar hefur ítt sér stað áður, að beltisdrátt- arvél er höfð til þess að þjappa íönnina, svo hún er fær bílum á eftir. Ekkert þýðir að moka, því jafnóðum skeflir í förin. S4ETRI FÆRÐ LPP TIL SVEITA Betri færð er nú í Aðaldal og Reykjadal en verið hefur eftir blótann. Hefur komið mjólk það- an á hverjum degi síðan fyrir helgi,' og hefur gengið allsæmi- lega að flytja hana. — Fréttaritari. Treg veiði 9 bátar gerðir út frá Gnmdarfirði GRUNDARFIRÐI, 31. janúar: — Vertíð er nú hafin hér og fimm bátar byrjaðir sjósókn. Afli var góður til að byrja með, en treg- ■aðist aftur. f fyrstu róðrunum var áfli frá 5—10 smálestir, en i úðasta róðri aðeins 3 smálestir. f dag eru allir bátarnir á sjó, en vonzku veður. Alls munu verða gerðir út héð- an í vetur 9 bátar, þar af 7 heima- bátar. Tveir bátar eru væntan- tegir hingað á morgun. Eftir miðjan febrúar er einnig von á tveim bátum og er annar þeirra nýr bátur frá Danmörku, sem keyptur hefur verið til Grundar- >fjarðar. —< Emil. HAFNARFIRÐI: — Mjög erfitt hefir verið um vik hjá línubát- unum undanfarið vegna stöðugr- ar ótiðar. Flestir bátanna hafa ekki náð 10 skippundum í róðri. — Togararnir eru nú allir á veið- um nema Bjarni riddari, sem er í slipp. Surprise kom af veiðum í síðastliðinni viku með um 270 smál. Togarnir veiða nú ýmist í salt eða is. — G. E. Pétur Thorsteinsson sendiréSherra í Moskvu HINN 31. janúar 1956 afhenti Pétur Thorsteinsson K. E Voros- hilov forseta forsætisráðs Æðsta Ráðs Sovétríkjanna trúnaðarbréf sitt sem ambassador íslands í Sovétríkjunum. (Fráf' utanríkisráðuneytinu). Tveggja Keflvíkinga saknað KEFLAVÍK, 31. jan.: — Tveir ungir menn héðan úr bænum hafa horfið. Árangurslaust hefur þeirra verið leitað, frá því á mánudaginn, en þeir sáust síðast aðfaranótt mánudagsins hér i bænum. Hér er um að ræða Jón Erlends son sjómann að Vesturgötu 7. | Hann er 26 ára gamall, rétt með- 1 almaður að hæð, í dökkum fötum, ■ brúnum frakka, skolhærður. — | Hinn maðurinn er Jón Ólafsson. ' Kirkjuvegi 44. Hann er 21 árs. Með allra hæstu mönnum, lið- lega þrjár álnir, lítið eitt lotinn í herðum, í gráum fötum og brúnum frakka. Menn þessir eru báðir í for- eldrahúsum. Um klukkan 2 að- faranótt mánudagsins fóru þeir saman úr húsi hér í bænum, og er síðan ekki vitað neitt um þeirra ferðir. Þeir munu hafa verið lítilsháttar undir áhrifum áfengis. Lögreglan lýsti eftir hinum týndu mönnum í dag, en sú til- kynning hefur ekki enn borið árangur. Eru þeir sem gætu gef- ið einhverjar upplýsingar um þessa Keflvíkinga, beðnir að gera lögreglunni hér viðvart. Ekki var lögreglunni fengið málið í hend- ur fyrr en ættingjar höfðu sjálfir haldið uppi árangurslausum fyr- irspurnum um þá. Snjóa mikið að leysa ÞINGEYRI, 31. janúar: — Sunn- an-suðaustan rok hefur verið hér í dag. Snjó hefur leyst mikið síð ustu daga, og þó sérstaklega um síðustu helgi, en þá var talsverð úrkoma. Vegir eru þó ófærir við- ast ennþá. — Magnús. Greiðsluafgangur í stór- felEda uppbyggingu A LÞINGI samþykkti í gær með 28 samhljóða atkvæð- um þá tilSögu ríkisstjórnar Ólafs Thors, að skipta greiðsluafgangi ríkissjóðs frá s. I. ári til hinna stærstu fram- faramála þjóðarinnar. Ræktunarsjóður fær 22 milljónir króna til hinna marg* víslegu jarðræktarframkvæmda í sveitum. Veðdeild Búnaðarbankans fær 2 millj. kr., sem fara til bygginga í sveitum. j Fiskveiðasjóður fær 10 milljón krónnr til hinnar þýð- : ingarmik’u fjárfestingar í sjávarútveginum. Til íbúðar’ána og til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum fara 13 millj. kr. Enda er hér um stórþýðingarmikla fram- kvæmd að ræða, sem er útrýming húsnæðisleysisins. | Til hafnargerða fara 1,2 millj. kr. Til að greiöa stofn- kostnað skóla 1,5 millj. kr. og til Framkvæmdasjóðs til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins fara 5 millj. kr. Það er sammála álit flestra. að greiðsluafganginum sé skipt milli stærstu og þýðingannestu framfaramála þióð- arinnar. Þrátt fyrir það réðust kommúnistar með miklu offorsi á þá ákvörðun að greiðsluafgangurinn skyldi notað- ur til uppbyggingarmála. Var eins og þeir vildu láta stöðva þá þýðingarmiklu unpbyggingu og deila greiðsluafgang- inum út sem eyðslufé. Rákisstjárnin hlaui traust með 33:14 atkv. En Hermann Jónasson gerSi fyrirvara. EINS og mönnum er kunnugt, lýsti annar af tveim þing- mwnum Þjóðvarnar yiir hví vjg eldhúsdagsumræður á mánudags kvöldið, að hann ætlaði að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á rík- isstjórnina. Ekki virtust Þjóðvarnarþing- mennirnir tveir hafa haft nein samráð um tillögu þessa við hina stjórnarandstöðuflokkana. Kom það á daginn við umræður á Al- þingi í gær, að þeir voru ekkert hrifnir af þessari vantrauststil- lögu Þjóðvarnar. ¥ UMRÆÐUR um tillöguna voru mjög stuttar. Tóku eingöngu til máls þingmenn stjórnarand- stöðunnar. Fór þeim það svo ó- hönduglega, að þeir vörðu meira rúmi í að kýtast innbyrðis en að gagnrýna stjórnina. Lýsti Har- aldur Guðmundsson megnri van- þökk yfir frumhlaupi Þjóðvarn- ar, sem kæmi á versta tíma. Samt Stirðar gæftir AKRANESI, 31. jan.: — Eftir þriggja daga. landlegu reru 15 bátar í gærkvöldi. Fengu þeir heldur slæmt veður, landssynn- ingsstorm og rigningu. Er hann nú genginn út í og lægir í bili. Þrír bátar sneru aftur en 5 voru ókomnir klukkan 10 í kvöld.1 Hinir, sem komnir voru, höfðu j 4—7 lestir. — O. ----------------- I Vegir enn þá ófærir í Grutidarfirði GRUNDARFIRÐI, 31. janúar — Suðvestan hlýindi og rok, hefur verið hér í dag. Um heigina gerði blota, og er snjó mikið farið að leysa. Vegir eru ennþá ófærir, en vonir sanda til að þeir verði opnaðir fljótlega, ef hlákan helzt ennþá í nokkra daga, — Emil. Hluti af skemmtanaskatti til Sinfóníuhljómsveitar SAMEINAÐ þing samþykkti í gær tillögu frá Bjarna Bene- diktssyni menntamálaráðherra og Eysteini Jónssyni fjármála- ráðherra um að álag á skemmtanaskatt skuli renna til Sinfóníu- hljómsveitarinnar. í tillögunni segir á þessa leið: Ríkisstjórninni er heimilað að verja öllu 10% álagi á skemmt- anaskatt sbr. 2. gr. laga nr. 115/1951, til Sinfóníuhljómsveitar, enda verði samkomuiag við aðra aðila um rekstur sveitarinnar og fjár- framlög til hennar. Tillaga þessi var samþykkt með 26 atkv. gegn 6. ÍJtJit fjárlaganna ákvcðið IG Æ R fór fram í Sameinuðu þingi atkvæðagreiðsla um einstak- ar greinar fjárlaganna. Voru yfirhöfuð allar breytingartillög- ur meirihluta fjárveitinganefndar samþykktar en tillögur minni- hluta fjárveitinganefndar felldar, svo og tillögur einstakra þing- manna. AIls mun við þessa atkvæðagreiðslu hafa verið leitað atkvæða 125 sinnum og stóð hún yfir frá 3,30 til 6,30 eða í þrjár klukku- stundir. Niðurstöðutölur fjárlaganna eru nú 640 milljón krónur. Nú er aðeins eftir að samþykkja fjárlagafrumvarpið í heild og getur sú atkvæðagreiðsla ekki farið fram fyrr en að eldhúsum- ræðum loknum, því að þær eru liður í fjárlagaafgreiðslunni. kvað hann Alþýðuflokkinn raega til sem stjórnarandstöðuflokk að greiða atkvæði með tillögunnL Einar Olgeirsson hélt stytztu ræðu, sem hann hefur haldið, þar sem hann sagði, að hann myndi alltaf greiða atkvæði gegn stjórn inni, hver sem vantrauststillögu flytti. ¥ I Ej'N við atkvæðagreiðslu um ■> þessa tlllögu Þjóðvarnar, bar það við, að formaður FramEÓkni arflokksins, Hermann Jónasson, stóð upp og gerði þessa grein fyrir atkvæði sínu, sem hann kvað gerða fyrir hönd Fram.sókn« arflokksins. „Framsóknarflokkurnn hefllS þegar gert* samkomulag um af- greiðslu þeirra mála, sem nu liggja fyrir Alþingi. Núverandi ríkisstjóm beitir sér fyrlr þessum bráðab: rgða- stuðningi skv. samningi, sem rikisstjórnin hefur gert við samtök framleiðenda. Framsóknarflokkurinn mun því ckfci efna til stjórnarslita á þessu stigi. Á hinn 'bóginn skapast ný við- fangsefni að lokinni afgreiðslu þessara umsömdu mála. Þesa vegna hefur undanfarið verið unnið aS undirbúningi flokks- þings Framsóknarmanna e» taki ákvarðanir um af töðu- flokksins til hinna nýju við- horfa. Þess vegna segi ég nei viS vantrauststillögu Þjóðvirnar- flokksins". ¥ ÞESSI fyrirvari þarf engum að koma á óvart. Með honum skýrir Framsóknarflokkurinn að eins frá því, að hann æili að kalla saman flokksþing ti! þess að ákveða um það, hvort réttarai Þyki, 1) að halda áfram stjórnarsam-. vinnu út kjörtímabilið, — til þess að vinna að framgangi beirrai mála, sem stjórnarsamningur- inn fjaJIar um, — eða 2) að rjúfa samstarfið. Slíkt hefur áður hent Fram- sóknarflokkinn og verður hams að sjálfsögðu að ráða gerðura sínum þar um, nú sem fyrr. ¥ Vantrauststillagan var fell<3 33 atkvæðum gegn 14, en 5 þing- menn eru fjarverandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.