Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 2
2
M0RCUNBLAÐ1Ð
MiSvfkiidagur 5. sept. 1956
Nýir landnemar á Tjörninni
120 Mývatnsendur komu hingað í gœr
UM hádegið í gær komu hingað til bæjarins með flugrvél nýir
innflytjendur á Reykjavíkurtjöm. Þetta var hópur Mývatns-
anda, alls 120 talsins, sem Kristján Geirmundsson taxidermist á
Akureyri hefur alið upp fyrir Reykjavíkurbæ.
AÐ FEUMKVÆÐI
BORGARSTJÓRA
Dr. Finnur Guðmundsson, fugla
fræðingur, fór þess á leit við
Kristján Geirmundsson í vor að
hann tæki að sér að ala upp
endur sem síðar yrðu til prýðis
á Tjöminni, en hér af aðeins
verið ein andategund fram til
þessa, en það eru grænhöfðar, ■ |
eða stokkendur. Var þetta gert
að tilhlutan borgarstjórans í
Reykjavík. í gær kom Kristján
svo að norðan með 120 endur af
4 tegundum, urtir, litlu gráönd,
grafendur og rauðhöfðaendur. Og
eru þá komnar hingað á Tjöm-
ina allar tegundir íslenzkra gras-
anda, nema skeiðönd.
ÆTTABAR ÚR MÝVATNS-
SVEIT OG ABALDAL
Endur þessar hefur Kristján
haft í uppeldi í sumar í sumar-
bústað sínum, Vogum við Eyja-
fjarðarhólma gegnt Akureyri.
Eggin sótti hann í vor til Ragnars
Sigfinnssonar á Grímsstöðum í |
Mývatnssveit og til Jónasar
Andréssonar að Sílalæk í Aðal- :
dal. Eggin tók hann mjög unguð j |
og flutti þau í kössum upphituð- :
um með hitapokum, en eggin j
hafði hann í æðardún. Síðan setti ■
Kristján eggin í útungunarvél,
sem hann hefur í Vogum. —
Kristján þurfti ýmsan útbúnað til
þess að geta alið endurnar þama
upp. Bjó hann til þrjár tjamir,
afgirtar voru með fuglaneti og
jafnframt var nót breidd yfir
tjarnimar. Ennfremur hafði hann
þrjú ungahús og fóstrur í þeim.
Þetta mun vera eina uppeldis-
stöðin fyrir endur sem til er hér
á landi gerð af mannahöndum.
VÆNGSTÝFÐAR
FULLVAXNAR
Fyrstu ungarnir komu mjög
fljótt úr eggjunum í vélinni og
voru þeir þá teknir og settir í
UggH
komu ekki úr eggjunum fyrr en
þeir fyrstu voru orðnir mánaðar
gamlir. Þegar fóstrun var lokið
mátti sleppa ungunum út á tjarn-
ir og komu þeir aldrei í hús eftir
það.
Fullvaxnar voru endurnar
vængstýfðar og geta þær því
næsta sumar flogið hvert sem
þær vilja, er þær hafa gengið úr
fiðrinu.
SÉRKENNILEGT FÓÐUR
Það er mjög sérstakt og sér-
kennilegt fóður, sem gefa þarf
þessum öndum, sem í náttúrunni
lifa mest á svifum, ormum og
ýmsu því sem þær geta tínt sér
til matar úti í hinni villtu náttúru.
Forskrift að þessu mataræði hafði
Kristján enga og varð hann þvíj
að þreifa sig áfram með það.
Meðan endurnar voru enn korn-
ungar gaf hann öllum hópnum
um 10 harðsoðin niðurrrfm egg
á dag, ennfremur fóðurmjöl, sem
inniheldur 20—30 teg. af söltum
og bætiefnum, mjólkurkex, mjólk
urduft, niðursaxað gras og hafra-
mjöL Þennan mat fengu endurn-,
ar fyrstu vikumar. En smátt og eftir atvikum.
smátt gat hann svo farið að| Er Kristján kom að máli við
breyta þessu fæði yfir í hveiti-' blaðið í gær, sagði hann, að það
kom og heilhveitibrauð ásamt ( væri merkilegt við þessar endur,
með grasi og eltingu auk þess j sem voru einkar mannelskar, að
sem endurnar fóru svo að verða þær hefðu að öðru leyti haft til
sér sjálfar úti um ýmsa næringu, j að bera öll einkenni villiandar-
Aðeins eina tegund orma gat' innar. T. d. gat hann þess að er
Kristján náð í handa þessum' dimma tók á kvöldin hefðu þær
stóra andahópi, en það voru fisk- hópað sig út í miðjar tjarnirnar
maðkar. Handa svona stómm hóp1 og sofið þannig, til þess me, þvi
er ekki gerlegt að safna öðrum , að verjast myrkurárásum frá
tegundum skordýra. j landi. Ennfremur hlupu þær í fel-
Úr uppeldisstöðinni í Vogum víð Ákureyri. Þau hjónin Kristján
Geirmundsson og kona hans gefa öndunum.
VONANDI FÁ ÞÆR AÐ
VERA í FRIBI
Nú síðast var svo komið að
endurnar éta um 10 heilhveiti-
brauð á dag og fleiri kg. af korni.
í sumarbústað Kristjáns er góð
aðstaða til þess að ala upp endur,
enda tókst þessi fyrsta stóra til-
raun, sem gerð hefur verið hér
á landi í þessu efni mjög vel
I ur er hættulegir fuglar flugu yfir
girðingaiaar, en tíðir gestir voru
, þar smirlar og fálkar.
Að lokum sagði Kristján, að
flutningurinn hingað suður
hefði gengið mjög vel og að
endurnar virtust una sér vel
hér á Tjörninni. En óskandi
að þær geti í friði verið bæn-
um til prýði og vegfarendum
tU indisauka i framtíðinni.
Kristján Geirmundsson, taxider-
mist, sleppir einum rauðhöfðan-
um í Tjömina.
fóstrurnar, en bæði þær og út-
ungunarvélin eru olíukynnt. Það
sem einkum olli því að Kristján
varð að hafa uppeldið í þrennu
lagi var hve aldursmunur ung-
anna var mikill, því hinir síðustu
*
Islenzkir ræðarar stóðu
sig vel í Þýzkalandi
Aðalfundur Stéttasam-
hands bœnda verður
haldinn á Blöndvósi í ár
Sveif Róðrarféiags Reykjavíkur varð nr. 1
í einni keppni og nr. 2 í tveimur
RENGJASVEIT Róðrarféiags Reykjavíkur, sem fór utan rétt
fyrir síðustu mánaðamót til þess að taka þátt í róðrarkeppni
sem fram fór í Liibek i Þýzkalandi dagana 1.—3. þ. m. eru vænt-
anlegir heim í næstu viku, eftir vel heppnaða för. Kepptu þeir
þrisvar sinnum, urðu nr. 1 í einni keppni, og nr, 2 í tveimur.
Áróðursstofnun vel-
ur þrjá, búnaðar-
samlökin tvo!
D1
ÐRENGJAKEPPNI
Laugardaginn 1. sept. kepptu
drengirnir við Þýzkalandsmeist-
AÐALFUNDUR Stéttasambands
bænda fyrir árið 1956 verður að
þessu sinni' haldinn á Blönduósi
dagana 10. og 11. þ. m.
Á fundi þessum hafa réttindi
til að mæta, sem fulltrúar 47
menn, þ.e. 2 úr hverju sýslufé-
lagi og einn úr Vestmannaeyjum.
Auk þess mætir þar stjórn stétta-
sambandsins, endurskoðendur og
f r amk væmdast j óri.
Stjóm sambandsins skipa:
Sverrir Gíslason þóndi, Hvammi,
formaður, Einar Ólafsson Lækjat
hvammi, Jón Sigurðsson alþingis-
maður, Reynistað, Páll Metúsal-
tipsson, Refstað, Vopnafirði, og
Bjarni Bjarnason skólastjori,
Laugárvatni.
Endurskoðendur sambandsins
eru: Einar Halldórsson, Setbergi,
og Hannes Jónsson, fyrrv alþing-
ismaður.
Einnig mæta á fundi þessum
framleiðsluráð landbúnaðarins og
framkvæmdastjóri þess.
Aí hveiju íæi „Þjóðviljinn“ æði-
knst í hveit skipti sem minnst
ei n binðnbiigðnlögin?
„ÞJÓÐVILJINN“ rýkur upp í
gær eins og naðra út af því að
Mbl. lét þess getið í grein á
sunnudaginn, að búast mætti við
að verðhækkun gæti orðið á ein-
stökum vörutegundum, ef verð-
lag hækkaði af óviðráðanlegum
ástæðum, svo sem eins og verð-
að verðfestingin sé bráðabirgða-
ástand, enda mun hún tæplega
ætla sér þá dul, að halda óbreyttu
verðlagi hér á landi til lang-
frama, án alls tillits til þess, sem
gerist á mörkuðum heimsins
Það virðist vera nokkurn veg-
inn sama hvernig skrifað er um
hækkunum á erlendum markaði i þessi sælu bráðabirgðalög. Ef um
eða hækkunum á erlendum farm- j er skrifað af skilningi fer það
gjöldum. Það er litt skiljanlegt af j alveg jafnt í taugamar á Þjóð-
Fangahúsanefnd
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
I dag skipað þá Pál Hallgríms-
son, sýslumann, Vilhjálm Jóns-
son, hæstaréttarlögmann, og dr.
jur. Gunnlaug Þórðarson, í nefnd
til að rannsaka ástandið í fanga-
húsamálunum hér á landi, ser-
staklega í vinnuhælinu á Litla-
Hrauni, og gera tillögur til úr-
bóta. — (Frá dómsmálaráðuneyt-
inu).
hverju „Þjóðviljinn" verður viti
sínu fjær út af slíku og fer að
tala í óráði um „skipulagn-
ingu svarts markaðs“ og „vöru-
skorts“ og að „kollvarpa eigi
verðhækkanabanni ríkisstjórnar-
innar“.
Það er engu líkara en að
Þjóðviljamennirnir hafi ekki
lesið bráðabirgðalögin, því að
þar er gert ráð fyrir undan-
þágum frá banninu við verð-
hækkun, ef slíkt reynis óhjá-
kvæmilegt. Er þar einmitt
fyrst og fremst átt við þær
ástæður, sem getið er um hér
að framan enda er naumast
öðrum til að dreifa.
Á það má líka benda að sjálf
ríkisstjórnin gerir ráS fyrir því,
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
Rússlands hefur boðið 5 manna
bændanefnd í kynnisför til Rúss-
lands og er nefndin lögð af stað.
Það vekur nokkra furðu, hvernig
sendinefnd þessi er útnefnd. Tveir
fulltrúar hennar eru útnefndir
af stjórn Búnaðarfélags íslands,
en meirihlutiim eða þrir menn
eru tilnefndir af hinu kommún-
íska áróðursfélagi MÍR.
Fulltrúar þeir sem Búnaðar-
félagið hefur útnefnt í ferðina
eru Þorsteinn Sigurðsson form.
Búnaðarfélags íslands og Harald-
ur Árnason verkfæraráðunautur
j Búnaðarfélagsins. En formaður
I nefndarinnar er hins vegar mað-
ur tilnefndur af MÍR. Er furðu-
legt að sjálft Búnaðarfélag ís-
lands, heildarsamtök bænda skuli
láta sér það lynda, að þegar land-
búnaðarráðuneyti erlends ríkis
efnir til slíks boðs, þá sé allt önn-
ur stofnun en bændasamtökin
látin velja þrjá af fimm bændum
í ferðina.
Nær ekki nokkurri átt hjá
, . BúnaðaTfélaginu að gefa slíkri
lengd a eftir en menntaskólaliðið nefnd opinberan blæ með því að
ara, drengjasveit og við lið
menntaskóla, Johanneum-skól-
ann. Fyrstir urðu meistararnir,
fslendingarnir aðrir aðeins báts-
viljanum og þó þau séu gagn-
rýnd. — Bráðabirgðalögin eru
Þjóðviljanum sýnilega mjög við-
kvæmt mál, enda er það annar
ráðherra hans, sem gaf lögin út.
Ástæðan til þess hve Þjóð-
viljinn tapar sér illilega, ef
minnzt er á bráðabirgðalögin,
er vafalaust sú, að margir
flokksmenn hafa húðskammað
flokksforystuna fyrir að ganga
á bak allra orða og eiða með
setningu þessara laga. Sú
gagnrýni, sem kommúnistar
hafa orðið fyrir, af þessum
ástæðum, úr eigin herbúðum,
er margfalt harðleiknari en sú,
sem birzt hefur í blöffunum.
Önnur skýring er tæplega til
á æffikasti Þjóffviijans.
þriðja, þremur bátslengdum
eftir íslendingunum.
Sunnudaginn 2. sept. keppti lið
Róðrarfélagsins í fyrsta flokki
drengja og sigraði þar með tveim
bátslengdum.
Þriðja keppnin var í öðrum
flokki drengja, en þar töpuðu fs-
lendingamir vegna smá óhapps
sem varð í bátnum fyrir sveií
frá bænum Schwartau, en nr. 3
varð sveit frá Liibek.
Drengirnir frá Róðrarfélaginu
eru þessir: Hrafnkell Kárason,
Jökull Sigurðsson, Leó Þórhalls-
son, Garðar Steinarsson og stýri-
maður Gunnar Ólafsson.
KEPPNI FULLORÐINNA
Þá kepptu einnig fjórir full-
orðnir ræðarar frá Róðrarfélag-
inu í byrjendakeppni og urðu nr.
2 hálfa bátslengd á eftir, en sveit
sú er varð í þeirri keppni nr. 3
varð bátslengd á eftir fslending-
unum. í þeirri keppni tóku þótt,
Kolbeinn Gíslason, Bergsveinn
Þorsteinsson, Marteinn Guðlaugs-
son og Magnús Einarsson. Stýri-
maður var Gunnar Ólafsson.
Þjálfari liðanna er Ludvík Sim-
sen.
sætta sig við svo lágkúrulega
kosti, því að slík nefnd getur
ekki kallazt opinber nefnd ís-
lenzkra bænda.
Knaffspyrna :
Úrslif hjá yngri
flokkunum
í 1. flokki sigraði Fram KR með
1:0 á laugardag og á mánudag fór
fram úrslitaleikur Miðsumars-
móts 1. lokks á milli KR og Vals
og sigraði KR með 2:1.
i í 2. flokki sigraði Fram KR
j með 3:1 og er það eini leikurinn-
I sem fram hefur farið í mótinu.
í 3. flokki fóru fram 2 leikir,
Fram sigraði Víking með 2:0 og
KR sígraði Val með 3:1.
í 4. flokki A hafa farið fram
3 leikir, á sunnudag féll niður
leikur Vals og Þróttar vegna þess
að dómari mætti ekki, en Fram
sigraði í öðrum leiknum KR með
7:0. Er Fram með gott og vel leik-
andi lið í þessum flokki, sigraði
í nýafstöðnu landsmóti, og er á
góðri leið me ðað sigra í Haust-
mótinu, hefur 4 stig, Þróttur 2,
og hin félögin 0 stig.
í 4. flokki B fór fram leikur á
milli Fram og Vals og skildu þau
iöfn, 1:).