Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. apríi 1956. MORGUN BLAÐIÐ 29 Ritsafn Guðm. Friðjónsson C aðmundur Friðjónsson: RI’iSAFN I—VI. Prentverk Odds Mjömssonar. Akureyri 1955. NÚ HEFIR um hríð verið marg- rætt um Nóbelsverðlaunaskáld vort Laxncss, og er eins og þjóðin öli hafi ætlað að rifna af monti yfir því, að han fékk þessa pen- ingaiús úr púðurverðlaunasjóði Svía. Sýnir það hversu mikil cr undirmálstilfinning vor, að litið skuli vera á það sein eitthvert verr idarundur, að íslenzkur mað- ur 'k'i'i hafa getað slysazt að þe?' im dalakút. Þó ætti það ekki að teljast sjálfsagður hlutur, að mes'skrifandi þjóð heimsins væri þeir. i mun heimskari en aðrar, að ekkí gæti hún gert visur né sett sannn sögur til jafns við þær. H' t mundi sanni nær, að bæði höfn.n vér átt og eigum nú skáld, seni hvergi standa að baki þorra þeir.a höfunda, sem Svíar hafa gulii gætt. Mætti þar fyrstan nefr.a Snorra Sturluson og síðan niikta fylkingu skálda og rithöf- unda, er hér gerðu garðinn fræg- an áður en Svíar lærðu að draga til stafs og kveða að. Nú á síðustu árum hafa mörg höfuðskáld ort á íslenzka tungu, sem verið hefðu meira en makleg þessárar viður- kenningar og hefðu sennilega fengið hana, ef þeir frændur vor- ir, sem þessum rógmálmi ráða, hefðu verið betur læsir á móður- mál sinnar eigin tungu: norræn- una. En þar sem öllu verður að klöngra á sænsku, sem fyrir þeirra náðarauglit kemur, veltur þaö ekki sízt á dugnaði höfund- anna að láta þýða eftir sig, og ýtni þeirra að troða fram vöru sinni, hvort þeir koma til greina eða ekki. Ljóðskáld eru auðvitað með öllu útilokuð, þar sem ljóð- um verður vart snúið af einni tungu á aðra nema þau verði sem svipur hjá sjón. Ef þjóð vor hefði átt jafngildan sjóð til að verðlauna það, sem vel hefir verið gert til íslenzkra bókmennta og menningar, þá hefði Guðmundur Friðjónsson á Sandi átt að hljóta úr honum einna fyrstur manna, svo að hann hefði getað keypt sér meiri vinnu frið við andleg hugðarefni sín. En það var sem fleira líkt með honum og Agli Skallagrímssyni og mörgum öðrum afreksmönn- um þjoðar vorrar, að lífsönnin gaf honum lítil grið til þeirra hluta önnur en stopular hvíldar- stundir eftir fjórtán stunda vinnudag. Hann varð að bera orð saman með málþjóns morgun- verkum. Um það má efast, Iivort Guð- mundur heíði nokkru sinni kært sig ura að hljóta verðlaun úr sjóði, sem stofnaður var með gróða af sölu sprengiefna og morðvopna. Hann var friðarins maöur, sem hvorki vildi meiða menn eða dýr. Kom það meðal annars. fram í því, að lítt dáði hann erlenda harðstjóra og kúg- únarstefnur, heldur barðist gegn hvers konar grimmd og ofbeldi og mundi síðastur manna hafa viljað selja þjóð sína í þrældóm undir framandi lýði. Andaði því löngum kalt til hans frá hlaupa- skjóðum erlendra skrílmenninga, sem hér hafa rekið trúboð sitt naganöi rætur alls þess, sem ís- lenzkt er, jafnvel tungunnar sjálfrar. Fundu þær sem rétt var, að enginn stóð fastari fótum í fornri menningu þjóðarinnar en Guðmundur, og að hann var um sína daga einn hennar traustasti útvörður. Hjá Guðmundi Friðjónssyni var þjóðerniskennd Og ættjarðar- ást meira en kápa borin á báðum öxlum oþjóðrækninnar. Hún var innsti kjarninn í eðli hans, runn- in honum í merg og blóð, meitluð í hverju orði hans. Svo mikill var hann ástvinur tungunnar, að hann fór með hana sem helgan dóm, hélt hnossum hennar til haga og smíðaði úr henni kjör- gripi. Kveðskapur hann ramm- aukinn er samanrekinn af lik- y ».■ •' ; V . , 'f'' . 4 Fm Þýzkalandi Guðmundur Friðjónsson á Sandi. inga-auði og sögurnar skrifaðar á gullaldarmáli skreyttar guð- vefjum ljóðrænna töfra. Margt var að Guðmundi fundið, meðan hann stóð ennþá í stríðinu og háði sína hugsjónabaráttu, oft misskilinn og vinafár. En eins og allir afreksmenn mun hann rísa upp úr gröf sinni og stækka i vitund þjóðar sinnar eftir því sem tímar líða. Eitt af því sem sett var út á sögur Guðmundar, ef ég man rétt, var það að í þeim töluðu allar persónurnar eins og hann sjálfur. Það gera þær nú reyndar meira eða minna hjá öllum höf- undum. En það sem raunverulega fólst í þessu var, að Guðmundur hirti ekki um að apa þá erlendu tízku að taka niður fyrir sig i málfari og sækja persónur sínar í útgarða máls og menningar. Um þetta farast honum sjálfum j þannig orö: „Sá annmarki fylgir eftir- hermum, að þá verður að lofa einstaklingum að masa og vella, tala bögumæli og fara með orð- skrípi. Þess háttar samsetningi er auðvelt að rubba upp. En ég hefi I enga löngun borið í brjósti til að 1 fást við þann blekbyttuiðnað .... Sú regla, þó þögul sé, er gefin I í fornsögum vorum, að hugsanir j einstaklinganna eru sýndar í svo I fáum orðum sem unnt er. Höfð- ingjar og alþýða tala nálega jafn- vandað mál að viti og orðfæri. Sjá má af þessari aðferð rithöf- Undanna, að þeir hafa ekki metið mikils málkæki né ávana orða- beigjanna og skrafskjóðanna, sem útlendir skáldsagnahöfundar sumir temja sér mjög að draga fram í dagsljósið.... Með þessu móti er unnt að sneiða hjá rugli og vaðli og málspjöllum.“ Það sýnir eitt með öðru sjálf- stæði Guðmundar, gerhygli og ást á móðurmálinu, að honum dettur ekki í hug að fara að skríða eftir sorprennunum i leit að sagnástíl, þó að aðrir minni háttar rithöfundar telji sjálfsagt að apa þetta eftir öðrum, búandi til herfilegar mállýzkur eftir þörfum til að ata út bækur sín- ar með, þó að engar finnist í landinu. Af sömu rót er runnin sú tilhneiging sumra yngri rit- höfunda að skrifa allt í belg og biðu eítir fi-amburði, þar sem hann kann að finnast bágborn- astur. Ef nokkur hugsun er á bak við þetta, hlýtur það að vera sú, að vinna sem mest skemmdar- verk á tungunni og vega þannig aftan að íslenzkri menningu Þeir, sem þannig starfa sem mölur og ryð í tignarklæðum tungu vorrar, eru sama sinnis og sá „höfðingi þessa heims“, er Stephan G. Stephansson lætur opinbera hug- renninvar sínar á þennan hátt: Ið greiðasta skeið til að skríl- menna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna. Frá hugsanaleysi er afturför óð til apanna, bræðrunga sinna. íslendingar hafa löngum haft skýrlegt tungutak, ólærðir alþýðu menn engu síður en aðrir, og því óþarfi að gera þeim upp skrílsku í orðbrágði. Vegna mikillar bók- menningar þjóðarinnar frá fornu fari getur varla heitið að hér hafi þekkzt mállýzkur. Með því að fara að búa þær til samkvæmt er- lendri bókmenntatízku, þar sem menning stendur á öðru stigi, er bæði tungan og þjóðin niðurlægð að ófyrirsynju, og lagði Guð- mundur á Sandi aldrei hönd að þess konar verkum. Hvar mynd- um vér vera á vegi stödd í dag, ef þeir Sveinbjörn Egilsson og Jónas Hallgrímsson hefðu frem- ur varið hæfileikum sínum í það að halda til haga orðskrípum og bögumælum en starfað að því að uppræta þau úr akri tungunnar? Guðmundi fylgdi alltaf hreint og bjart veður. Hann var ein- arður og fylginn sér og vígfimur í bezta lagi, hvar sem hann brá sínu andans sverði. Af vitsmuna- legum ástæðum hafði hann yndi af slíkum skilmingum, en eigi rak hann þó til þeirra þrætugirni ein. Hann var gæddur þeim veður- næma hug, sem lét sér fátt mann- legt óviðkomandi. í honum brann alltaf hjartað á veginum. Um hann ólgaði líf og fjör. Slíkir menn eru salt jarðar, þeir dreifa burt lognþoku sinnuleysisins. Það var undraverj, hversu mörg og sundurleit þau áhugaefni voru, sem orkuðu á húga hans. Og það hefði mátt undur heita, ef aldrei hefði honum missézt í neinu. Víst var þó um það, að hann átti þann drengskap, að sannleikanum vildi hann vitni bera, hvar sem hann hugði að á honum væri níðzt. Þar sem sá eldurinn brennur, verða menn að jafnaði vitrari eftir því sem á ævina líður. Svo fór Guðmundi. Hann líktist ekki kredduþrælum þeim, sem bíta því fastar í heimsku sina sem hún verður öðrum mönnum auðsærri, unz þeir ganga í vitsmunalegan barn- dóm. Þess vegna var hann stund- um kallaður veltikútur allra flokka. En hvaða ástæða ætti að vera til fyrir því, að nokkur and- lega fullveðja maður fari að gefa einhverjum flokk lífstíðarábúð á sér? Það kann að vera gott til atvinnubóta, en naumast til and- legs þroska. Það má teljast með miklum bókmenntaviðburðum i landi voru, að um síðastliðið nýár komu út ritverk Guðmundar Friðjónssonar í sex bindum, og er hið sjöunda í vonum á þessu 6ri. Frh. af bls. 20 ‘ | ráðið til fundar, þegar honum þurfa þykir. Honum er skylt að kveðja til fundar, ef tvö eða fleiri| lönd æskja þess. Einsvakir menn í ráðinu geta ekki skilað sérat- kvæði, því að öll atkvæði hvers lands skulu falla á einn veg. Formaður hverrar ráðherra- nefndar lýsir atkvæðagreiðslu síns lands í ráðinu. Sambandsráðið hefur rétt til þess að fylgjast með störfum sambandsþingsins og pingnefnda. Menn, er ráðið skipa, hafa mál- frelsi og tillögurétt á þingi. Ráðið getur flutt frumvörp á þingi og breytingartillögur við frumvörp. Sambandsstjórninni er skylt að láta ráðið fylgjast með öllum meiriháttar stjórnar- ahöfnum. Hún skal leggja öll stjórnarfrumvörp fyrir ráðið inn an þriggja vikna frá því þau eru lögð fram á þingi. Ráðinu ber að taka afstöðu til þeirra. Breytingar á stjórnarskránni og lög, sem varða sambandslöndin sérstaklega, ná því aðeins stað- festu, að ráðið gjaldi peim jáyrði. Ráðið hefur neitunarvald. Lög, sem ráðið stöðvar, taka því aðeins gildi, að þau séu samþykkt við nýja atlivæðagreiðslu með sama atkvæðahlutfalli og þau voru stöðvuð með í ráðinu. Ráðið til- nefnir af hálfu dómara í stjórn- lagadóminn. Það getur kært for- setann fyrir þessum dómi. Sérstakt þing velur forsetann. Á því eiga sæti allir sambands- þingmenn og jafnmargir valdir af þingum sambandslandanna. Kjörtímabil forsetans eru fimm ár. Hann iná endurkjósa einu sinni. Prófessor Theodor Heuss hefur gegnt forsetastörfum frá 1949. Hann átti sæti á sambands- þingi og var formaður Frjáls- lyndra demókrata. Sambandsþingið kýs kanslar- ann samkvæmt uppástungu for- setans. Kanslarinn myndar stjórn og veitir henni forystu. * SAMB ANDSÞING, er nú situr, var kosið 1953. Þingmenn eru 487. Þeir skiptust svo milli flokka: Kristilegir demókratar 244. Jafn- aðarmenn 151. Frjálslyndir demó kratar 52. Flóttamannaflokkur- j inn 27 og Þýzki flokkurinn 11.’ Helztu breytingamar frá kosn- ingunum 1949 voru þær, að Kristilegir demókratar og Jafn- aðarmenn juku vemlega fylgi sitt. Kommúnistar, sem höfðu 15 menn á þingi, komu engum að Hafa synir hans unnið það þarfa- verk minningu föður síns og bók- menntum þjóðarinnar að gefa rit hans myndarlega út. Eigi voru áður til nema ófullkomnar og fá- tæklegar útgáfur af verkum hans, sem bæði voru algerlega ósamboðnar þeim andlegu fjár- sjóðum, sem hér er um að jæ'ða, enda orðnar ófáanlegar. Útgef- endur eiga því miklar þakkir skildar fyrir það stórmerkilega átak að koma þessu Ritsafni út, og greiða þjóðinni þannig aðgang að svo mikilli og góðri andlegri arfleifð. Ekki þarf að taka það fram, að af frábærri alúð hefir verið að útgáfu þessari unnið, og ■eru formálar þeirra Bjartmars og Þórodds Guðmundssona hinir prýðilegustu, auk þess sem Þór- oddur hefir fyrir nokkrum árum skrifað ágæta bók um ævi og störf föður síns, sem er ómissandi öllum þeim, sem leita skilnings á þessum merkilega manni og skáldi. Einnig fvlgir hér fvrsta bindinu hin ágæta ritgerð dr. Stefáns Einarssonar um Guð- mund, sem er hin merkasta bók- menntarannsókn, er átti á sínum tíma góðan þátt í þvi að auka skilning á þessu umdeilda skáldi. f þessari útgáfu fylla sögurnar þrjú bindi, kvæðin tvö, og rit- gerðir verða tvö bindi. Alls verð- ur þetta lesmál um hálft fjórða þúsund blaðsíður og fer þó fjarri því að öll kurl komi til grafar. TTrVi 4 ai I- 1953. Flcttamannaflokkurinn bauð ekki fram til þings fyrr en 1953. i \ Dr. Konráð Adenauer hefur f verið kanslari trá 1949. Hann er • formaðnr Kristilegra demókrata og nýtur þingfylgis hans. Frjáls- ( lyndir demókratar og Þýzki flokk urinn hafa og stutt hann frá byrjun, en auk þess riaut hann stuðnings Flóttamanna flokksins frá 1953 til 1955. í vetur hefur verið grunnt & því góða milli Kristilegra og Frjálsra demókrata, sérstaklega eftir stjórnarskiptin í Dússeldorf, sem er höfuðborg í Rín-Vestfal- en. Frjásir demókratar hættu þar samstarfi við Kristilega demó- krata, en gengu í lið með Jafn- aðarmönnum. Það er talið fyrst og fremst hafa vakað fyrir Frjálsum demókrötum með þessu stjómarrofi, að veikja að- stöðu kanslarans í sambandsráð- inu. í Wúrtenberg-Baden, var kos ið 4. rnarz til landsþings. í þeirri, kosningahríð deildu þeir harð- ast þessir tveir flokkar, sem kenna sig við demókratí, enda dorga þeir á sömu miðum. Kom- múnistar komu engum að við þessar kosningar, en höfðu hafti fjóra þingmenn áður. Mörg verkefni biðu nýju sam- bandsstjórnarinnar þýzku 1949. Er vopnaviðskiptum lauk og Þýzkaland gafst upp skilyrðis- laust, var allt atvinnulíf í kalda koli. Flestar borgir, er nokkru máli skiptu, voru í rústum. Land- ið var hlutað í sundur.’ Sumir sigurvegaramir hugðu fá borinn upp herkostnað sinn með góssi því, er fyrr fannst. Er allt um þraut, var gengið í skrokk á skógunum þýzku, sem ekki bera sitt barr ennþá. Þýzkir hermenp. vora stríðsfangar í austri oiflf'r’ | vestri. Enn, ellefu árum eftir striðslok, eru þýzkir fangar að tínast úr rússneskum fangabúð- um, og enn eru ekki þar 511 | kurl komin til grafar. Um tlu I milljónir þýzkra útlaga úr Aust-, ur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og baltisku löndunum fiykktust til Vestur-Þýzkalands. Enn þá held- ur straumur flóttafóíksins vest- ur fyrir Jánrtjald. I * HVERNIG hefur nú Sambands-i lýðveldinu tekizt að vmna bug á's öllum bcssum torfæru.n? Atvinnu; leysi er ekkert. Skortur er á vinnuafli, svo að flytja verðuri: inn landbúnaðarverkamenn.i . Borgirnar risa af grunni betri' og bjartari. Um Saar sömdu þeir( dr. Adenauer og Mendes-France' 1954. Dr. Adenauer hlaut harða gagnrýni í Þýzkalandi fyrir þann samning. Þótti hann hafa staðið slælega i ístaðinu. Hann hafði þó fengið það inn í sáttmálann, að Saarbúar sjálfir fengu að sam- þykkja eða hafna samningunum j við atkvæðagreiðslu. Þeir felldu samninginn með miklum mun at- kvæða. \ J Mál málanna í Þýzkalandi er sameining landsins. Er það hafið. yfir flokkadrátt. Raunar róa Kommúnista þar sér á báti. Vest urveldin eru samningsbundin að styðja það mál. En eru líkur til. þess, að Rússar slenpi tangarhaldi á þýzkum löndum austan Jám- tjalds? Landamærl milli Austura og Vesturs lengdust mjög, el Tjaldið þokaðist austur fyrir þýzku löndin. Fylgiiíki Rfcasa kynnu líka að ókvrrast og vilja losna úr klóm Rússa. Rússar hafa sannarlega hag af óbreytt- um landamærum. En önnur sjón- armið kynnu að mega sín nokk- urs. Rússar mynda hagnast á frjálsari viðskiptum i vesturátt. Þeir kynnu og að vilja slaka hér á klónni, ef þeir fengju frjálsarl hendui' annars staðar, en þar yrði fyrst og fremst við Bandaríkja- menn að semja. Það verða því for ráðamenn í Moskvu og Washlng- ton sem skera úr um það, hvort Þýzkaland sameinast i eitt ríki f bróð, eða ekki. Jón Á. GLssurarson. :r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.