Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 14
14
MORGUHBLAÐIÐ
Laugardagur 25. febrúar ’56
Framlíaldssagan 28
ógift stúlka fremur sjálfsmorg, án
nokkurra vitaðra orsaka.
Það hlaut að hafa kostað Leo
Kingship of fjár, að halda þessu
leyndu fyrir dagblöðunum.
Hann sagði við sjálfan sig, að
; hann hefði fyllstu ástæðu til að
íagna þessum gangi málsins. Ef
einhvers konar rannsókn hefði
farið fram, þá hefði eflaust verið
sent eftir honum til yfirheyrslu.
En hér hafði ekki verið að ræða
um neina rannsókn eða yfir-
heyrslur — ekki einu sinni um
nokkrar minnstu grunsemdir,
hvað þá meira.
Allt hafði fallið í ljúfa löð, eins
og bezt varð kosið að undanskil-
inni sögunni um beltið. Hún olli
honum nokkurri áhyggju og
kvíða. Hvers vegna hafði Dorothy
fengið beltið lánað hjá þessari
stúlku, Kock, fyrst hún vildi svo
ekki nota það, þegar til kom?
Kannske hafði hana raunveru-
léga langað til að tala við ein-
hverja manneskju um brúðkaup-
ið — en svo síðar skipt um skoð.
un. Guði sé lof fyrir það. Kannske
var líka sylgjan á beltinu henn-
ar raunverulega brotin, en henni
svo tekist að gera við hana, eftir
að hún hafði fengið hitt beltið að
láni hjá ungfrú Kock.
Framburður Annabelle Kock
jók aðeins líkurnar fyrir því, að
um sjálfsmorð væri að ræða, og
bætti jafnframt að mun hin happa
drjúgu úrslit þessarrar athafnar.
Honum bar sannarlega að
ganga eins og á skýjum væri,
brosa til bráðókunnugs fólks og
drekka sína eigin skál í ósýni-
legu kampavíni.
En svo hafði hann, í stað alls
þessa, aðeins hina lífvana, blý-
þungu tilfinningu um vonbrigði
og tálvonir.
Hann gat hreint ekki skilið
það. !
Ógleði hans fór vaxandi, þeg-
ar hann snéri aftur til Mennasset,
snemma í júnímánuði. Hér var
hann nú aftur í nákvæmlega
sömu sporunum og hann stóð í,
sumarið áður, eftir að dóttir fram
kvæmdastj órans hjá fyrirtækinu,
sem seldi landbúnaðarvélar,
hafði sagt honum frá unga mann-
inum „heima“ og sumarið þar áð-
ur var líkt korhið fyrir honum
líka, er hann hafði yfirgefið ekkj-
una.
Dauði Dorothys hafði verið
varnaðarráðstöfun frá hans hendi
öll hans áform höfðu ekki megn-
að að þoka honum eitt skref fram
á leið, hvað þá meira.
Hann varð óþolinmóður við
móður sína. Bréfaskriftir hans frá
háskólanum höfðu minnkað nið-
ur í það, að verða eitt lítið bréf-
spjald vikulega og nú þreyttu
hinar sífelldu bænir hennar, um
nákvæmari upplýsingar, hann
ákaflega mikið. Alltaf þetta s;ftna:
Hafði hann ekki myndir til af
þeim stúlkum, sem hann var
með? — og voru það ekki alltaf
fallegustu stúlkumar og eftir-
sóttustu? Var hann meðlimur í
þessum og þessum klúbb? — Eða
var hann kannske formaður eins
þeirra? — Hvernig sóttist námið
í heimspeki, í ensku, í spænsku?
— Var hann ekki dúx í öllum
þessum námsgreinum?
Og svo kom loks að því, einn
daginn, að hann gat ekki stillt
skap sitt lengur: — „Það er sann-
arlega kominn tími til þess, að
þú gerir þér grein fyrir því, að
| ég er alls ekki sá heimsdrottn-
ari, er þú virðist halda mig vera“,
i hrópaði hann æstur og ruddist
út úr stofunni.
‘ Hann réði sig til sumarstarfa,
sumpart vegna þess, að pening-
anna var mikil þörf og sumpart
vegna þess, að honum var nærri
óbærilegt að vera í húsinu hjá
móðurinni, daginn út og daginn
inn.
Hins vegar nægði vinnan hon-
um ekki til að dreifa hugsunum
hans sjálfs. Vettvangur þessa
starfs hans var vefnaðarvöru-
verzlun, mjög vistleg, sem full-
nægði öllum tízkukröfum starfs
fólks og viðskiptavina.
Glerskáparnir, sem geymdu
sýningarmunina, voru bryddaðir
með tommubreiðri rönd úr gljá-
fægðum kopar.
Þegar komið var fram í miðj-
an júlímánuð, tók hann samt sem
áður að leggja niður ó|leði sína
og þunglyndi.
Hann átti enn blaðaúrklipp-
urnar, þar sem rætt var um
dauða Dorothy, þær voru læstar
inni í litlum, gráum peningakassa
sem hann geymdi í klæðaskápn-
um sínum. Nú fór hann að taka
þær fram öðru hverju, skoða þær
og lesa og brosa að hinni athafna
sömu betri vitund Eldon Chesser,
umsjónarmanns, og barnalegum
bolla'leggingum Annabelle Kock.
Hann fann aftur gamla bóka-
safnskortið sitt, lét endurnýja
það og kom nú reglulega heim
með bækur. „Pearsons study in
murder“, „Murder for Profit“
eftir Bolitho, eitt bindi af sögu-
safninu „The regional murder
series“.
Hann las um Landru, Smith,
Pritchard og Crippen, — menn,
sem höfðu gert glappaskot í því
verki, sem hann framdi algerlega
mistakalaust. Auðvitað voru það
aðeins sögurnar um þá, sem
glappaskotin gerðu, sem færðar
voru í letur. — Guð einn vissi
hversu margir þeir voru, sem gert
höfðu hið sama og hann. Samt
var það skjallandi að sjá hve
mörgum hafði mistekist.
Fram að þessu hafði hann allt-
af hugsað um það, sem gerðist á
þaki skrifstofubyggingarinnar
sem „Dauða Dorrie“. Nú fór hann
að hugsa um það eins og „Morð
Dorrie“.
Stundum þegar hann hafði leg-
ið í rúminu og lesið margvísleg-
ar frásagnir í einhverri bókinni,
varð hann frá sér numinn yfir
hinni takmarkalausu fífldirfsku
sinni. Þá var hann vanur að fara
fram úr og skoða sjálfan sig í
speglinum, ofan við náttborðið.
„Ég komst snilldarlega undan
refsingu fyrir morðið.“ hugsaði ,
hann þá og einu sinni sagði hann !
það upphátt: „Ég slapp bærilega :
við refsingu fyrir morðið.“
Og hverju skipti það, þótt hann
væri ekki orðinn ríkur ennþá?
Hann var þó ekki nema tuttugu
og fjögra ára.
ANNAR HLUTI
ELLEN
1. kaflL
Bréf frá Annabelle Kock til
Leo Kingship:
Stúdentagarðinum,
Stoddard-háskólanum,
Blue River, Iova,
5. marz 1951.
Kæri hr. Kingship!
Ég býst við því, að yður komi
það á óvart, hver ég er, nema ef
þér kannske munið eftir nafni
mínu úr dálkum dagblaðanna. Ég
er unga stúlkan, sem lánaði
Dorothy, dóttur yðar, belti í
apríl s.L Ég var síðasta manneskj
an, sem talaði við hana. Þar sem
ég veit að þetta mál er yður sárt
og viðkvæmt, þá myndi eg ekki
fara að brjóta upp á því, ef ég
hefði ekki gildar orsakir til þess.
Eins og þér e. t. v. munið, þá
áttum við Dorothy alveg eins,
grænar dragtir. Hún kom inn til
mín og bað mig um að lána sér
beltið mitt.
Ég lánaði henni beVtið og
seinna fann lögreglan það í her-
bergi hennar. Þeir héldu því í
rúman mánuð og þegar ég loks
fékk það aftur, seint og síðar
meir, var komið langt fram á vor
og þess vegna notaði ég ekki
dragtina oftar síðastliðið ár.
Nú nálgast vorið aftur og í gær
kveldi fór ég að máta vorklæðn-
að minn. Ég reyndi grænu dragt-
ina mína og hún var mér alveg
mátuleg. En þegar ég setti beltið 1
Prjár bergnumdar kóngsdætur
16.
„Nú erum við lausir við hann' sögðu þeir. Svo hótuðu þeir '
kóngsdæturunum að þeir skyldu drepa þær ef þær ekki
segðu að það væru þeir, sem hefðu frelsað þær. — Þær
voru afar tregar til þess, einkum sú yngsta. En lífið er dýr-
mætt, svo að þeir urðu að fá að ráða, þessir tveir menn,
sem höfðu völdin hvort sem var.
Þegar nú höfuðsmaðurinn og flokksforinginn komu heim
með kóngsdæturnar, varð mikill fögnuður í konungsgarði,
eins og nærri má geta.
Kóngurinn var svo frá sér numinn, að hann vissi ekkert
á hvern hátt hann átti að láta fögnuð sinn 1 ljós. Hann tók
beztu vínflöskuna úr skápnum sínum og hellti í staup handa
þeim og bauð þá velkomna báða tvo, og á allan hátt heiðraði
hann þá og lét það sjást, að hann mat þá meira en aðra
menn og það gerði öll þjóðin hka. Sjálfir gengu þeir um
með rembingi allan daginn og þóttust vera mikhr höfðingj-
ar, því að nú áttu þeir að eignast sjálfan kónginn fyrir
tengdaföður, því að alhr vissu, að þeir áttu að fá sína kóngs-
dótturina hvor, þær sem þeir vildu helzt og hálft ríkið
til að skipta á milli sín. Nú vildu báðir eiga yngstu kóngs-
dótturina, en hún vildi hvorugan þeirra eiga. hvort sem
farið var að henni með góðu eða illu. Þá sögðu þeir kóng-
inum. að hún væri svo þunglynd eftir veruna í berginu og
báðu háhn um að láta sig fá tólf menn til að halda vörð
um hana, bæði dag og nótt. Þeir sögðust vera svo hræddir
um að, hún reyndi að fyrirfara sér. — Jú„ þetta var þeim
veitt með góðu móti, kóngur gaf varðmönnunum sjálfur
fyrirmæli um að gæta hennar vel og fylgja henni eftir
hvert sem hún færi.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
4ra—5 herbergja íbúð
óskast til leigu
Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og
Guðmundar Péturssonar.
Sími: 2002 og 3202.
Okkur vantar lipran og ábyggilegan
IJNGAN HIANN TIL
AFGREIÐSLIISTARFA
í fataverzlun okkar, æskilegt að viðkomandi hafí ein-
hverja æfingu í starfinu.
Uppl. á skrifstofunni
GEYSIR H.f.
Aðalstrseti 2.
o Oo
o®
0O0
Þvœr
hreinna
en nokkurt
Já! TIDE hið nýja undra
þvottaefni, þvær hreinna en
nokkurt hinna! Hreinna n
nokkur sápa eða þvottaefni!
Sjáið hve auðveldlega og
fljótt TIDE eyðir öllum
óhreindinum. Þér munuð
brátt sannfærast um að
TIDE gerir hvítan pvott
hvítari og skýrir litina betur
en önnur þvottaefní. Ekkert
nudd er þér notið TIDE og
TIDE er dr.júgt. Notið alltaf
TIDE, það þvær hreinna en
nokkurt hinna.
ír* hinnal
*>oOl
o*
QO
o °
ÉO / ^
3° Q) rS ° V
kf)
LÉTTII) ÞVOTTADAGINN MLEÐ ÞVÍ AÐ NOTA TIDE!
A Hedley Qvualiíy Product