Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 1
24 síður Fnunvorp til fjórloga 1957 M EÐAL þingskjala þeirra, sem lögð voru fram á fyrsta fundi Al- þingis var frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1957. RæHa Bjarna Benediktssonnr n hnnstmóti ungro Sjálistæðismnnnn í Borgarnesi Þ Niðurstöðutölur á rekstrar- yfirliti eru 711 millj. og 15 þús. kr. Hæstu tekjuiiðimir eru skattar og tollar 570 millj og 800 þús. kr. og tekjur af rekstri rík- isstofnana 132 millj. 472 þús. kr. Hæstu gjaldaliðirnir eru kirkju- og kennslumál 114 millj. 316 þús. kr., til vega-, samgöngu-, vita-, hafnar- og flugmála 96 millj. 972 þús., til félagsmála 93 millj. 872 þús., til landbúnaðar-, sjávarútvegs-, iðnaðar- og raf- orkumála 91 millj. 25 þús., til dómgæzlu, opinbers eftirlits, inn- heimtu tolla og skatta og sam- eiginlegs embættisrekstrar 62 millj. 558 þús., rekstrarafgangur 67 millj. 994 þús og óviss útgjöld 63 millj. 350 þús. krónur. Ilreinsun í nngverskn leynilegreglunni VÍNARBORG, 12. okt.: — Vladimir Farkas, sonur ung- verska landvarnaráðherrans, sem settur var af, og þrír aðrir liðsforingjar í leynilögregl- unni hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa „brotið gegn sósíalistískum lögum“. iiin opinbera ungverska frétta stofa MTI, tilkynnti handtöku þessara manna og nefndi þá með 6 ntriði njóln stnðnings NEW YORK, 13. okt. — Hálf- tíma áður en Öryggisráðið átti að koma saman til fundar um Suezdeiluna, voru fulltrúar ríkj- anna 18, sem stóðu að stofnun „Notendasambandsins“ kallaðir saman til skyndifundar. Fréttamenn segja, að fullvíst sé nú talið, að mikill meirihluti atkvæða sé í ráðinu fyrir 6 atrið um málsins, en meðal þeirra 6 atriða eru: 1) frjálsar siglingar um Suez-skurð án takmarkana eða skilyrða, 2) viðurkenning á yfirráðarétti Egypta, 3) að skurð- urinn verði ekki dreginn inn í stjórnmál nokkurs ríkis, 4) að iigyptar og Notendasambandið semji sín á milli um tollgreiðslur rir ferðir um skurðinn og verði þær greiðslur miðaðar við eðli- -egt viðhald og endurbætur á skurðinum. nafni, en gerði enga nánari grein fyrir stöðu þeirra eða sakargift- unum á hendur þeim. Hins vegar hefur það verið upplýst, að Vladimir Farkas sé sonur fyrrverandi landvarnaráð- herra, Mihaly Farkas, sem var vikið frá störfum árið 1953 og rekinn úr miðstjórn kommúnista- flokksins snemma á þessu ári. Um leið missti hann öll önnur embætti sín. Mihaly Farkas var stækur fylgismaður Stalíns og var á sín- um tíma í nánum tengslum við Rakosi einræðisherra, sem nú hefur misst völdin. Búizt er við, að enn frekari hreinsanir verði gerðar á æðstu stöðum í Ungverjalandi með það fyrir augum að losna við alla lærisveina Stalíns. Allir þeir sem ofsótt hafa félaga okkar verða að svara til saka fyrir það, sagði vara-forsætisráðherrann nýlega í ræðu, sem hann hélt til minn- ingar um Rajk, fyrrv. utanríkis- ráðherra, sem var liflátinn fyrir sjö árum. Það var tilkynnt í síðustu fréttum í kvöld, að Mihaly Farkas hefði einnig verið handtekinn og verður hann dreginn fyrir rétt, sakauur um glæpsamlega hlutdeild í of- sóknunum á hendur félögum sínum, og þá einkum fyrir þátt inn, sem hann átti í lífláti Rajks og félaga hans. Sam- kvæmt þessu virðist nú ekki ólíklegt, að böndin berist brátt að Rakosi sjálfum. AR sem lýðræði ríkir er eðli- legt, að öðru hverju sé skipt um ríkisstjórnir og ólík úrræði reynd. Vill þó stundum fara svo, að allt verða það sömu „íhalds- úrræðin", sem ofan á verða, eins og haft er eftir einum hixrna nýju ráðherra hér. Hvað sem um það er, þá er engum flokki hollt að vera stöðugt við stjórnvölinn. Stjómarandstaða veitir styrk og vissulega er mikilsvert, að hún sé rækt af þjóðhollustu og víð- sýni. Við Sj álf stæðismenn munum ekki fremur nú en endranær bregðast skyldum okkar. Kvein- stafir stjórnarmálgagnanna yfir harðri andstöðu okkar munu ekki villa okkur af réttri leið. Við munum meta hvert verk stjómarinnar eftir verðleikum þess sjálfs, gagnrýna það, sem miður fer, en viðurkenna, ef vel er gert. Bjarni Benediktsson ÚTLEGÐ HARALDAR Af þessum sökum var óhjá- kvæmilegt, að stjórnarmyndun- in sjálf væri gagnrýnd, því að hún braut gersamlega í bága við hátíðlega gefin heit í sjálfri kosningabarátturmi. Samvizka stjórnarherranna er og óró og hefur verið ákveðið að fórna Haraldi Guðmundssyni, mannin- um sem skemmst fyrir kosning- amar í alþjóðar áheyrn lofaði, að með kommúnistum skyldi 2 af 4 bátwsn vélarinnar íundnir - mannlausir LUNDÚNUM, 13. okt. — frá Reuter: DAG fundust tveir gúmmíbjörgunarbátar úr bandarísku flug- vélinni sem á miðvikudaginn hvarf á leið til Azoreyja. Með flugvélinni voru sem kunnugt er 59 menn. í bátunum sem fundnir eru voru engir menn, en í flugvelinni voru alls 4 gummíbátar, svo leit verður haldið áfram, þ'rátt fyrir versnandi veður. flugvélar taka þátt ekki verða unnið. Haraldur á að láta af þingmennsku og sendast í útlegð í ambassadorstöðu i Osló. Auðvitað höfum við fulla sam- úð með hinni gullnu útlegð Har- aldar, en brotthvarf hans nægir ekki til að afmá yfirlýsinguna frá því í vor. Yfirlýsingu, sem ekki var gefin í hans eigin nafni, heldur Hræðslubandalagsins alls. Heitrofin eru því ekki Haraldar eins heldur beggja flokkanna, Framsóknar- og Alþýðuflokks. ÓVIRÐINGIN FYRIR KJÓSENDAVILJANUM Fullkomin óvirðing fyrir vilja kjósendanna kom einkar glöggt fram hjá Tímanum, þegar blaðið lýsti því eftir kosningarnar, að fylgisaukning Sjálfstæðismánna Reykjavík og Gullbringu- og Cjósarsýslu sannaði nauðsyn þess, að hraða brottför varnar- liðsms, því að ella mætti búast við, að enn verr færi síðar, þar eð sýnt væri, að kjósendurnir á þessum slóðum fylgdu Sjálfstæð- isflokknum einmitt vegna stefnu hans í varnarmálunum. Ótví- ræð viljayfirlýsing kjósendanna er sem sé tekin sem tilefni þess, að þann vilja verði að brjóta á bak aftur! Sannarlega er hætta á ferðum, þegar gengið er að lausn mála með því líku hugarfari. Slíkt er ekki sízt hættulegt, þegar það kemur fram í hinum viðkvæm- ustu málum, utanríkismálum þjóðarinnar. i ir 100 MÍLUR FRÁ SPÁNI Búið er að ákveða stað þann, sem talið er víst, að flugvélin hafi farizt á. Er ákvörðunin byggð á skeytunum er heyrðust frá flugvélinni. Staðurinn er um 100 mílur undan Spánarströnd- um. Rússneskt leynihréf til leppanna PARÍS, 13. okt.: — Komm- únistaflokkur Sovétríkj- anna hefur sent umburðar- bréf til kommúnistaflokka annarra landa — nema Jiigóslavíu — þar sem á það er lögð rík áherzla, að hann sé „áfram forustu- flokkur allra kommúnista- flokka í heiminum", sam- kvæmt fregnum síðdegis- blaðsins „France-Soir" f París. Blaðið heldur því íram, að bréfið hafi verið sent í júlí eða ágúst, og að það hafi verið megintilefni fundanna, sem Tító átti við rússneska ráða- menn nýlega. „France-Soir“ var fyrsta vestræna blaðið, sem flutti fréttina um upplausn Komin- form 17. ^ipríl sl. f frétt þess segir, að umburðarbréfið hafi að geyma eftirfarandi megin- atriði: j Kommúnistaflokkur Sov étríkjanna er tvímæla laust forustuflokkurinn Allii flokkar utan Sovétríkjanna eru skuldbundnir til að fylgja þeirri stefnu, sem rússneskii kommúnistar hafa. Það má ekki mynda kommúnista- flokka, sem byggja á öðrum grundvelli. 2 Sé þetta grundvallarsjón armið í heiðri haft, er leyfilegt að taka tillit til sér- stakra þjóðfélagslegra þarfa í hverju landi. ^ KommúnistaflOkkar geta bundizt samtökum við aðra öreiga-flokka í málum, 'sem miklu skipta verkalýðs- stéttina í heild, en á því má aldrei leika neinn vafi, að upp bygging sósíalismans verður að eiga sér stað undir mcrkj- um alþjóðahreyfingariimar. 120 leitinni. Stjórnandi leitarinn ar, Bandaríkjamaður, kom fyrstur auga á gúmmbátinn annan. Stuttu síðar sá brezk vél hinn bátinn. 32 km. voru á milli bátanna. Veðrið útilok' aði að hægt væri að taka bátana upp. Póstpoki og fleira voru í öðrum þeirra ■fc AUKIÐ LEITARLIÐ Nú er flugvélaskip og skipa- floti kominn á vettvang til að aðstoða við leitina. Allir gúmm- bátarnir 4, sem í hinni týndu vél voru, voru vel búnir af vistum, og því verður leit enn haldið áfram. Þögull sem grofin NEW YORK, 13. okt.: — Dr. Fawzi fulltrúi Egypta við Súez- umræðurnar í Öryggisráðinu sat á fundi með Hammarskjöld fram kvæmdastjóra SÞ í 45 mín í dag. Að fundinum loknum neitaði hann að láta nokkuð uppi um viðræðurnar. SJÁLFSTÆÐISMENN TÚLKA ÞJÓDARVILJANN f UTANRÍKISMÁLUM Sjálfstæðismenn gera sér ljóst að hin mikla fylgisaukning flokksins á s.l. vori er meðal ann ars að þakka stefnu hans í utan- ríkismálunum. Þessi fylgisaukning er því þýðingarmeiri sem hún leiddi til þess, að Sjálfstæðismenn einir fengu rífan meirihluta allra kjós- enda landsins annarra en komm- únista og verður því ekki um þ_að villzt, hver vilji meirihluta lýðræðissinna í landinu er í ut- anríkismálum. En hér kemur einnig til, að óumdeilanlegt er, að mikill hluti kjósenda Framsóknar- og Al- þýðuflokks kaus þá þrátt fyrir afstöðu þeirra í varnarmálunum. Það er áreiðanlega engin tilvilj- un, að fjölmargir menn úr þess- um flokkum, þ. á. m. miklir á- hrifamenn hafa lýst yfir því í mín eyru, að þeir teldu stefnu flokka sinna í vamarmálunum mjög varhugaverða. Enginn efi er því á, að verulegur meiri- hluti þjóðarinnar er andstæður stefnu stjórnarinnar í þeim. ÚRSLITARÁÐ KOMMÚNISTA Engum getur lengur blandaZt hugur um, að Hermann Jónas- son réði því, að hin nýja, lýð- ræðisfjandsamlega stefna var tekin í vetur, og vakti þá fyrir honum að undirbúa samstarf við kommúnista. Það samstarf komst á og nú eru það því kommún- istar, sem ráða stefnunni og raun verulega segja til um, hversu langt skuli farið hverju sinni. í dag láta þeir sér nægja brott- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.