Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐIÐ Simnudagur 23. sept. 1Ö5S / fáum orbum sagt: f i r'ryrwyr'wwyr. rTTVTTTTTTÍ/ ÞAÐ er orðið langt síðan. Okk- ur krökkunum var sagt að hann væri kallaður Villi frá Ská- holti. Við sáum hann svo oft í Hávallagötunni. Hann var að heimsaekja móður sína. Og við vorum hrædd við hann. A.m.k. stundum. — En það er orðið langf síðan; og þegar hann stóð hér fyrir framan mig niðri á Morg- inblaði, snaggaralegur með grá- ýrótt yíirskegg og augu sem eru 'ieimar út af fyrir sig, þá skildi ég ekki, hvers vegna við krakk- arnir urðum hræddir: það var ekkert að óttast. ★ ★ ★ — ÉG HITTI einu sinni, Vil- hjálmur, húsfreyju norður í Eeykjadal sem sagði mér frá því er við röbbuðum um skáldskap, að þú væri uppáhaldsskáldið hennar. Ég verð undrandi, þeg- ar ég heyrði þetta, mér fannst þú endilega vera Reykjavíkur- skáld, ættir enga aðdáendur í sveitunum. Ert þú ekki líka hálf- "indrandi á þessu? — Nei, svarar hann hvassri, á- kveðinni rödd. — Nei, alls ekki. Enginn er spámaður í sínu föður- lar.di. Ég hef fengið allmörg bréf frá sveitafólki sem hefur þakkað mér fyrir kvæðin. I>að hefur aldrei séð mig í fylgd með Bakk- usi. Vinur Bakkusar hefur ekki haft tækifæri til að drepa skáld- ið. Hér í Reykjavík þekkja mig flestir. Margir hafa séð mig, þeg- ar veikleikinn hefur sigrað hold- \S — og þeir geta ekki skilið „að svona maður geti ort gott kvæði“. — Já, mörgum Reykvíkingum er gjarnt að setjast í dómarasæt- ið. Manneðlið segir til sín hjá þeim eins og öðrum. — Borgin er svo litil, blessaður vertu. Þetta lagast, þegar hún stækkar. Ég vona að mennirnir stækki með henni, verði víðsýnni og einlægari. — Þú ert Reykvíkingur, er það ekki? — Jú. Fæddur og alinn upp í Reykjavík. — Og hvernig finnst þér borg- in hafa alið þig upp? — Þú getur séð það i kvæðinu .nínu, Reykjavík. Sjáðu t. d. hérna: Ég gleðst í þér, þó ber ég vangann bieyttan af beiskum tárum, hér á þessum stað. En hversvegna ég geng og gxæt mig þreyttan? Guð á hirnnum einn veit bezt 10,, um það. — Þt.tta er mikil þjáning. — Nei, það er ekki til nein þjáning. Það er aðeins til sorg. En það sem menn kalla þjáningu er ekkert annað en leiði. Menn halda sjálfir að það sé þjáning, en hún er ekki til — nema kann- ski þegar maður íær timbur- menn! En það er önnur saga. — Þú kannt þá vel við þig hér í Reykjavík? — Já. Eiginlega kann ég hvergi við mig nema í Reykjavík. Og kannski ætti ég einmitt ekki að vera hér. En hér er allt sem ég hef elslcað — og hatað. — Ég hélt þú hefðir aldrei hat- að? — Jú- jú, blessaður vertu. — En ég skal segja þér annað. Það er líka nauðsynlegt að kynnast skuggahliðunum á Reykjavík. Borgin okkar er ekkert leikfang fyrir rómantíska unglinga. Hún «*r full af sorg og dauða. Og hún á ýmsar svartar hliðar sem okkur er nauðsynlegt að kynnast. Og svo er það fólkið sem býr í borginni. Það er mi3jafnt, eins og þú veizt. Sumir eru kallaðir rónar og ræflar. Þeir eru útskúf- aðir. Svartir. Andstyggð allra góðra manna, eins og sagt er. En ég skal segja þér eitt. Ég hef gnman Rabbað við Villijábu frá Skáholti um lífið í Reykjavík o« skáldskap drukkið með sumum þessara manna, og þeir eru beztu menn sem ég hef kynnzt, grimulausir og koma til dyranna, eins og þeír eru klæddir. Ég ætla ekki að fara að hvítþvo þetta fólk. Dett- ur það ekki í hug. Það hefur sína galla. En maður veit, hvar maður hefur það. Það særir mann aldrei. Og mér finnst það kostur. ★ ★ ★ — ÞÚ MINNTIST áðan á sorg- ina, hún hefur liaft mikil áhrif á þig? — Já. Ég held að hún hafi lað- að það bezta fram í mér. Ég hef ort þrjú minningarljóð og ég held að þau séu með því bezta sem ég hef gert. Þau eru um Erling Ólafsson söngvara, Guðrúnu Böðvarsdóttur, systur Bjama Böðvarssonar tónskálds, og loks hef ég ort minningarljóð ur Pourquoi pas?-slysið: Á yztu skerjum leynast líísins fjcndur. Við jökultindinn bólstrar bakki grár. Um loftsins vegu flýgur fagur már. Og fjöllin stara blind á dauðans hendur. Á milli boða marar skip i kafi. Svo hvcrfur allt í dauðans hulda djúp. Bjartur rís morgunn yfir strönd og hafi. Skúli vinur minn Halldórsson hefur samið kórverk með hljóm- sveit _við þetta kvæði. — Ég held nú samt að ílestir þekki bezt kvæðið um Jesú Krist og þig. — Þú heldur það? — Þegar ég orti það, áíti ég heima á Sel- tjarnarnesinu. Það var árið 1935. Ég var einn á gangi að nætur- lagi. Það var haustnótt. Og ég gekk að hafinu Skerjafjarðar- megin. Sat þar á kletti sem aldan gjálfraði við. Þá kom þetta kvæði allt í einu, eins og óboðinn gest- ur. Ég sat þarna á klettinum um nót.tina og orti það, á meðan trillubátamir sigldu hjá. Ég skrifaði það svo niður, þegar ég kom heim. Mundi það allt — og hef aldrei breytt stafkrók síðan. Það er ýmislegt sem maður gerir og skapar án þess að vita hvers vegna. Annais finnst mér sjálf- um að ég hafi eiginlega aldrei gert neitt að gagnL Þetta hefur allt farið í styrjöld, skal ég segja þér — eilífa styrjöid við sjálfan mig. í flestum styrjöldum sigrar hinn sterki. en í þessari er það venjulega veikleikinn sem sigrar. Ef ég ynni hana einhvern tíma, gæti ég kannski unnið gott verk. Enn hefur ekki verið saminn friður í þessari styrjöld — aðeins vopnahlé milli orrahxíðanna. Hið eina sem ég hef ánægju af í lífinu er að yrkja. Og mér er alveg sama, hvort ljóðin mín birt- |gg:* r ‘ i £ | — -utjutf Pcg&r ég er einn í lierbergmu mími.. t ast á prenti eða ekki. Ég yrki aðallega fyrir sjúlfan mig. Skáld- skápurinn hefur alltaf verið rík- asti þátturinn í lífi mínu frá því ég var barn. Það kemur aðeins sjaldan fyrir að mér finnst ég vera ég sjálíur. Á ég að segja þér, hvenær það er? Það er þegar ég sit í herberginu mínu, einn og yfirgeíinn og yrki ljóðin mín, tíni upp brotin af sjálfum mér og reyni að setja þau saman; þegar ég reyni að telja mér trú um að ég sé annar og betri mað- ur en margir halda. Og eitt ætla ég mér: að vera orðinn skáld, áður en ég dey, svo að vinir mín- ir þurfi ekki að roðna mín vegna, þegar ég kveð. — Ég hef kynnzt blóði og víni og orðið fyrir áhrif- um af hráslaga hversdagsins og bióði strætanna. En nú er þetta farið að breytast. Ég er íarinn að eldast og mér þykir leiðinlegast af öllu að ég er hættur að hafa gaman af því að bragða vín. —- En þá er bara að snúa sér að blómunum. Þykir þér gaman að selja blóm? — Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég geri það af brýnni nauð- sbrifar ur daglega Isfinu Já, þessir strákar! JÁ, það er ekki að spyrja að því, að strákar á þessum aldri þykjast faerir í ílestan sjó, varð einum kunningja raínum að orði, er hann hafði lesið fréttina í Mbl. sl. föstudag um strákana tvo, 11 og 13 ára, sem höfðu stol- ið flugvél, flogið henni stundar- langt og lent heilir á húfi að ævintýrinu loknu. Þess er ekki getið í fréttinni, hvaða refsingu strákarnir fengu fyrir tiltæki þetta, því að víst hafa þeir átt ráðningu skilið fyrir aðra eins fífldirfsku — og stuld í þakkabót. En það er nú sama, flestir, sem hafa lesið þessa frásögn hafa áreiðanlega fundið um leið til aðdáunar á drengnum 13 ára, sem hóf fluguna á loft og lenti aftur eins og ekkert væri, eftir að hafa séð annan mann taka kennsluslund í flugi nokkrum dögum áður. En er það ekki svona.Það er ekki einleikið, hvað strákar treysta sér á þessum ár- um né heldur hinn ástriðufulli áhugi þeirra á alls konar vélum og vélagrúski. En það er nú svo, að stundum kemur þessi áhugi þeirra að góðu gagni í hinu dag- lega lífi og er raunar oft merki um að hér séu á ferð efni í lag- tæka athafnamenn, sem eigi eft- ir að verða þjóðfélaginu að góðu liði síðar meir. Flautan stóð á sér ■j|*ÉR kemur í huga í þessu sam- lfi bandi smáatvik úr daglega lífinu, sem mér var sagt frá fyrir nokkrum dögum: Það var um miðjan dag í mestu umíerðinni í miðbænum, að ein bílflautan tók upp á því að standa á sér og hvein án afláts. Það var síður en svo skemmtilegur söngur. Bíl- stjórinn — sem var ung stúlka — snaraði sér út úr bílnum og "issi ekki hvað skyldi taka til bragðs. Svo har þarna að rosk- inn mann, sem var ekkert nema kurteisin og hjálpsemin, og svo ger af strákum, sem sáu að hér myndi eitthvað skemmtilegt á ferðum. Svipurinn á þeim sagði víst eitthvað á þessa leið: „Hi-i-í — stelpa við stýríð — og kann ekkert á bilinn!“ Brcnnandi áhugi AÐ þurfti að finna hvernig „húddið“ var opnað til að laga flautuna, en bílstjórinn hafði ekki hugmynd um, hvernig ætti að fara að því — hann hafði víst aldrei þurft að gera það áð- ur! Fullorðni maðurinn leitaði, en fann ekki— hann þekkti ekki þessa bíltegund. 'Stráklingarnir, brennandi af ákafa, voru á þönum kringum bílinn — og það leið ekki á löngu, áður en einn þeirra, með þeim minnstu, leysti gátuna. „Það er héma“, hrópaði hann. „Það er takki hérna að framan“, og svo var „húddið" opnað, og allt var í himnalagi. Hjálpsami maðurinn fór sína leið — strákarnir, eins og fjaðrafok, sinn í hverja áttina og unga stúlkan í bílnum—kann ske dálítið skömmustuleg yfir að kunna ekki að opna „húddið“ á sínum eigin bíl. Sleifarlag Toggi gamli“ skrifar mér á þessa leíð: „Ég átti von á vini mínum í há- degismat og ætlaði að gera okk- ur dálítinn dagamun og kaupa rauðvínsfP'sku með matnum. Ég hugðist kaupa hana á leiðinni úr vinnu minni — heim í matinn. En það fór nú öðru vísi en til stóð. Ég kom að báðum áfengis- verzlununum lokuðum og læst- um. Hvers lags er þetta! hugsaði ég — hlýtur ekki þessi verzlun sömu reglum um afgreiðslutíma og aðrar verzlanir hér í bæ? Ég kaupi ekki áfengi á liverjum degi, svo að mér var ekki kunn- ugt um þetta fyrirkomúlag, sem ég vii kalla sleifarlag — að ekki sé óvægilegar að orði komizt. — Það er svo sem auðvitað, að hér er einokunarverzlun annars veg- ar, sem ekki þarf að óttast neina samlteppni. Annars myndi ekki áíengisverzluninni líðast þvílík þjónusta við viðskiptavini sína. Ég er reiður — og skil ekki i öðru en að reiði mín eigi samúð margra. — Með þökk fyrir birt- inguna. — Toggi garnli". Með hinum þörfustu MARGAR góðar kímnisögur eru til af hinum undursamlega Tómasi Edison. — Hér er ein þeirra: Hinn mikli uppfinninga- maður hafði | gi komið f y r i r á P leiðinni heim að | hú s i sínu mjög þungu o g stífu gorm-hliði, sem allir u r ð u a ð f a r a í gegnum, s e m heimsóttu hann. Þegareinn gesta hans kvart aði yfir þessu við hann, hló Edi- son við, er hann svaraði: — Þetta hlið er eitt af mínum al'ra þörfustu uppfinningum. í hvert skipti, sem einhver fer í gegnum það dælir hann um leið 20 lítrurn upp í vatnsgeyminn minn. syn. Ég geri það aðeins, þegar mig vantar peninga. — En segðu mér, hvers vegna kaupa menn blóm? — Á ég að segja þér eitt. Beztu viðskiptavinir mínir eru eigin- menn sem hafa gerzt brotlegir við hjúskaparlögin. Þá kaupa þeir blóm til að blíðka frúna — og friða bæði hana og samvizk- una. Þessir menn kaupa oftast blóm á mánudögum. Og þá er yfirleitt nóg að gera. — Aumingja konurnar! En að lokum, Vilhjálmur, hvenær ætl- arðu að gefa*út bók næst? — í haust. Ég er að vinna að henni. Ég ætla að reyna í henni að tengja saman gamlan og nýj- an tíma. Verð bæði með rímuð og órímuð ljóð. Hér er eitt í gömlum stíl, ef þú vilt. Það he£- ur aldrei birzt áður: Spurðu einskis ungi maður, allt er þetta hjóm; alR fer þetta í auðn og dauð'a, andi, hold og blóm. ■ Allt sein heimur hjarta býður lilýiur slíkan dóm. Spurðu einskis ungi maður, allt er þeita gjörð okkar sjálfra — synd og örbirgð — svona er þessl jörð. Yfir ógnum hennar halda hræfuglarnir vörð. Spurðu einskis ungi raaður, cnginn heyrir þig; annars hclstríð heyrir enginn, hugsar hver um sig. — Sjáðu, livernlg börnin berast blind, um dauðans stig. Spurðu einskis ungi maður, allur gróður þver, aðems hrannað baf af líkunt hrellio auga sér. Eykt af holdi, lykt af blóðl lífið færir þér. ★ ★ ★ — MÉR ÞYKIR vænt um kvæð in mín, hvort sem þau eru góð eða slæm. Og mér þykir einnig vænt um að hafa fengið tækifæri til að lifa lífinu. Annars hefði ég ekki getað ort þau. M. Sölusljcri í ÞESSA dagana er hér í helmsókn hr. Bernard Le Roux, sölustjóri hjá Cummins dieselvélaverk- smiðjunum í Bandaríkjunum. Verksmíðjur þessar eru með stærstu dieselvélaframleiðendum vestra, og er töluvert af diesel- vélum frá verksmiðjunni hér á landi í ýmiss konar tækjum. Hr. Le Roux hefur heimsótt ýmsa notendur Cummins dieselvéla hér. Er í undirbúningi að koma hér á námskeiði fyrir viðgerðarmenn og aðra, sem með vélarnar fara. Verksmiðjan sendir reglulega eftirlitsmenn til athugunar á þeim vélum sem í notkun eru, og hafa slíkir menn verið hér á ferð tvisvar á þessu ári, sá fyrri í janú ar og annar í júlí. Orka h.f. fer með umboð fyrir Cummins diesel vélaverksmiðjurnar hér á landi. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.