Morgunblaðið - 05.05.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.05.1956, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. maí 1950 MORGVNBLAÐIÐ C Hornsteinn Skálkottskirkju íagbur á kirkjukátíðinni mikiu 2. júlí Danir og Svíar gefa stórgjafir - Skál- holtsnefnd á fundi með blaðamönnum AHINNI veglegu Skálholtshátíð hinn 2. júlí næstkomandi verður lagður hornsteinn nýju dómkirkjunnar í Skálholti, en þá verður lokið við að steypa grunn kirkjunnar. Hún mun rísa af grunni á þeim sama staS og Skál- holtskirkjur stóou forðum og verður kirkjuhátíðinni hringt inn með kirkjuklukkum, sem Svíar tnunu gefa og gert er ráð fyrir, að komnar verði upp í klukkna- port fyrir hátíðisdaginn. — Búist er við þúsundum gesta á hátíðina. í gær átti Skálholtsnefnd fund með blaðamönnum, tii þess að skýra þeim frá störfum hennar, en þar voru einnig þeir Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, sem hefur haft með höndum þáð vandasama stárf að gera teikning ar allar að hinni nýju kirkju og öðrum mannvirkjum staðarins, og skipulagsstjóri ríkisins, Zóp- honías Páisson, en harm er vara- formaður Skálholtsnefndar. Formaður nefndarinnar, Hilm- ar Stefánsson, bankastjóri, ávarp- aði blaðamennina í upphaf i fundarins og gat þess meðal ann- ars, að endurreisn Skálholtsstað- ar væri slíkt stórvirki, að ekki jnætti ætla því of knappan tíma, því að kirkjan og önnur mann- virki eiga þar að standa um aldir. Þessu næst gerði framkvæmda- stjóri Skálholtsnefndar, próf. Magnús Már Lárusson, grein fyr- ir störfum nefndarinnar og komst hann m.a. svo að orði: BISKUP EBA VÍGSLUBISKUP SKaitioiisneind var skipuð hinn 1. april 1954. Hlutverk hennar hefir verið að gera tillögur um endurreisn staðarins og sjá um framkvæmd þeirra, sem hlutu sampyKkt stjórnvalda. í starfi sinu neiur nexndin ætíð haft hlið- sjon af því, að í framtíðinni gæti bssivup eða vigsiubiskup sezt að í Skaiholti, þoit Skáiholt sé nú prestsetur, samkvæmt gildandi logum. Nefndinni hefur verið leyft að reisa ibúðarhús á staðn- um, sem nu er að verða fokheit og er þriðjungi stærra en önnur prestsetur landsins. Alþingi getur eitt sett þau lög, sem ákveða hvers konar embættissetur Skál- holt eigi að vera, sagði próf. Magnús Már. 1u samræmis við þessa skoðun sína, að Skálholt eigi að verða biskupssetur, hefur nefndin einnig lagt til að á staðnum verði reist það stór kirkja, að hana mætti gera að dómkirkju. Og ætlun nefndarinnar er, að hún geti verið miðdepill staðarins, tengt saman nútíma og sögu. Af þeim ástæðum er kirkjan óþarf- lega stór miðað við f jölda sóknar- manna. Kirkjan á að rúma um 250 manns í sæti. Við staðsetningu mannvirkj- anna var meðal annars leitað um- sagnar og ábendingar þjóðminjá- varðar, skipulagsstjóra og húsa- meistara. MENNTASKÓLI? Nefndinni er það hins vegar «innig ljóst, að endurreisn Skál- holts verður að fela í sér meira •en þetta. Því var leitað til menntamálaráðherra með bréfi dags. 21. sept. síðastliðinn, að at- tiugað væri af hálfu yfirstjórnar kennslumála, hvort leið fyndist til að flytja menntaskólann, er starfar að Laugarvatni, til Skál- holts. Mál þetta er stórmál. Eigi er vitað enn, hvort úr flutningi þeim geti orðið, enda mundi þá einnig þurfa að koma til kasta Alþingis. Meðan nefndin hefur haft þessi ofangreindu stórmál til athugun- ar, hafa verið reist fjós, hlaða, verkfærahús og íbúðarhús bónda, sem í framtíðinni er ætlað p& gegna hlutverki ráðsmannshúss. Ennfremur hefur verið starfað Ræða Dulles um eflingu A-banda!agsins ¦ Vestrœnar þjá&ir verða að vera árvakrar og varðveita styrk sinn Frjálsum þjóðum stafar mesf hæffa af kommúm- ismanum, þegar þær felja hæftuna áfstaðna Á hlaðinu í Skálholti. Þetta er nýja húsið, bústaður biskups eða vígslubiskups, eftir því sem Alþingi mun ákveða. Mynd: Ól. K. M. að girðingu túns og stórfeildri ræktun og framræslu. 'Svo Skál- holt mun brátt komast í tölu stórbýlá þessa lands, að því er snertir ræktun. Hefur landnáms- stjóri gert allar áætlanir um þessa framkvæmd. Ennfremur heiur ný heimreið verið lögð og hitaveita verið undirbúin. Frumáætlun um hana gerði Gunnar Böðvarsson, verk- fræðingur, en Sigurður S. Thor- oddsen gerði heildaráætlun. Að mörgu leyti er það bagalegt að vita eigi, hvort úr flutningi menntaskólans geti orðið innan 10—15 ára, þar sem haganlegast væri að haga gerð hitaveitunnar nú samkvæmt væntanlegum þörf um. UMFERÐIN VANDAMÁL Er nefndin á sínum tíma hafði heildarathugun Skálholtsmála með höndum sumarið 1954, skor- aði hún á stjórnvöld að flýta lagn ingu háspennulínu til Skálholts, og er það verk nú mjög langt á veg komið. Ennfremur skoraði hún á stjórnvöld, að brúin á Hvítá hjá Iðu væri fullgerð fyrra hluta sumars 1956 vegna hinnar miklu umferðar, er vænta má á Skálholtshátíðinni. Þetta hefur ekki tekizt og er mjög bagalegt vegna hátíðarinnar, þar sem um- ferðarmálin verða þann dag ákaf- lega örðug, en ógerlegt er að koma á ákveðnum einstefnu- akstri. í þriðja lagi var skorað á stjórnvöld, að byrjað yrði að leggja nýjan þjóðveg hið bráð- asta milli brúnna á Hvitá og Brúará, og að hann lægi neðan við Skálholt að vestan. Það fer eftir fjárhagsgetu vegamála- stjórnarinnar, hvenær vegurinn verður lagður. Skálholtsnefnd hefur í starfi sínu stuðzt við tillögur og ráðlegg ingar trúnaðarmanna ríkisins svo sem landnámsstjóra, skipulags- stjóra, húsameistara, raforku- málastjóra og þjóðminjavarðar. Ennfremur má og nefna, að biskup íslands hefur tekið drjúg- an þátt í málum þessum. Til þess að tryggja sem bezt stórframkvæmdirnar var gerður samningur við Almenna bygg- ingafélagið hf. siðastliðið haust. Tillitið til hátíðarinnar heimt- ar, að kirkjugrunnurinn verði til- búinn fyrir hinn 1. júlí næstkom- andi og heimreiðin nýja, enda verði þá lokið tilfærslu á mold og fyllingarefni í öllum megin- atriðum. Ennfremur verða gömlu húsin og kirkjan litla horfin þá, nema ef til vill íbúðarhúsið, þar eð þeir mörgu, er vinna nú fyrir austan, verða að hafa einhverjar bækistöðvar. Hátíðardaginn ætti staðurinn að vera búinn að fá á sig þann heildarsvip í stórum dráttum, er hann mun bera í framtíðinni. Á SAMA STAÐ OG HINAR Hörður Bjarnason, húsameist- ari ríkisins, skýrði frá því að nokkrar breytingar hefði þurft að gera frá fyrri uppdráttum. — Upphaflega hefði verið gert ráð fyrir því, að nýja kirkjan stæði utan við grunn hinna fornu krosskirkna. Þvi verður ekki við- komið. Mun nýja kirkjan, sem verður líka krosskirkja, þvi rísa af grunni á sama stað og gömlu kirkjurnar og verða álíka stór og Brynjólfskirkja (um 30 metra löng). Húsameistarinn kvaðst vilja leggja á það sérstaka áherzlu, að er hann hafi tekið að sér þetta verkefni, hafi hann strax bent á þá staðreynd, að óhugsandi væri að ljúka kirkjunni á svo skömm- um tíma að hún væri risin af grunni fyrir kirkjuhátíðardaginn 1956. — GJÖF FRÁ DÖNUM OG SVÍUM Danir og Svíar hafa ákveðið að gefa Skálholtskirkju stórgjaf- ir. Danir gefa mjög vandað kirkjuorgel. Er nefnd starfandi í Danmörku, sem hefur með hönd- um fjársöfnun í þessu skyni og eru í þeirri nefnd m.a. kirkju- málaráðherra Dana, Bodil Koch, Mogens Múllers málaflutnings- maður og próf. Mogens Koch við listaakademíuna i Kaupmarma- höfn. Þá hafa Svíar ákveðið að gefa kirkjuklukkur og vonast þeir til þess að þær verði komnar svo tímanlega hingað, að hægt verði að koma þeim fyrir i klukkna- porti fyrir Skálholtshátíðina, svo að hægt verði að hringja hátíðina inn með þeim. MINNISMERKI UM JÓN ARASON Að lokum gat svo nefndin þess, að fyrir allmörgum árum hafi Jónas Jónsson frá Hriflu i þing- mennskutíð sinni, fengið fram- gengt á Alþingi að reist skyldi i Skálholti minnismerki um Jón Arason og syni hans. Einar Jóns- son myndhöggvari, hafði gert lauslega frufndraetti að minnis- merki þessn en hann féll frá áður en hann fengi lokið við frum- drætti sína. Fjárveitingin er fyrirliggjandi og minnismerkið mun rísa í Skálholti, en nær það verður og hvernig framkvæmdum verður hagað mun enn óráðið. Á 16. síðu blaðsins er stutt frétt um það, að byrjað sé að grafa fyrir Skálholtskirkju. í GÆR hófst í París tundur ut- anríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsríkjanna — og verður þessi utanríkisráðherrafundur einn sá mikilvægasti, sem hald- inn hefur verið, siðiai Atlants- hafsbandalagið var slofnað árið 1949. Ræða sú, sem Juhn Foster | Dulles flutti fyrir tæpum háifum mánuði, fjallaði um eitt aðal- málið, sem tekið verður fyrír á fundinum - - möguleikana á því, að færa út starfsemi Atiantshafs- ' bandalagsins og láta hana ná inn á efnahagsleg, þjóðíélagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg svið. Þessi fundur mun því marka tímamót í sögu bandalagsins. í ræðu sinni benti Dulles á, að mikilsverðir atb'ir-ðir hefðu gerzt á alþjóðavetTvangi, sem breyttu viðhorfinu . Vestur- Evrópu, löndunum fyrir botni Miiðjarðarhafs, Asiu og Rúss- landi. Þessir atburðir marka einnig nýtt tímabil i „kalda strijðinií" milli einræðisaílanna og hins frjálsa heims, sagðí ut- anríkisráðherrann. i( HÆTTAN VAR AUGLJÓS Fyrsta skeið „kalda stríðsins" einkenndist af þvi, að heim- urinn skiptist í tvær, skýrt af- markaðar fylkingar. Heimsyfir- ráðastefna kommúnista á þessum árum leiddi til þess, að frjálsar þjóðir skipuðu sér í orofa íylk- ingu. Þær lögðu ágreíningsmál sín innbyrðis á hilluna, þar sem hættan á yfirgangi af hendi kom- múnista var augljos. Hinar frjálsu þjóðir höfðu íundið leið til að stöðva sókn kommúnista gegn frjálsum þjóðum. En það var ekki stefna hins frjálsa heims að takmarka samstari sitt við' öryggismálin eingöngu, sagði ut- anríkisráðherrann. Arftökum Stalíns varð nú Ijóst, að gamla baráttuaðfeiðin dugði ekki lengur, og nauðsyn bar til að taka upp „nýja stotnu" í inn- anríkis- og utanríkisrrálum. Þeir eru nú sáttfúsir á svip og tala mjúkmálir um „friðsamlega sam tilveru". Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, hvað felst í þessari breyttv. stefnu. •— Breytingin sýnir, sagð. Dulles, að eining og styrkur frjálsra þjóða hefir sýnt sovézkum láðamönn- um fram á, að gagnslaust var að halda heimsyfirráðastefnunni til streitu — opinberlega. *MARKMD2) KOMMUNISTA ER EFTIR SEM ÁÐUR SIGUR KOMMUNISMANS Sovézkir ráðamenn tala mik- ið og margt um stefnubreyt- inguna. Engu að síður leggja þeir eftir sem áður höfuð- áherzlu á eflingu hers síns og vopnaframleiðslu — einkum fram leiðslu kjarnorkuvopno. Austur Evrópuríkin eru enn imdir jám- hæl kommúnista. í Aslu og tönd- unum fyrir botni Mtðjarðarhafs eru kommúnistar boðberar hat- urs og æsinga. Þó að miverandi sovézkir ráðamenn hafi viður- kennt réttarmorð þau, er framin voru á Stalíntímabilinu, hafa þeir ekki viðurkennt, að Stalín hafi farið mcð lygi, ei hann lýsti því yfir, að Suður-Kóría hafi átt upptökin í Kóreustyrjöldmni og að herjar SÞ hefðu í þeirri viðureign beitt sv Klahernaði gegn kínverzkum kon múnistum, sagði Dulles Krjúsjeff sagði í de&embermán. uði sl.: „Við höfum aldrei og munum aldrei afneita hugsjón- um okkar, baráttunni fyrir pigri kommúnismans." Það væri glap- ræði, ef frjálsar þjóðir álitu sig hafa efni á því, að sofa á vex'ð^ inum og gerast sundurbykkar, svo lengi sem sigur kommún- ismans er markmið sovézkra'- 1*4 temanna og þeir steífna tí(p því marki með auknmgu bícrs'- síns og undirróðursstwfsemi i;im' heim allan, sagði utanrikisráð- herrann. it TÍMABÆR AÐVÖRUN Dulles ítrekaði þá aðvör^m bí«%' að hættan, sem hinum írjálsa1 heimi stafar af kommúnisman- um, er mest, þegar þær telja1 hættuna afstaðna. „Aldrei hefur sú aðvörun verið tímabærari en' nú i dag." Benti Dulles á, að ótti sá, er greip hinn frjálsa hcim, þegar kommúniskir skæruhðar sóttii' inn í Grikkland, Tékkóslóvakía var leidd undir hið kommán- iska ok, einangra áttj Berlin og kommúnistar réðust imi í Kóreu,; er nú að fjara út. • • • Einmitt þess verður cnn erfíð- ara að viðhalda einmgu vest- rænna þjóða. Óttinn gerir það að verkum, að þjóðir fylkja sér ssm an og leita trausts og halds í samstarfi. Sovézkir ráðamenn og flugumenn þeirra eru ekki ems ógnþrungnir í „nýi-i gerfinu". Þess vegna geta þeir gert enn meiri usla. Ýmsir aðilar eru þeirrar skoðunar, að nú sé mirmi þörf á samstöðu um óryggismál- in en fyrir fimm árum, þegar vopnuð árás virtist yfirvofandi, Nú hefur orðið breyting á,- en eftir sem áður verða vest- rænar þjóðir að vera árvakar og verða að varðveita styrk sinn, þar sem Sovétríkin eru hernað- arlega mjög sterk, og stefna þeirra skipast eins skjótt og veð- ur í lofti. • VESTRÆNAR ÞJOÐIR VERDA AÐ EFLA SAMSTÖÐU SÍNA Hinn frjálsi heimur verður að efla einingu sína og þrótt aieð því að leggja meiri áherzlu á aukna samstöðu um sín málefni — ekki aðeins samstöðu gegn kommúnismanum. „Við skulúm hylla hugsjón frelsisins með því að sýna, hverju sú hugsjón get- ur áorkað," sagði utanrikisráð- herrann. Atlantshafsbandalagið er með- al þeirra alþjóða stofnana, sem veitir vestrænum þjóðum mikla möguleika á að efla slíka fram- þróun. Upphaflega var höfuð- markmið bandalagsin=, samstarí vestrænna þjóða um öryggismát sín, og sá þáttur verður einnig framvegis megintilgangur banda- lagsins. En aðildarríkm eiga svo margt sameiginlegt, að þau ættu að geta aðhafst meira í samein- ingu, sagði Dulles. • • • Eins og utanríkisráðherrann benti á í ræðu sinni er þessi hugmynd engan veginn ný, hún er eins gömul og Atlantshafs- bandalagið sjálft, og forráða- menn ýmissa aðildarríkjanna hafa þegar drepið á þetta mál á ráðstefnum bandalagsins — m.a, þeirra, sem fyrstir urðu til þess, má telja norska utanríkisráðherr- ann Halvard Lange og kanadiska utamíkisráðherrann Lester Pear- son. Á fundi Atlantshafsráðsins í Paris i desembermánuði s.l. var skipuð nefnd í þessu augnamið.i. • 2. GREIN ATLANTSHAFS- SÁTTaiÁLANS Höfuðmarkmið bandalagsins var — og er — samstarf Nqrð- ur-Atlantshafsríkjanna urri vai-n- Framh. af bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.