Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 2
m 2 M O R C T ’ \ Ti 14 fí 1Ð Sunnudagur 23. sept. 1053 Flugsveit þrýstiloftsknúinna orrustuflugvéla hefur sig til flugs yfir einum flugskálanum á Kefla- víkurflugvelli. Grein um flutning orrustuflugvéla með viðkomu í Keflavík er á bls. 11. Heinuókn Lesfer Pearsons ¥ TTANRÍKTSRÁÐHERRA Kanada, Mr. Lester B. Pearson, kemur U í opinbera heimsókn til íslands á mánudag ásamt konu sinni. Gert er ráð fyrir, að flugvél lians lendi á Reykjavíkurflug- velli um kl. 3 e. h., og tekur ut- anríkisráðherra Emil Jónsson á noti ráðherranum. Verða þar éinnig viðstaddir Henrik Sv. Bjömsson ráðuneytisstjóri og sendiherra Kanada hér á landi, Mr. Chester A. Rönning, sem hingað er kominn til þess að taka þátt í heimsókn ráðherrans. Á mánudagskvöld heldur ut- anríkisráðherra gestunum veizlu í ráðherrabústaðnum. Á þriðju- dagsmorgun mun Mr. Pearson heimsækja forseta íslands, for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra, en síðari hluta dags býður utanríkisráðherra þeim hjónum og fylgdarliði þeirra til Þing- valla. Verður í þeirri ferð komið við að Reykjum og skoðuð dælu- stöð hitaveitunnar. Um kvöldið beldur forseti íslands gestunum veizlu að Bessastöðum. Á miðvikudagsmorgun verða skoðuð söfn o. fl. í Reykjavík, en síðari hiuta dags mun utan- ríkisráðherra Kanada ræða við blaðamenn. Þá mun og utanrík- Kennaraþing sefi í fyrradag 6. ÞING L.S.F.K. var sett í fyrra- kvöld í hátíðasal Menntaskólans kl. 21 að viðstöddum menntá- málaráðherra, fræðslumálastjóra og námsstjóra gagnfræðastigsins og mörgum kennurum barnaskóla og framhaldsskóla auk þingfull- trúa. Á fyrsta fundinum llutti Jón Gissurarson skólastjóri er- indi um skólamál og urðu síðan allmiklar umræður um eriudi hans. Fulltrúar þingsins eru rúm- lega 30. Forseti þingsins var kjörinn Ólafur Þ. Kristjánsson, varafor- setar Helgi Tryggvasson og Krist ján Benediktsson. Ritarar Sigríð ur Arnlaugsdóttir, Ragnar Geoi gs son, Jónas Eysteinsson og Jón Guðnason. Á árdegisfundi í gærrnorgun var kosið í fastanefndir þingsins og síðan gaf stjórnin skýrslu um starfið frá síðasta þingi. Um há- degi bauð borgarstjóri fulltrúum til miðdegisverðar, en að verði loknum tóku nefndir til starfa. Síðdegis hófust umræður, um nefndarálit og verður umræðuml haldið áfram í dag. Fundir eru haldnir í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti (gamla Iðnskóla- húsinu). Gert er ráð fyrir að þingi ljúki í kvöld. isráðherra Kanada taka á móti isráðherrann taka á móti gestum að Hótel Borg. Undir miðnætti halda þau hjón síðan af stað til Kanada frá Reykjavíkurflugvelli. I fylgdarliði utanríkisráðherr- ans verður, auk sendiherra Kan- ada, Mr. Ray Crepault, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu í Ottawa. í þessari opinberu heimsókn kemur utanríkisráðherrann fram sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar og lands, en eigi sem sérstakur sendimaður Atlantshafsráðsins. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 22. september 1956. Rongfærslur kommúnista- blnðsins um hind Dugsbrúnor Eftir Guðmund Nikulásson. Við seljum Allt sem ung hjón vilja hafa á heimili sínu segir Ásbjörn Olafsson sem opnaði nýja verzlun í gœr IGÆR opnaði á Skólavörðustig 16, Húsgagnaverzlun Austurbæjar Er það ein af glæsilegri verzlunum bæjarins — hún er á þremur hæðum og frá kjallara til hins efst.a hin vistlegasta. ÞAR FÆST ÁLLT Eigandi verzlunarinnar er Ás- björn Ólafsson, heildsali. Hann kvaðst gera sér far um, að í verzlun sinni væri til allt það, er fólk þyrfti til að stofna bú. Verzlun Ásbjarnar er sérlega vistleg. Er hún á þremur hæðum á Skólavörðustíg 16 — horni Óðinsgötu og Skólavörðustígs. FMSAR VÖBUR Þannig er raðað að í kjallara eru húsgögn og rafmagnstæki, ísskápar, eldavélar og aðrar vél- ar. Á götuhæð eru húsgögn í stofur, sófasett, af mismunandi dýrum tegundum og smáhlutir. Á annari hæð eru teppi og lamp- ar í mörgum tegundum, allt frá hinu ódýrasta til hins dýrasta. „Ég vil, að hér sé allt að fá, sem ungt par vill fá í heimili sitt“, sagði Ásbjörn Ólafsson við blaðamenn í gær. „Ef það er eitt- hvað sem elcki er til núna, þá munum við kappkosta að hafa það á boðstólum. — Verzlunar- stjóri er Hulda Gunnarsdóttir. Dalasýslubændur fara til fjárkaupa á Vestfjörðum BÚÐARDAL, 21. sept. — f fyrra- málið fara héðan 17 bændur til fjárkaupa á Vestfjörðum, en Laxdælir munu kaupa fé sitt að mestu í Vestur-ísafjarðarsýslu og við ísafjarðardjúp. Verður féð flutt á bátum til Arngerðar- eyrar, en á bílum þaðan hingað suður. Á mánudaginn fara svo 12 bændur úr Hvammssveit til fjár- kaupa í Barðastrandarsýslu, aðal- lega Vestur-Barðastrandarsýslu. Mun fé þeirra einnig verða flutt á bílum að vestan. Búizt er við, að þeir sem kindur áttu, geti fengið keypt allt að 100% roiðað við þá fjártölu er þeir áttu. —Elís. VEGNA ummæla Þjóðviljans um Dagsbrúnarfundínn, sem hald- inn var sl. mánudagskvöld og villandi frásagnar vildi ég und- irritaður gera nokkrar athuga- semdir. í Þjóðviljanum stendur: „íhald ið hafði auðsjáanlega reynt að undirbúa andstöðu á fundinum og hafði Guðmundur Nikulásson forystu fyrir henni, maðurinn, sem skrifaði árásargrein um verkalýðssamtökin í Morgun- blaðið í fyrra þegar verkfallið hafði staðið í fjórar til fimm vikur. Flutti hann m. a. tillögu (þ. e. á Dagsbrúnarfundinum á mánudaginn var) þar sem verka mönnum var boðið upp á að sam- þykkja þau ummæli, að þeir hafi alltaf verið á móti verðlækkun- um“. Þannig skýrir Þjóðviljinn frá, en rétt er að athuga nánar hvað hæft er í þessu. Það er alrangt, að ég hafi haft neina forystu fyrir einhvern sér- stakan stjórnmálaflokk á fund- inum og bágt á ég með að trúa, að hinir, sem töluðu einnig gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar — þeir hafi talað í umboði fyrir hið svokallaða „íhald“ og leyfi ég mér að telja þá upp með nöfn um, sem töluðu í svipuðum dúr og ég, og þótti ófæra að ekki skyldi leitað samþykkis félags- funda i verkalýðsfélögunum á aðgerðum ríkisstjórnarinnar Er óhætt að segja að sumir þeirra kváðu jafnvel harðara að orði heldur en ég, sjálfur „höfuð paurinn". Þessir ræðumenn voru: Þorsteinn Pétursson, fyrrver- andi starfsmaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Jón Vigfússon, verkamaður, Steindór Jónsson, verkamaður, Nikulás Þórðarson, verkamað- ur. Ræðum allra þessara manna var vel tekið af fundarmönnum. KOMMÚNÍSTAR HAFA VERIÐ MÓTFALLNIR VERÐLÆKK- UNARLEIÐINNI Varðandi þau ummæli Þjóð- viljans, að fundarmönnum hafi verið boðið upp á að samþykkja þau ummæli, að þeir hafi alltaf verið á móti verðlækkunum, þá er hér um mjög lélegan útúrsnún ing að ræða á jafneinföldu máli og greinir í tillögunni, og er rétt að birta tillöguna hér í heild: Almenmur fundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, Reykjavík, haldinn 17. sept. 1956, vill í sambandi við setn- ingu bráðabirgðalaga frá 28. ágúst sl. um festingu verðlags og kaupgjalds næstu fjóra mánuði, lýsa yíir eítirfarandi: Það hefir ætið verið höfuð- krafa verkasnanna, að til þess að auka kaupmátt launanna yrði fremur farin verðlækk- unarleiðin. Þessi krafa hefir þó ekki fengið nægilegan V erzlunarsparisjóðurinn opnar á föstudaginn Kveníélag Hallgrímskirkju hefir kaffisölu í dag í Iðnskólanum. VEGFARENDUR munu hafa veitt því eftirtekt að í sumar hefur verið að því unnið að breyta hinni gömlu veiðarfæra- verzlun Geysis á horin Hafnar- strætis og Aðalstrætis. í gjerdag var verið að fara þangað með stórar skrifstofuvélar og datt þá tíðindamanni blaðsins í hug að forvitnast nánar um það sem þarna var að gerast. Þar sem áður var hin gamla veiðarfæraverzlun er nú komin sinekklegur og nýtízkulegur af- greiðslusalur. Þarna mun innan skamms verða opnaður Verzlun armenn hér í Reykjavík stofnuðu á síðastl. vetri. í afgreiðslunni voru starfs- menn sparisjóðsins önnum kafnir við undirbúning að því að sjóð- urinn hefji starfsemi sína og upp- lýsti Höskuldur Ólafsson lög- fræðingur, sem ráðinn hefur ver- ið forstöðumaður sparisjóðsins, að hann yrði opnaður til al- mennrar starfsemi á föstudaginn kemur. Þess er svo að geta að skrifstofuvélainar voru bókhalds vélar sparisjóðsins og er son- ur hins gamalkunna skrifstofu- vélafræðings Vestlund, kominn arsparisjóðurinn, sem verzlun- til að setja þær upp. hljómgrunn hjá forustumönn- um heildarsamtaka verkalýðs- ins fram til þessa. Fundurinn fagnar því þeirri hugarfarsbreytingu, sem nú virðist hafa orðið og lýsir því yfir, að Verkamanna- félagið Dagsbrún mun nú sem liingað til styðja allar raunhæfar aðgerðir stjórnar- valdanna, sem gerðar kunna að vera til að ráða bug á verð bólgunni og bæta lífskjör laua þega í landinu. Fundurinn mótmælir hins- vegar meðferð stjórna Alþýðu sambands íslands og FuIItrúa ráðs verkalýðsfélaganna í Rvík á þessu máli, þar sem ekki var leitað samþykkis fé- lagsfunda í verkalýðsfélögun- um á þessu fráviki frá gild- andi samningum þeirra við at- vinnurekendur, eins og skylda ber þó til samkvæmt reglum og hefðbundnum venjum verkalýðsfélaganna, þegar um kaiup og kjör þeirra er að ræða. Eins og augljóst er af tillög- unni, þá er einmitt sagt í henni að verkamenn hafi fremur vilj- að fara verðlækkunarleiðina heldur en kauphækkunarleiðina, en forustumenn Dagsbrúnar hafa ekki fram til þessa haft trú á verðlækkunarleiðinni eins og skýrt kom í ljós við undirbún- ing verkfallsins í fyrra. DAG SBRÚN ARST JÓRNIN STÓÐ EIN UPPI Hvað viðvíkur hinni svo köll- uðu „árásargrein" eða „níðgrein“ minni ems og Guðm. J.Guðmunds son, stjórnarmeðlimur í Dags- brún kallaði greinina á fundinum á mánudaginn, get ég ekki séð, að sú grein gefi tilefni til slíkra ummæla. — Hún var aðeins hugleiðingar um ástand og horf- ur í atvinnumálum og einnig það ástand, sem skapaðist í hinni löngu vinnudeilu í fyrra, eins og verkamenn fengu fullkomlega að kenna á og eru ekki búnir að gleyma enn. Það, að ég hafi ekki treyst mér til að verja þá tillögu, sem ég sjálfur bar upp eins og stendur í Þjóðviljanum er aðeins til að brosa að. Tillagan var lesin upp á fundinum eins og formað- ur Dagsbrúnar bauð og hafði það sinn tilætlaða árangur, en það, að hún fékkst ekki borin upp undir atkvæ. i fundarmanna, er ekki til að hæla sér af fyrir þá, sem stjórnuðu fundinum. Það er óhætt að fullyrða, að Dagsbrúnarstjórnin stóð ein uppi á fundinum að verja gerðir rík- isstjórnarinnar um kaupbinding- una. Og oft hefir stjórnin verið vígreifari að hvetja verka- menn til að slaka hvergi á um kjör sín. En það var álit verka- manna að með kaupbindingunni sé raunverulega um kjaraskerð- ingu og fórn að ræða, sem laun- þegar færa til að bæta úr hinu „helsjúka fjárhagsástandi", svo að notuð séu orð forsætisráðherr ans, Hermanns Jónassonar, er hann kunngerði landsmönnum aðgerðirnar í útvarpsræðu sinni. Það mætti geta þess hér, að þegar fyrrverandi ríkisstjórn varð að gera ráðstafanir til styrkt ar sjávarútveginum sl. vetur, þá var sterkt að orði kveðið í Þjóð- viljanum og fullyrt að fjármagn- ið mætti taka frá gróðafélögun- um, en þess í stað að stórauka tekjur launþega. En mörgum finnst öðru vísi brugðið við nú, og eru þó fjórir ráðherrar af sex, í núverandi ríkisstjórn, sem til- heyra þeim flokkum, er hafa talið sig hina einu og öruggu máls vara verkamanna og launþega, en það er kannske þetta, sem við megum búast við í framtiðinni, að byrðinni verði velt yfir á herðar vinnustéttanna í landinu. Gmðmundur Nikulásson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.