Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 18
/18
MORGUNBLAÐID
■ - rfn «
1 C»56
Leiðin til New York liggur undir
ISIÐUSTU grein um stór-
borgina New York skrifaði
Friðleifur I. Friöriksson um
neðanjarðarbrauíirnar. Hér
raeðir liann um enn einn þátt
samgöngumála borgarinnar. —
Það er hvernig skipulagðar
eru samgöngurnar inn að
hjarta borgarinnar frá útborg-
unum í New Jersey og öðrum
héruðum Bandaríkjanna. En
greiðar bifreiðabrautir liggja
nú þráðbeint að borginni og
undir Hudson-fljótið.
Allan daginn þann 3. nóvem-
ber vorum við félagarnir gestir
fyrirtækisins Port Authority, en
það er sameiginlegt fyrirtæki
bæjarfélaganna í New York og
New Jersey, stofnað með sátt-
mála þeirra 30. apríl 1921.
SAMGÖNGUR ÚR VESTRÍ
Fyrirtæki þetta var stofnað
vegna þess að byggðin umhverfis
New York var stöðugt farin að
þéttast, einkum þó í New Jersey.
Þetta var þegar fariö að valda
miklum truflunum á samgöngurn
til borgarinnar úr vestri, auk
þess sem ný og áður óþekkt
vandamál lcomu upp, þar sem
voru hinir gifurlegu daglegu
mannflutningar úr íbúðarhverf-
unum í New Jersey til vinnu-
stöðvanna í New York.
Nú ákváðu þessi bæjarfélög
tvö að leysa vandamálið í sam-
einingu og stofnuðu umrætt fyr-
irtæki, sem hefur það verkefni
»ð greiða úr samgöngumálunum
til New York úr vestri og koma
upp fljótvirkum hafnarmann-
virkjum, flugvöllum o. s. frv.
BER SIG FJÁRHAGSLEGA
Stofnunin er sjálfstæð fjár-
hagslega og hefur hún getað stað-
ið undir allri fjárfestingu með
þvi að leggja á flutningatolla, af-
greiðslugjöld og selja auglýsinga-
rúm o. s. frv. Bæjarsjóðir New
York og New Jersey þurfa ekki
að leggja eyri fram til þeirra
miklu mannvirkja, sem stofnun-
in heíur reist.
JARÐGÖNG UNDIR
HUDSON FLJÓT
Fyrsta verkeír*i Port Authority
var að gera bifreiða-jarðgöng
undir Hudson-fljótið milli New
Jersey og New York. Fyrstu
jarðgöngin voru hin svonefndu
Holland-göng, sem svo voru heit-
in eftir verkfræðingnum Glifford
M. Holland, er annaðist gerð
þeirra. Smíði þeirra var lokið
Hudson iljótið
Miklar
stöðvar á llfianhattan
Frásögn Friðieifs I. Friðrikssonar
1927. Að bifreiðagöngum þess-
um eru breiðar akbrautir vestan
megin Hudson-fljótsins, sem
tengja þau við hinar miklu bif-
reiðabrautir í New Jersey og
Pennsylvaníu. En á Manhattan,
rétt við austurenda jarðganganna
er hin mikla vörubílaafgreiðsla
New York borgar. Enda eru Hol-
land-göngin fyrst og fremst fyrir
vöruflutninga til New York og
fara um 5 milijónir stórir vöru-
bílar gegnum þau á hverju ári
og auk þess um 14 milljón litlir
fólksbílar.
„BUS TEEMINAL"
En göngin, sem við skoðuðum
vandiegast, eru hin svonefndu
Lincolngöng, sem eru nokkru
norðar undir Hudson-fljóti. Þessi
göng eru fyrst og íremst ætluð
fyrir almenningsvagna, bæði
strætisvagna og langíerðabíla,
sem flytja farþega allt frá Suð-
ux'ríkjunum og Miðríkjum Banda
ríkjanna. Manhattan-megin við
þessi göng er hin voldugasta sér-
leyfisbílaafgreiðsla í heimi, sem
renna langferðabílarnir sér ská-
halt að gangstéttarbrúninni. —
Þama geta um 60 langferðabíl-
nefnist „Bus terminal“. Ætla ég
nú að skýra nokkru nánar fvá
þessu mikla mannvirki.
BIFREIBABRAUTIR ÞVERT
GEGNUM ÞÉTTBÝLIÐ
Hugsum okkur, að við séum
að aka á biíreið tii New York,
t. d. frá Washington. Þá förum
við nær alla þossa 400 km leið
eftir feykilega breiðum bifreiða-
brautum, þar sem engin fyrir-
staða er og memi aka að jafn-
aöi með þetta 100—150 eða allt
upp í 200 km hraða á klst. Bif-
reiöabrautin liggur eins og blátt
strik í gegnum þéttbýlið í New
Jersey, en þegar fer að nálgast
Hudson fljótið er maður allt í
1 einu kominn inn í eitthvert und-
arlegt umhverfi, þar sem svo
virðist að vegir liggi í allar átt-
ir, lagðir á brúm í stórum sveig-
um hver yfir aðra og framundan
sjást tvö göt niðri í jörðina. Það
eru Lincoln jarðgöngin. Oft kem-
ur það fyrir, að langar bílabið-
raðir myndist við enda jarðgang-
anna, því að þau anna ekki hinni
síauknu umferð. En verið er að
gera þriðju göngin, sem tekin eru
í notkun þegar umferðin er mest.
10 METRA UNDIR
ÁRBOTNI
Lincoln jarðgöngin eru um
2Vz km á lengd, þar af um 1,6
km undir Hudson-fljótinu. —
Göngin eru um 30 metra undir
sjávarmáli en aðeins um 10 metra
undir botni Hudson-fljóts, þar
sem það er dýpst. Þau eru nú
tvöföld fyrir umferðina bæði að
og frá borginni. í hvorum gang-
inum er tvöföld akbraut og ein-
stefnuakstur. Önnur brautin,
einkum ætluð fyrir almennings-
vagna en hin fyrir litla fólks-
bíla.
BANNAD Ar) NEMA
STAÐAR
Göng þessi kostuðu 87 milljón
doliara. Fyrir sérhverja bifreið
sem um þau fer verður að greiða
toll og eru gjaldflokkar 12. —
Fyrir fimm manna bíla eru taorg-
tið 50 ce>nt en fyrir stóra far-
þegabíla greiðist 1,75 dollar. Á
hverju ári fara nú 25 millj.
bíla gegnum Lincoln-göngin, eða
um 75 þúsund bílar á dag. Er
enda svo að segja stöðugur
straumur um þau. Er mjög
strangt eftirlit með umferðinni.
Liggja háar sektir við því að
nema staðar í göngunum að
ástæðulausu.
Það tekur ekki langan tíma að
fara gegnum Lincoln-göngin og
þegar við komum upp í dags-
ljósið austan megin Hudson-
fljótsins, erum við komnir inn
í hjarta New York, sjálft Man-
hattan. Nú getum við ráðið því
hvort við veljum akbraut inn í
hið iðandi borgarlíf við Times
Square, eða við ökum inn í hina
risavöxnu byggingu Bus termi-
nal.
lielciiii
úlpor
og unglinga
Mikið úrval
Nýkomið
.iuaiu iiöiliÆTI
S
S
S
s
S
s
s
s
s
J
s
\
N
V
s
s
s
s
s
s
v
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Bifreiðaefitiasíöðin mikia á austurbakka Hudsanfljóisins. Mestur
hluti bílaumfcrðar kemur inn til New York gegnum jarðgöng undir
Hutison-fljótinu og þá geta meim valið að skilja faraíækln eftir hér.
60 LANGFERÐABÍLAR
í EINUM SAL
Við veljum seinni kostinn. Nú
skulum við iíta í kringum okkur
í Bus terminai. Um 3000 strætis-
vagnar og langferðabílar fara um
stöðina á hverjum virkum degi.
Níu af hverjum tíu þeirra ann-
ast mannflutninga milli Man-
hattan og ýmissa hluta New
Jersey, en hitt eru langferða-
bílar.
f kjailara byggingarinnar er af-
greiðsla langíerðabílanna. Hún
er í geysisíórum sal. í miðju
hans er mjög mikil gangstéttar-
syja og allt umhverfis hana
ar staðið samtímis.
Á grunnhæð byggingarinnar
eru stórar og vistlegar biðstofur,
farmiðasölur, veitingastofur og
verzlanir er hafa allskyns vörur
á boðstólum.
SÍFELLD UMFERÐ
STRÆTISVAGN/. ^
Á annarri hæð ex'u aiírifstofur
ýmiskonar, þ. á m. skrifstofur
flutningafyrirtækja, en við höld-
um enn ofar með færibandsstig-
um og á þriðju hæð verður okk-
ur á að stara með undrun á það
sem fyrir augu ber, því að þai-na
upp á þriðju hæð byggingarinn-
ar er sú stærsta strætisvagnaaf-
greiðsla, sem ég hef séð á einum
stað. Hér hafa bækistöð sína ailir
strætisvagnar, sem ganga milli
New York og hinna ýmsu út-
borga í New Jersey. Þarna geta
samtímis staðið nær 80 stórir
strætisvagnar. Þeir standa þarna
í löngum röðum við mjóar gang-
stéttareyjar. Bannað er að fara
gangandi yfir akbrautirnar, enda
ekki árennilegt, þar sem nær
sífelld strætisvagnaumferð er um
þær. En niður úr hverri gang-
stétt liggja færibandströupur og
gangur íyrir neðan.
BÍLASTÆDI Á ÞAKINU
Fjórða hæð byggingarinnar er
svo að lokum þakið, en það er
flatt og myndar bílastæði fyrir
hundruð venjulegra fimm manna
bíla. Það skiptir litlu rnáli þótt
þotta sé uppi á fjórðu hæð, því
að breiðar akbrautir eru lagðar
í sveig upp á efri hæðirnar og
er aðdragandi þeirra frá jarð-
göngunum svo mikil, að maður
verður þess ekki var fyrr en
maður er allt í einu kominn upp
á húsþak.
TEKJUK
STOFNUNARINNAR
Byggingarkostnaður Bus termi-
nal var upphaflega 24 milljónir
dollara en risabygging þessi var
tilbúin 1940. Ætlazt er til að hún
borgi sig upp á 30 áium. Tekjur
hennar eru m. a. þessar:
Þakið gefur af sér 400 þús.
dollara á ári í bílastæðisgjöld.
Verzlanir á miðhæðinni borga
árlega í leigu 1,5 milljón dollara.
Strætisvagnafyrirtækin greiða
samtals um eina milljón dollara
á ári í afgreiðslugjöld.
Sérleyíisfyrirtæki eru 26 tals-
ins. Þeir verða að greiða 800 doll-
ara aígreiðslugjald á ári af hverj-
um bíl. Auk þess 60 centa gjald
af bíl í hvert sinn er ekið er út
af stöðinni og 10% af hverjum
farmiða, er stöðin selur. Fyrir
þetta fá þeir hina fullkomnustu
þjónustu, svo sem farmiðasölu,
afgreiðslu farangurs, útvarps-
kerfi í alla bíla, svo hægt sé
að koma skilaboðum, burðar-
menn, loftkælingu o. m. fl.
Eftir að hafa skoðað þessa frá-
bærlega vel skipulögðu bifreiða-
afgreiðslu tökum við okkur far
með fólksbíl uppi á þaki „Bus
terminals". Við rennum út af
þakinu niður alrbrautarrennuna,
að opinu á Lincoln-jarðgöngun-
um og í gegnum þau undir
Hudson-fljótið.
Nú er ferðinni heitið til útborg-
arinnar Newark í New Jersey.
---------------------- 1
Silfurlampinn veitfur
næsfu daga
AÐALFUNDUR í félagi íslenzkra
leikdómenda var haldinn í fyrra-
kvöld.. Var Sigurður Grímsson
endurkjörinn formaður og Ásgeir
Hjartárson endurkjörinn ritari.
En Lárus Sigurbjörnsson sem áð-
ur var gjaldkeri félagsins baðst
undan endurkjöri og var kosinn
í hans stað Ólafur Gunnarsson
frá Vík í Lóni. í félaginu eru
fastir leikdómarar allra dagblaða
bæjarins nema Alþýðublaðsins.
Einnig leikdómarar vikublaða og
tímarita.
Eitt af aðalverkeínum félagsins
er veiting árlegra leiklistarverð-
launa, Silfurlampans. Mun Silf-
urlampinn fyrir árið 1956 verða
veittur næstu daga.