Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 9
Mið'dVudagur 5. sept. 1956
MORCTNfíl4Ð1Ð
9
■ Ví— ’■ *
'■'■■-■■■' '
8ia%«
WM
V-ýVviv- ■ • V-v'ú
Flagvélar í þágu landbúnaðarins
AUSTER-flugvélaverksmiðjurnar í Rearsby í Englandi hafa nú gert
fyrstu tilraunirnar með flugvél af tegundinni Auster Agricola,
sem er sérstaklega byggð m.a. til þess að dreyfa áburði yfir gras-
lendur, þar sem ekki er hægt að koma við venjulegum landbún-
aðarvélum við þetta verk.
SERSTÖK INNRETTING.
Frá þessu er skýrt í ritinu
Power Farming. í tæknilegri
skýrslu um þessa vél er skýrt
frá nýrri gerð innréttingar á vél-
inni og er gert ráð fyrir að í
framtíðinni verði landbúnaðar-
flugvélar innréttaðar á þennan
hátt. Þess má geta að flugstjórn-
arklefinn er vandlega einangrað-
ur, þannig að efni þau, sem flug-
vélin dreifir geti ekki á neinn
Flugvélar eru mlkl» notaSar til Iandbúnaðarstarfa erlendis. Þessi
mynd er frá Danmörku.
hátt verið saknæm fyrir flug-
stjórann, sem er mjög nauðsyn-
legt, því sum þeirra efna, sem
dreift er úr vélunum, eru hættu-
leg eins og t.d. er um að ræða
við hormónasprautun;
STJÓRNTÆKI EINFÖLD.
Ennfremur eru öll stjórntæk;
svo einföld, sem kostur er til
þess að flugmaðurinn geti ein-
beitt sér að fluginu sjálfu með
tiliiti til þess að starf hans við
dreifinguna beri sem beztan ár-
angur. Flugvélar þessar eru með
250 ha. mótor, og gera kleift
að komast á loft á litlu svæði
j þótt þær séu lestaðar með %
lest af varningi.
NOTIIÆF TIL MARGRA
HLUTA.
Vél þessi er til margra hluta
nytsamleg. Auk þess að dreifa
áburði, t.d. köfnunarefni á óslétt
beitilönd er hægt að nota hana til
þess að sprauta eitri i baráttunni
við skordýr.
ER ÞETTA FRAMTÍÐARVERK-
FÆRI HÉRLENDS?
I Víða erlendis eru flugvélar
mikið notaðar í sambandi við
landbánaðarstörf. Hér á íslandi
; hafa þær ekki verið notaðar,
nema ef nefna má það sem þær
j hafa verið notaðar til fjárflutn-
| inga o. þ. h. f fljótu bragði virð-
I ist ekkert því til fyrirstöðu að
Þessi mynd er tekin á nautgripasýningu á Norðurlandi í sumar. Hún
er af kú með aðeins þrískiptu júgri, sem mun vera fremur sjaldgæft
og vafalaust ekki heppilegt hvað snertir afurðagetu kýrinnar. —
Myndina tók Ólafur Stefánsson nautgriparæktarráðunautur.
nota flugvélar til ýmissa landbún^
aðarstarfa hér á landi, til dæm-1
is til áburðardreifingar. Hætt er |
þó við að graslendur okkar séu of j
dreifðar tii þess að flugvélgr geti i
komið að verulegum notum. Er-'
lendis eru það sérstök flugfélög,
sem annast þessa starfsemi, en
hætt er við að hér heima sé enn
ekki nógu mikill „markaður“ fyr-
ir starfsemi sem þessa. Ekki er þó
fráleitt að hugsa sér að í fram-
tíðinni kunni svo að fara að þessi
háttur verði hér upp telcinn.
Kuldar í Slrandasýslu
GJÖGRI, Strandasýslu, 3. sept.
— Síðan 23. ágúst, hefur verið
brakandi þurrkur hér bæði dag
og nótt. Margir bændur eru nú
að hæjta heyskap og sumir hætt-
ir. Heyfengur er ágætur. Há er
aftur á móti afar illa sprottin,
enda hafa verið kuldar miklir,
og í ágúst yfirleitt 3ja til 5 stiga
hiti að deginum. — Regína.
m
({///"' ® o/li/y! I '«// />» VI,*
Smáhesturínn er buinn að vera sem dráttaraíl
Frá Alþjóðamöti smáhestaræktenda
rÚHCNiviNt*!
SAMBAND 8 ÞJOÐA.
Það eru 8 þjóðir, sem eru að-
ilar að þessu sambandi, öll Norð-
urlöndin, nema Finnland, enn-
fremur Þýzkaland, Niðurlöndin
og Bretland. Thailendingar sendu
þangað áheyrnarfulltrúa. Við
Gunnar Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur vorum fulltrúar ís-
lands á móti þessu.
— Mótið var haldið á vegum
Landbúnaðarráðuneytis Danmerk
ur og Smörum, landbúnaðarráð-
herra Dana flutti ávarp í upphafi
þess.
AÐ SAMRÆMA STARFSEMI
SMÁHESTARÆKTENDA.
— Hver er svo tilgangur þessa
móts?
— Tilgangur þessa félagsskap-
ar og þá um leið móta hans, er
að samræma starfsemi smáhesta-
ræktenda, ræða framtíð hestsins
og ræktun.
— Hvað gerðist svo á þessu
móti?
— Eftir að landbúnaðarráð-
herra Dana hafði flutt ávarp,
setti forseti sambandsins, jarlinn
af Dalkeith, mótið með ræðu. Því
næst flutti dr. Hjalmar Clausen
prófessor í búfjárrækt við Land-
búnaðarháskólann í Kaupmanna-
höfn erindi um danska smáhesta-
rækt.
ATHYGLISVERT ERINDI
GUNNARS BJARNASONAR.
Fyrstur talaði, af hálfu hinna
erlendu fulltrúa, Gunnar Bjarna-
son hrossaræktunarráðunautur.
Hann flutti langa og snjalla ræðu,
sem fjallaði aðallega um þann
menningarþátt, sem sambandið
milli manns og hests frá fyrstu
tíð, hefði skapað. Erindi Gunnars
'■ _ ti mikla athygli, ekki hvað
yrir það, að í lok þess sýndi
nn mjög fallega og vel gerða
Ucmynd, af íslenzkum hestum
reiðmennsku, sem Gísli Bjarna
son á Selfossi hafði tekið. Vakti
myndin stórkostlega athygli og
opnaði útlendingum nýtt svið,
sem þeim var áður ókunnugt.
Myndin sýndi þá hesta, sem ekki
er hægt að lýsa á neinu tungu-
rriáli nema íslenzku, sökum þess
að ekkert annað tungumál á orð
yfir' snilldargang íslenzka hests-
ins, fjör hans og hæfni alla.
Að loknu þessu merka erindi
urðu umræður um það og varð
skörp snerra milli dr. Hjalmars
Clausen og Gunnars og tel ég að
Gunnar hafi borið þar hærri hlut
frá borði.
MERK ERINDI BRETA OG
HOLLENDINGA.
Þá tók til máls Speed prófessor
í lífeðlisfræði við háskólann í
Edinborg. Flutti hann merkilegt
erindi urn hið mjög verðmæta
líffræðilega eðli frumhestsins,
sem nú finnst aðeins í mjög fá-
um óblönduðum smáhestakynj-
um svo sem íslenzka hestinum,
Exmorrhestinum og ’Shetlands-
hestinum.
Þá flutti dr. Groeneveld frá
Hollandi erindi um getu hestanna
miðað við stærð. Sýndi hann fram
á að hlutfallslega geta hestanna
fer vaxandi eftir því sem þeir
eru minni og er mest hjá Shet-
landshestinum.
FRÁBÆR KYNNINGARSTARF-
SEMI FRÚ BRUNS.
Næst töluðu tvær konur á mót-
inu, þær frú Speed og frú Ursula
k LÞJÓÐAMÓT smáhestaræktenda, sem haldið var í Kaupmanna-
höfn dagana 16.—22. júlí s.l. snérist a» langmestu leyti um
íslenzka hestinn, sagði Kristinn Jónsson ráðunautur á Selfossi, er
j tíðindamaður blaðsins hitta hann nýlega þar eystra og ræddi við
hann um för hans til Danmerkur.
Bruns frá Þýzkalandi, sem ís-
lendingum er kunn orðin fyrir af-
skipti sín af íslenzka hestinum
í Þýzkalandi. Frú Speed ræddi
um nýja tegund hestamennsku
fyrir unglinga og fullorðna á
grundvelli smáhestsins. Sýndi
hún fram á þörf borgarbúanna
fyrir nánari tengsl við náttúruna
sem fullnægja mætti með hest-
inum.
Frú Bruns sagði frá kynnum
sínum af íslenzka hestinum,
sem fyrst urðu 1954. Síðan hef-
ir frúin, sem er skáldkona,
skrifað tvö handrit að kvik-
myndum og gefið út 2 bækur,
sem selst hafa í geysistórum
uppiögum og fjalla eingöngu
uin íslenzka hestinn. Frúin
ræddi nánast aðeins um ís-
lenzka hestinn og skýrði frá
kynnum sínum af honum. Áð-
ur lvafði hún haft kynni af
arabiska hestinum, en nú kvað
hún íslenzka hestinn algerlega
hafa sigrað hug sinn og hjarta.
SÁU LANDBÚNAÐARSÝN-
' INGU í ÁLABORG.
Að síðustu voru almennar um-
' ræður og skýrslur einstakra full-
i trúa um hestaræktina í hverju
landi fyrir sig. Að mótinu loknu
var okkur fulltrúunum boðið að
Hér sjáum við jarlinn af Dalkeith og hina fögru frú hans skoða
Shetlandshest.
KRISTINN JÓNSSON
landbúnaðarsýningu í Álaborg og
þar var sérstök sýning á norska
Vesturlandshestinum, en hann er
einnig mikið ræktaður í Dan-
mörku.
ÁGÆTT STARF GUNNARS
BJARNASONAR.
Og hvað finnst þér svo í
heild um þetta mót og niður-
stöður þess?
Það einkenndi mótið, hve
mjög íslenzka hestinn bar þar
hátt og finnst mér það í raun
og veru hafa snúizt um hann.
Niðurstaða umræðnanna um
framtíð smáhestsins var sú að
sem dráttarafl væri hann bú-
inn að vera, en sem reiðhests
væri framtíð hans, og hæst
bar þar íslenzki hesturinn sak-
ir frábærra hæfileika hans á
því sviði.
Ég vil að Iokum þakka Gunn
ari Bjarnasyni fyrir ágæta
frammistöðu hans á þessu móti
-og kynningarstarf hans á ís-
lenzka hestinum erlendis, því
að þarna varð mér það ljóst
hve miklu hann hefir komið
til leiðar með þrotlausu starfi
sínu á undanförnum árum.
vig.