Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. sept. 1956 MORCUNBLAÐIÐ 11 Hjálmar frá Hofi 70 ára „Stundum hef ég kröpp við kjör klifið brekkur fanna. Sjást þó varla á mér ör útilegumanna“. H. Þ. í DAG er Hjálmar Þorsteinsson, bóndi og skáld frá Hofi, sjötugur. Þeir, sem hitta afmælisbarnið á förnum vegi, myndu vart trúa því, að svo væri, því að enn er hann léttur á fæti og beinn í baki og tilbúinn að fara í eina brönd- ótta, ef svo bæri undir. Það eru helzt gráu hárin sem ljóstra upp um EIli kerlingu. Hjálmar Þorsteinsson hefur verið bóndi í Kjalarneshreppi í 40 ár — frá 1916 að Hofi og á Jörfa síðan 1944. Hér í Kjalarneshreppi hafa orðið stórstígar framkvæmdir í búnaði. Jarðirnar hafa verið um- bættar í ræktun og byggingúm. Þar sem áður voru blautar fúa- mýrar, eru nú kerfi uppþurrkun- arskurða — sléttur miklar og ið- græn tún, sem nytjuð eru með vélknúnum tækjum og af tækni nútímans. Byggingar hafa verið reistar og með ári hverju bætast við góð og vönduð húsakynni fyrir menn og málleysingja. Og þá skal ekki gleyma því, sem ekki er sízt mikilvægt, það er rafmagnið, sem komið er á alla bæi til afnota. Á þessu ræktunar-, bygginga- og framfaratímabili hefur Hjálm- ar verið athafnasamur bóndi hér í hreppi og tekið öflugan þátt í allri þeirri starfsemi. Hann hef- ur alltaf verið góður stuðnings- maður allra framfara og verið í fararabroddi á mannfundum að samþykkja tillögur um þau efni. Um nær því 60 ár hef ég verið í nágrenni við afmælisbarnið — Minnist ég enn þegar Hjálmar og fermingarsystkini hans, 12 að tölu, gengu til spurninga til föður míns. Var drengjahópurinn 6 piltar knálega vaxnir, enda var óspart farið í glímu. Var Hjálm- ar þeirra skæðastur og varð mýkt hans og vel gerð brögð flestum að falli. Síðar æfði Hjálm ar unga pilta í glímu í Þinginu og víðar og háði sjálfur harða glímukeppni norðanlands. Þá minnist ég samstarfs okkar með Hafsteini Péturssyni, Gunn- steinsstöðum, er við vorum kosn- ir af ungmennasambandinu til að endurbæta sundlaugina að Reykj um á Reykjabraut og höfðum í ráðum Jóhann Kristjánsson, hús- byggingameistara, sem var þá við byggingu íbúðarhúss að Holts- stöðum. Var það fyrir atbeina þessarar nefndar, að Ásgeir Jóns- son, Gottorpi, kenndi ungu fólki sund í Húnavatni hjá Akri, úti tjörn í Þingeyrarsandi og Tjarn- arbollum oían Blisakeldu. Allt þetta gekk vel. Þar ríkti góður samhugur meðal ungra æsku- manna, góð framkoma og ásetn- ingur að bera sem mest úr býtum. Var Hjálmar góður félagi og í fararbroddi. Hjálmar Þorsteinsson er fædd- ur að Reykjum í Hrútafirði 5. sept. 1886 og kominn af bænda- fólki. Foreldrar hans voru þau hjónin Þorsteinn Ólafsson frá Haga í Þingi og Guðrún Jóns- dóttir frá Svalbarða í Miðfirði. Bjuggu þau hjón að Reykjum en fluttust suður í Garð í Gull- bringusýslu. Hjálmar varð eftir nyrðra og ólst upp hjá fósturforeldrum sín- um, Erlendi Hallgrímssyni, bróð- ur Hallgríms í Hvammi í Vatns- dal, og konu hans, Sigurlaugu Hannesdóttur. — Þau voru mestu sæmdarhjón. Á æskuárum sínum stundaði Hjálmar alla algenga vinnu og þótti knár til allra verka. Góður heyskaparmaður, ágætur fjármað ur og eftirsóttur í samstarfi og félagsskap. Mun Hjálmar hafa notið bezta uppeldis hjá fósturforeldrum sín- um og hlotið glaða æsku í vega- nesti út í sjálft ævistarfið. Var það mikill og góður fengur sem veitir hverjum þrótt til átaka og áræðis. Hjálmar giftist árið 1911 Önnu Guðmundsdóttur frá Holti á Ás- um. Er Anna bezta kona og hef- ur verið manni sínum bezti lífs- förunautur. Hún er greind kona og hagmælt vel. Starf Önnu, sem móðir fjölda barna og húsmóðir á heimili, sem mjög gestkvæmt var á, var oft erilsamt og erfitt, en ætið tókst henni með sinni alkunnu iðjusemi og hagsýni að Innheimta Iðnfyrirtæki vantar stúlku eða mann til innheimtu hálf- an daginn frá 1. okt. n.k. Viðkomandi þarf að hafa bíl, og verður greitt fyrir afnotin eftir samkomulagi. — Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 8. sept. n.k. merkt: „Innheimta 4128“. HATTAR ný sending MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 ráða fram úr aðsteðjandi erfið- leikum. Þau hjónin eignuðust 12 börn og eru 4 þeirra látin. Eina dóttur átti Hjálmar áður en hann gift- ist. — Þau hjónin byrjuðu búskap ár- ið 1911 í Holti á Ásum og á Mána- skál í Laxárdal árið 1912, en fluttu að Hofi á Kjalarnesi 1916, sem þau þá keyptu. — Á Hofi byggði hann vandað steinhús og bætti jörðina mikið. Á Jörfa hef- ur hann byggt upp öll húsin og ræktað mikið tún. Fyrir sveit sína hefur Hjálmar unnið allmikið. Hann sat lengi í skólanefnd, stj órn búnaðarfélags- ins og sóknarnefnd Brautarholts- sóknar. Var Hjálmar góður sam- starfsmaður, ósérhlífinn og til- lögugóður. Þá skal ekki gleyma að geta þeirra verka Hjálmars, sem hann hefur stundað nokkuð og aðal- lega í hjáverkum, og það er að yrkja kvæði og ferskeytlur, — Hjálmar hefur gefið út Geisla- brot, 1928, Kvöldskin, 1950, og nokkur lcvæði í Húnvetninga- ljóðum er út ltomu 1953. Hann hefur hlotið skáldalaun frá Al- þingi oftar en einu sinni. Hjálm- ari er létt um að yrkja. Hann kveður hlýtt og vingjarnlega — Hann slær bezt á strengi fer- hendunnar og er þá knár og brag- fimur — eins og hann var í ís- lenzku glímunni og gengur drengilega til verks. Ég held að hann njóti sín bezt á norðurljósa síðkvöldum. Þessi fáu orð mín eru skrifuð í þeim tilgangi að minnast af- mælisbarnsins lítið eitt og rifja upp viðburðaríkan starísferil, sem nær nú orðið yfir langa mannsævi. Hann flytur á brott úr átthög- unum, þar sem slitið var barns- og unglingsskónum, og konan hans einnig, með 4 kornung börn frá ættingjum og vinum, suður í fjærliggjandi hérað og þar reisir hann bú og festir, rætur við mjög svo örðug skilyrði. Þeir tímar voru þá, byrjun verð bólgu, með ýmsum erfiðleikum og hi'aðvaxandi tilkomu nýs tíma með miklum möguléikum. — Þau hjónin hafa hér lifað í gleði og sorg og er það lífsins saga. Nú er afmælisbarnið glatt í anda, sáttur við alla og unir mjög vel hag sínum. — í kvöld munu kunningjar Hjálmars heilsa upp á hann og þrýsta hönd hans og þakka farinn vegarkafla. í. B. Loksins sumar á Norðurlandi ÁRNESI, 2. sept. — Miklar and- stæður hafa verið í veðráttu síð- ustu viku. Fyrri hluta vikunnar voru spillt veður með hörku næt- urfrostum, svo miklum, að vatns- leiðslur sprungu er lágu ofan jarðar og vatnskassar á bílum sprungu einnig. Seinni hluta vikunnar gerði hlýja sunnanátt með ágætum þurrki. Steig hitinn alla að 20 stigum. Hirtu bændur þá mikið hey með góðri verkun. Virðist nú hið langþráða sumar loksins komið til Norðurlands. —Hermóður. Pífuglugga fjaldaefni Dacron — Nælon Sforesefni hvít og mislit Sforeskögur Kappakögur Ódýrt Damask margir litir Gardínubúðin Laugavegi 18 LngBingspiltur óskast til sendiferða allan daginn. Gott kaup. Umsækj- endur sendi umsóknir sínar til skrifstofu blaðsins merkt- ar: „Stundvísi — 4136“ með upplýsingum um aldur, fyrir n.k. laugardag. Afgreiðslustúlka ekki yngri en 18 ára óskast háSfan cSaginn Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur og fyrri störf, ásamt mynd, sem endursendist, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Áhugasöm — 2323“. 10 bœkur fyrir 175 kr. Á torgi lífsins, ævisaga Þórðar Þorsteinssonar, skráð af Haga- lín, ein af hans allra skemmtilegustu ævisögum. Hershöfðing- inn hennar, spennandi skáldsaga eftir Maurier, höfund „Re- bekku“. Grænland, skemmtileg lýsing lands og þjóðar eftir Guðmund Þorláksson magister, prýdd nálega 100 myndum. Kæn er konan, bráðfyndin og skemmtileg skáldsaga um kvennakænsku og ævintýri. Anna Boleyn, mjög skemmtilega skrifuð ævisaga þessarar frægu Englandsdrottningar, prýdd mörgum myndum. Frúin á Gammsstöðum, hádramatísk og mjög spennandi skáldsaga. Kvæðasafn Guttorms J. Gutt- ormssonar, heildarútgáfa á kvæðum þessa mikilhæfa vestur- íslenzka skálds. Auðlegð og konur, efnismikil og skemmtileg skáldsaga eftir Bromfield. Fjöll og firnindi, endurminningar Stefáns Filippussonar, skráðar af Árna Óla, ritstj., prýddar myndum. Gleðisögur, sögur um ástina og mannlegan breysk- leika eftir snillinginn Balzac, prýddar fjölda mynda. — Þessar bækur eru samtals nálega 3000 bls. samanlagt út- söluverð þeirra var upphaflega kr. 371,00, en samkv. nú- gildandi bókaverði mundi það vera a. m. k. tvöfalt hærra. Bækur þessar eru seldar nú fyrir aðeins kr. 175,00, allar saman. Átta þeirra.er hægt að fá innbundnar í gott band fyrir aðeins 10 kr. aukagreiðslu fyrir hverja bók. Einnig það eru sérstök kostakjör, miðað við verð á bókbandi. Hér gefst slíkt tækifæri til að eignast góðar bækur fyrir sáralágt verð, að firnum sætir. Notfærið yður það, áður en það verður um seinan. PÖNTUNARSEÐILL: Gerið svo vel og sendið mér gegn póst- kröfu 10 bækur fyrir 175 kr. ib/ób. Samkv. augl. í Mbl. (Nafn) .......................................... (Heimili) ........................... Útfyllið pöntunarseðilinn og sendið hann í bréfi. Skrifið greinilega. Sendingarkostnað greiðir viðtakandi. Bókamarkaðurinn, Pósthólf 561, Reykjavík. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.