Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 16
32 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. apríl 1956. KAUPM HOF PARIS BASEL STRESA FENEYJAR ■SORRENTO LandsflokkagSíman: Ármann Lárusson m BisSc- LANDSFLÓKKAGLÍMAN, hin 9. í röðinni, fór fram í íþróttahúsinu að Hálogalandi á sunnudaginn. Áhorfendur voru margir og glíman var skemmtileg og tvísýn. Nokkur slys urðu á inönnum, m. a. fór Gísli Guðmundsson Á úr olnbogalíð og varð i ð hætta keppni. ÞYNGSTI FLOKKUR í þ.vngsta flokki voru keppend- i ■ ur 7. Ármann J. Lárusson UMFR 1 lagði aila keppinauta sína, en Ár- • nann sigraði einnig í þyngsta flokki í fyrra. Næstur honum að vinningatölu kom Rúnar Guð- . mundsson Á, hlaut 5 vinninga, og þriðji Gunnar Ólafss. UMFR 4. í öðrum flokki sigraði Trausti Ölafsson, Biskupstungum. Hlaut . hann þrjá vinninga, en næstur kom Hafsteinn Steindórsson með . 2 vinninga. Það vara i glímu Við Trausta. sem Gísli meiddist. í 3. fiokki sigraði 16 ára gam- ail „austanmaður‘“ Þórir Sigurðs- 'on. sonur Sigurðar glímukappa Greipssonar í Haukadal. Hlaut 'uann 3 vinninga, — lagði alla keppinauta sína. Næstur kom Eragi Guðnason með 2 vinn. | í drengjaflokki sigraði bróðir -Þóris,. Greipur Sigurðsson. Lagði | hann báða keppinauta sína, en • þátttakan í drengjaflokki var lé- leg. Uppgripa ratií Hið fyrirhugaða útvarpshús á Melunum í Reykja (Arkitekt: Lescage, New York). HÚSAVÍK, 7. apríl. — Rauð- magaveiði hefur verið svo mikil upp á síðkastið að elztu menn muna ekki aðra eins veiði, enda hefur tíðarfar verið sérstaklega hagstætt, logn og blíða á hverj- um degi. — Hafa bátarnir fengið um 100 rauðmaga í eitt net. — Nokkuð af aflanum hefur verið selt til Reykjavíkur. — Hefur rauðmaginn verið tekinn sprikl- andi uppúr bátunum við bryggju og sendur strax með bílum til Reykjavíkur og látinn liggja í ís á heiðinni. Afli á línu hefur verið heldur tregur. FJÖLBREYTT HAGNAÐUR ÚTVARPSINS Sumarferðir Orflofs Úr skýrslu útvarpssfjó a UM 4 8 Þ El S U N D útvarpsviðtæki eru nú í notkun hér á 1 jndi Útvarpað er í níu og hálfu klukkustund á dag og s’ðastliðið ár komu fram í útvarpið um 2000 manns, þar af 845 einstakh flytjendur. Þeir fluttu m. a. 780 upplestra, 773 erindi, 20 útvarps- sögur, 90 leikrit, 78 messur, 60 barnatíma, 187 einsöngva, 92 kór söngva, 131 hljómsveitarleiki og loks voru fréttir fimm sinnun* á dag og 194 fréttaaukar. Fyrir dagskrána gresðir hver gjaldandi aðeins um 55 aura á dag, eða sem svarar andvirði einnar sígar- ettu. Þetta eru nokkur atriði úr skýrslu útvarpsstióra. Vilh’álnr Þ. Gíslasonar, fyrir síðastliðið ár, en skýrsluna flutti hann í út- varpið nýlega. MIKID ÚTVARPSEFNI i 24 staði víðsvegar um land og Einstakir flytjendur á árinu voru flutt kirkjuleg tónlist og ópera HAMBORG FRANKFURT CAPRI íiÚ ERU hópferðir sumarsins að hefjast héðan frá íslandi. Ná- grannar okkar á Norðurlöndum sru fyrir nokkru teknir að flykkj ast tii ítalíu og Suður-Frakk- lands, þar sem veðrið hefur verið «njög gott, sól og blíða og vorið komið langt áleiðis. Til þess að ganga úr skugga um réttmætí þessara veðurfrétta hefur Orlof hf. verið í nánu sambandi við umboðsmenn sína erlendis, þar •:em fyrsta ferð Orlofs leggur upp héðan þann .15. þessa mánaðar. 1 þeírri ferð er fyrst haldið til Danmerkur en síðan landleiðis með bifreið um Þýzkaland og Sviss, til Mílanó, Feneyja, Flór- ens, Rómar, Caprí, Napólí og það- an norður eftir vesturströnd ítalíu, allt til Monte Carlo og Nissa, þar sem dvalizt verður við sjó- og sólböð, Ferðin endar svo t ann 10. maí eftir þriggja daga I dvöi í heimsborginni. Önnur vorferð Orlofs leggur af stað 5. maí og fer eins og hin fyrst til Kaupmannahafnar, en þaðan er svo ferðast með hrað- lest til Veroma á Norður-Ítalíu, þar sem skipt verður um farar- tæki og ekið með langferðabif- reið til Feneyja, Bologna, Flór- ens, Perugia og Rómar. Á öllum þessum stöðum er dvalizt og skoðað það fegursta og markverð asta. Frá Róm er haldið til Caprí og dvalizt þar 3 daga. Þá er hald- ið til Písa, Genúa og Mílanó, en þar verður reynt að skreppa í hina heimsfrægu La Scala óperu. Frá Mílanó er haldið yfir Sviss og Þýzkaland til Kaupmannahafn ar, þar sem ferðafólkið dvelst þar til það fer tii íslands. Einnig getur það skilið við hópinn þarna og farið á eigin vsgum heim. (Frá Orlofi) 845 eða 38 fleiri en árið áður, og útvarpstiminn var 21 mínútu lengri. Af flytjendum voru 636 karlar og 209 konur. Útvarps- efnið skiptist nokkurn veginn jafnt milli talaðs orðs og tónlist- ar, og er talað orð þó nokkru meira. Mest fer fyrir fréttunum, þær eru nær 30 þúsund mínútur (29.289) — eða rúmar 40 þúsund mínútur, ef ýmsar sér- stakar fréttir, auglýsingar og til- kynningar eru taldar með. Ná- lægt þessu koma erindi, samtöl og upplestrar, nær 27 þúsund mínútur (26.677) og eru erindin þar með lengstan tíma (13.678 mín.) og þá upplestrar (11.791 min.). Þá koma sérstakir flokk- ar eins og messur (5.589 mín.), barnatímar (5.073 mín.) og leik- rit (3.942 mín). Kennslan tekur einnig allmikinn tíma (6.643 m.n.). Tveir heildarflokkar útvarps- efnisins eru mestir: tungumál, bókmenntir og listir: 156 erindi og samtöl og atvinnu- og efna- hags- og félagsmál: 147. Hæstu einstakir málaflokkar eru: at- vinnumál, 100 erindi og 5 samtöl, tungumál, 73 erindi og 50 um bókmenntir, 33 um listir, 32 um trú og kirkju, 20 um heimspeki og sálarfræði, 23 um sögu og auk þess 38 um þjóðleg fræði sérstak- lega, 26 um önnur lönd og þjóðir og 16 ferðasögur, 59 um náttúru- fræði, 19 um heilbrigðismál, 20 um lögfræði og hæstaréttarmál, 21 um skóla og uppeldi. Auk þes^a eru föstu þættirnir, t. d. íþróttaþættir 37 sinnum, skák- og bridgeþættir 36 sinnum og dagur og vegur 44 sinnum. Af tónlist er mest af því, sem nefnd er blönduð tónlist (47.217 mín.), þá klassísk tónlist (34.502 mín.) og svo létt tónlist (21.947 mín.). Mikið var gert að því að kynna íslenzkra rithöfunda og íslenzk tónskáld. UPPTÖKU- OG TÓNLEIKAFERÐIR Ríkisútvarpið hefur talsverð viðskipti við erlendar stöðvar. Hingað komu sl. ár útvarpsmenn frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Þýzkalandi og tekið var upp á vegum útvarpsins ým- islegt efni, sem útvarpað hefur einnig verið í Ameríku, Sovét- Rússlandi, Frakklandi og Aust- urríki. Vinnur útvarpið þannig talsvert landkynningarstarf. 27 erlendir listamenn frá 11 þjóðum komu fram í útvarpið á sl. ári, 10 einleikarar og 17 söngvarar. Tónleikaferðir voru farnar á í 31 skifti. Allmargar upptökuferðir voru einnig farnar út um land og út- varpsstjóri lagði áherzlu á það, að útvarpið vildi fá efni sem víð ast að og ná sambandi við fólk um allt land, þar sem gott og fréttnæmt efni er að fá. Útvarpið hefur 60 fréttaritara innanlands og 4 erlendis. VANTAR HÚS Hagur útvarpsins er nú góður, það hefur greitt skuldir sínar og safnað í nauðsynlega sjóði og getað keypt talsvert af nýjum tækjum til þess að gera upptök- ur og útsendingu nákvæmari og öruggari. Ennfremur hefur það keypt ný og vönduð hljóðfæri. Útvarpið stofnaði á aldarfjórð- ungsafmæli sínu 1 milljón króna sjóð, er veita skal fé úr handa rithöfundum og tónlistarmönnum til starfa fyrir dagskrá útvarps- ins. Það, sem nú háir útvarpinu mest, eru húsnæðisþrengslin og dreifing húsnæðisins, en útvarp- ið hefur, þrátt fyrir itrekaðar umsóknir, ekki fengið leyfi til þess að reisa sitt eigið hús, þótt það hafi tilbúnar teikningar, lóð og fé til framkvæmda. Daglegur útvarpstími er nú 2 klst. og 15 mínútum lengri en hann var fyrir 10 árum. ÖII af- notagjöld hlustendanna ganga nú til dagskrárþjónustunnar, en annar kostnaður af rekstri út- varpsins er greiddur af öðrum tekjum þess. Sljíí'iríinðrbniir IJiia námi t LOK marz voru eftirtaldar hjúkrunarkonur brautskráðar frá Hj úki unarkvennaskól a ís I ands. Ásdís Oskarsdóttir frá Vík í Mýrdal. Ester Kristjánsdóttir frá Hvoli í Mýrdal. Guðbjörg Pálmadóttir frá Ak- ureyri. Guðrún Alda Kristjánsdóttir frá Akureyri. Helga Karlsdóttir frá Reykja- vík. Hólmfríður Stefánsdóttir frá Sandgerði. Hrefna Þórdís Egilsdóttir frá Reykjavík. Ingigerður Þóranna Melsteð frá Revkjavík. Jóhanna Rósinkranz frá Reykja vik. ,riad:s Magnúsdóttir frá Hafn- arfirði. Þó’-V’i'dur Gunnarsdóttir Hólm crá KeHavík. Þuríður Selma Ovðjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Géð hropkelsavetSí á HöfSaströnd BÆ, Höfðaströnd. — Úndanfarna daga hefur hrognkelsaveiði ver- ið mjög góð hér, og eru þær veið- ar talsvert stuhdáðár. — Einnig hefur rauðsprettúvéiði verið ágæt. í hlýindakaflanum var hafin silungsveiði í Höfðavatni og veiddist ágætlega. Inflúenzufaraldur hefur stung- ið sér niður í sveitinm á nokkr- um stöðum, en annars er heilsu- far yfirleitt gott. — Björn. flslandsmeisflarar í bridge Sveit Brynjólfs Stefánssonar bar sigur af hólmi á landsmóti í Bridge. Er myndin af hcnni — og meðlimir sveitarinnar eru, taldir frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Eggert Benónýsson, Brynjólfur Stefánsson, Einar J. Guðjohnsen og Ólafur Haukur ÓJafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.