Morgunblaðið - 02.02.1956, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.02.1956, Qupperneq 6
« MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. febrúar ’56 Stofnun eldflugnnstöðvur d Suöur- ívist veldur ólgu í Skotlundi Bréfkorn frá Skotlondi — eftir Magnús Magnússon FY RI R nokkrum mánuðum kom upp það mál í Skot- landi, sem einna mestum styrr hefur valdið um árabil. Vikum saman tók það meira rúm í dálk- um dagblaðanna en nokkurt annað mál, það var helzta um- ræðuefni manna vfir tebollum og toddýglösum, og enn er rætt um það af miklum hita. Það, sem gerzt hefur, er í skemmstum orðum það, að brezka stjórnin heíur ákveðið að stofna til eld- flugnastöðvar á eynni Suður- ívist í Suðureyjum, en fjölmarg- ir formælendur skozkrar menn- ingar hafa mótmælt þessu opin- berlega og gagnrýnt stjórnina miskunnarlaust fyrir tiltækið. FORSENDUR MÁLSINS Til þess að átta sig sem bezt á þessu deilumáli er rétt að at- huga allar forsendur þess. Enn sem komið er hafa Bretar enga herstöð af þessu tagi í landi sínu, og tilraunir með eldflugur hafa farið fram í Ástralíu. Hernaðar- sinnum þykir mikil nauðsyn á slíkum fyrirtækjum, og skal það ekki véfengt. Nú er Bretland þéttbýlt land og illa rýmt til að stunda þar stórfelldar skotæfing- ar sem þessar, og þótti því væn- legast, að velja stað nærri hafi og skjóta á mö, k úti í sjó; — Ástæðan til þess, r.ð Suður-ívist varð fyrir valinu, var sú, að þar er flatlendi, sem veit að úthafi, og þéttbýli minna en víða ann- ars staðar; á allri eynni eru mið- ur en þrjú þúsund hræður. EYJASKEGGJAR MÓTMÆLA Þegar ákvörðun stjórnarinnar varð kunn, skorti ekki skjót við- brögð. Evjarbúar efndu til mót- mælafundar, og eru rök þeirra gegn skotstöðvum á eynni þess eðlis, að þegni fámennrar og her- lausrar þjóðar líður ekki úr minni. ívistar-búar bentu á það tómlæti, sem stjórnin háfði sýnt með því að leita ekki samþykkis þeirra, áður en hún tók þessa ákvörðun. Þeim fannst að von- um, sem þeir ættu meiri rétt til eyjarinnar en ráðendur brezkra hermála. Um þúsundir ára höfðu forfeður þeirra yrkt hina ófrjóu mold og dorgað að fiski sér til máls og orðið að þola árásir er- lendra víkinga rg kúgun höfð- ingja; nú átti að uppræta þá úr þessum jarðvegi, hrekja þá burtu í þágu morðvéla. Á fundunum ko.m fram ótti um röskun á atvinnuvegum þeirra, sem eftir yrðu á eynni og ekki yrðu flæmdir burtu. Bent var á það, að vinnufærir menn myndu verða véltir með háu, en skamm- góðu kaupi til að reisa her- stöðvar á eynni, en ættu svo ekk- ert víst, þegar því væri lokið. En eitt veigamesta atriðið gegn herstöðinni var það, að hún myndi skapa suðureyskri menn- ingu mikla hættu, en sú menn- ing er einhver dýrmætasti þ.ióð- ararfur Skota. Orðið menning er sennilega hvergi notað jafngá- leysislega og á íslandi. Ræðu- mönnum og greinarhöfundum hættir til að slá þvi fram án þess að gera sér né öðrum neina grein fyrir því, í hverju það fest. Þess vegna tel ég mér rétt og skylt að skýra betur, hvað átt er við með suðureyskri menningu, en hún stendur einmitt hvergi með meiri blóma en í Suður-ívist. ÍRSK MENNING íbúar Suðureyja eru blendnir að uppruna; forfeður þeirra komu snemma á öldum frá ír- landi, og er gelísk tunga þaðan runnin. Á víkingaöld komust eyjamar undir veldi Noregskon- ( ungs, og fjölmargir Norðmenn ^ settust þar að, er sumra þeirra ‘ getið í íslenzkum ritum. Norræn- ir menn hafa að mörgu leyti sett svipmót sitt á afkomendur sína í eyjunum og menningu þeirra. í sumum eyjum eru norræn ör- nefni í meirihluta, allmörg nor- ræn tökuorð eru í gelísku, og sagnir um víkinga ganga þar enn í munnmæium. En menning eyja búa er þó að mestu leyti írsk, frá írlandi er runnin tónlist þeirra, sögur og söngvar. Til ír- lands sóttu suðureyskir klerkar menntun sína áður fyrr, og eng- um Suðureyingi getur gleymzt sambandið við írland, til þess er skyldleikinn of náinn. LÖNG EINANGRUN Suðureyjar hafa löngum verið einangraðar, síðan norrænir vík- ingar hættu að eiga þjóðleið þar um. íbúarnir hafa því orðið að búa að sínu, bæði í andlegum og veraldlegum efnum. Frá frlandi hafði þeim komið rikulegur menningararfur, og má segja, að þeir hafi að mestu leyti búið að honum til skamms tíma. Kristni þeirra er írsk, og í Suður-ívist eru þeir Patrekur og Kolumkilla mönnum enn innan handar, ef í nauðir rekur. Víða annars staðar í Suðureyjum hafa þó menn týnt þeirri kristni, sem Kolumkilla færði þeim forðum, og gerzt kalvínskir að sið. í Suður-ívist er því sambandið við hið forna menningarríki á írlandi enn ó- rofið. Enn eru til þulir þar úti í eyjunum, sem geta rakið sögur um svipaða atburði og getið er um á írskum skinnbókum á 12. öld. Og enn kunna þeir söngva með þjóðlögum þeim, sem skemmt hafa frum um aldabil. SAGNAÞULIR íslendingar eru flestir sveita- menn, eins og allir vita, og eiga því hægara með að átta sig á þess konar þjóðfélagi en þeir, sem aldir eru upp í borgum. — Enn minnast margir langra kvelda uppi í sveit, þegar fólk skemmti sér við að hlusta á lestur eða rímnakveðskap. Þá hafði orðið kvöldvaka aðra merkingu en nú, síðan útvarpið gerði það bros- legt. í Suður-ívist tíðkast vökur um kvöid, þar eru bæir ekki jafn strjálir og á íslandi, nágrannar flykkjast að húsi sagnamanns, þegar kvölda tekur, til að hlusta á þær sögur, sem trútt minni hef- ur geymt um aldaraðir. Þetta fólk treystir miður á bækur en íslenzkt sveitafólk. Fáir sagna- menn eru svo góðir, að þeir telj- ist til listamanna, en þó eru enn nokkrir til. List þeirra er fólgin í því að kunna mikið af sögum og geta sagt þær á þann eina hátt, sem þær krefjast, þjóðsög- ur eru viðkvæm bókmennta- grein. Sagnaþulir gera sér ijósa grein fyrir þessu, þeir vita, hvernig á að fara með sögurnar, þótt fáum sé léð sú snilli. að geta gert þeim sönn skil. Sög- urnar og söngvarnir hafa verið leikbókmerntir Suðureyinga og óperur, fátæklegir kofar þau leik hús, sem fóikið sótti; sviðið lágur skemill við eldstóna. SÖNGVAR VIÐ VINNU Þeir, sem ekki þekkj? fil suð- ureyskra söngva, hafa farið mik- ils á mis, í þeim er oft að finna mikinn ljóðrænan sannleika í einföldum búningi. — Söngvar þeirra hafa meðal annars gegnt því hlutverki að skemmta mönn- um við vinnu, konur sungu gjarna, þegar þær slógu vef eða þæfðu voð. Ógrynni af lögum fylgir þessum söngvum, og eru mörg þeirra undrafögur. Þetta er hluti af því, sem við köilum suðureyska menningu, og er þessu öllu stefnt í voða, ef helskeytastöðin, eins og hún hef- ur verið kölluð, verður stofnuð í Suður-ívist. Nú fer þeim sífjölg- andi, sem kunna að meta ágæti þessarar menningar, fræðimenn erlendra þjóða hafa rannsakað hana, skáld sækja sér þangað efnivið. Hvers á þessi fámenna eyja að gjalda? Hvers vegna á hún að fórna dýrmætri aleigu sinni í þágu hins brezka heims- veldis? Við þessum spurningum hefur oft verið krafizt svars, en það er enn ókomið; enn hefur ógæfan ekki dunið yfir, þótt bú- izt sé við, að til tíðinda dragi, áður mörg tungl verði af lofti. Magnús Magnússon. Afmæliikveðja til frú Stefaníu Ferdinantsdóttur á 80 ára afmæli þennar 7. nóv. 1955. — Nú svarrar brimið á sandi og sezt er héla á völlinn. En nákaldur norðan andi næðir um fjöllin. En hérna er birta og hlýja sem hjartað veitir úr sjóði. Við áttræða húsmóður hyllum með handtaki og ljóði. Þú ólst upp við sævarsönginn og seiðandi fuglakliðinn og hugur þinn heillaður undi við heiðarfriðinn. Þú söngst með svönum á vötnum þú söngst méð lóum í mónum þú lékst þér við lömbin á holtum lyngi grónum. Þín sál er ljóðræn og söngvin þú sérð hið góða og bjarta. Þú elskar íslenzka vorið af öl.u hjarta. Og enn er andinn sem forðum augu þ'n birtu senda. Þú lýsir, leiðir og vermir að leiðar enda. Þó ráðir ei yfir auði né eigir gullið í dyngjum. Þú meðbræðrum miðlar brauði og málleysingjum. Þú sækir að settu marki til sæmdarverka og þarfa og veitir með hægri hendi, hin er að staifa. Oft var þín ævibrekka erfið og brött að klifa. Þú hræðist éi kletta né klungur þú kannt að lifa. Þótt áttræð sértu að árum er _andinn á bezta skeiði þú siglir á brotnandi bárum brunandi leiði. BÖrn þín og unnendur allir eiga þér skuld að gjalda. Þú vermir með hjartanu heita hönd þeirra kalda. Þú ert þeim í krepju og kyljum kærleikans leiðarstjarna. Og enn ertu móðir allra olnbogabarna. Nú bíður þín brosandi höfnin og bráðum kemurðu að lendi. Þar verða hundruð handa að hjálpa frá grandi. Þá hlægja þér brekkur blóma og beztu vinirnir horfnu og lóur og svanir syngja söngvana fornu. Þá verður gaman að ganga’ á gróandi lífsins vori. Þá leika þér ljóð á tungu og líf í spori. Ég kveð þig með kærum þökkum fyrir kynni frá árum liðnum oe óska þér yndis og gleði í ellifriðnum. Gunnar Einarsson, Bergskála. Pétur Ágúst Söebeck Hinningarofð Sofðu vært hinn síðasta blund unz hinn dýri dagur ljómar. Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Vald. Briem. í DAG verður til moldar borinn frá Fossvogskapellu, Pétur Ágúst Söebeck. Hann lézt á Landsspít- alanum 23. jan. eftir mjög þrauta mikla þriggja vikna legu þar. Pétur var fæddur 12. nóv. 1898, sonur hjónanna Ágústínu Benediktsdóttur og Péturs Söe- beeks, sem bjuggu að Veiðileysu í Vikursveit í Strandasýslu. Sjö ára gamall missti Pétur föður sinn, móðir hans stóð þá eftir með sjö börn í ómegð. Yngstu börnin, tvíburar, voru aðeins eins árs. Það gefur að skilja að Pétur varð snemma að sjá sér farborða. Hugur hans snérist strax til sjómennsku þegar á unga aldri. Var hann lengi báts- maður á skipum Eimskipafélags- ins, einkum á m.s. Lagarfossi. Einnig starfaði Pétur að húsa- smíðum er hann var í landi. Hann var maður hagur vel bæði til sjós og lands. Pétur var fáskiptinn maður, kátur í vina- hópi, en þó dulur í skapi. Hann vann sér vináttu allra, sem meS honum störfuðu. Hann var góður heimilisfaðir og sparaði aldrei krafta sína til að vinna að velferð konu og barna. Pétur var giftur Elínu Eiríksdóttur Kúld og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau þrjár dætur, Sigríði, Heiðu og Huldu og eru þær allar giftar. Pétur átti sex systkini eins og áður er sagt, og lifa þau öll nema ein systir, sem var búsett í Kan- ada, hún andaðist 18. okt. s.l. og má segja að skammt sé stórra högga á milli í þennan systkína- hóp. Tvær systur Péturs, þær Steinunn og Kristjana eru bú- settar í Ameríku, við Kyrrahafs- ströndina; Benedikt, húsasmíða- meistari, búsettur á Akureyri; Ragnheiður í Kópavogi og Óskar, prentari, í Reykjavík. Öll þessi systkini syrgja góðan bróður og óska honum góðrar heimkomu í- landið ókunna. Sjálf þekkti ég Pétur vel á seinni árum og kynnt ist honum sem góðum, rólegum og umhyggjusömum heimilisföð- ur. Veit ég því að djúpur harm- ur er kveðinn að konu hans, börnum og barnabörnum. Megi góður guð gefa þeim styrk í sorg- inni. Guðrún Guðlaugsdóttir. Merkilegt ftimarit EITT ER það rit, sem komið hef- ur út á 15. ár, og mér þykir næsta merkilegt og girnilegt til fróðleiks. Þetta er tímaritið AKRANES. Vegna nafnsins hef- ur víst mörgum farið eins og mér, að halda að allt efni þess væri bundið við Akranes. Því fer þó fjarri, því megin efni þess er eins alþjóðlegt sem í öðrum tímaritum landsins, sem ekki kenna sig svo áberandi við stað í heiti sínu. í ritinu er mikill fjöldi merki- legra greina er snerta alþjóð, svo sem: Ævisögur, og sögur ýmissa þjóðþrifafyrirtækja, félaga og iðnfyrirtækja. Er að öllu þessu hinn mesti fengur, þar sem þetta er í hverju tilfelli svo vel og rækilega gert, að leita má til þessara greina sem ágætra heimilda um viðkomandi efni. í ritinu er og mikill fjöldi greina um margvísleg efni, svo og merka ínenn eða fræga, lista- verk o. fl. o. fl. í því er og margt girnilegt um þjóðlegan fróðleik sem almennt er mj:’^ eftirsóttur. Þótt þetta ser L.r hefur verið talið, sé mikio cg næsta mikil- vægt, og eitt rotti að nægja til þess að gera ritið eftirsótt og mikið lesið, þá er þó ótalið það sem ég tel ómetanlegt fyrir ís- lenzk mannfræði. Það er sá þátt- urinn, sem þarna birtist úr bygðarsögu Akraness, — þótt ekki sé nema 3—4 síður í hverju hefti. — Þ.?.r eru sögð rækileg deili á hverjum manni sem á er minnzt, og oft rakin ætt hans meira og minna. Hvergi hefi ég séð svo rækilega sagða byggðar- sögu nokkurs bæjar hér á landi, sem þarna er ;”crt. Þegar ég upngöt Vav. i hve þetta rit var alþj jðiept — en ckki staðbundið við Akranes —, lct ég ekki dragast úr hö.n.lu að eignast það frá upphafi. — Undrar mig hve það er ódýrt —. Eg sé ekki eftir því, og mun halda áfram að kaupa það. Akranes er hraðvaxandi irær. Af söguþáttunum má s'.í að þangað flytur fólk frá • ölium landshlutum. Með ættfærsiU þeirri, sem fram kemur í byggða- sögu Akraness — þar sem getið er fæðíngarstaða viðkomandi fólks — verður því hér um ótæmandi fróðleiksnámu að ræða fyrir alla þá, sem sækjast eftir ættfræðifróðleik í hinum ýmsu héruðum landsins. Með því að kaupa og eiga AKRANES getur því margur sparað sér að leita í söfnum, eða það vísar hon- um veginn eða kemur honum á rekspöl. Ég vil því ráðleggja öllum þeim, sem unna þjóðlegum fróð- leik að kaupa og lesa Akranes, og þá sérstaklega þeim sem grúska í mannfræði og ættum. Til Akraness og nágrennis geta margir rakið ættir sínar, og á Akranes hefur fólk farið undan- farna áratugi úr öllum lands- hlutum, svo að hér er ekki í kot vísað um fróðleik á þessu sviði, sem tekur hug ótrúlega margra ísiendinga, a. m. k. þegar þeir eru komnir á miðjan aldur. Fyrst ég fór að drepa niður penna um þetta ágæta rit, get ég ekki látið hjá líða að minnast á hinn frc öæra ytri frágang rits- ins, sem ég held að sé fágætur, ef ekki einstæður hér á landi. Þykir mér það myndarlega gert af einum manni, og í litlum bae utan Reykjavíkur — þótt vax- andi sé, um 3000 manns —. Það er mikill sómi, bæði fyrir rit- stjórann og bæ hans, enda hefi ég ýmsa heyrt undrast þetta. Ekki veit ég hve margir kaupa Akranes, en frá mínu sjónSrmiði ætti það að vera útbreiddasta tímarit landsins. Sérstaklega vil ég benda bókasöfnum landsins á að kaupa ritið og halda því vand- lega saman. Hefi ég heyrt að það muni enn fást frá upphaö, þótt ég viti ekki hve stórt það uppiag sé. Ef allir þeir, sem við blaða- og tímaritaútgáfu fást, 1. ' rlend- is, gcrðu það með r1 i.um &gæt- um, — bæði að c ..j og f: ágangi — sc.n hér c? geU, þyrftu ís- lendingar ekl. i -ð okammast sín f rir þau í heud, en því miður er því ekki svo farið. Þeim manni, sem slíkt verk vinnur, og því riti, sem gegnir svo mikilvægu hlutverki ber að þakka, og það er bezt gert með því að kaupa slíkt rit og lesa. Þingeyingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.