Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 12
MORCU SBLÁÐ1T)
Sunnudagur 23. sept. 195fT
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavik
írsmkv.stj.: Sigfús Jónsson
Rústjóri: T7altýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjcrnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinssc*’
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingp.r og afgreiðsla: Aðalstrfcti 6. Sími 1600
Askriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands.
í iausasölu kr. 1,50 eintakið .
UTAN UR HEIMI
u,
íholdsgrýlan cr dauð og groiin
í ÁRATUGI hefur áróður and-
stæðinga Sjálfstæðisflokksins
fyrst og fremst byggst á íhalds-
grýlunni. Þessir flokkar hafa þrá-
staglast á því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé afturhaldsflokkúr,
;era eigi þá ósk heitasta að gera
hina tiku ríkari og hina fátæku
fátækari. Hann sé motfallinn al-
mennum framförum og kjósi
helzt kyrrstöóu og framkvæmd-
rieysi.
Á þessum boðskap hafa and-
iæðingar Sjáifstæðismanna stagl
ast í áratugi. Og enn þann dag
í dag er hann uppistaðan í mál-
flutningi þeirra.
’lómur fólksins
En það skiptir ekki mestu máli,
hverju haldið er fram af blöð-
um og stjórnmálaleiðtogum í
hinni pólitísku baráttu. Hitt er
þýðingarmeira, hver dómur fólks
ins er. Og hver er dómur fólks-
ins um starf og stefnu Sjálfstæð-
isflokksins?
Dómur íslenzks fólks um Sjálf-
stæðisflokkinn og stefnu hans
kemur greinilegast í ljós í fylgi
hans meðal þjóðarinnar. Hvermg
leit þessi dómur út t.d. í síðustu
kosningum?
Þannig, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hlaut fylgi 42,4% kjós-
enda og er þannig langsam-
lega stærsti stjórmálaflokkur
þjóðarinnar eins og hann
einnig hefur verið frá
stofnun sinni.
Til samanburðar má geta þess,
-ð Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn fengu samanlagt
aðeins rúm 33% kjósenda.
Er það nú hugsanlegt, að stjórn
málaflokkur, sem nær helmingur
þjóðarinnar styður sé afturhalds
flokkur, sem sé mótfallinn al-
mennri uppbyggingu og framför-
um í hinu íslenzka þjóðfélagi?
Getur það verið að nær helm-
ingur íslendinga sé mótfallinn
framförum og þjóðfélagsumbót-
um?
Nei, hvorugu þessu er til að
dreifa.
Reynslan er ólv°fnust
Reynslan hefur sannað íslend-
ingum, að engir eru raunhæfari
framfaramenn en Sjálfstæðis-
menn. Reynslan hefur einnig
sannað, að engir hafa átt ríkari
þátt í að útrýma fátæktinni og
jafna lífskjörin og einmitt Sjálf-
stæðismenn.
Það er vegna þessarar
reynslu af Sjálfstæðisflokkn-
um sem nær helmingur þjóð-
arinnar fylgir honum og
treystir honum betur en nokkr
um öðrum til þess að hafa far-
sæla forystu um nauðsynleg-
ar þjóðfélagsumbætur.
Gamla íhaldsgrýlan, sem
andstæðingar Sjálfstæðis-
manna hafa tekið ástfóstri við
er þess vegna löngu úrelt,
dauð og grafin. Og almenning-
ur í landinu veit það.
Óttinn rak bá saman
Þeir, sem íhaldsgrýlunni veifa
ákafast gera sér það raunar ljóst
líka, að grýlutrúin er liðin undir
lok. En í málefnafátækt sinni
ríghalda þeir þó í hana.
Það er athyglisvert, að megin-
ástæða þess, að allir andstæð-
ingar Sjálfstæðisflokksins hafa
í bili sameinast um ríkisstjórn,
er ekki sú, að þeir telji sig ekh:
geta unnið með Sjálfstæðismönn-
um að uppbyggingu þjóðfclags-
ins. Orsökin er hiiisvegar sú, að
þeir óttuðust svo vaxandi fylgi
Sjálfstæðisflokksins, að þeir
töldu „vinstri" samvinnu einu
hugsardegu leiðina til þess að
hnekkja áhriíum hans.
Allir hinir svokölluðu vinstri
flokkar hafa unnið með Sjálf-
stæðismönnum um lengri eða
skemmri tíma. Þegar hin fyrsta
„vinstri“ stjórn Framsóknar og
Alþýðuflokksins hafði komið öllu
í þrot á fáum árum átti hún það
úrræði snjallast að biðja Sjálf-
stæðismenn um hjálp.
Og um leið og kommúnistar
áttu kost á að vinna með Sjálf-
stæðisflokknum í stjórn urðu þeir
allshugar fegnir.
Þetta sýnir, að vinstri flokk-
arnir trúa ekki sjálfir einu
orði af grýluþvættingi sínum
um Sjálfstæðisflokkinn. Þeir
eru hinsvegar hræddir við
traust hans og vinsældir með-
al þjóðarinnar.
Skapast tvesríria flokka
kerfi?
En Sjálfstæðisflokkurinn er nú
f stjórnarandstöðu. Óttinn við
styrkleika hans hefur í bili knúð
hina sundurleitu andstæðinga
hans til samvinnu um ríkisstjórn.
Enda þótt sú stjórn hafi þegar
valdið íslendingum miklu tjóni
oð álitshnekki og eigi vafalaust
eftir að fremja margskonar glap-
ræði má þó vel svo fara að. af
henni leiði eitt gott. Þjóðin fær
nú tækifæri til þess að bera sam-
an úrræði hinnar nýju „vinstri"
stjórnar og þeirra ríkisstjórna,
sem Sjálfstæðismenn hafa verið
aðalaflið í undanfarin 17 ár.
Það er mjög gagnlegt. Undan-
farið hafa hinir sósíalísku flokk-
ar staðið utan við ríkisstjórn. Nú
gefst þeim tækifæri til þess að
sýna hvaða snjallræðum þeir
hafa búið yfir. Nú geta þeir fram
kvæmt þau.
Upp úr þessu kann svo að
skapast möguleiki á tveggja
flokka kerfi. Annarsvegar
verður Sjálfstæðiflokkurinn
studdur af frjálslyndu og lýð-
ræðissinnuðu fólki, sem telur
einkaframtak, félagsframtak
og frelsi nauðsynlega horn-
steina þjóðskipulagsins. Hins
vegar verður vinstri fylking,
sem kommúnistar verða að öll
um líkindum sterkasta aflið í.
Milli, þessara tveggja flokka
fær þjóðin svo tækifæri til þess
að velja, a.m.k. meðan kommún-
istum hefur ekki tekist að koma
hér á „alþýðulýðræði" sovét-
skipulagsins.
m þessar mundir er
að hefjast í Róm alþjóðaþing sér-
fræðinga, sem á undanförnum ár-
um hafa fengizt við rannsóknir
og smíði fjarstýrðra flugskeyta
— einkum með geimferðir fyrir
augum. Einn af fremstu sérfræð-
ingum Breta á þessu sviði, A. V.
Cleaver, reit í þessu sambandi
grein í eitt Limdúnablaðanna um
þetta cfni — og er hann mjög
bjartsýnn hvað viðvíkur hugs-
anlegum ferðum manna til fjar-
lægra stjarna. Kveður hann þess
ekki ýkjalangt að bíða, að mönn-
um takist að senda rannsóknar-
leiðangur til tunglsins — og tel-
ur liann slíka för í sjálfu sér
engu merkari en rannsóknarleið-
angur Kólumbusar, Vasco da
Gama og fleiri slíkra, sem mikla
frægð og hylli hlutu á sínum
tíma fyrir djðríur.g og dug. Ekki
er úr vegi að geta nokkurra at-
riða í grein Clraver, sem einkum
vekja athygli manr.a.
-■» jóðverjana má neína
höíunda hinna fjarstýrðu flug-
skeyta — og haía þeir látið til sín
\Jióinclamenn se^ja, a&
„J^erÉin tií tuncjióinó
óé óhcunmt undctn
er lofthjúpurinn tekinn að þynn-
ast mjög.
I
nnan skamms verður
hægt að smíða flugskeyti, sem ná
allt að 20,000 mílna hraða utan
lofthjúps jarðar — og væri það
tiltölulega litlum örðugleikum
bundið að skjóta slíkum flugskeyt
um út í himingeiminn. — Hins
vegar eru enn ekki fundnar leiðir
til þess að manna slík skeyti —
og er það vegna þess, að engir
málmar, sem við nú þekkjum,
þola þann geysihita, sem mót-
staða loftsins veldur, er slíku
skeyti yrði beint til jarðar að
nýju. Það er sem sé vitað mál,
að allir slíkir hlutir — flugskeyti,
Þetta er líkan í náttúrlegri stærð af kúlunni sem Bandaríkjamenn
senda á næsta ári út að mörkum lofthjúps jarðar.
taka á allflestum tæknisviðum.
V-2 var fyrsta sjálfstýrða flug-
skeytið, sem tekið var í notkun
með góðum árangri. Enda þóttj
ekki sé liðinn langur tími síðan
það var, hafa ótrúlegar framfar-
ir orðið á þessum sviðum. Mönn-
uðum flugskeytum hefur verið
flogið með nær 2,000 mílna hraða
— og hin hraðfleygustu sjálf-
stýrðra flugskeyta hafa nú náð
hraða, sem er allt að 10 sinnum
meiri en hraði hljóðsins. Þessi
mikli hraði hefur aðeins náðst
uppi í háloftunum — 50—100 míl-
ur utan yfirborðs jarðar, en þar
hnettir eða hvaða nafni, sem það
á annað borð nefndist — mundu
bráðna upp yzt í lofthjúpi jarðar
— og verða að engu á örskammri
stund.
vo sem kunnugt er,
hafa Bandaríkjamenn í hyggju
að senda á næsta ári smáhnetti
út í jaðar gufuhvolfsins og er
þeim ætlað að ganga á vissri
braut umhverfis jörðu. — Mun
fyrstu hnöttunum sennil. verða
skotið út í 200 mílna fjarlægð frá
jörðu. f þessari fjarlægð mun
Rússar eiga imí að þrengja buxnaskálmarnar
RÚSSNESKIR karlmenn hafa
löngum vakið athygli á Vest-
urlöndum fyrir það hve
buxnaskálmar þeirra eru víð-
ar. Miðað við okkar klæðnað
eru Rússarnir nokkrum ára-
tugum á eftir hvað því við-
vikur — og oft virðist okkur,
er við sjáum Rússa á götu, að
þeir gætu komið báðum fót-
um í aðra buxnaskálmina.
Blað það, er rússneska við-
skiptamálaráðuneytið gefur út
í Moskvu — „Torgovilia" heit-
ir það — birti fyrir skömmu
fyrirmæli til rússnesku karl-
þjóðarinnar þess efnis, að nú
væri ekki lengur heimilt að
ganga í þeim „gömlu víðu“.
Ættu menn að leggja víðskálm
ar sínar á hilluna — og láta
sauma sér nýjar buxur. Skálm
ar þeirra mættu ekki vera víð-
ari en 24—26 sm — í stað 30
sm áður.
Segir í fregnum frá Moskvu
að þessum fyrirmæium verði
ekki fagnað alls staðar, þvi að
Rússar kunni vel við víðu bux
urnar, finnist þær frjálslegar,
og ekki er óeðlilcgt, að þeir
reyndu í Iengstu lög að halda
í það litla, sem frjálslegt er,
þar í landi.
hnötturinn smám saman dragast
nær jörðu — og braut hans því-
verða nokkuð reikul. Að því mun
síðan koma, að hnötturinn fellur
niður, en ekki mun það valda
neinum skaða á yfirborði jarðar,
því að samstundis mun hinn marg
umtalaði hnöttur bráðna — og
verða að engu. í umræddri hæð
er loftið mjög þunnt — og segir
Cleaver, að þar séu margir tugir
metra á milli lofteindanna.
mt að er sem sé enn ó-
leyst — á hvern hátt hægt sé að
byggja reglulegt geimfar, því að
slík flugtæki kæmu aldrei aft-
ur til jarðar — yrðu þau byggð
úr þeim málmum, sem menn hafa
nú yfir að ráða. Er þessari hindr-
un verður rutt úr vegi, mun þesí
skammt að bíða, að menn verði
sendir „út“ með geimförunum' —
og höfuðáfangi á þessari braut
verður rannsóknarleiðangur til
tunglsins. Tunglið er næsti ná-
granni okkar — og það mun þess
vegna sennilega fyrst stjarna fá
heimsókn jarðneskra vera. Clea-
ver gerir ekki ráð fyrir að mjög
langt verði þar til þessi för verð-
ur farin. Ekki eru liðin nema
liðlega 50 ár síðan fyrsta flug-
vélin hóf sig til flugs, en nú fara
flugtækin með margföldum hraða
hljóðsins. Af sjónarhóli vísinda-
mannsins, sem við þessi mál fæst
er „förin til tunglsins" jafnsjálf-
sögð og nærri — og flugmönnum
fannst í upphafi aldarinnar flug-
ferðin yfir Atlantshafið.
Ný boðsbort
á róðstefnu
um Súez-mól
SELWYN LLOYD hefur nú sent
út boð til allra þeirra ríkja er
sátu 2. ráðstefnuna um Súez-
málið, að koma til stofnfundar
„Notendasambandsins" um mán-
aðamótin. Voru þessi boð send út
næstum samtímis og fulltrúarnir
héldu heim frá ráðstefnunni sem
lauk á föstudag og þar sem á-
kveðið var að stofna „Notenda-
samband'*.
Fulltrúarnir er ráðstefnuna
sátu eru ánægðir með gang mála
þar. Er það skoðun þeirra, að
fullt tillit hafi verið tekið til
viija allra þjóðanna. Þing margra
landanna fá nú tíma til að taka
afstöðu um það hvort löndin
verða með í Atlantshafsráðinu.
Eru taldar líkur að minnsta
kosti 17 af 18 þjóðum er síðari
ráðstefnuna sátu, verði í sam-
tökunum. En samtökin verða
bráðabirgðalausn, á meðan Sam.
þjóðirnar fá deiluna til meðferð-
Nasser floginn
KAIRÓ, 22. sept.: — Nasser
forseti er nú floginn frá Eg-
yptalandi og kominn til Saudi
Arabíu. Þar mun hann ræða
við Saud konung og Shukri el
Kouatly forseta Sýrlands. —.
Er þess getið til, að viðræður
þeirra standi í sambandi við
rás atburðanna í Súez-deii-
unni__Reuter.