Morgunblaðið - 05.05.1956, Blaðsíða 10
10
%IORGl)NBLAtílB
Laugardagur 5. maí 1956
,MOORES‘
MATTARMR
eru komnir aftur í öllum
stærðum og fallegum litum.
MQORES HATTAR
Klæða alla
QQres ^eysir* hf.
WA VV Fatadeildin
H A T S
MADE IN ENGLANO
Aðalstræti 2.
N ý k o m i ð
IVATRON
(Bi-carbonate of Soda)
Magnús Th. Blöndahl hf.
WKi Símar: 2358 og 3358.
(Soúj
ÝKOMIÐ
Hárlagningavökvi
Varalitir
Make up
MEYJASKEMMÁN
Laugavegi 12
VINDASHLíÐ
VATNASKÓGUR
Fermingarskeyti
Móttaka í dag, laugardag, klukkan 2—7
á Amtmannsstíg 2 B .
Móttaka á morgun, sunnudag, kl. 10—5,
á Amtmannsstíg 2 B, og Kirkjuteig 33
Þvottur og kcjrsisk fatahreinsun og pressun við allra hæíi
Tölur festar á skyrtur — Orugg merking
Vandaðar umbúðir — Sótt heim og sent
Jón Gíslason fyrrv. oddviti — Minning
S. L. sunnudag frétti ég, að Jón
Gíslason, fyrrv. oddviti og sýslu-
nefndarmaður í Ey, væri látinn.
Var það nokkuð, sem ekki kom
mér aiveg á óvart, þar sem Jón
var háaldraður maðui og hafði
verið rúmliggjandi undanfarnar
vikur.
Jón í Ey var merkismaður og
átti langan og starfsaman vinnu-
dag að baki. Hann va: fæddur
5. okt. 1871 Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Ólafsdottir ljós-
móðir og Gísli Eyjólfsson, bóndi
í Sigluvik í Vestur-Landeyjum.
Jón giftist 5. októbei 1895 cft-
irlifandi konu sinni, Þórunni
Jónsdóttur frá Álfhólum, ágætis
konu. Hefur Þórunn verið ljós-
móðir i Vestur-Landeyjahreppi
í meir en 50 ár, og sýnt á langri
ævi mikla hjálpsemi íórnarlund
og manndóm. Jón Gíslason og
Þórunn Jónsdóttir byrjuðu bú-
skap í Sleif í Vestur Landeyja-
hreppi, en íú jörð er nú í eyði.
Eftir nokkur ár flu'tu þau á
betri jörð, Ey, í sömu sveit og
hafa ætíð verið þar síðan Þau
hjónin eignuðust 12 börn, eru 10
á lífi, 4 dætur og sex rynir. Eru
þau öll mannvænleg og nýtir
þjóðfélagsborgarar. Svipar þeim
í öllu til foreldra og ættmenna,
sem hafa ávallt getið séi gott
orð fyrir dugnað og skyldurækni.
Hjónin í Ey höfðu fiaman af
mjög takmörkuð íjárrað. Heimil-
ið þurfti mikils með jg varð því
að gæta fyllstu hagsyni til þess
að börnin liðu ekki skort. Hygg
ég að segja megi, að þau hafi
aldrei orðið auðug af fé, en
höfðu ávallt nægilegi fyrir sig
að leggja og áttu myndarlegt og
rausnarlegt heimili, sem ávallt
bauð gesti velkomna að garðL
Jóni í Ey voru falin mörg op-
inber störf í sveitinni og víðar.
Hann var oddviti og síslunefnd-
armaður i áratugi. Dcildarstjóri
< Sláturfélagi Suðurlands for-
maður sóknarnefndar, formaður
fræðslunefndar, í stjorn Kaup-
félags Hallgeirseyjar um skeið,
og ýmis fleiri opinber störf voru
.honum falin, sem eiiki verða
nánar talin. Þeir, sem til þekkja
eru sammála um, að það, sem
Jón tók að sér að vlrna, var vel
af hendi leyst. Það rr.á segja, að
Jón hafi auk bústarl'anna verið
störfum hlaðinn vegna annarra.
j Þau störf, sem hann þannig vann
Raldor Martin Haldorsen
Mlnningarorð
HALDOR Martin Haldorsen, tré-
smiður, andaðist 28. apríl síðast-
liðinn að heimili fóstursonar síns,
Nikulásar Marels Halldórssonar,
verkstjóra, Tómasarhaga 49 hér
í bæ. Hann verður til moldar
borinn í dag.
Haldor Martin var norskur að
ætt, fæddur að Nordre Selle í
Sönhordland árið 1870 og var því
fullra 86 ára að aldri er hann
andaðist. Foreldrar hans voru
Ragna Johansdatter og Haldor
Haidorsen, bóndi og jarðeigandi.
Þau hjón eignuðust 11 börn, sjö
þeirra náðu fullorðins aldri,
Haldor Martin lifði öll systkini
sín, enda var hann þeirra yngstur.
Foreldrar Haldors Martins
/oru stjórnsamir og duglegir, og
iyrjuðu daginn snemma. Þau
ijón ólu börn sín upp í þeim
nda að neyta brauðsins í sveita
íns andlitis, á þeim árum þekkt-
st ekki 8 stunda vinnudagur eða
umarleyfi, enda fór orð af iðni
g ósérhlifni þeirra Systkina
Þeir eru orðnir margir Norð-
nennimir, sem lagt hafa leið
ina til Íslands allt frá upphafi
slandssögu. Flestir þeirra festu
lér rætur og bera hér beinin, þó
ildrög íslandsferðarinnar hafi að
;jálfsögðu verið misjöfn. Sumir
iverjir komu hingað til stuttrar
Ivalar en fengu ást á landi Og
>jóð og fóru hvergi.
Haldor Martin kom fyrst til
'slands árið 1892, þá 22ja ára
•amall. Tildrög íslandsferðar-
ir.nar voru þau, að Ole bróðir
hans kom heim til Noregs að lok-
inni 16 ára dvöl á íslandi og festi
sér konu. Haldor Martin slóst í
för með hjónaefnunum, og bjó
hjá þeim í 8 ár í Reykjavík, en
þá kom unnusta hans, Berthe
Helene Johansdatter, hingað til
lands og voru þau géfin saman í
hjónaband í Dómkirkjunni í
Reykjavík 2. september 1897.
Berthe Helene var frá Selle í
Noregi og voru þau hjón þre-
menningar að skyldleika.
Árið 1901 byggði Haldor Mart-
in sér íbúðarhús að Laugavegi 54
og stendur það enn, en nokkuð
breytt. Þar bjuggu þau hjón til
ársins 1904, en þá fluttu þau að
Bergstaðastræti 38, og byggði
Haidor Martin það hús einnig.
Þar ráku þau verzlun sem Berthe
Helene hafði umsjón með að
mestu. Þau hjón eignuðust eina
dóttur barna, Betzy Ragnhild, og
misstu hana árið 1918, aðeins
tvítuga að aldri. Hörmuðu þau
svo mjög dótturmissirinn að þau
undu ekki hag sínum, seldu allt
sitt og fluttu til Noregs með fóst-
urson sinn, Nikulás Marel, sem
þau hjón gengu í foreldra stað
árið 1910, er hann var 3ja ára að
aldri.
Nikulás Marel dvaldi hjá fóst-
urforeldrum sínum til _ ársins
1926, en þá kom hann til íslands
aftur og hóf járnsmíðanám í
Hamri, og þar hefur hann starfað
síðan, fyrst sem járnsmiður. síð-
ar sem verkstjóri.
Konu sína missti Haldor Martin
árið 1948 eftir 51 árs ástríka
sambúð.
Fimm mánuðum eftir lát konu
sinnar kom Haldor Martin öðru
sinni til íslands og dvaldi síðustu
æviárin hjá fjölskyldu fósturson-
ar Síns og naut ástúðar, umhyggju
og hjúkrunar í ríkum mæli.
Blessuð sé minning hans.
Guðs blessun fylgi Norðmönn-
unum sem fylgdust að hingað til
lands fyrir 64 árum og hvíla nú
í íslenzkri mold.
Vinuv.
og eyddi miklum tíma í að leysa,
voru unnin að mestt leyti án
þess að greitt væri fyv.r þau. Það
eru aðeins afreksmenn. sem geta
afkastað svo miklu, sem hafa
þrek til þess að vinna erfiðis-
vinnu allan dagínn og setjast svo
niður að kvöldi við skriftir og
önnur aukastörf, þe/ar venju-
legur hvíldartími er Xominn. En
hin mörgu aukastörf, .,em hlóð-
ust á Jón, urðu því aðeins leyst,
að hann oft sinnis 101-0 aði hvíld-
artímanum vegna þe‘-ra.
Jón gekk aldrei skóla, en
hann var eigi að síður mjög vel
að sér. Hann var v-.ðlesinn og
velíróður um sögu pjóðarinnar.
Hann fylgdist með ölJitm nýjung-
um og þeim miklu breytingum,
sem orðið hafa í atvJ.inumálum
síðustu árin. Hann g’addist yfir
hinni öru þróun og rmklu fram-
förum, sem orðið haia í þjóð-
félaginu. Jón var ættruðarvinur,
og átthagana þótti honum sér-
staklega vænt um. Hann fagnaði
mjög öllum framföruni í hérað-
inu og gerði sér grein íyrir þeim
miklu möguleikurn, sem fyrir
hendi eru á þeim sloðum. Jón
hafði fallega ríthönd og skrifaði
rétt mál. Hann var reiknings-
maður góður og rökhyggjumað-
ur. Hann var stefnuiástur og
hafði ákveðna og sterka skapgerð.
Hann hafði þá kosti að bera,
sem gerðu honn sjáKiíjörinn til
opinberra starfa. Jón stundaði
sjómennsku f.-svan af ævinni I
verstöðvum "unnanlands og
einnig stur.c
hann sjó við
Landeyjasand. Jón á Álfhólum
þótti mikill sjósóknari og hepp-
inn formaður við Lar.ieyjasand,
og var Jón Gíslason lengi með
honum. Það þurfti karlmennsku
og snarræði tíl þess að sækja
sjó frá söndunum. Ufðu þar oft
slys, eins og kunnugt er, en þá
voru tímarnir öðruvísi en nú.
Menn urðu oft að fara á sjóinn
í tvísýnu ti! þess að afla matar
fyrir heimilin. Nú er sjósókn við
sandana hætt nema einstöku
sinnum, þegar bezt lætur.
Þetta er eitt dærroð um þá
breytingu, sem orðin cr í þjóð-
félaginu, og batnandi lífskjör,
sem fólk býr.nú við ,.'ón Gísla-
son sameinaði það bezta úr for-
tíðinni og nútíðinni. Hann mundi
erfiða tíma og han- fagnaði og
skildi því betur býðingu fram-
fara og bættra lífskjara.
Jón var bjartsýnn a íramtíð-
ina og hafði gert sér grein fyrir
því, að íslenzka hjóðin getur
haldið áfram uppbygglr.gu lands-
ins og aukið framuðaröryggi
sitt, ef hún gleymir ekki fortíð-
inni, gleymir ekki þvi, sem eldri
kynslóðin hafði við að stríða og,
að þeir sigrar, sem u.nnizt hafa
eru fengnir fyrir erfiíi og harða
baráttu margra manna Hann var
sæmdur heiðursmerki hinnar Ss-
lenzku Fálkaorðu fyro' mikið og
merkilegt starf í þagu þjóðar
sínnar. ;
Jón Gíslason verður jarðsung-
inn í Akurey í dag. Mun fjöldi
manna fylgja hormm til grafar
og votta honum hinzt.u kveðju
með þökk fyrir lang: og giftu-
samt lífsstarf.
í. J.
Merkjasala fyrir
æskulýðssfarfið
SVO sem kunnugt er, efndi Góð-
templarareglan í Reykjavík, til
starfsemi að Jaðri í fyrra sumar,
fyrir börn og unglinga, yfir tíma-
bilið frá 3. júní til ágústloka.
Nú hefir verið afráðið að efna
til sams konar starfsemi að Jaðri
í sumar og þar var s.l. sumar og
með svipuðum hætti. Forstöðu-
maður verður sá sami, Ólafur
Haukur Ámason skólastjóri í
Stykkishólmi.
En til þess að afla starfsemi
þessari nokkurra tekna hefir ver-
ið ákveðið að efna til merkjasölu
n.k. sunnudag, er þess vænzt að
sem flestir styðji viðleitni þcssa