Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLABtB
- KVENNADÁLKAR -
Noti nú allir tœkifœrið!
Nokkrar grœnmetis
* réttauppskriftir
HÉR fara á eftir nokkrar upp-
skriftir að gómsætum græn-
metisréttum. Má hvetja fólk til
þess að hafa þessa hollu og góðu
fæðu á borðum sínum sem oftast
nú þennan stutta tíma, sem varan
er á lágu haustverði — verði, sem
er viðráðanlegt fyrir alla.
FYL.LTIR TÓMATAR.
6 stórir tómatar
3 egg
2 matsk. smjör
salt og pipar
pétursselja
soðið spaghetti eða makka-
roni.
Þér opnið tómatana með því
að skera smá bita ofan af hon-
um og fjarlægið „innmatinn", og
Vátið þá síðan í smurt eldfast fat
og bakið þangað til þeir eru orðn-
in meyrir. Eggin eru þeytt með
smjörinu, saltinu og piparnum og
síðar. eru þau látin í tómatana.
Skreyft með pétursseljunni. Þetta
er bakað í vel heitum ofni þar
til eggin eru orðin stíf. Fram-
reitt með soðnu spaghetti eða
makkoroni.
TÓMATAR FYLLTIR MEÐ
GRÆNMETI.
6 tómatar, grænar baunir,
gulrætur, soðnar kartöflur,
mayonnesa og hökkuð pét-
ursselja.
Skerið smá bita ofan af tóm-
ötunum og fjarlægið „innmat-
inn“. Blandið baununum, gulrót-
unum og kartöflunum saman við
mayonnesuna og fyllið tómatana
með þessu. Skreytið með péturs-
seljunni. Tómötunum er síðan
komið fyrir á salatblaði og fram-
reiddir vel kaldir.
FISKSALAT.
og bragðbætt með salti og
pipar, höfuðsalat, grænar
baunir og tómatar.
Þetta salat er handhægt að hafa
ef til er afgangur af soðnum fiski
og örlítil tilbreyting á 'kvöldborð-
ið. Fiskurinn er hrærður saman
við mayonesuna, salatblöðunum
er raðað á fat og fiskurinn látinn
þar á ásamt baununum og tómat-
sneiðum.
HERTOGAFRÚARKARTÖFLUR.
Gaman er að breyta ofurlítið
út af með kartöflurnar, t.d. með
því að framreiða þær á eftirfar-
andi hátt:
Um % kg af soðnum kartöflum
eru masaðar og hrærðar í hræri-
vélinni ásamt 50 gr af smjöri, 1
þeyttu eggi og örl. salti. Síðan er
„mósinn“ látinn í sprautupoka og
sprautað í mismunandi lagaðar
kökur á smurða bökunarplötu,
sem síðan eru pensiaðar með eggi
og bakaðar í heitum ofni í 10—15
mín. Má framreiða kartöflurnar
á þennan hátt bæði með fiski og
kjöti.
„RÆKJUIIANASTÉL“.
200 gr rækjur
Vz bolli mayonnesa
2 matsk. tómatsósa
1 matsk. rifinn piparrót
1 salathöfuð.
Rækjurnar eru hreinsaðar og
lagðar á salatblööin, sem raðað
hefur verið á fat. Mayonnesan
SÉ það ætlun okkar að hagnýta
C-fjörefnainnihald fæðunnar til
fulls verðum við að athuga nánar
hvernig það getur farið forgörð-
og tómatsósan hrærðar saman og
bragðbætt með piparrótinni. Rétt-
urinn er kældur nokkrar mínút-
ur áður en hann er borinn á borð.
BLÓMKÁL OG RÆKJUR
í SKELJUM. .
Eitt lítið blómkálshöfuð,
salt
100 gr rækjur.
JAFNINGUR ÚR
1 matsk. smjör, 2 matsk. hveiti,
3 dl. rjómi (má vera súr), blóm-
kálssoðið, salt og pipar.
Blómkálshöfuðið er hlutað sund
ur og soðið í vægu saltvatni.
Rækjurnar eru hreinsaðar. Búið
því næst til jafninginn. Raðið síð-
an blómkálinu í botninn á vel
smurðum skeljum (má fullt eins
vera djúpt fat) látið rækjurn-
ar ofan á, og hellið jafningnum
yfir. Sáldrið ofurlitlu af rifnum
osti og raspi ofan á og látið ofur-
lítinn smjörbita með. Bakið síð-
an réttinn í heitum ofni.
OSTABLÓMKÁL.
1 stórt blómkálshöfuð
vatn, salt,
8—10 þunnar ostssneiðar
karry.
Kálið er hreinsað og soðið í um
það bil 20 mín. Það er því næst
látið í eldfast fat (ekki of djúpt).
Ostssneiðarnar eru látnar á kál-
ið og karryinu sáldrað yfir og
fatið látið inn í heitan ofn (með
mestum yfirhita), í um það bil
5 mín. eða þar til osturinn byrjar
að bráðna. Þá er fatið tekið úr
ofninum og rétturinn borðaður
með ristuðu brauði og smjöri.
| um. Þessu fjörefni stafar mest
hætta frá andrúmsloftinu, nánar
tiltekið súrefni andrúmslofsins
og hita.
Þar sem C-fjörefni er vatns-
uppleysanlegt getur hluti af því
farið forgörðum sé hreinsað græn
meti látið liggja í vatni og einnig
við suðu í miklu vatni. Þegar C-
fjörefni eyðileggst á sér stað
„oxydation“ (svo er nefnt þegar
súrefni binzt öðru efni). — Það
breytist fyrst í óstöðugt efni, sem
við áframhaldandi áhrif súrefnis
breytist í efni, sem hefur engin
áhrif C-fjörefnis. Súrefni and-
rúmsloftsins hefur alltaf eyði-
leggjandi áhrif á C-fjörefni, en
fæðan hefur mismunandi mikla
mótstöðu, Meðan grænmetið er
óskert t.d., Iiggur C-fjörefnið til-
tvennt opnast fjöldi af frumum.
En ef við skerum kálhöfuð í
tvennt opnast fjöldi a ffrumum.
f sárinu kemst frumefnið í snert-
ingu við súrefni andrúmslofsins
og gengur í samband við það.
Er því augljóst að þeim mun
smærra sem kálið er brytjað því
meiri verður eyðileggingin. Það
hefur einnig mikla þýðingu með
hvers konar verkfærum við vinn-
um. Beittur hnífur gerir t.d.
minni skaða en sljór. Að hakka
grænmeti er ekki eins eyðileggj-
andi og að rífa það með rifjárni.
Rannsónkir hafa leitt í ljós að
mildu munar á C-fjörefnatap-
inu, hvort grænmetið er brytjað
hrátt eða soðið. Við brytjun á
hráu grænmeti heldur hið óstöð-
uga C-fjörefni áfram að ganga í
samband við súrefni og eyði-
leggjast. Einkum verður tapið
mikið í káli og spínati.
Blaðgrænmeti ætti því að gufu-
hita, áður en það er hakkað í
súpur eða jafninga.
Því hefur það mikla þýðingu
að sjóða í heilu lagi allt það græn
meti sem gefa á ungbörnum og
merja það ekki fyxr en rétt áður
en það er borðað.
Soðinn fiskur, mayonnesa,
hrærð með þeyttum rjóma
Hér má líta tvo kjóla sem nýlega komu fram, á tízkusýningu í
Lundúnum — Hausttízkan. Til vinstri er „cocktaiI“-kjéll frá
Michael úr satini og honum fylgir ermalaust vesti úr sama efni
— en mikið broderað gullnum þræði. — Til hægri er útiklæðn-
aður sem ekki þarfnast náaari skýringar.
Hvernig brytja á kál
Sunmidagtir 23. sept. 195«
Sigmundur Jónsson kaup
maður á Þingeyri 70 ára
YZT við önundarfjörð sunnan-
verðan gengur djúpur og búsæld
arlegur dalur, inn í fjallgarðinn
milli önundarfjarðar og Dýra-
fjarðar.
Þar er Sigmundur kaupmaður
fæddur 24. september 1886.
Foreldrar hans voru hjónin
Sveinfríður Sigmundsdóttir og
fyrri maður hennar Jón Jónsson,
búendur í Villingadal á Ingjalds-
sandi.
Sigmundur ólst upp á heimili
foreldra sinna og vandist snemma
allri venjulegri sveitavinnu. —
Tvítugur að aldri innritaðist
hann í gagnfræðaskólann í Flens-
borg og lauk þaðan prófi vorið
1907.
Eftir það stundaði hann nám
í Verzlunarskóla íslands, í Reykja
vík, og útskrifaðist þaðan 1909.
Til Þingeyrar fluttist hann árið
1910 og hóf þá og stofnaði eigin
verzlun, er hann hefir rekið síð-
an með ráðdeild og fyrirhyggju.
Næsta ár, 1911, kvæntist hann
góðri konu. Er það Fríða Jó-
hannesdóttir, hreppstjóra og al-
þingismanns, Ólafssonar, bónda
í Haukadal, Jónssonar sama
staðar.
Börn þeirra, er náð hafa full-
orðinsaldri eru þessi:
Ingibjörg, gift Edward Proppé,
heildsala í Reykjavík. — Camilla,
gift Matthíasi Guðmundssyni,
vélaverkfræðingi, Þingeyri. —
Hulda, gift Árna hreppstjóra
Stefánssyni, á Þingeyri. — Þórð-
ur, verzlunarmaður Þingeyri,
kvæntur Hönnu Proppé og Har-
aldur, skrifstofumaður í Reykja-
vík.
Sigmundur Jónsson hefir gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum. Um
nokkur ár veitti hann forstöðu
útgerðarfélagi á Þingeyri; var
starfandi félagi í Fiskideildarfé-
lagi Dýrafjarðar og slysavarnar-
félaginu Vörn á Þingeyri. En
lengst hefir hann átt sæti í Skóla-
nefnd Þingeyrarskólahéraðs og
er nú stjórnskipaður fonnaður
hennar.
Sigmundur kaupm. er snyrti-
maður og glæsimenni á yngri
árum; söngvinn vel og hefur
aldrei legið á liði sínu að styðja
hvers konar samtök á því sviði.
Heimilisfaðir ágætur, svo að til
fyrirmyndar má telja. Hneigður
hefir hann verið til búsýslu og
oftast haft einhverja grasrækt og
kvikfjáreign. Og þótt hann þafi
ekki tamið sér að vera sprett-
harður áhlaupamaður hefir þraut
seigan verið þess endingarbetri:
sívinnandi eljumaður, með glöggt
auga heimilisföðurins fyrir þörf-
um heimilisins, jafnt manna sem
málleysingja, — eins við barns-
vögguna -sem búðarborðið, birgða
skemmu verzlunarinnar sem fjár
húsjötuna.
Gætu barnabörn hans sagt þar
j frá margri hugðnæmri sögu og
lærdómsríkri, um þennan afa
sinn, ef þau hefðu þá ekki verið
ómálga, er þær sögur gerðust.
Fyrir það fordæmi munu kaup-
túnsbúar og sveitungar þakka
Sigmundi einna hlýjast á sjötugs
afmæli hans. Og engu síður fyrir
það, að þetta virðist vera ættar-
erfð, þar sem tvíburabróðir hans,
hinn skurðhagi listamaður, Guð-
mundur Mosdal, er andaðist á
ísafirði á þessu ári, hafði þær
eigindir í ríkum mæli til brunns
að bera.
Sjálfur þakka ég honum margs
konar hugulsemi mér til handa,
ásamt samstarfi í skólamálum,
er aldrei bar skugga á, um leið
og ég óska honum og öllu fólki
hans langra lífdaga og góðra.
Ólafur Ólafsson.
★
NÆSTKOMANDI mánudag, 24.
þ.m., verður sjötugur einn af
mætustu mönnum Dýrafjarðar,
Sigmundur Jónsson kaupmaður á
Þipgeyri. Sigmundur er fæddur
24. september 1886 að Villinga-
dal á Ingjaldssandi í Mýrahreppi,
Vestur-ísafjarðarsýslu. Foreldr-
ar hans voru: Jón Jónsson bóndi
þar og kona hans Sveinfríður
Sigmundsdóttir bónda í Hrauni á
Ingjaldssandi. Þriggja mánaða
gamall missti Sigmundur föður
sinn. Fluttist hann þá að Hrauni
til afa síns og ömmu, Sigmundar
Sveinssonar og Þuríðar Eiríks-
dóttur. Ólst hann þar upp og
var þar fram á tvítugsaldu . Fór
hann þá til náms í Flensborgar-
skólann og lauk þar gagnfræða-
prófi 1907. Stundaði hann svo
nám í Verzlunarskola fslands og
lauk þaðan prófi 1909. Fór hann
þá til Þingeyrar, til Ólafs Magn-
ússonar trésmiðs og konu hans
Jónasinu Sigmundsdóttur, móð-
ursystur sinnar. Hafði Sigmundur
kennt nokkurrar heilsubilunar og
þuifti að vera undir læknishendi
um langt skeið.
Árið 1910 stofnaði Sigmundur
verzlun ó Þ’ngeyri, þá með litlum
efnum Tin allt heppnaðist og hef-
ur hann rekið þá verzlun síðan.
Auk þess nefur hann stundað
nokkurn búskap.
Almenn mál hefur Sigmundur
látið til sín taka og gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum. f skólanefnd
Þingeyrarhrepps hefur hann setið
um langt skeið. Auk þess hefur
hann gegnt trúnaðarstörfum í
ýmsum félögum og tekið þáít í
stofnun nokkurra fyrirtækja. Þá
veitti hann, og forstöðu útgerðar-
félagi, er starfaði nokkur ár á
Þingeyri. Mun Sigmundur Jóns-
son jafnan hafa verið farsæll í
starfi, hvar sem hann hefur átt
hlut að máli.
Árið 1911 kvæntist Sigmundur
Fríðu Jóhannesdóttur, hreppst.
á Þingeyri, hinni ágætustu konu.
Mun h’-n jafnan hafa verið manni
sínum sarnhent í hvívetna, enda
hefur sambúð þeirra verið hin
ágætasta. Hefur þeim hjónum
orðið sjö barna- auðið. Hafa fimm
þeirra komizt til fullorðinsára en
tvö dóu i barnæsku.
Um Sigmund Jónsson, mann-
inn sjálfan, mætti margt segja,
verður þó fótt eitt sagt hér. En
við fyrstu sýn, er við mætum
Sigmundi Jónssyni, sjáum við að
hér er snyrtimenni og prúðmenni
á ferð, og nánari kynni breyta
þar engu. Hefur slíkt jafnan sína
sögu að segja. En hér er annað
og meira. Sigmundur Jónsson er
góðum gáfum gæddur og farsæl-
um. Hann er hugsandi maður og
athugull. Mun það ekki einungis
varða hið ytra svið mannlífsins,
heldur og hið innra og æðra. Sig-
mundur er maður trúhneigður
en jafnframt víðsýnn og frjáls
í hugsunum og lífsviðhorfi. Mun
hugur hans hafa hneigzt að sál-
arrannsóknum og fylgzt með því,
sem gerist í þeim efnum.
í stjórnmálum er Sigmundur
eindreginn fylgismaður sjálf-
stæðisstefnunnar, enda leggur
hann þeirri stefnu lið eftir megni.
Og nú lítur Sigmundur Jóns-
son, sjötugur, yfir farinn veg.
Mun þá vera margs að minnast.
Hygg ég að víða sé þar bjart
yfir. Og án efa munu margir
Dýrfirðingar, heima og heiman,
ásamt ýmsum öðrum, stuðla að
því, að afmælisdagurinn verði
þessum mætu hjónum og fjöl-
skyldunni allri fagnaðarrikur
minningadagur.
Læt ég, sem þessar línur rita,
heillaósk mína fylgja þeim.
Kristján Sig Kristjánsson.