Morgunblaðið - 30.09.1956, Síða 11

Morgunblaðið - 30.09.1956, Síða 11
Sunnudagur 30. sept. 1956 II I. FALLEGT YFIRBORB ÞEGAR menn ferðast um sveitir landsins nú á tímum, þá blasir sums staðar við augum þeirra glæsileg mynd. Miklar og vel gerðar byggingar, stór og vélar- fær tún, margvíslegar vinnuvél- ar og stórir hópar af fallegum búpeningi. Mýrar og flóalönd hafa víða verið ræst með stór- virkum skurðgröfum. Annars- staðar er verið að vinna á þeirri leið og nokkuð þokast áleiðis á ári hverju. Allt er þetta glæsilegt á yfir- borðinu, en nokkuð misjafnt eft- ir héruðum og svæðum innan sama sýslufélags. En þó víða þannig, að þeir sem ókunnugir eru og aðrir sem hugsa grunnt, álykta á þá leið, að mikil vel- sæld sé í sveitum landsins um þessar mundir. Bændurnir hljóti að vera ríkir menn og þeir og þeirra fólk geti lifað í „vellyst- ingum praktuglega" eins og þar stendur. Því er heldur eigi að neita að margt hefir breytzt til batnaðar. Vinnan er léttari en var, og framfarirnar eru miklar. Þær eru til orðnar fyrir mikinn áhuga og mikinn dugnað bænd- anna, húsfreyjanna og barnanna á sveitaheimilunum. En þær eru líka til orðnar fyrir sterlc og fjárfrek vamarráð þjóðfélagsins gegn því, að sveitirnar yfirleitt le"ðust í auðn. Þau ráð sem á því sviði hafa komið til greina eru aðallega þessi: 1. Jarðræktarlögin frá 1923 með öllum síðari breytingum og lagfæringum. 2. Lög um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum frá 1945 með siðari breyting- um. 3. Lög um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum frá 1946 með þeim endurbót- um, sem síðar hafa verið gerðar á þeim lögum. 4. Lög um Ræktunarsjóð ís- lands frá 1947. 5. Raforkulögin frá 1945. Samkvæmt öllum þessum lög- um hefir mikið fjármagn í lánum og styrkjum farið til þess, að þoka framförunum áfram í sveit- um landsins. Ella hefðu þær ekki orðið til, nema í smáum stíl og þá væru mörg blómleg héruð komin að mestu eða öllu leyti í auðn'. Auk þessa hafa samgöngubæt- ur landsins komið að miklu haldi sveitunum til bjargar. Vegalagn- ingar, brúagerðir, símar á bæina og hafnarbætur í kauptúnunum. Allt þetta hefir til samans stuðlað að því að gera strjálbýlið byggilegra og koma því til leiðar að unnt hefir verið að koma hin- um miklu framkvæmdum í verk á tiltölulega skömmum tíma. — Verður þó að taka fram, að mik- ið er óunnið á þeirri leið. Þar er langt í land. II. HORFT UNDIR YFIRBORÐIÐ Sveitalífið í landi voru er háð sama lögmáli, sem flest annað, að því leyti að á því eru margar hliðar. Bjartir geislar og fagrar hlíðar, en líka dimmir skuggar, hríðarél og krapahryðjur. Er sannleikurinn sá, að með þeirri miklu þekkingu, sem nú er til, með þeirri fjölbreyttu tækni, sem völ er á og með þeirri miklu ræktun og góðu samgöngum, sem nú er við að búa, þá ætti okkar landbúnaður að vera í blóma. ■— Hann ætti að vera eftirsóknar- verður gróðavegur. Fremur flestu öðim laðandi fyrir ungt fólk og þannig að mest stæði í veginum að fá jarðnæði. En þessu er ekki alveg að heilsa. Á fáum áratugum hefir hlutfallið breyzt þannig, að sveitafólkinu hefir fækkað úr 60—70% af þjóðinni allri og nið- ur í 20% eða tæplega það. Mörg hundruð jarðir hafa fat ið í eyði síðustu 30 árin. Hús og önnur mannvirki eyðilegst með öllu. Löndin sumsstaðar eitthvað nytj- uð úr kaupstöðum. Annars stað- ar ekld. Að þessu leyti er ástand- ið hræðilegast í afskekktustu stöðum landsins. Annars vegar frá Snæfellsnesfjallgarði, vestur um land að Hrútafirði. Jón Pálmason alþm. skrifar Um tekjur bæsida Hins vegar frá Jökulsá á Fjöll- um, austur um land til Rangár- vallasýslu. Beztu héruð landsins á Norðurlandi og Suðvesturlandi eru að þessu leyti betur sett. En margar eru jarðirnar samt, sem líka þar hafa farið í eyði. Gegn heildarfækkun byggðra býla hefur þó verið allmikið hamlað með starfsemi og fram- kvæmdum „nýbýlastjómar ríkis- ins“. Koma þar til greina nokk- ur byggðahverfi og að öðru leyti þéttun byggðarinnar í betri sveit- unum með stofnun sérstakra ný- býla. Allt það hefir gert mikið gagn, en er þó mjög ófullnægj- andi þegar allt kemur til alls. Til þess ástands, sem hér hefir verið að vikið, liggja margar ástæður. En aðal ástæðan, sem hér kemur til greina, er alger röskun á jafnvæginu milli kaup- gjalds og afurðaverðs. Það er ekki lengur hægt að reka búskap með aðkeyptu vinnuafli. Svo langt er komið í þessu efni, að ef miðað er við árskaup, þá hefir breytingin orðið slík síðustu 50 árin, að kaupgjald við sveita- vinnu hefir 250—300 faldazt en afurðaverð 25—50 faldazt. Eins og gefur að skilja gat ekki hið fyrra hlutfall haldizt fram á þennan dag og átti ekki að hald- ast. Aukin tækni og bætt að- staða átti og hlaut að raska því. En á þessu sem víða annars stað- ar er skammt öfganna milli. Og breytingin er svo gífurleg, að enginn von er til, að jafnvægi haldist á þann hátt. I þessu efni sem mörgum öðrum, er það vísi- tölu- og verðlagsbótaskrúfan, sem hefir orðið landbúnaðinum hættulegust. Þess vegna hefir fólkið flúið úr sveitunum. Þess vegna hafa jarðirnar lagzt í auðn og þess vegna er bændastéttin ekki svo þróttmikil og kjarkgóð stétt, sem hún þarf og á að vera. Sú spuming er eðlileg, af hverju það er, að þessi röskun hefir orðið svo ör? Til þess liggja margvísleg félagsleg fyrirbæri. Sum eðlileg Sum fávísleg. Aðal atriðið er þó það, að það er vinsælt að hækka kaup og hækka föst laun. Fjórir af hverjum fimm landsmanna telja sér það hagnað. Hitt er óvinsælt, að hækka verð- ið á matnum, sem bændurnir framleiða. Hinir sömu % lands- manna telja sér það tjón. Þó hafa framleiðsluvörur sveitanna verið hækkaðar svo mikið, að engin þeirra er seljanleg á er- lendum markaði fyrir neitt það verð, sem kemur nærri fram- leiðslukostnaði. Röskunin öll hef- ir gerzt af því, að það eru til- tölulega örfáir menn, sem eru svo rökvísir í hugsun, að skilja það og beita sér fyrir því, og þora að standa við það, að jafn- vægi þarf og á að vera á milli framleiðslu og vinnu. Ein alvarlegasta afleiðing Vísi- töluskrúfunnar til óheilla fyrir landbúnaðinn er það, að kostn- aðurinn við stofnun búskapar hefir hækkað svo gííurlega, að til vandræða horfir. Hvort sem frumbýlingarnir reisa nýbýli frá grunni, eða kaupa eldri jarðir, verður meðalbú með vélakosti naumast stofnað fyrir minni upphæð en 500 þús. kr. Lánsfé svo verulega dragi er örðugt að fá til þessara nota, eða svo hefur verið að þessu. Og afleiiðngin verður nokkuð oft sú, að menn sem annars hefðu gjarna viljað verða bændur, hverfa frá, hætta við. Þeir lenda í bæjunum. Berj- ast þar í kapphlaupinu um hús- næði og atvinnu. Sumir sigra. — Aðrir tapa. Og þeir sem tapa verða fyrr eða síðar þurfamenn III. MIN TILLAGA Eg hefi nokkuð oft lent í bar- áttu á Alþingi og utan þess um þau atriði, sem eg hef hér vikið að. Stundum unnið mikið á. — Stundum staðið einn. Oft með of Jón Fálmason alþingismaður. lítið lið. Hefir sú ævinlega orðið raunin síðustu 16 árin þegar vísitöluskrúfan hefir verið annars vegar. Mun eg eigi fjölyrða um það að þessu sinni. En það er ein tillaga er ég flutti á síðasta þingi, sem eg vil sér- i staklega gera að umtalsefni. Það | að hún hefir eigi fengið byr er aðal ástæðan til þess, að eg skrifa þessa grein. Einkum tel eg það nauðsynlegt ,að fleiri en er, viti það hver sjónarmið liggja til grundvallar fyrir þeirri til- lögu. Svo sem kunnugt er flutti eg í þingbyrjun 1955 frumvarp um „Verðtryggingarsjóð“, til trygg- ingar hindrunarlausum rekstri landbúnaðar- og sjávarútvegs, til stöðvunar vísitölu, og um leið varnar gegn gengishruni. — í því frumvarpi lagði eg það til, að afurðaverð bænadnna yrði tryggt og að það miðaðist á hverj um tíma við það, sem framleiðsla þeirra vara kostar raunverulega að meðaltali á 5 rikisbúum. — Skyldi það þó fylgja, að reiknað væri með því, að þessi bú greiddu vexti af höfuðstól, og skatta til ríkis- og bæjar á sama hátt og einkafyrirtæki. Þessi tillaga hefir ekki fengið byr. Al- þingi og ríkisstjórn óttuðust kostnaðinn, sem af framkvæmd- inni leiddi. Bændurnir hafa ekki þorað að taka kröfuna upp. Báð- um er ljóst, að krafan er tals- vert hærri en nokkur önnur, sem flutt hefir verið. En þá er aðal atriðið: Væri þctta ósanngjamt? Búin á Bessastöðum, Hólum, Hvanneyri, Kleppi og Vífilsstöð- um hafa við að búa beztu að- stöðu og fullkomnustu tækni, sem til er á íslandi. Þau eru öll stór- bú og eiga að vera rekin af full- komnustu þekkingu. Stöku mað- ur hefir spurt mig, hvort eg sé orðinn svo mikill „sósíalisti", að eg vilji allt miða við ríkisrekst- urinn. Þessu er eigi þannig var- ið. Þvert á móti er tillagan byggð á sterkara trausti á sjálfsbjarg- arviðleitni og einkaframtaki en flest annað, sem sést hefir. í 30—40 ár hefir landbúnaður- inn og útgerðin verið í stöðugri baráttu við hið sósíalistiska vald og alltaf á undanhaldi. Því hafa fylgt þær afleiðingar, að engin framleiðsla getur lengur þrifizt nema með margvíslegri opin- berri aðstoð. Mín tillaga, mitt tilboð, er byggt á svo sterkri trú á þraut- seigju einkaframtaksins, að ég þori að gera ráð fyrir því, að 6000 bændur, sem flestir eru smá- bændur og einyrkjar, geti þrifizt og viðhaldið sínum atvinnu- rekstri, ef þeir eiga það víst, að Cá það verð fyrir vörur sínar, sem raunverulega kostar að framleiða þær á 5 ríkisreknum stórbúum við beztu aðstöðu og fullkomnustu tækni, sem til er í íandinu. Það mætti segja frem- ur, að þetta sé ofdirfska heldur en of mikil kröfufrekja. Það er frá eignaréttarmanni hólmgöngu- áskorun til hins sósíalíska valds, þar sem ætlunin er, að fram- kvæmdin og reynslan skeri úr um það, hvort bændurnir geta þolað samkeppnina við svo ó- jafna aðstöðu. Ég tel það vorkunnarmál þó forráðamenn ríkisins, sem að miklum hluta eru sósialistar, ótt- ist of mikinn kostnað af minni tillögu. Þeim þykir gott að bænd- urnir haldi áfram að sætta sig við lítið. Hitt er ekki eins eðlilegt, að forystumenn bænaastéttarinnar skuli ekki þora að fylgja mér með því að gera svona háa kröfu varðandi rétt og þörf sinna stétt- arhræðra. Þó er þettá skiljanlegt um marga þessa menn. Þeir vilja pólitíska samvinnu við sósíalist- ana og nokkur hundruð bænd- anna kjósa þá á Alþing. , IV. VERÐLAGSGRUND- I VÖLLUR LANDBÚNADAR- 1AFURÐA Svo sem áður er fram tekið í þessari grein, er ekki nú hægt að reka búskap með aðkeyptri vinnu. Þetta vita allir bændur. Það þýðir, að það verð sem bænd um er skammtað með gerðardómi og öðrum ráðstöfunum, er ekki framleiðslukostnaðarverð. — Það svarar ekki til þess, að þeir sem landbúnað stunda, fái fyrir sína vinnu það sem til var ætlast með 6 manna nefndar samkomulaginu 1943. Ég held, að sá tilgangur hafi verið því meira sniðgenginn sem lengra hefur liðið frá, og einkum síðustu árin. Ég hef nú yfirfarið þann verð- lagsgrundvöll sem afurðaverðið á að byggjast á frá 1. september til 31. desember 1956. í þeim út- reikningi hef ég rekizt á nokkra einkennilega liði, sem ég vil að- eins víkja að hér. Skal ég þó leiða hjá mér með öllu, að ræða um bústærð, áburðarkaup, kjarn- fóðurneyzlu, viðhald o. fl„ sem allt er breytilegt og alltaf mikið álitamál um vegna þess. En það er sitt af hverju annað, sem mér sýnist nokkuð lágt reiknað og skal ég aðeins víkja að því. 1. Kostnaður við vélar: þ. e. viðgerðir, varahlutir, benzín, smurólía og fyrning. Þetta er reiknað yfir árið kr. 3.663 og þar af fyrningin ein kr. 1.975. Annað hvort er, að ekki er gert ráð fyrir miklum vélakosti, eða til þess ætlast, að vélarnar séu lítið not- aðar. Ef til vill komast einhverjir af með þetta. Ég þekki það ekki og aðrir bændur geta sagt fyrir sig. 2. Vextir eru reiknaðir kr. 5.637 yfir árið. Það svara til 4% vaxta af 140 þús. króna lánsfé. Líklega á þetta eingnögu að mið- asf við skuldavexti og til er það, að bændur skulda ekki meira en þeíta og sumir minna. Þó munu þeir nú vera nokkuð margir, sem skulda stórum meira. En frá mínu sjónarmiði á ekki að miða við svo breytilega aðstöðu, enda aldrei hægt að áætla það — Þarna á allt annað að ráða og það er hvaða höfuðstóll stendur í jörð og búi. Af þeim höfuðstól ber að reikna eðlilega vexti til kostnaðar, og þá er þessi upphæð mikils til of lág. Líklega ætlast fáir til þess, að eftirgjald eftir jörð sé ekki kostnaður við búið og á sama hátt er um eðlilega vexti eða leigu af bústofni og vélum. 3. Skatta og útsvar finn ég ekki í áætluðum gjaldaliðum bús ins. Allir vita þó að það eru nú | orðið tilfinnanlegir útgjaldaliðir á hverju búi og ekki hægt undan að komast. Er hér líklega tekin til fyrirmyndar ein allra mesta heimskán sem til er í íslenzkri löggjöf, sem er sú, að ekki má draga tekjuskatt og útsvar frá tekjum við skattaframtal. Þar er lagður skattur á skatt. Að vísu er mér ljóst, að bóndinn verður persónulega að bera útgjöldin af suiu eigin kaupi og af þenn vöxt- um af höfuðstóli, sem er skuld- laus eign. En sá hluti útgjald- anna tii hins opinbera, sem iagð- ur er á búið að öðru leyti verður auðvitað að teljast með kostnaði við framleiðsluna. 4. Kaup bóndans er re;knað kr. 18.28 á klukkustund og er pað dagvinnukaup Dagsbrúnaxverka- manns. Bóndanum er ætlað kaup fyrir 2730 klst. á ári og svarar það 9 tírna vinnu í 303 daga. Allt er þetta lægra en vera mundi iijá óbreyttum verkamanni, sem hefur atvinnu árið um kring. — Margir þeirra vinna allveruiega á yiirvirmukaupi, næíurvinnu- kaupi og heigidagakaupi, sem er rnikiu hærra en dagvinnukaup. Það er lika aðaiatriöið, að flestir bændur sem verkfærir eru vinna lengur en 9 tíma á dag og fleiri daga ársins en 303. Þaö vita aliir, að búpening þarf að hirða á helgi dögum sem öórum á vetrum. — Kýrnar þarf líka að mjólka eins á sumrum þó helgidagar séu. —■ Annars munu bændurnir sjá það sjáliir hvert hlutskipti þenn er ætlað í þessu efni. 5. Adkeypt vinna er reiknuð til kostnaöar kr. 14.992 og er pað íurðu nákvæmiega tiltekiö. — í þessari upphæð á sjalfsagt að fel- ast það, sem konan og bornin vinna aö bústörfum. Er þvi.auð- sætt, að bóndanum er ætlað að vera alger einyrki eða að fyrir vinnu konunnar við bústöríin er ekkert ætlað, því að aliir vita, að nú á tímum fæst ekki mikil vinna, að meðtöldu fæði fyrir 14—15 þús. kr. Allt er þetta á eina bókina iært. Og þegar þar við bætist, að víða um land fá bændur ekki nærri því það veið, sem þó er ætlast til, að þeir fái út úr grund- vellinum, þá er engin furöa þó mörgum bóndanum þyki þröngt fyrir dyrum um sinn hag, enda er það svo. Vera má, að einhverjum finn- ist ég nokkuð ósanngjarn í lýs- ingum þessara atriði. En þetta, sem'hér er sagt, er engan veginn tæmandi. Gaman heíði ég iíka af því, að sem flestir bændur létu í ljósi áiit sitt á þeim atriðum, sem hér hafa veriö nefnd. Ef þeir vilja skamma mig fyrir kröfu- frekju á þessu sviði, þá geri þeir það. Ef þeir eru mér sammála, þá eiga þeir að láta það sjást og það sem fyrst. Nú eru mikil loforð gefin um betra jafnvægi í byggðum lands- ins og bættan hag okkar bænd- anna. Rannsóknanefndir eru starf andi og á öilum sviðum eru lof- orðin í ræðu og riti. Það er því áríðandi, að láta til sín heyra um það sem laga þarf. Það sem hér er hreyft er aðeins ein hliðin. —. Færi verður sjálfsagt á að nefna fleiri innan skamms tíma. Reykjavík, 23. sept. 1956. J. P. Mb. Böðvar leifar , síldar í Breiðafirði ; SVO SEM kunnugt er hefir síld- veiðin við Suðvesturland verið j mjög treg undanfarnar vikur og | hafa margir bátar þess vegna orð i ið að hætta veiðum um stundar- sakir. Enn skortir þó nokkuð á, að til séu nægar birgðir af beitu- síld fyrir komandi vetrarvertíð og sömuleiðis á eftir að framleiða allmikið upp í samninga, sem gerðir hafa verið um sölu á salt- | aðri og frystri síld. Sj á var útvegsmálaráðuney tið j gerði því ráðstafanir til þess, að , haldið yrði uppi sílcVirleit og j undanfarnar tvær vikur hefir ! v.b. Böðvar frá Akranesi leitað j síldar á vegum ráðuneytisins við , Suðurland og í Faxaflóa, djúpt I og grunnt og mun nú fara til j leitar á Breiðafirði. Enn hefir j orðið mjög lítið vart síldar. Böðv- j ar er vel búinn leitartækjum. Ingvar Pálmason skipstjóri 1 stjórnar lehinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.