Morgunblaðið - 05.05.1956, Blaðsíða 6
6
M ORGUNBLABI*
Laugardagur 5. maí 1956
BARNAMÚSIKSKÓLINN heldur
lokaæfingu sina í Sjálfstæðishús-
inu sunnudag, 6. maí, kl. 5 að
loknu síðdegiskaffinu.
Skólinn hefur nú starfað í fjóra
vetur. í haust bættist við ný
kennslugrein, hreyfinga- og
músíkkennsla fyrir börn á aldr-
inum 5 til 7 ára. Nokkur atriði
úr þeirri kennslu verða sýnd á
lokaæfingunni.
Auk þess verður samsöngur og
samleikur á píanó, blokkflautur
og gígjur.
Aðgangur er ókeypis.
60 ára:
Einar öíafsson, Lækjarhvammi
EINAR Ólaisson bóndi í Lækjar-
hvammi varð 60 ára 1. maí sl.
Það lýtur helzt út fyrir, að
einhver vafi hafi leikið á um
að afmælisbarnið væri nú í þetta
sinn að byrja sjöunda tug ævi
sinnar og komast í aldurshóp
hinna reyndari manna, — frekar
það, en að ys og p>s hins mikla
kröfudags ailra vmnandi stétta í
þjóðfélagi voru sem færir ýmis-
legt úr skorðum hafi þar vald-
ið, en sem kunnugt er ber upp á
sama dag og afmæli þessa vinar
mins.
Einar Ólafsson er ættaður úr
Kjósarhreppi óg kominn af gagn-
merku bændafólki í báðar ættir
þar í sveit og er í miklum ættar-
tengslum við Húnvetninga.
Foreldrar hans. voru þau merku
hjón Ólaíur Einarsson bóndi í
Flekkudal og kona hans Sigríður
Guðnadóttir frá Eyjum, sem er
87 ára og er enn vel ern.
Einar ólst upp í föðurhúsum,
vandist þár allri sveitavinnu.
Jafnhliða því að hann stundaði
sem unglingui"’ -barnaskólanám
suður á Seltjarnarnesi um tíma,
seldi hann mjólk á lausu máli
á götum Reykjavíkur og það var
bara merkur mál, sem notað var
í þá daga.
Þegar aldurinn var lítið eitt
hærri þá fór hann til sjós eins
og kallað var og gerðist harð-
duglegur sjómaður á togurum
hjá landskunnum dugmiklum
skipstjórum. IViinnist ég þess, að
BjÖrn Ólafs heitinn í Mýrarhús-
um lofaði Einar fyrir dugnað,
harðfylgi og drengskap, enda var
hann vel séður af yfirmönnum
og samverkamönnum.
Árið 1921 varð hann bóndi á
Neðra Hálsi í‘Kjósarhreppi en
bjó þar stutt og fluttist til Reykja
víkur skömmu síðár.
Árið 1925 g’ftist hann Bertu
Sveinsdóttur í Lækjarhvammi,
hinni ágætustu konu og hófu þau
búskap þar árið eftir og tóku þá
við búi og jörð af móður Bertu,
Þórunni Guðmundsdóttur, sem
dvelur þar enn og er 89 ára að
aldri.
Einar Ólafsson hefur jafnhliða
allmiklum búskap, og oft með
sáralítinn vinnukraft heima, starf
að mikið að málum bænda sem
kunnugt er og aðallega að fram-
leiðslumálum.
Hann hefur setið á Búnaðar-
þingi síðan 1943 fyrir Gullbringu-
og Kjósarsýslu.
Þá Búnaðarráð var stofnsett
var Einar ólafsson skipaður
ásamt fleirum í það ráð. Formað-
ur Rækturarfilags Revkjavikur
varð hann 1943 og Ræktunarsam-
bands Kjalarnesþings 1947. í
stjórn Mjólkursamlags Kialarnes
þings frá stofnan þess 1936
Var kosinn í stjórn Mjólkur-
samsölunnar 1943. Þá Stéttarsam-
band bænda var stofnað 1945 var
hann kosinn í stjórn þess og þeg-
ar Framleiðsluráð tók við störf-
um Búnaðarráðs var hann einn
af meðlimum þess ráðs og er það
enn.
Öll þessi störf, sem ég hefi hér
talið, hefur Einar Ólafsson
leyst af hendi með alkunnum
dugnaði og ráðdeild og góðu
greind. Er, mér vel kunnugt um
að hann nýtur mikils trausts
meðal samstarfsmanna sinna
fyrir hreinlyndi og drengskap góð
an og er álitinn bezti samverka-
maður og 'tillögugóður.
Ég enda þessi fáu orð mín, sem
skrifuð eru í hasti og undir ó-
venjulegum vinnuskilyrðum í
þetta sinn, með því að árna af-
mælisbarninu allra heilla á þessu
merka aldursári og einnig konu
hans, dóttur, dótturdætrum,
tengdasyni, móður og tengdamóð-
ur.
Guð blessi þau öll.
Ólafur Bjarnason.
Píanótónleikor
Þórannar
Jóhannsdóttnr
NÚ ER það ekki lengur Þórunn
„litla“, sem heimsæki' landið sitt
með öðrum aufúsugestum vors-
ins. Þó píanóleikur Þórunnar
hafi alltaf vakið óskipta athygli
tónlistarunnenda, alla líð, frá því
að hún sem átta ára garaalt undra
barn kom hér íyrst :"ram opin-
berlega. Þa^ er leitt ul þess að
vita, að aðsókn að tónleikum
hennar skuli vera minni en áð-
ur. Ekki á hún þó sök á því.
Hún hefir alltaf „gengið til góðs
götuna fram eftir veg“ og það
er beinlínis undursamlegt að
fylgjast með því, hvernig „undra
barnið“ þroskast og undrið iifir
1 og stækkar með vaxandi kunn-
áttu og aukinn þekkingu. Leikur
hennar var að þessu únni mjög
fágaður og fínn. Þetta tr hin rétta
þróun. Þanr.ig voru tvær són-
ötur eftir Scarlatti yndislega
fallega leiknar. Chacconne Bachs
(í búningi Busonis) sýndi furðu
mikinn þrótt og innsæi hinnar
ungu listakonu, þó héx eigi hún
vitanlega eftir að gera betur. —
Meðal verka er Þórunn lék, var
„Impression" eftir föður hennar,
Jóhann Tryggvason. Var ánægju
legt að kynnast því. V rðist. mér
það vera improvisation með góð-
um hugmyndum, og vel samið
fyrir hljóðfærið.
Það, sem einkenndi þessa tón-
leika Þórunnar, var hm mikla
fágun, sem hún hefir tileinkað
sér, og er tvímælalaust sú undir-
staða, sem listamanni á þessum
aldri er þýðingarmest.
Þórunn Jóhannsdóttu á eflaust
eftir að verða mikill listamaður,
þjóð sinni til mikils sóma. Allir
sannir íslendingar ættu að fylgj-
asV friéð h'énni einmiti núna, er
hún ér í þann veginn að stíga
sitt örlagáspor út í hinn stóra og
vandrataða heim listarinnar.
P. í.
IVIerkileg tillaga um
heildarútgáfu á ritverkum
IVIatthíasar Jochumssonar
Þyrfti að vera nákvœm vísindaleg útgáfa
SÚ HUGMYND hefur verið sett fram, að gefin yrði út nákvæm
vísindaleg útgáfa af ritverkum Matthíasar Jochumssonar,
bæði prentuðum og óprentuðum verkum hans. Er það sr. Benja-
mín Kristjánsson, sem hefur gert tillögur um þetta í nýútkomnu
Kirkjuriti. Er þar birt bréf til biskups um þetta. Segir hann m. a.:
„Ég vildi gera þá tillögu og vænti stuðnings allra kirkjunnar
manna og góðra íslendinga, að efnt verði til vísindalegrar útgáfu
á ritum Matthíasar Jochumssonar hið fyrsta, og að ríkið styrki
útgáfuna með þeim hætti að leysa Steingrím J. Þorsteinsson frá
kennslustörfum um nokkur ár með fullum launum, að því til-
skildu, að hann vinni að útgáfu á heildarverkum Matthíasar.
OPRENTAÐAR RITGERÐIR
’Sr. Benjamín segist nýlega hafa
verið að blaða í óprentuðum
plöggum Matthíasar. Þar hafi
Matthías Jocliumsson
hann m. a. rekizt á langa ritgerð,
sem nefnist „Ágrip af trúarsögu
minni“. Þar lýsir hann t.d. með
ekki ófróðlegum hætti andlegu
ástandi í Prestaskólanum um
sina daga.
Það má kallast furðulegt fyrir-
brigoij að ekki nema tæpur helm-
ingur..af sálmum hans, þýddum
eða frumortum hefur enn komizt
inn í sálmabók vora, meðan alls
konar leirburður, sem aldrei er
sunginn í nokkurri kirkju, er lát-
inn sitja þar kyrr, segir sr.
Benjamín.
KRISTNINNAR MESTA LJÓS
í þessu sambandi rifjar bréfrit-
ari upp að um tíma var jafnvel
talað um að reka sr. Matthías úr
kirkjunni sakir frjálslyndis hans
í trúmálum. Flestir munu nú orð-
ið sjá, að hann var kristninnar
mesta Ijós um sína daga, hann
trúvillingurinn. Þannig sigrar
andinn alltaf að lokum. Það ætti
nú að vera okkar hlutverk að
rétta hlut Matthíasar, sjálfra okk
ar vegna fyrst og fremst og í
þakkarskyni fyrir það lið, sem
hann hefur veitt íslenzkri kristni.
En það verður bezt gert telur sr.
Benjamín með heildarútgáfu á
verkum hans.
VÍSINDALEG UTGAFA
Annars dugar ekkert hálfkák
við Matthías. Svo mikið á íslenzk
kii'kja Matthíasi Jochumssyni að
þakka, að hún ætti að beita sér
fyrir því, að gefin yrði út ná-
■ r
ÞETTA ER
ROYAL
K A K A
ÞAB ER
AUÐFUNDIÐ
HUSMÆÐU R:
NOTIÐ AVALLT
8EZTU HRAEFNIN
I BAKSTURINN
hðfnarframkvæmdir í Húsavík'
í
Ræff við Júfíus Havsfeen sýslumann
FRÉTTAÍÆAÐUR Morgunblaðsins hitti í gær að máli hinn ötula
og síuhga sýslumann Þingeyinga, Júlíus Havsteen, og spurði
hann frétta um hafnarmál Húsavíkur, en éins og kunnugt er, er
sýslumaðurinn einnig hafnarstjóri Húsavíkur. Húsavík er mikill
fiamtíðarbær, og hið dugmikla atorkufólk sem þar býr hefur fullan
hug á að koma hafnarmálum bæjarins í sem bezt lag.
LEITAÐ SAMSTARFS VIÐ
ÞÝZKA FIRMAÐ HOCHTIEF
Júlíus Havsteen sýslumaður
hefur undanfarið, ásamt bæjar-
stjóra Húsávíkur, Páli Þór Krist-
inssyni og alþingismanni kjör-
dæmisins, Karli Kristjánssyni,
dvalizt hér í Reykjavík til þess
að vinna að þessu mikla velferð-
armáli. Kvað sýslumaðurinn, að
orðið hefði að ráði að leita sam-
starfs við þýzka verkfræðinga-
firmað Hochtief, sem nú er að
vinna að hafnarframkvæmdum á
Akranesi. Var afráðið, að þýzkir
verkfræðingar fari til Húsavíkur
nú á næstunni til þess að athuga
hafnarskilyrði og annað er máli
kann að skipta í því sambandi.
MÖGULEIKAR Á ÞÝZKU LÁNI
Þá kvað sýslumaðurinn að at-
hugað hefði verið um útvegun
lánsfjár til þessara framkvæmda.
Sagði hann, að Gísli Sigurbjörns-
son forstjóri, sem útvegað hefur
þýzkt fjármagn til hafnárfram-
kvæmdanna á Akranesi, telji að
möguleikar séu fyrir hendi um
Steingrímur J. Þorsteinsson
kvæm, vísindaleg útgáfa af rit-
verkum hans, Iíkt og t.d. próf.
Jón Helgason gaf út kvæði
Bjarna Thorarensen fyrir tutlugu
árum og Matthías Þórðarson gaf
út ritverk Jónasar Hallgrímsson-
ar.
Júlíus Havsteen sýslumaður.
svipað lán fyrir Húsavík. Hefur
roálið verið rætt við vitamáia-
stjóra, sem er því samþykkur að
Húsvíkingar leiti aðstoðar firm-
ans Hochtief. — M. Th.
SA SEM BEZT ER HÆFUR
Einum manni kveðst sr. Benja-
mín treysta bezt til að inna verk-
ið af höndum, en það er Stein-
grímur J. Þorsteinsson prófessor.
Hefur hann þegar kannað marga
hluti um ritverk Matthíasar og
er vandvirkur og nákvæmur í
heimildakönnun. Þsð bezta sem
hið opinbera gæti gert til að
stuðla að þessu er sð levsa próf.
Steingrím frá kenns'ustörfurn um
nokkur ár með fullum launutn til
þe~s að vinna að þessu.
Ef því fengist framgengt telur
sr. Benjamín líklegt, að t.d. Bók-
menntafélagið, Almenna bókt fé-
lagið eða önnur bókmenntafélög
í landinu sæju sér fært að gefa
ritin út.