Morgunblaðið - 15.05.1956, Blaðsíða 16
VeðurútSif í dag:
Léttir til með N-stinningskaJda.
mmto
Sjá grein á blaðsíðu 9.
108. tbl. — Þriðjudagur 15. maí 1956
Hvífasunnuferð Heimdallsr
HEIMDALLUR, F. U. S. í Reykjavík, efnir nú um
hvítasunnuna til þriðju hópferðar sinnar til Vest-
mannaeyja, með skipi Skipaútgerðar ríkisins. — Áður
fyrr vár sá háttur hafður á þessum ferðum, að ekið
var með bifreiðum austur í Þorlákshöfn, en þaðan
farið með mótorbátum til Vestmannaeyja. j
Litlu lömhin leika sér
Árið 1954 leitaði félagið til
Skipaútgerðar ríkisins, um leigu-
möguleika á ms. Esju til Vest-
mannaeyjafarar.
Tóku forráðamenn útgerðar-
innar þessari málaleitan félagsins
hið bejta.
Varð ferð þessi svo vinsæl og
fjöimenn pð félagið efndi til
annarrar ferðar með sama sniði
sirtíistiiðið sumar.
Tóku um þrjú hundruð manns
þátt í þeirri ferð og varð hún hin
finægjulegasta. Var þá lagt af stað
kl, 20 kvöldið fyrir hvítasunnu-
dag. en komið til Vestmannaeyja
enemma á hvitasunnudag.
Fór ferðafólkið í kynnisför um
eyjamar og sótti skemmtun FUS
í Vestmannaeyjum.
Nú heíur Heimdallur auelýst
Vestmannaeyjaferð, í þriðja sinn
með þessu sniði, og hefur ms.
Hekla nú verið leigð til fararinn-
ar. —
Áætlað er, að skipið lepgi af
stað: kí. 2 e.h. laugardaginn 19.
rnaí, og komið til Vestmanna-
eyfa um miðnætti.
Dvalið verður í Vestmannaevj-
um hv'tasunnudag og annan dag
h ítasunnu, en komið aftur til
Ee . kjavíkur kl. 7 árdegis þriðju-
Qiirínn 22. maí.
Ýmsir beztu skemmtikraftar
lar :’sins verða með í förinni, og
munu skemmta á skemmtun
ungra Sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum. i
Pantaðir farseðlar verða af-
hentir í skrifstofu félagsins í Val-
höll, Suðurgötu 39, í dag og á
morgun, kl. 9-—12 og 1—7.
,
Baldur og freysteinn
gerðu jeínteili.
TÍUNDA umferð á Skákþingi ís-
lendinga var tefld á sunnudaginn.
Úrslit urðu þau að Sigurgeir
vann Ólaf og Baldur og Frey-
steinn sömdu jafntefli. Baldur
átti riddara á móti þrem peðum
og einhverjar vinningslíkur, en
hefur ekki talið þær svo miklar
að ástæða væri til að halda skák-
inni áfram.
Ingi á unna biðskák á móti
Kára, Benóný á unnið á móti
Eggert og Jón á riddara á móti
tveim peðum á móti Árna og veru
legar vinningslíkur.
Freysteinn er nú efstur með 7
vinninga í 8 skákum, Baldur
hefur 7 vinninga í 9 skákum og
Ingi R. Jóhannsson 6V2 í átta
skákum.
Ellefta umferð var tefld í gær-
kvöldi, en biðskákir verða tefld-
ar annað kvöld.
Sauðburður er nú byrjaður um land allt. Fér fyrir sunnan er hlýtt á litlu lömbunum, en fyrir vestan,
norðan og austan heilsar veröldin þeim miklu kul !?le«rar. — Ljósniyndari Morgunblaðsins tók þessa
mynd fyrir nokkrum dógum af fjórum nýíæddum íömbum. Enda þótt þau séu ósköp veikburða og
reikul í spori, eru þau þó full af leik og gáska.
Sneypsrfundir
lagsins.
Frá Dalvíkur-fundinum,
Glœsilegir fundir Sjálf-
stœðismanna í Eyjafirði
ffummælendum jþeim IVIagnúsi
léfissyni og Guimari Thoroddsen
ágæfðega fekið
.|5 rðl síðastliðna helgi efndi Sjálfstæðisflokkurinn til almennra
stjórntnálafunda í Ólafsfirði og á Dalvik. Voru frummælendur
alþingismcnnirnir Magnús Jónsson og Gunnar Thoroddsen.
Jfetiðir voru fundir þessir vel sóttir og voru um 150 manns á hvorum
0» irra. Engir andmæltu ræðumönnum úr hópi andstæðinga, en
á* jaisar umræður voru leyfðar á eftir.
,4 Daivík var fundarstjóri
Valdemar Óskarsson, sveitar-
fftjóri. Ræddu frummælendur
'.ejórnmálaviðhorfið og var ræð-
ftm þeirra mjög vel tekið. Fund-
*ár-n, sem haldinn var kl. 3.30 síð-
áégis á sunnudaginn sóttu um
-é 'í) manns.
MlRÆDSLUBANDALAGSMENN
SVÖRLBU MEÐ
L TÚRSNÚNl NGUM
Á laugardagskvöldið var
haldinn almennur stjórnmála-
fundur í Samkomuhúsinu í
Ólaísíirði. Töluðu þeir alþing-
ismennirnir Magnús Jónsson
og Gunnar Thproddsen, en
síðan voru frjálsar umræður.
Þá tók til niáls Ásgrímur
Hartmannsson bæjarstjóri og
gerði fyrirspurnir til frum-
mælenda um ýmis málefni Ól-
aísfjarðar o. fl. Voru þetta
sömu spurningarnar er bæjar-
stjóri varpaði fram á fundi
sem Hræðslubandalagið hélt
þar fyrir nokkru, en þá fékk
hann engin svör við þeim
nema með útúrsnúningum. —
Fyrirspurnum þessum svöruðu
ræðumenn Sjálfstæðisflokks-
ins af þekkingu og rökfestu.
Enginn reyndi á fundinum að
halda uppi vörnum fyrir
Hræðsiubandalagið.
Ræðumenn fengu afburða góð
ar ur.dirtektir fundarmanna, —
Fundinn sóttu um 150 manns og
var fundarstjóri Þorvaldur Þor-
steinsson.
FYRIR nokkru hafði Hræðslu-
bandalagið fundi í Dalasýslu.
Hefur þessum fundum verið
lýst með miklum fjálgleik
bæði j Alþýðublaðinu og Tím-
anura. M.a. var þess getið, að
sá merkilegi atburður hefði
gerzt á öðrum fundinum, að
skorað hefði verið á Ásgeir
Bjarnason að gefa kost á sér
til framboðs og hafí það verið
samþvkkt af hinum mikla
mannfjölda.
Sannleikurinn af þessum
fundum í Dalasýsiu er sá, að
þeir voru með fámennustu
stjórnmálafundum, sem þar
hafa verið haldnir. Á öðrum
voru 40 manns en hinum 30.
Hefur nú enn meiri óhugur
gripið um sig en áður hjá
Hræðslubandalaginu. — Hinu
taka menn eftir að hvorki
Þjóðvörn né Alþýðubandalag-
ið hafa enn tilkynnt framboð
sín í Dalasýslu.
Preitbsnmg i
Vesimannaeyjum.
SÍÐASTLIÐINN sunoudag fór
fram prestskosning í V°stmanna-
eyjum og var einn maður í kjöri,
séra Jóhann Hliðar. Á kjörskrá
voru 2'56 og.af þeim kusu 1288.
Var kjörfundur því lögmætur. en
í talning atkvæða fer fram seinni
Íhbif-q vikunnar.
Eins og get:ð hefur verið um
, áður, voru samþvkkt lög á Al-
þmgi i vetur þess efnis. að tveir
prestar skvldu vera í Evjum. —
’Séra Halldór Kolbeins er nú
þjónandi prestur í Vestmanna-
ev’"’r ofj .Jóborm Hh'ðar hefur
verið þar aðstoðarprestur um
hrið.
Þetta litla lamb virðist vera dálítið hugsandi. Veröldin er svo stór
og viðsjárverð „á þessum síðustu og verstu tímum“. En sólin hækkar
á lofti og litla lambtð verður stórt og sprækt. — Sigurður Guð*
mundsson á Heiði kvað einu sinni á þessa leið um lömbin:
Lömbin skoppa hátt með hopp,
hugarsloppin meinum.
Bera snoppu að blómsturtopp
blöðin kroppa af greinum.
Láius Jóhannesson frambjóðandi
Sjálistæðisflokksins á Seyðisiirði
Á FJOLMENNUM almennum
fundi Sjálfstæðismanna á Seyð-
isfirði var einróma skorað á þing-
mann kjördæmisins undanfarin
14 ár, hrl. Lárus Jóhannesson, að
vera í kjöri sem þingmannsefni
Bar tyílcmbingum og
kaupstaðarins við kosningar þær,
sem fram eiga að fara 24. júní
nk. og tók hann þeirri áskorun,
Er mikíll áhugi meðal Sjálf-
stæðismanna á Seyðisfirði að láta
ekki kjördæmið ganga úr greip-
um sér, þrátt fyrir hin miklu
hrossakauþ, sem aðal bitlinga-
menn Alþýðuflokksins hafa gerti
við Hermann Jónasson og hans
iið í Framsóknarflokknum.
öðrum iveim dögum Fundar sjálfslæiii-
Akranes
SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN
hefur opnað kosningaskrifstofu á
Akranesi. Skrifstofan er í Hótel
Akranes og er hún opin daglega
frá 10 til 10. Stuðningsmenn Sjálf
stæðisflokksins á Akranesi og i
Borgarfjarðarsýslu eru beðnir að
hafa samband við skrifstofuna og
veita aðstoð í sambandi við kosn-
ingarnar.
AKRANESI, 14. maí. — 8. þ.m.
bar grá, hyrnd ær fimm vetra,
sem Ólafur Ásmundsson á, tveim-
ur lömbum og voru það gimbrar.
,,Já, tvílemd eins og vant er“,
hugsaði eigandinn. ’Samt brá nú
út af reglunni að þessu sinni Því
að tveimur dögum seinna bar hún
öðrum tveimur gimbrum til við-
bótar. Eitt lambið var tekið frá
móðurinni og vanið undir á, sem
missti. Lömbin fjögur eru hin
pattaralegustu. — Oddur.
Sjálfstæðiskvennaféiagið tíBókn
í Keflavík heldur fund í Sjálf-
stæðishúsinn í kvöld kl, 9.
Rætt verður um undirbúning
alþingiskosninganna, og sagðar
fréttir af landsfundi flokksirs,
Á eftir verður sameiginleg kaffi-
drykkja 0» kvikmyndasýning.
Sjálfstæði.skonur eru beðnar a5
fjölmenna ó fundinn.