Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1956, Blaðsíða 16
Veðurútlií í dag: SA- og S-kaldi, skýjað. Sums staðar lítilsháttar rigning. JUwgmtMiririfc 47. tbl. — Laugardagur 25. febrúar 1956 Tékkóslévakía Sjá grein á bls. 9. Skýrsla um kommaskattinn Blaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu verðgaezlustjóra: SKRIFSTOFAN hefur gert athugun á því, hve mikilli hækkun hið nýja framleiðslusjóðsgjald ásamt tollahækunum muni valda á smásöluverði nokkurra vörutegunda. — Miðað við núverandi verðlag, og að öðrum aðstæðum óbreyttum, yrði hækkun á smá- söluverðinu sem næst því sem hér segir: Rugmjöl Hveiti . . . 8.3% 8.3% Haframjöl . . . 8.1% Hrísgrjón ... 8.3% Kartöflumjöl ... 11.3% Strásykur ... 7.1% ... 12.9% ... 11.7% Húsgagnaáklæði ... 13.2% Kæliskápar og eldavélar ... 6.7% Leir- og glervörur .... 35.8% Nýir ávextir . . . 24.8% Ritgerðasamkeppni meðal unglinga um Ásgrím og list hans fyrstu verðlaun: MáSverk eftir listamanninn ÆSKULÝÐSNEFND Reykjavíkurbæjar og sýningarnefnd Ás- gríms-sýningarinnar hafa í samráði við fræðslufulltrúa bæj- arins, ákveðið að efna til samkeppni meðal æskufólks, á aldrinum 13—16 ára, um ritgerð er fjalli um Ásgrim Jónsson og list hans. Sijórnmálanámskeið VERÐA AÐ SJÁ YFIRLITSSÝNINGUNA Allir unglingar á aldrinum 13—16 ára geta tekið þátt í samkeppninni, jafnt í Reykja- vík og annars staðar, og jafnt skólafólk og það, sem ekki gengur í skóla, enda hafi þeir séð yfirlitssýninguna, sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafns- húsinu. Unglingar, sem sækja skóla í Reykjavík og nágrenni skili ritgerðum sínum til skóla stjóra þess skóla, þar sem þeir stunda nám, en aðrir til fræðslufulltrúa Reykjavíkur. FERN VERÐLAUN VEITT Dómnefnd skipa: Kristján Eld- járn (fyrir hönd sýningarnefnd- ar Ásgríms-sýningarinnar), Sím. Jóh. Ágústsson (fyrir Æskulýðs- nefnd Reykjavíkur) og Magnús Gíslason, námsstjóri. Fern verðlaun verða veitt. — Fyrstu verðlaun: Málverk eftir Ásgrím Jónsson, önnur, þriðju og fjórðu verðlaun 250.00 kr. hver. ÓKEYPIS AÐGANGUR Ásgríms-sýningin er opin alla daga kl. 1—10, nema sunnudaga, þá er hún einnig opin á morgn- keypis fyrir alla. Allir ungling- ar fá § sýningunni ókeypis blað, þar sem prentaðar eru ýmsar upplýsingar um listamanninn til þess að auðvelda þeim að skrifa um list hans og sýninguna. Smnaríærí til Akureyror AKUREYRI, 24. febr,—Hin góða tíð að undanförnu hefur að sjálf- sögðu haft áhrif á færðina um vegi landsins. Má nú heita að víðast sé fært orðið nema um hæstu fjallvegi. T. d. er færð nú ágæt til Akur- eyrar, hartnær eins og um sumar væri. Áætlunarbílarnir komu þangað í kvöld kl. 8 eftir 12 tíma ferð frá Reykjavík. Bæði Holtavörðuheiði og Öxna dalsheiði eru bæði snjólausar og svellalausar. Þrátt fyrir hina hlýju veðráttu hefur ekki enn myndazt aur á vegunum svo að teljandi sé, enda n.iun vera nógu kalt um nætur þó að yfirborð veganna klökkni lxtið eitt að deginum til. SJALFSTÆÐISMF.NN á Suður- nesjum hafa ákveðið að halda stjórnmálanámskeið í Sjálfstæðis húsinu í Keflavík og er fyrsti fundur námskeiðsins ákveðinn n.k: þriðjúdagskvöld og hefst kl. 8,3«. Væntanlegir þátttakendur erti beðnír um að mæta á þeim fundi og verður þá tilkynnt um nánari tilhögun námskeiðsins. Sjálfstæð isfélögin, sem að þessu stjórn- málanámskeiði standa eru: Heim- ir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Keflavík, Sjálfstæðisfélag Njarð víkinga og M.jölnir, félag Sjálf- stæðismanna á Keflavíkurflug- velli. Nýr bdtur ÍSAFIRÐI, 24. febr. — í morgun var hleypt af stokkunum í Skipa- smíðastöð M. Bernharðssonar h.f. nýju og glæsilegu skipi, sem hlotið hefur nafnið ,,Gunnvör“ Í.S. 270. Báturinn er hinn vand- aðasti að öllum frágangi. í hon- um er 240/280 ha. G.M.-vél og búinn er hann öllum nýjustu og fullkomnustu tækjum, sem nú eru notuð í fiskibátum hér á landi, svo sem miðunarstöð, dýptarmæli með asdic-útfærslu og í bátnum eru norskar vökva- drifnar þilfarsvindur. Báttrrinn er 48 brúttó-smálest- ir. — '*■- Yfirsmiður við byggingu báts- ins var Marzellius Bernharðsson, skipasmíðameistari, en niður- setningu á vél annaðist Jón Valdemarsson, vélsmiður. Eigandi bátsins er Gunnvör h.f. á ísafirði, en aðalhluthafar í því félagi eru Þórður og Jóhann Júlíussynir og Jón B. Jónsson, skipstjóri, sem mun stjórna bátnum. Báturinn mun væntanlega hefja róðra í byrjun næstu viku og verður hann gerður héðan út frá ísafirði. — Jón Páll. Drengir í heíndarhug pína átta ára dreng CJÚ deild rannsóknarlögreglunnar, sem fjallar um málefni barna vl og unglinga, hefur tekið til meðferðar mál þriggja drengja 10 ára, sem tóku át.ta ára dreng og píndu hann. HÉLDU HONUM YFIR ELDI ! Þeir tóku, drenginn og .bundu hann. Síðan héldu þeir honum á milli sín yfir .þálj.og. gerðu sig líklega til þess að láta hann fjötraðan falla ofan á bálið. Er þeir höfðu • kvalið • drenginn á þessu nokkra stund, færðu þeir hann að staur og bundu hann þar við. Var það rétt hjá bálinu. STUNGU HANN MEÐ TEINI Er þeir höfðu bundið hann fundu þeir í bálinu járntein, sem var orðinn nokkuð heitur. Tóku þeir teininn og .rgku hann í .ljtla-J drenginn, sem eðlilega var farinn að gráta undan þjösnaskap hinna eldri. En svo vel vildi til að ekki var teinninn heitari en svo, að ekki hlauzt af honum brunasár, en þó sér bæði á höndum drenga ins og andliti undan teininuni, Sjálfir leystu þeir litla drenginn. HEFND! Þegar þremenningarnir vora spurðir að því hjá. rannsóknár- lögreglurmi, hvað valdið hafi þvl að þeir tóku litla drenginn svona fyrir og pindu hann, sögðust þeir hafa verið að hefna sín á hon- um; hann hefði klagað fyrir föð- ur sínum, sem síðan hafr veitt þeim tiltal, þessum þrem, sera stóðu fyrir pintingunni. ★ ★ ★ Langt er síðan rannsóknarlög- reglan, bama- og unglingaafbrota deildin, hefur fengið mál af þesSU tagi til meðferðar, —• til allrar, hamingju. K vihmyndir nm Heiietz, Bubinstein og Horíon Anderson sýndor í dng í LOK síðastliðins mánaðar sýndi^" Íslenz-ameríska félagið þrjár kvikmyndir með Marian Ander- son, Artur Rubinstein og Arturo Toscanini. Aðsókn að þessari sýn- ingu var svo góð, að félagið hef- ur ákveðið að efna til annarrar k vik myndasýn ingar um tónlist, og verður hún haldin í Gamla bíói. Kviksaga í bæmim borin til baka ORÐROMUR um það að kona hafi verið myrt hér í bænum fyrir nokkrum dögum, hefur j fengið slíkan byr undir báða Nú verða sýndar myndir um vængi, að langt er síðan að slík- Jascha Heifetz og Artur Rubin- stein og kvikmyndin um Marian Anderson, sem varð sérlega vin- sæl, mun verða endurtekin. Kvikmyndasýning þessi hefst kl. 2 í dag í Gamla bíói. Aðgangur er öilum heimill og ókeypis. Afli togara meS tregara móti fyrir V estfiörðam Þýzkir logarar að hverfa af Vesffjarðamiðunum Patreksfirði, 24. febrúar. TOGARINN Gylfi landaði hér á mánudaginn og þriðjudaginn 230 lestum af ísuðum fiski. Um 110 lestir fóru í frystingu, en afgangurinn í herzlu. Hinn Patreksfjarðartogarinn Ólafur Jóhann- esson landaði afla sínum um sama leyti á ísafirði á vegum Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns í Bolungarvík, um 215 lestum. VEIÐA FYRIR FRYSTIHÚSIN Að aflokinni löndun kom Ólaf- ur Jóhannesson hingað til Pat- reksfjárðar til þess að taka vistir og ís. Báðir togararnir voru á miðum út af Vestfjörðum. Tíðin var allstirð og aflabrögð misjöfn. Báðir togararnir veiða nú fyrir frystihúsin. LÍTIÐ UM ÞÝZKA TOGARA Þýzkir togarar eru nú með færra móti hér fyrir vestán. Hafa þeir fært sig suður og austur fyrir. Margir eru líka komnir til Norður-Noregs og víðar. 3—4 slasaðir eða veikir þýzkir sjó- menn hafa legið hér undanfarið í sjúkrahúsinu. í janúar voru oft um eða yfír 20 þýzkir togarar á Dohrnbankanum og hefur veðrið eftir frásögn sjómanna oftast verið risjótt og afli með tregara móti. — Karl. VESTMANNAEYJAR 4. febrúar. — í dag voru allir bátar á sjó í bezta veðri. Afli var yfirleitt mjög tregur, þetta frá 4 upp í 6 lestir hjá flestum. Aðeins tveir bátar höfðu yfir 10 lestir. Emma var með 11 lest- ir og Lagarfoss fékk 10 lestir. IGóður afli er hjá mörgum smærri bátum á handfæri. T.d. I fékk Hersteinn í dag 7—8 lestir. Þar um borð eru 4 menn við drátt. Sjómenn segja mikla síld við Eyjar, einkum verður hennar vart á austursvæðinu. — B. J. Guðm. AKRANESI 24. febr. — 150 lestir komu hér á land í gær. Er það til jafnaðár j tæpar 8 lestir á bát, því að 19 voru á sjó. í dag er ekki vitað um aflann til neinnar hlýtar, því seint í kvöld voru aðeins sex bátar komnir að. Hjá þeim sem komnir voru , var aflinn tregur. í kvöld barst hingað frétt um að mikil loðna sæjist út af Hornafirði. Reyk- víski báturinn Skógarfoss mun veiða loðnu fyrir Harald Böðv- arsson & Co, eins og undanfarin ár og vélbáturinn Freyja fyrir hina útgerðarmennina hér á staðnum. Tekur Freyja loðnu- nótína um borð á morgun. Hingað kom Dettifoss í dag. | Lestar hann frosinn fisk og! nokkra tugi lesta af fiskroðum. | — Oddur.' PATREKSFIRÐI, 24. febrúar — Afli línubátanna heðan hefur verið allgóður. Til dæmis fékk Andvari í tveimur róðrum út af Jökulnesinu yfir 20 lestir af óslægðum fiski. Sæfarinn frá Tálknafirði fékk í síðasta róðri hér út af firðinum um 12 lestir af vænum fiski. Bátarnir geta róið daglega, því blíðskaparveður er hér um þess- ar mundir. —Karl. HAFNARFIRÐI — S. 1. fimmtu- dag, 23. þ. m., var lifrarmagn bát- anna héðan orðið, sem hér segir í lítrum: Auður 7431, Ársæll Sigurðsson (á netum) 10,089, Björg 7044, Dóra 6470, Fagriklettur 10,007, Fiskaklettur 9632, Fjarðarklettur 5601, Flóaklettur 6934, Fram 6815, Freyfaxi 4271, Fróðaklettur 11,162, Goðaborg 1517, Guðbjörg 7878, Hafbjörg 9648, Hafnfirðing- ur 4783 Reykjanés 8376, Stefnir 7639, Stjaman 7302, Va'iþór 12,618, Víðir 8325, Þorsteinn 5529, Örn Arnarson 1805. Tveir bátar, Víðir og Göða- borg, eru í útilegu, og kom sá fyrrnefndi inn í gærmorgun með 60—70 tonn eftir tæpra 6 daga útiveru. Goðaborg kom einnig inn í gær, en ekki var vitað hversu mikið hún ha'ði. — Afli hefur verið heldur tregur hjá línubátunum síðustu laga, en aft ur á móti ágætur hjá neta- og útilegubátunum. —G. E. ur söguburður hefur náð eyrum eins margs fólks. En þennan orðróm vill MbL bera til baka, þar eð hann hefui ekki við rök- að styðjast. Það var komið að konu þessail látinni og lét Sakadómur Reykja- víkur framkvæma líkskoðun. Við hana fundust engin merki eða sjúkdómur, er útskýrt gæti dauða konunnar, eins og í krufnings- skýrslunni segir, en konan hefur örmagnazt eftir laBgvinna óreglu. Stálu 34 bíla- merkium í gær FJÖLDI bíleigenda hefur orðið fyrir barðinu á unglingum höldn- um , söfnunaxæði á bílamerkjuna nú í vetur. Hefur misjafnlega gengið að hafa uppi á þeim, sem valdir hafa orðið að þessum merkjastuldi. I gærkvöldi sáu lögreglumenn, sem voru á eftirlitsferð á Grett- isgötunni, til þriggja drengja, sem þeim þóttu grunsamlegir. Voru þeir með skrúfjárn og dolk. — Gaf lögreglumaður sig á tal við drengina. Kom þá í Ijós, að þeir voru með vasana úttroðna af bílamerkjum, sem þeir höfðxl stolið af bílum í gærkvöldi, haldn ir einskæni söfnunaræði. Farið var með drengina niður á lög- reglustöð og þar tíndu þeir upp úr vösimum 34 bílamerki. Drengir þessir eru 13 og 14 ár® og voru þerr fluttir heim til for- eldra sinna af lögreglunni. Friðrikssjéður Á DÖGUNUM barst Friðriks- sjóði „kveðja að norðan". Var | bréfinu peningaupphæð í sjóð- inn og þessi orð fylgdu: „Læknar, hjúkrunarkonur, sjúklingar og starfsfólk Krist- neshælis hafa safnað þessari fjár- upphæð — kr. 1,405,00 — og senda í styrkarsjóð Friðriks Ól- afssonar með þökk fyrir unnið afrek á Hastingsmótinu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.