Morgunblaðið - 10.04.1956, Síða 16

Morgunblaðið - 10.04.1956, Síða 16
Veðurúllit í dag: SV gola þykknar upp í fyrra- málið. 81. tbl. — Þriðjudagur 10. apríl 1956 Dcnsku konungshjónin Sjá bls. 9. Mikið óveSur gekk yfár ísiendingar Norðurland um helgina ekki í cirs Kikil íannkojna var og vegir leppíus! víöa Akureyri, 9. apríl. AÐ F A Pv A N Ó T T sunnudagsins gekk hið versta óveður yfir allt Norðurland. Veðurhseðin mun viða hafa komizt upp í 9 Vndstig, og samfara henni kvngdi niður snjó. Ekki hafði snjóað h Norðurlandi í 10 vikur samfleytt og var alls staðar orðið aiautt lágsveitum og flestir fjallvegir orðnir færir. Víða var tekið að grænka og einnig farið að springa út á trjám. SKAli.L Á Á LAUGARDAGINN A Siglufirði skall veðrið á síð- ari hluta laugardagsins með roki og' rigningarslyddu. Varð mikill vatnsélgur á götum og svo var rokið mikið, að fjörðinn skóf eins og skafrenningur væri. VERSTA VEÐUR VETRARINS í Ólafsfirði brast á laust eftir h.ádegi og fór veðrið versnandi allan dagmn. Er talið að þetta sé versta veður sem komið hefur á vetrinum. Veðurhæðin var um 9 vindstig um nóttina og snjó kyngdi niður. Alveg snjólaust var orðið í Ólafsfirði er veðrið skall á og átti að fara að moka Lág- heiði, en um hana liggur land- leiðin til Ólafsfjarðar. Var gert ráð fyrir að aðeins mundi vera um tveggja daga mokstur að ræða. en nú er það að sjálfsögðu úr sögunni að sinni. STÓD SKAMMA STUND Á Dalvík var veðurhæðin kom- tn upp i 9 vindstig á laugardags- kvöldið. Þar var fannkoma mjög mikil, en hríðin stóð aðeins kamma stund, og svo var um Eyjafjörð. OLLI EKKI TJÓNI Allir aðalvegir eru hér færir, en færðin þung. f Skagafirði er sömu sögu að segja og í Eyjafirði. Þar setti niður ótrúlega mikinn snjó á skömmum tíma. Fram til daía voru menn búnir að sleppa fé, en þar var veðrið ekki eins slæmt og í útsveitum, og mun hvergi hafa valdið tjóni. Bílfært er um aðalvegi í innsveitum, en úti í FLjótum og úti á Skaga ■hefur sett niður meiri snjó. Úti á Skaga, var fremur rigning en h.ríð þegar veðrið var mest. «ÍLAR TEPPTUST Á HúsaVík var veðurhæðin einnig geysimikil og setti þar ♦uður talsverðan snjó. Bílar sem voru á leið til Húsavíkur ofan úr Mývatnssveit, tepptust vegna úríðarinnar og urðu menn að yf- nrgefa þá. Haugabrim var á Húsa- vík og mikið særok. VORU VIÐ VEÐRINU BÚNIR Austur á Hólsfjöllum var einn- ig v'ont veður. Þar snjóaði svo, að vegir urðu ófærir, en ekkert tjón varð þar af veðrinu svo vitað sé. Þar voru menn vúð óveðrinu búnir og höfðu allt sitt fé í hús- um. Vestur á Skagaströnd setti niður mikla fönn og eru allir veg- ir þar ófærir sem stendur, en bú- ast má við, að snjó þennan taki alls staðar upp fremur fljótlega, því jörð er þíð undir honum og lítið frost fylgdi fannkomunni. GÖTUR Á AKUREYRI URÐU ÓFÆRAR Á Akureyri var veðurhæðin mest upp úr miðnætti á sunnu- dagsnóttina. Götur urðu ófærar bílum þá nótt því víða rak fönn- ina í skafla. í gær voru allar að- algötur bæjarins ruddar og kom- ust samgöngur þá í eðlilegt horf. I «dag er sólskin og bezta veður, en nokkurra stiga frost. - Vignir. Sfjóramáfanámskeið NÆSTI fundur á stjórnmála- námskeiði S.jálfstæðismanna á Suðurnesjum verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík í kvöld kl. 8,30. Fara íslendingar ekki á í)!ynij)íu- leikana? KAUPMANNAHÖFN, 9. apríl — Um 300 íþróttamenn frá Norðurlöndunum fjórum fara á Olymp'uleikana í haust — suður til Ástralíu. Blaðið Soci- aldemokraten segir, að íslend- ingar verði ekki með á leik- unum. ; STOKKHOLMI, 9. april. — * Úrslit biðskákanna í gærmorg ■ ’.a á ítúdentamótinn urðu þau að Þórir gcrði jafntefli, en .!ón tapaði. í ursiit Jcoimisí: Bú5g- arar, Júgósiavar, ’i'ékkar, Ungverjar, Spánverjar, ííanda rikjamerin, Rámenar ag Rúss- ar. -— í gær tefldu Isiendingar vfð Eoglendinga <>g unnu með j 4:0. Önnur úrslit urðu sem í her segir: Póliand — Frakk- Jand 3:1, Noregur — Finnland 2:3, Austur-Þýzkaland — Sví- þjóð 3l/i'■'/>. Rússland — Búlg- aría 4:0, Júgóslavía — Rúmen- Vi 2:2. — Óðrum skákum er ólokið, og í. dag tefla íslend- ingar við Sv;a. Seinustu fréttir: Úrslit í keppni íslendinga og Svía urðu þau, að Friðrik vann Morgen og Þórir vann Jörans- son. Skákir Guðmundar og Sjöström, íngvars og Holm- kvist fóru í bið. Rússar unnu Spánverja með 3:1. Öðrum skákum er ólokið. í fyrramál- ið heldur keppninni áfram. Þá tefla íslendingar við A-Þjóð- verja. Biðskákir verða tefldar annað kvöld. — Jón. Myndin sýnir. leið þá, er dönsku kon- ungshjónin og forsetahjónin aka frá Reykjavíkurflngvelli að ráðherrabú- staðnurn við Tjörnina. Utvarpað jafnóðum frá ávöl konungshjónanna Aftakaveður á ísafirði aðfaranóft laugardags Báfar náðu ekki iandi meðan á éveðrinu stóð ísafirði, 9. apríl. AÐFAK ANÓTT laugardagsins gerði slík aftök hér á ísafirði, að talíð er að armað slíkt veður hafi ekki komið hér í vetur. Skail veðrið á með norð-austan hvassviðri og snjókomu. SLYS AF VOLDUM VEÐURSINS Allan laugardaginn var svo iðu laus stórhrið, að ekki sást milii húsa í kaupstaðnum. Mjög erfitt var fyrír bíla að komast leiðar sinnar og skúllu tveir saman og skemmdust mjög, vegna hríð- arínnar. Einnig vildi það slys til. að bíll ók a rnann, af sömu orsökum, var það Karl Einarsson, en: fyrir bílnum varð. Liggur t.ann tiú fremur þungt haldinn á sjúkrahúsinu hér. BÁTAR KOMUST EKKI AD LANDI Nokkrir bátar voru á sjó, er veðrið skall á. Mb. Asólfur var á leið frá Súgandafirði til ísa- fjarðar á laugardaginn. Var hann 1 Vi sólarhring á leiðinni, en Und- ir venjulegum kringumstæðum er þetta um þriggja tíma sigling. Varð báturinn að lóna úti í Djúpinu meðan versta hryðjan gekk vfir. og beið þess að kom- ast inn í fjörðinn. — Jón. HÚSAVÍK, 7. apríl. — Sjónleik- urinn Frænka Charles var frum- sýndur á Húsavík í fyrrakvöld. Leikstjóri er Njáll Bjarnason. Aðalhlutverkið leikur Páll Þór Kristinsson. — Fi’éttaritari. Eríendar Iréffir London, 9. apríl. EISENHOWER forseti fór þess á leit við Bandaríkjaþing í dag, að veittar yrðu 547 milljónir dollara til viðbótar því sem gert er ráð fyrir á fjárlögum — til eflingar hervarna. Gerði hann ráð fyrir að upphæðin yrði aðal- lega notuð til þess að efla flug- flotann ásamt byggingu fjar- stýrðra flugskeyta. © Fulltrúi Bandaríkjanna í Kairo flutti í dag egypzku stjórn- inni orðsendingu bandarísku stjórnarinnar þess efnis, að Eg- yptar reyndu það sem í þeirra valdi stæði, til þess að draga úr hernaðarandanum á landamær- um ísraels og Egyptalands. © Eisenhower og Dulles sátu í dag á rökstólum og ræddu at- burðina fyrir botni Miðjarðar- hafsins. ® Undimefnd afvopnunar- nefndar Sameinuðu þjóðanna kom aftur saman til fundar í dag og ræddi um möguleikana fyrir allsherjar afvopnun. © Hussein, Jórdaníukonung- ur, kom í opinbera heimsókn til Sýrlands í dag. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni, að jórdanskur þjóðhöfðíngi fer í opinbera heim- sókn til Sýrlands. © F orsætisráðherra Tunisiu, Tahar Ben-Ammar, afhenti Beyn- um af Tunisiu í dag lausnarbeiðni fyrir sig og stjórn sína. © Þeir Krúsjeff og Búlganin hafa látið í Ijós óánægju sína yfir skipulagningu Breta á heim- sókn Moskvu-félaganna þangað vestur á næstunni. Siigðu Rúss- arnir, að Bretar hyggðust ekki gefa þeim kost á að kynnast fólk- inu og háttum þess. Brezka stjómín vísaði þessum ásökun- um á bug í dag, og kvað það standa í þeirra valdi sjálfra — hvort þeir kærðu sig um að eiga tal við almenna borgara, eða ekki.« © Ben Jússef, soldán í Mar- okko kom í dag til borgarinnar Tetuan í spönsku Marokko, til þess að tilkynna i eigin persónu að 44 ára yfirráðum Spánverja í Marokk'o væri nú lokið. Var sol- dáninum fagnað mjög heitt og innilega. © Talsmaður Bandaríkjastjórn ar tilkynnti í dag, að Banda- ríkin mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að styðja Sameinuðu þjóðirnar í viðleitni þeirra til þess að koma á friði milli Arabaríkjanna og Israels. ÚTVARPAÐ verður í dag og næstu tvo daga öllu því helzta, sem fram fer í sambandi við kon- ungskomuna eða því verður lýst sérstaklega. í dag kl. 14,30 verður útvarp- að frá flugvellinum og lýst mót- tökunum þar og ferðinni um bæ- inn til ráðherrabústaðarins. Einn- ig verður útvarpað úr veizlu for- setans að Hótel Borg í kvöld kl. 20,20 og verður ræðum forseta og konungs útvarpað bemt þaðan um leið og þær eru fluttar. Á morgun kl. 10.55 verður út- varpað guðsþjónustunni í Dóm- kirkjunni og um kvöldið kl. 19,55 verður útvarpað úr Þjóðleikhús- inu og lýst því, sem þar fer fram. Á fimmtudaginn verður út- varpað heimsókninni í Háskólann og verður það efni flutt um kvöld ið kl. 20,30, ræðu háskólarektors og kvæði Tómasar Guðmundsson- ar og þáttum úr Konungskantötu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar frá 1907. ‘ i Einnig verður sagt frá allri konungsheimsókninni í fréttum. i í sambandi við konungskom-' una flytur útvarpið líka ýmislegi danskt efni almennt í dagskrá sinni, þótt annars sé hún eins og venja er tiL í kvöld kl. 21,30 flytur Ólafuir Hansson menntaskólakennari er- indi um dönsku konungsættina og annað kvöld kl. 20.45 les Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri upj» dönsk kvæði í íslenzkri þýðingu. Annað kvöld kl. 22,25 verður flutt létt, dönsk tónlist og á fimmtudagskvöldið tvö tónverk eftir Carl Nielsen. Telpa slasast UM klukkan 2 í gærdag varð lítil 1 telpa, Sigurborg Pétursdóttir, Fálkagötu 9A, fyrir bíl á Baróns- stígnum. Telpan sem var að fara yfir götima mun hafa gengið á bíl sem þar ók hjá. Skarst telp- an mikið í andliti, auk þess sem hún hlaut heilahristing og tauga- áfall. Fyrst var hún flutt í slysa- varðstofuna síðan beint vestur á Landakot, þar sem hún er rúm- liggjandi. Hestur iéll niðnr í lind Stóð þar í vatni upp á miðjan legg í heilan mánuð Grundarhóli, Fjöllum, 9. apríl. IÞORRALOK voru útigönguhross hér á Hólsfjöllum í lindum á svonefndu Hvannastóði niður við Jökulsá. Er þetta talsvert langt frá bæjum, en þó sér til hrossanna. Dag eirni voru þau talin í kíki og varð þess þá vart að eitt hrossanna vantaði. Ekki var frekar að gert, því að vel gat verið að hesturinn leyndist í hvarfi. Um það bil mánuði síðar, eða^~ í byrjun góu, voru hrossin sótt og kom þá í Ijós, að einn hest- urinn hafði staðið í lind í vatni upp á miðjan legg í heilan mán- uð. Lindir þessar eru með sand- botni og vatn. í þeim aðeins fá fet að dýpt, en bakkarnir oft það háir að stórgripir, sem í lind- unum lenda, sjást ekki lengra til. Á haustin fennir lindirnar fullar í fyrstu snjóum, en snjór- inn bráðnar neðan «frá í lindun- um og snjóþakið yfir heldur ekki skepnum. Þannig ferst oft fé; i Grónir bakkar eru að lindun- ■ um og hafði hesturinn þar ein- hverja næringu. Þá gat hann gengið örlítið um í lindinni, en komst ekki hjálparlaus upp úr. Þetta hafði verið með feitustu hestunum, en var nú orðinn hor- aður. — V. G. Þorkel! Grínrnon fékk sfyrk Brifish Coundl STYRKURINN frá British Coun- cil fyrir skólaárið 1956—57 hefur verið veittur Þorkeli Grímssyni, syni Grims Þorkelssonar skip- stjóra og Sigríðar Jónsdóttur, Samtúni 42. ! Þorkell stundar nú nám í list- um og fornleifafræði Austurl’anda undir leiðsögn K. de B. Candring- tons prófessors. Hefur hann hlot- ið afar góð meðmæli kennara sinna í London. Þorkell hefur áð- ur stundað nám í Svartaskóla í París.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.