Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1956, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLÁÐIÐ Miðvikudagur 5. sept. 1956 Hefur farið 19 rannsóknarleiðangra inn í „svörtustu" Afríku Hollenzkur mannfræðingur heim- sækir ísland í boði Loftlciða ADÖGUNUM var hér á ferð í boði Loftleiða Hollending- ur nokkur, Dr. Paul Julien frá Wassenaar í Hollandi. Dr. Julien er mannfræðingur og mjög þekkt or á því sviði — bæði fyrir rann- •óknir sínar og ritsmíðar. Hefur hann aðallega lagt stund á rannsóknir á Afríkunegrum, en sergrein hans er blóðrannsókmr á grundvelli mannfræðinnar. Hef ur hann farið 19 rannsóknarleið- angra inn í myrkviði Mið- og Vestur-Aíríku — og einkum sótzt eftir því að rannsaka blóð hinna svonefndu Pigma, en sá Mikil samúð með íslend- ingum í handritamálinu B >JARNI M. Gíslason rithöfund- ur, hefur nýlega verið á þriggja mánaða fyrirlestraferð um Noreg og Finnland og geta sænsk og finnsk blöð ailýtarlega um þá ferð. Bjarni hefur einkum haldið fyrirlestra um íslenzk efni. Er svo að sjá á norskum og sænsk- um blöðum að sjónarmið fslend- inga í handritamálinu mæti mikl um skilningi í þeim löndum, en blöðin höfðu viðtöl við Bjarna um það mál. Þegar eitt blaðið spurði Bjarna um hvernig hann teldi að almenn Ingur í Noregi og Finnlandi liti á handritamálið svaraði hann: Ánægjuleg skemmtiferð HAFNARFIRÐI. — Sl. fimmtu- dag buðu bílstjórar Nýju bíl- stöðvarinnar og bifreiðastöðvar Sæbergs, öldruðu fólki í skemmti ferð suður á Keflavíkurflugvöll, út á Reykjanes og víðar. Var ferðin hin ánægjulegasta, enda lögðust allir á eitt til þess að ferð gamla fólksins gæti orðið því til sem mestrar ánægju. — Alls voru í förinni um 200 manns. Fyrst var.ekið til Keflavíkur- flugvallar og mannvirki skoðuð þar undir handleiðslu Björns Ingvarssonar lögreglustjóx-a, en síðan bauð varnarliðið upp á veit ingar. Að því búnu var haldið út á Reykjanes og staðurinn skoð- aður. Þaðan var ekið tíl Sand- gerðis og síðan til Hafnarfjarðar. Fólkið hafði hina mestu ánægju af að koma á þessa staði, enda var veður ágætt allan daginn og allt gert til þess að fólkinu liði sem bezt. Er aldraða fólkið og bifreiða- stjórarnir þakklátir Birni Ingvars syni lögreglustjóra og varnarlið- inu fyrir góðar veitingar, fyrir- greiðslu og rausn við komuna á völlinn. Einnig er félögum úr Hafnarfjarðardeild F. í. B. þakk- að hversu fúsir þeir voru að lána endurgjaldslaust bíla sína í ferð- ina. Sömuleiðis eru bornar fram þakkir til vegagerðar ríkisins, sem lét hefla veginn vegna þess- írar ferðar. Svo sem kunnugt er, hafa bíl- stjórar fyrrnefndra stöðva boðið öldruðu fólki í Firðinum nokkur sl. sumur í eins dags skemmtiferð öllum þátttakendum til hinnar mestu ánægju. Eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir hugulsemi sína við gamla fólkið, sem hefir svo mikla ánægju af þessum skemmtiferðum. — G. E. Lítil síldveiði í Húnaflóa GJÖGRI, Strandasýslu, 3. sept. — Síðast liðna viku hefur lítil síld borizt til Djúpuvíkur. Hefur verið hvasst á miðunum sem hef- ur mjög dregið úr veiðinni. I dag barst dálítið af síld þangað. Engin síld líefur veiðzt í lag- net í Reykjarfirði undanfarna daga. — Regína. „— Af samtölum, sem ég hef átt við fólk er augljóst, að menn hafa mikla samúð með íslendingum í handritamálinu. Margir sögðu, að þeir gætu ekki skilið afstöðu Dana í þessu máli. Ég gerði þá at- hugasemd, að það sem dönsk blöð skrifuðu um málið gæfi ekki rétta mynd því alþýða manna í Danmörku virtist skilja málstað íslands og væri honum hlynnt. Á það ekki sízt við um fólk, sem hefur orðið fyrir áhrifum frá lýðskólun- um.“ Bjarni getur þess í umræddu viðtali að hann hafi í Finnlandi lifað ógleymanlegan atburð. Þar hafi hann verið staddur á hóteli hinn 17. júní og hafi sér þá alls óvænt borizt blóm frá gistihús- eigandanum og frá blöðum og stofnunum. Þetta segist Bjarni ekki muni gleyma Finnum. Bjarni hefur verið ötull tals- maður þess víða um Norður- lönd, að Danir skili fslandi handritunum aftur og á hann skilið þakkir fyrir framgöngu síjxa í því máli. þjóðflokkur er talinn sérstæð- astur allra Afríkuþjóðflokka. Fréttamaður Mbl. hitti Dr. Julien að máli í lok vikunnar, sem leið, en hann hafði þá verið hér nokkra daga og ferðazt nokkuð um nágrennið með full- trúa Loítleiða, Sigurði Magnús- syni. Talið beindist einkum að rann- sóknum doktorsins, en þær eru taldar mjög merkar — og er hann eini hvíti maðurinn, sem séð hef- ur alla ættflokka Pigmanna. Kvað doktorinn þætti mann- fræðirannsóknanna vera mjög margvíslega, en blóðrannsóknirn- ar skipta þar mestu máli. Sagðist hann hafa dvalizt í öllum hlut- um Afríku, en rannsóknir hefði hann mest stundað í þeim héruð- um, sem liggja við miðjarðar- línuna. Ferðalög þessi eru erfið, eins og nærri má geta, enda ex’U svæði þessi að mestu ó- könnuð. — Yfirleitt hefur hann haft fjölmennan hóp burðarkarla — og með menn sína hefur Hollendingurinn þurft að ryðja sér braut gegnum ill- fær skóglendi og vegleysur — oft á tíðum um héruð, sem byggð hafa verið þjóðflokkum — ekki alltof vinveittum ókunnugum. En þrátt fyrir -alla erfiðleika hefur Dr. Julien haft unun af starfi sínu — og ekki verið fyrr kominn úr leiðangri en hann byrj aði að skipuleggja nýjan. í Ethiopiu kvaðst Dr. Julien hafa rekizt á íslending í trúboðs- stöð, mjög langt inni í landi. — Þetta var Felix Ólafsson, sem við könnumst öll við, en trúboðsstöð hans sagði doktorinn vera á mörk um hins kannaða og óþekkta lands. Er nú liðið um það bil ár síðan Hollendingurinn hitti Felix. Eins og fyrr segir hefur Dr. Julien ritað margt um ferðir sín- ' sum hver. ar og rannsóknir og m.á. hafa j komið út eftir hann þrjár bækur Þarna hefur verið úthlutað í Hollandi um þessi efni. Ein i lóðum fyrir 3 hinna svokölluðu Hér eru þeir Dr. Julien og Sigurður Magnússon, fulltrúi Loftleiða, að skoða uppdrátt af Afríku — og er doktorinn að sýna Sigurði hvaða landssvæði hann hefur einkum ferðazt um. bókanna, sem á ensku nefnist' honum i fjóra leiðangra, hefði „Campfires along the Equador“, sagt fyrir skemmstu við hann: hefur t.d. verið metsölubók þar! „Þú ferð aftur góði minn — það í landi og hefur hún verið þýdd er ég viss um. Þú ferð alltaf á fjölda tungumála. ★ ★ ★ Er hann var spurður að því að lokum hvort hann hyggði á Afríkuför einu sinni enn — svar- aði hann, að svo væri ekki. Þetta segöi hann þó alltaf þegar hann væri nýkominn að sunnan — og konan hans, sem farið hefur með aftur“. — Dr. Julien brosti og sagði: „Það getur vel verið að ég fari aftur“. Að lokum bað hann blaðið að færa Loftleiðum sínar beztu þakk ir fyrir hið höfðinglega boð, er hann hafði þegið — og kvað hann það hafa orðið sér óvænt ánægja að fá að heimsækja Sögueyjuna. ÚP daglega lífinu Vill læra á mandólín. UNGUR tónlistarunnandi, sem kveður sig lengi hafa dreymt um að spila á eitthvert hljóðfæri skrifaði mér fyrir nokkru og bar sig illa. Hann hefur ekki haft efni né ástæður til að kaupa sér píanó eða önnur dýr og umfangs- mikil hljóðfæri, en nú loksins hefur hann keypt sér mandólín og hugði nú gott til glóðarinnar að iðka sinn mandólin-leik. En hann kann reyndar ekki að spila á það enn og — það sem verra er, hann hefur ekki getað fundið neinn, sem kennir á mandólin. — „Er virkilega enginn hér í höf- uðborginni, sem kennir á þetta hljóðfæri?" — spyr hann — „eða gætir þú gefið mér upplýsingar um þetta, Velvakandi góður?“ Ég hringdi í dr. Pál okkar ísólfs son, sem allt veit í þessum efn- um og hann gaf mér upplýsingar, sem ég vona að hinum unga manni komi að gagni. Dr. Páll benti mér á Sigurð Briem (Lauf- ásvegi 6), sem hann lcvað um all- langt skeið hafa veitt kennslu bæði í mandólin- og gitarleik. Hann vissi ekki um aðra, en þó kynnu þeir að vera fleiri, sem slíka kennslu önnuðust. Glannaskapur við giuggaþvott. SVO kemur hér annar ungur maður, sem er mjög áhyggju- fullur: „Ég bý nálægt miðbæn- um — segir hann — er mikið heima á kvöldin, hlusta á útvai-p, les talsvert — skrepp stöku sinn- um á Borgina. En það, sem smátt og smátt er að koma mér úr jafnvægi er ung og falleg kona, sem býr í nágrenni við mig. — Sennilega vinxiur hún úti á dag- 4- 4, A ' ! 'ÍL / s ■ \ / n inn, því að ég sé hana fága allt og hreinsa hjá sér á kvöldin. — (Það eru ekki hansatjöld hjá henni). Ég hefi séð hana nokkrum sinn- um þvo gluggana sína að utan — og guð veit, að þvílíkan glanna skap hefi ég aldrei séð. Mér væri sama, þótt hún hefði starfað við cirkus alla sína ævi — mér virð- ist engu mega muna í þessum líkamsæfingum hennar fyrir utan íbúðarglugga hennar uppi á fimmtu hæð. Ég sé ekki betur en hún sé þar iðulega á mörkum lífs og dauða. Þetta er að gera mig taugabil- aðan og ber það orðið oft við, að ég hrekk upp um nætur með andfælum, — í öllum bæuum, Lóðum íyrir 340 íbúðir Ut!iluiab ASÍIxASTA fur.di sínum samþykkti bæjarráð að úthluta lóðum í Hálogalandshverfi fyrir urn 340 íbúðir. Er þarna um að ræða lóðir fyrir fjölbýlishús, og munu þau verða allt að 12 hæða há punkthúsa sem áður hefur verið getið hér í blaðinu. Eru það 10— 12 hæða há hús og eru 36—48 íbúðir í hverju húsanna. Einnig verða þarna byggðar 8 blokkir, fjögurra hæða og verða 24 íbúðir í hverri blokk. Verða 3 stigahús í hverri blokk. Þá verða og byggð þai-na 4 átta hæða hús, með alls 54 íbúðum, þi-emur stigahúsum á hverri hæð og 16 íbúðir í hverri. Byggingarhverfi þetta er á næstu grösum við þann stað milli Gnoðavogs og Suðurlandsbrautar þar sem Reykjavíkurbær mun byggja 4 blokkir með 28 íbúðum í hverri, og þar sem fyrsta húsið hefur nýlega risið með skriðmóta- byggingaraðferðinni. Hefur nú verið samið um að annað húsanna verði og byggt með þeirri aðferð. Þeim lóðum sem bæjarráð úthlutaði nú mun einstaklingum og byggingarfyrir- tækjum ætlað að byggja á. Þeir, sem munu byggja punkt- húsin eru Byggingarsamvinnufé- lagið Framtak og Byggingarsam- vinnufélag prentara, sem fengið hefur tvær lóðir. talaðu um þennan glannaskap, Velvakandi góður og leiddu draumadísinni fyrir sjónir, hví- lík hætta stafar af þessu uppá- tæki hennar. Áhyggjufullur ungur maður". Ekki lofthrædd. ÞAÐ er auðheyrt á öllu, að unga manninum er þetta mikið alvörumál og finnst mér, að þessi unga kona ætti bæði sjálfrar sín og hans vegna að gæta meh-i varúðar við gluggaþvottinn — sennilega veit hún alls ekki hvað svimi og lofthræðsla er. — Ungi maðurinn þekkir ef til vill þann veikleika mun betur, svo að hon- um kann að vaxa þetta allt dá- lítið í augum. En hvað um það — þessi umhyggja hans fyrir náunganum er virðingarverð og væri óskandi að draumadísin hans loftfima tæki áminningu hans til greina eftirleiðis. Eitt af tvennu. FREGNIR utan úr heimi herma, að morð hafi farið ískyggi- lega í vöxt á Montmartre í París nú upp á síð- kastið. Þ e 11 a gaf skattupp- reisnarseggn- um Poujade á sínum tíma til- efni til að gefa í ræðu einni s e m h a n n f 1 u t ti, þessa borginmann- legu yfirlýs- ingu: — Nú verða Arabarnir að velja um eitt af tvennu: Annað hvort verða þeir að fá okkur Algier í hendur — eða þá Mont- martre. — Þeim verður ekki liðið að sitja yfir hvorutveggja til lengdar. Drengur á Eyri við ingólfsfjörð slasasl GJÖGRI, Strandasýslu, 3. sept. —- S. 1. laugardagskvöld vildi það slys til að Eyri við Ingólfsfjörð, að 8 óra drengur, Sigurður Ingólfs son, féll af hjóli á annað hjól, á bryggjunni á Eyri. Skarst hann mjög mikið á augabrún og enni. Var þegar brugðið við og hringt eftir lækni til Djúpavíkur. Var m.b. örninn sendur með lækninn af stað þaðan og að Kjörvogi, en þangað var farið með drenginn í bíl. Mun hafa liðið rúmur klukkutími, þar til hann komst undir læknishendur frá því slys- ið vildi til, en allan tímann blæddi mjög mikið úr sárinu. Var sárið saumað saman og líður drengnum eftir atvikum vel. 1 —Regína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.