Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 11
Sdh&uðftgor 23. Mpt. 135Í
NORCVNBl4010
Þessar tvær myndir sýna kanadískar flugvélar, þar sem verið er að hita þær á ílugvélastæðinu. Þær eru af tegundinni Bjúgsverðið eða Sabre.
FYRIR alllöngu, þegar frétta-
maður Mbl. hitti Alfreð Gruent-
her yfirhershöfðingja Atlants-
hafsbandalagsins að máli, mælti
hershöfðinginn m.a. á þessa leið:
„Eitt af því sem gerir vam-
arstöðina á Keflavíkurflug-
velli sérlega þýðingarmikla
fyrir va/marmátt Atlantshafs-
bandalagsins, er að hún gerir
það kleift að fljúga orrustu-
flugvélum yfir úthafið frá
Ameríku til Evrópu. Þetta hef-
ur mikla þýðingu fyrir okkur
nú í dag, en ennþá stórfelld-
ari þýðingu hefði það í upp-
hafi austrænnar árásar að
hafa þá þegar fullkomna að-
stöðu til að flytja liðsauka
orrustuflugvéla í skyndi yfir
hafið. 1 þessu skyni getur ekk-
ert komið í staðinn fyrir þenn-
an áningarstað á Islandi, þvi
að áfanginn frá Grænlandi til
Skotlands, er of langur fyrir
flugþol vélanna. Við yrðum þá
bara að skrúfa flugvélamar
sundur, flytja þær margra
daga sjóferð með skipi og
skrúfa þær aftur saman í Ev-
rópu. Sú frestun gxti oröið
vestrxnum þjóðum dýrkeypt
og örlagarík á úrsUtastnnd".
Það var á ummælum hers-
höfðingjans að heyra, að þýðing
Keflavíkurflugvallar, sem áning-
arstaðar orrustuflugvéla væri sízt
minni fyrir varnarsamtök vest-
rænna þjóða, en hlutverk hans
„Ready to roll...“
Og eftir eina klst. eru flugvelarnar
lentar á Kinloss í Skotlandi
Fréttamaður IVibl. fylgist
með flutningum orrustu-
flugvéla yfir Atlantshafið
síðasta áfangann yfir Atlants-
hafið. Flugáhafnirnar höfðu sof-
ið í Flugvallarhótelinu yfir nótt-
ina og biðu nú í skúrbyggingu
einni við flugbrautina eftir því
að fyrirmælin bærust um að
leggja af stað til Skotlands.
**
FLUGSTJÓRNARDEILDIN er
sambyggð gistihúsinu norð-
ur af henni. Þangað var mér
vísað að dyrum sem á var skráð
nafn kanadísks flugliðsforingja
Gus Gagner. Barði ég að dyrum
og tók Kanadamaðurir.n á móti
mér. Þetta var ungur og glæsi-
legur maður, af frönskum ætt-
um eins og svo margir Kanada-
menn. Kvaðst hann hafa fasta
bækistöð þarna á vellinum og
að NATO, heldui hann áfram.
Og eins og allar aðrar þjóðir í
þeim samtökum, höfum við tek-
ið á okkur skuldbindingar, eða
nokkuð þungar byrðar, sem miða
að því að styrkja varnarmátt
samtakanna. Framlag okkar er
m. a. að smíða orrustuflugvélar í
allstórum stíl fyrir varnir Ev-
rópu og að starfrækja flugbæki-
stöðvar í Þýzkalandi og Frakk-
landi. Einnig hafa Kanadamenn
unnið að því að koma upp heil-
steyptu kerfi radarstöðva með-
fram allri norðurströnd lands-
ins, norður undir pól. Áfram-
hald þess radarkerfis eru rad
arstöðvarnar á íslandi. En sem
sagt, við smíðum orrustuflugvél-
ar og sjáum um flutning þeirra
til Evrópu.
Fjórir saman standa kanadisku
er á hemlunum og þær þeytast
sem radar-stöðvar og bækistöðv-
ar í baráttunni gegn kafbátum.
ÁUNDANFÖRNUM árum hafa
þúsundir orrustuflugvéla áð
á Keflavíkurflugvelli á leið sinni
austur um haf. Þessarar starf-
semi hefur lítt verið getið í is-
lenzkum blöðum. Hún hefur far-
ið fram hægt og hljóðlátlega,
nema hvað íbúarnir í Keflavík
hafa stundum kvartað yfir stöðug
um gný orrustuflugvéla og ein-
staka sinnum hafa blöðin getið
slysa við lendingu, þegar svo ó-
heppilega hefur viljað til að ein
og ein úr miklum fjölda flug-
véla hefur fallið f sjóinn út af
Njarðvík.
Til þess að fregna nánar um
þessa starfsemi, sem bandalags-
þjóðum okkar þykir svo mikils
um vert, óskaði fréttamaður Mbl.
eftir því við fréttaþjónustu varna
’iðsins að fá tækifæri til að kynn-
■A þessari loftbrú yfir hafið, þeg-
ar hópur orrustuf.vgvéla kæmi
við á Keflavíkurflugvelii.
Tækifærið kom í siðustu viku,
þegar 25 kanadískar flugvélar og
álíka margar bandarískar höfðu
viðkomu á flugvellinum. Það var
árla morguns, er fréttamaðurinn
kom þar og var þá verið að búa
kanadísku flugvélarnar af stað í
„málmfuglarnir" á flugbrautinni og reyna afl sitt, áður en losað
upp í 1S þúsund metra hæð.
hafa dvalizt þar níu mánuði.
Starf hans er eins konar fram-
kvæmdastjórn á flugferðum
kanadiskra herflugvéla um
Keflavík. Er það ærið starf fyrir
lítið starfslið, því að ótal margt
þarf að útrétta í því sambandi.
— Það kom mér nokkuð á
óvart, sagði ég — að orrustu-
flugvélarnar, sem fluttar eru
yfir hafið í dag skuli vera
kanadískar. Ég hafði ímyndað
mér, að þær kæmu flestar frá
Bandaríkjunum.
— Samt er það ekkert óvenju-
legt. Við erum búnir að flytja
2000 kanadískar orrustuflugvélar
austur um haf á þessu ári, eða
tæpan þriðjung á móti Banda-
ríkjamönnum.
Við Kanadamenn erum aðilar
— En nú skulum við skreppa
yfir í fjarritunarklefann.
OG við göngum þangað eftir
þröngum og löngum gangi.
Komum svo brátt í fremur lítið
herbergi, þar sem mörg sjálf-
virk fjarritunartæki eru í gangi.
Innst í herberginu er tæki, sem
nú hefur verið stillt í beint sam-
band við flugvöllinn í Skotlandi.
— Prestvíkur-flugvöllurinn við
Glasgow, sem margir kannast
við, er einvörðungu notaður fyrir
farþegaflug. Orrustuflugvélunum
er hins vegar ætlað að fljúga til
Kinloss-flugvallar, sem er
nokkru fyrir norðan Aberdeen.
Gagner flugliðsforingi sezt
niður við ritvélarborðið framan
á fjarskiptatækinu og sendir út
kallmerki: — Hér er Keflavík
— óskar eftir að Kinloss svari.
Og ekki líður á löngu þar til
svarað er: — Hér er Kinloss —
við heyrum. Svo skrifast þeir á
með sínum ritvélum hvor við
sinn „enda“ útvarpsbylgjanna. Er
sambandið í rauninni eins og
þessir menn, sem himinn og haf
aðskilur, sitji í sama herbergi.
Og eins og hér væru gamlir
skútukarlar, þá er þeirra þýð-
ingarmesta umræðuefni: —
Hvernig er veðrið? — Jú, veðr-
ið í Skotlandi er skínandi.
Glaðasólskin og mildur sunnan-
blær. — Þá eru flugvélarnar
„Ready to roll“, sendir Gagner.
— Allt í lagi, svarar Kinloss.
ÞAÐ er ekki sólskin á Keflavík-
urflugvelli, heldur þungbú-
inn himinn með gráum skýja-
flókum og skúrir, hreinar helli-
dembur stundum. Við ökum gegn
um skýfall að litla bragganum
þar sem kanadisku flugmenn-
irnir bíða og þeir fá að heyra veð
urfregnirnar. — „Ready to roll“,
glymur í skálanum og þar verð-
ur uppi fótur og fit, þegar boðin
koma. Flugmennirnir taká til við
að dúða sig í þann flókna bún-
ing, sem nauðsynlegur er í þrýsti-
loftsflugvélum, með alls kyns
gúmmíbelti til að halda blóðrás-
inni í skefjum við hálofísflug og
ofsahraða. Og að lokum krýnist'
flugmaðurinn sínum hvíta flug-
hjálmi, sem hefur inni að halda
heyrnartæki frá „radíói“ flug-
vélarinnar. Eftir það líkist flug-
maðurinn helzt Marzbúa.
Svo var ekið ut á flugvöllinn.
Þar stóðu hinar kanadísku orr-
ustuflugvélar 25 talsins í tveim-
ur röðum vestan undir stóra
flugskýlinu — stærstu byggingu,
sem reist hefur verið á fslandi.
Eftir að einni skúrinni létti,
gafst mér tækifæri til að ræða
við Harvey flugliðsforingja, yfir-
mann flugsveitarinnar.
— Þessar flugvélar, sem við er-
um að flytja yfir hafið, segir
hann, eru af tegundinni F-89,
sem oftast er nefi.d Bjúg-
sverðið eða Sabre. Það er sama
flugvélategundin og tókst á sín-
um tíma að halda yfirráðum í
loftinu yfir Kóreu og það þótt
Rússar tefldu fram móti henni
sínum fullkomnustu Mig-orrustu
flugvélum. Bjúgsverðið hefur þó
verið mikið endurbætt síðan.
Þarna norðar á flugvellinum
sérðu bandarískar flugvélar af
gerðinni F-100. Þær eru enn nýrri
og fullkomnari en Bjúgsverðið,
en þó er ekki mikill munur á,
því að við í Kanada höfum nú
búið Bjúgsverðin öflugri hreyfli
en nokkru sinni áður.
— Hvernig hefur ferðin geng-
ið hjá ykkur?
— Sæmilega. Það er komið
haust og veður gerast válynd.
Við fljúgum ekki áfangann yfir
úthafið, nema flugskilyrði séu
þau beztu fáanlegu. Að vísu gæt-
um við komizt yfir hafið þótt
veður verði lakari, en teljum
enga ástæðu að hætta á neitt í
slíkum flutningum. Við lögðum
af stað frá Montreal fyrir rúmri
Gus Gagner flugliðsforingi er
þúsundþjalasmiður kanadísku
flugsveitanna.
viku. Bjúgsverðin eru framleidd
í verksmiðju í Toronto og
Montreal. Eftir 10 klst. reynslu-
flug eru flugurnar taldar tilbún-
ar og safnast saman á St. Hubert
flugvellinum við Montreal. Þegar
nógu margar eru komnar í flug-
sveit er þeim flogið til Goose
Bay í Labrador, þaðan til Narsar-
suak á Grænlandi, síðan til Kefla
víkur, Kinloss í Skotlandi og að
lokum til flugbækistöðva Kan-
adamanna í Þýzkalandi og Frakk
landi. Einnig afhendum við
bandalagsþjóðum í Evrópu flug-
vélar af þessari tegund, sem fram
lag okkar í hernaðarstuðningi.
T. d. afhentum við Grikkjum
margar flugvélar í sumar. Flug-
um við þeim þá undir grískum
merkjum.
Frh. á bls. 23.
Norðar á flugvélastæöinu standa nokkrar ndariskar orrustuflugv-«Iar af gerðinni F__________________100.