Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 10
10 MORGVNRLAÐIÐ Miðvikudagur 5. sept. 1956 íbúð tíl leigu 4 herb. íbúð í Hlíðunum er til leigu frá 15. sept. n.k. til lengri tíma, ef óskað er. Lítil fyrirframgreiðsla. — Tilboð merkt: „Gott — 2324“, sendist Mbl. fyrir 10. sept. Falleg íbáð í tvíbýlishúsi við Kirkjuteig er til sölu. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður, Laugaveg 8. Orðsending til Gistihúsa og veiiingastaða! Höfum fyrirliggjandi: Sinnep í 5 kg. dósum Sósulit í 1/1 flöskum Tómatsósa í 7 lbs. dósum Tómatpure í 5 kg. dósum Pipar hv. og sv. í 7 lbs. dós. Súpuduft Vitamín í 1 kg. dós Rauðkál í lausri vigt Hvítkál í lausri vigt Blómkál í lausri vigt Súpujurtir í lausri vigt Rauðrófur í lausri vigt Grænar baunir í lausri vigt Grænar baunir í 1/1 dósnm Gulrætur í 1/1 dósum Matarlím í 500 gr. pk. Sími 1-2-3-4 AIR-M - AIR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni. Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími81370 Ný íslenzk hljómplata: • HAUKUR MORTHENS syngur með hljómsveit GUNNARS SVEINS: • GUNNAR PÓSTUR (Davy Crockett) • VÍSAN UM JÓA (Billy Boy) JOR228 Platan fæst í hljóðfæraverzlunum Kunnur mannvinur og alþjóðasinni Tom Watson hjá IBIM er látinn NÝLEGA er látinn einn kunn- asti iðjuhöldur Bandaríkj- anna, Thomas John Watson, franrkvæmdastjóri IBM .verk- smiðjanna, sem framleiða skrifstofuvélar og ýmis önnur nákvæmnistæki. Er fyrirtæki þetta sérstaklcga frægt ann- ars vegar fyrir ritvélar sínar og hins vegar fyrir smíði hugs unarvéla, þ.e. elektrón-véla, sem á mjög skömmum tíma geta reiknað út hinar flókn- ustu stærðfræðiþrautir. AUKBD ALÞJÓÐASAMSTARF Thomas J. Watson var víðkunn ur fyrir starf sitt að félagsmál- um í Bandaríkjunum. Hann var ákveðinn alþjóðasinni og vann mikið að því að auka og bæta samstarf þjóða í milli. Hvarvetna þar sem hann hlaut viðskipta- sambönd beitti hann sér fyrir stofnun félagssamtaka, er unnu að aukinni alþjóðahyggju, og liggur eftir þau þýðingarmikið starf. VINÁTTA VIÐ STARFSFÓLKIÐ Hann var einnig mikill mann- vinur. Fyrirtæki sitt rak hann á grundvelli vináttu við starfs- fólkið, Hefur það greitt starfs- mönnum sínum hærri laun en tíðkast annars staðar og látið sig miklu skipta lífsafkomu og ör- yggi þeirra. Fyrirtækið var meðal hinna fyrstu, sem buðu starfs- mönnum sínum sjúkratryggingar og sem aðeins eitt dæmi um um- hyggju þess fyrir starfsmönnum sínum má nefna að það á nú m.a. þrjú sveitasetur, sem eru til af- nota fyrir starfsfólkið. John Henry Patterson, forstjóra National Cash Register, að ger- ast yfirsölustjóri fyrirtækisins. Nokkrum árum síðar fékk Watson sitt stóra tækifæri, þegar hann fór frá Patterson vegna ágreinings um stjóm fyrirtækis- ins. Watson, sem þá var nýkvænt ur (Jeanette Kittredge, dóttur verksmiðjueiganda í Dayton), tók tilboði um að reyna að lífga við hálfdautt fyrirtæki er fram- leiddi skrifstofuvélar og nefnd- ist Computing — Tabulating — Recording Co. Forráðamenn fyrirtækisins lögðu til að hann ræki gömlu ú'aniA. v æmdastjórnina. Watson svaraði hvasst: „Hér eru nógir hæfileikar fyrir hendi til að ann- ast margfalt stærri atvinnurekst- ur, ef þeir aðeins fá að njóta sín“. Og það var einmitt það, sem Watson leyfði þeim að gera. — Hann útvegaði 40 þús. dollara lán til þess að endurbæta vélar, sem búnar höfðu verið til 30 ár- um áður. HEFUR UNNIÐ FEIKNA MIKIÐ STARF Watson leit á IBM (Inter- national Business Machines'), starfandi félagi eða stjórnandi í 180 félagssamtökum. Mikilvægustu dagar hans hjá IBM voru, þegar margir aðrir drógu sig í hlé. Um sextugt fleytti hann IBM yfir kreppuárin með blómlegri hag en nokkm sinni fyrr og í framhaldi af því gerði hann IBM að þýðingarmikl- um framleiðanda varnartækja í heimsstyrjöldinni síðari og þre- faldaði sölu þess á eftirstríðsár- unum. Fyrir nokkrum mánuðum fól hann stjórnartaumana hinum elzta af fjórum börnum sínum, Thomas J. Watson yngri, er verið hafði framkvæmdastjóri síðan 1952, en sjálfur var hann áfram formaður félagsins. FIMM EIGINLEIKAR Watson sagði eitt sinn: „Hinir fimm eiginleikar, sem við verð- um að búa yfir til þess að geta gegnt hlutverki okkar, eru: í- myndunarafl, þrautseigja, sam- starfsvilji, hugrekki og trú“ — Watson hafði alla þessa eigin- leika. Hann lét ekki sinn hlut eftir liggja. IBM er brautryðjandi í fram- leiðslu á rafmagnsbókhaldsvél- LYKILL AÐ SJALFSÞROSKA í staðinn fyrir þetta, krafðist Watson árvekni af starísmönnum sínum. Snemma lagði hann á skiifborð sitt spjald, þar sem skráð var skýrum stöfum orðið „Think“, eða hugsið, sem var megininntakið í boðskap hans til starfsmanna sinna og til alls mannkynsins. Hann útfærði þetta hugtak þannig: — Hugsið, veitið athygli, ræðið, hlustið, lesið. En þetta taldi hann aðalatriðin í ósk sinni um að fólk þroski sjálft sig og mennti á alla lund. VAR BINDINDISMAÐUR Þegar Tom Watson lézt í júní sl. 82 _ ára að aldri störfuðu 63 þús. manns við fyrirtæki hans og framleiðsla þess árið 1955 var að verðmæti 563 millj. dollara. Á öld Martinidrykkju, þegar sölumennska er oft fólgin í því að klappa náunganum á bakið og segja tilbúna brandara, var Wat- son bindindismaður — mælti fróðleik frá eigin brjósti, og hafði þá hlýju og sannfæringu til að bera, sem fékk aðra til að treysta honum. Hinn skarpi heili Watsons var jafnan tveimur skrefum á undan hinum flóknu reikningsvélum hans. LÍFGAÐI FYRIRTÆKI VIÐ Thomas John Watson var fæddur 24. febrúar 1874, sonur trjákaupmanns i smábæ í Norð- Thowas waiavii Uuoi á aipjooasuiuuiui'i, a— — Jmco iiiii.iii- um skapa friff í heiminum. Iiann sést ásamt konu sinni við stórt jarðlíkan. En fyrirtæki hans hafði fyrir vörumerki uppdrátt af öllum heimsálfum, sem það eftirlét Sameinuðu þjóðunum og er nú merki þeirra. urríkjum Bandaríkjanna. — Að loknu verzlunarskólanámi fékk hann fljótt stöðu sem umferðr sali hjá fyrirtækinu National Cash P.egister Co. Tólf árum síð- ar var hann til þess kvaddur af eins og það nefndist eftir 1924, fremur sem stofnun en fyrirtæki. en í augum starfsmanna IBM var Watson sjálfur nokkurs konar stofnun. Watson trúði því staðfastlega, að tíminn væri peningar. Honum tókst samt að verða meðal hæst- launuðustu athafnamanna þjóð- ar sinnar, enda þótt hann innti höndum feiknamikið starf ut- an verkahrings síns. Hann ferð- aðist um heiminn (1 millj. míl- ur), til þess að setja á stofn ný IBM fyrirtæki og til þess að boða hugsjón sina: „Heimsverzl- rr.r heimsfrið". Hann var ákafur listaverkasafnari, tók að staðaldri á móti tignum erlendum gestum og ennfremur var hann um og electroniskum reikniheil- um, sem nota götuð spjöld, bæði með tölum og bóksíöfum. Spjöld- in eru götuð í IBM-götunarvél, endurskoðuð, yfirrituð, sundur skipt og samröðuð algjörlega vél- rænt. Með þessum kortum vinna rafmagns bókhaldsvélar úr erfið- ustu þrautum, með mjög miklum hraða. IBM stendur einnig fremst í framleiðslu á svokölluðum reikni heila-samstæðum. Þessar vélar vinna með ótrúlegum hraða og geta „geymt" óhemju magn af tölum. Hinar stærstu af þessum reiknivélum, „705 Elecronic Data Processing Machine", geta t.d. gert 8.400 samlagningar, eða 1.200 margfaldanir á einni sek- úndu. Póstsendum FÁLKINN H.F, Hljómplötudeild Crindavík Útsölumaður óskast til að annast útsölu Morgunblaðsins í Grindavík frá 1. sept. n.k. — Uppl. hjá Hjálmeyju Einarsdóttur, Grindavík og á skrifstofu blaðsins í Reykjavík. IBM hefur nú um 250 sölu- staði í um það bil 80 löndum, og er framleiðsla þess dreifð um allan hinn menntaða heim Önnur framleiðsla IBM, en hér hefur verið nefnd, eru t.d. hinar velþekktu stimpilklukkur, sem notaðar eru á fjölmörgum vinnu- stöðvum, einnig klukkur og klukknasamstæður. Hérlendis mun þó IBM ekkí hvað minnst vera þekkt fyrir rafmagnsritvél- ar, sem eru sérstaklega frægar fyrir fis-léttan áslátt og fagra skrift.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.