Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. olit 195fr MORCVNBLAÐIÐ 19 Sænska símaverksmiðjan trics- gerð taisíma . „ MARGIR eru þeirrar skoðunar að straumlínulöguð símatEeki séu eitthvert fyrirbrigði sem tilheyri kvikmyndum. Verður þá mörgum hugsað til símatækjanna okkar, sem bera nafn sænsku talsíma- verksmiðjunnar L. M. Ericsson. Skyldu þeir eiga svona fallag símtæki? L. M. Ericsson er meðal kunn- ustu verksmiðjanna á þessu sviði, nafn fyrirtækisins þekkt um víða veröld, allt norður úr heim- skauíhéruðum suður fyrir mið- baug. Þar er stöðugt að því unnið að gera enaurbætur og finna nýj- ar leiöir á sviði talsímatækninn- ar. Þegar Landssími íslands minnt ist hins merka afmælis, kom hingað til lands einn af verk- fræðingum L. M. Ericsson, Berg- lund, að nafni. — Hingað kom hann beint frá Kairo, þar sem verksmiðjan er að setja upp mikla símastöð. Hann var ekki fyrr kominn hingað, en hann var I kominn út í sjálfvirku stöðina gömlu, til þess að skoða hana og ræða við verkfræðingana um ýmis tæknileg atriði viðvíkjandi starfrækslunni, en sem kunnugt er, þá er álag á stöðina alveg gíf- urlegt. * í stuttu samtali við tíðinda- mann Mbl., sagði Berglund frá iiiílll Berglund í skrifstofu póst- og símamálastjórnarlnnar með „Kobrasímann", sem er fislétíur. því, að hjá hinu mikla fyrirtæki störfuðu þúsundir manna. Hann sagðist hafa komið hingað með og fært Landssímanum að gjöf, nýja gerð talsímatækja, sem ■ verksmiðjan væri nú að undirbúa fjöldaframleiðslu á. Eru þessi símatæki mjög frábrugðin þeim sem nú eru alment notuð um heimallan — dálítið „abstrakt", að útliti til. Þetta símatæki er í einu lagi, talfærið og símatækið sjálft. Á botni tækisins er íúm- eraskífan til að velja númer. Sambandið rofnar, þegar tækið er lagt á borðið að samtali loknu. — Að lagi til minnir áhaldið á Kobraslönguna, enda kallaði Berglund símann eftir henni — „Kobrasími". — Hann kvaðst vera vongóður um að þessi nýja símagerð myndi fljótt ryðja sér til rúms um heim allan, því svo mikla athygli vekti hún alls stað- ar, þar sem hennar hefði verið getið. Við erum vissulega ánægðir því hér liggur að baki langt og mikið starf margra sérfræðinga. Hver veit nema að svona sima- tæki komi innan margrá ára einn- ig til íslands, sagði hann. Berglund sagði, að Ericsson- verksmiðjurnar væru nú að vinna mikið verk fyrir íslendinga, en það eru vélar í hinar nýju sjálf- virku símastöðvar hér í Réykja- vík, í Landssímahúsinu og síma- húsinu við Suðurlandsbrautina. Kvaðst hann vona, að með þess- um tveim stöðvum myndi takast að fullnægja í bili símaþörf Reykvíkinga. Berglund sagði að lokum, að þessi ferð hefði í alla staði verið hin ánægjulegasta og fór lofsam- legum orðum um kynni sin af starfsbræðrum hér og forráða- mönnum Landssímans. Kvaðst hann vona, að hann fengi brátt tækiíæri á ný til að koma hingað aftur. hrærivélin og sjálfhita- stiilta Pani,a" HEIMSÞEKKT HEIMILIST ÆKI HENTA HAGSÝNUM HÚSM ÆÐRUM SUNBEAM Mixmaster hrærivélin. Fáar hrserivélar hafa náð jafn almennri útbreiðslu hér á landi og hin handhæga SUNBEAM Mixmaster hrærivél. Það er stað- reynd að góð hrærivél auðveldar húsmóður- inni heimilisstörfin. Máltíðirnar verða fjöl- breyttari og betri. Baksturinn verður hrein- legri, kökurnar ljúffengari og bragðbetri. Þegar þér veljið yður hrærivél er yður nauðsynlegt að vita þrennt: 1. að hún sé betri en allar aðrar fáanlegar hrærivélar, 2. að verðið sé engu að siður sambærilegt, 3. að út- lit vélarinnar sé samkvæmt nýjustu kröfum. Alla þessa kosti sameinar SUNBEAM Mix- master hrærivélin. Vélinni fylgir: 1. stór og lítil skál, 2. Þevtar- ar, 3. Sitrónu-pressa. Hægt er að fá aukalega: 1. Grænmetiskvörn, 2. Hakkavél, 3. Drykkj- arblandara, 4. Afhýðara. SUWBEAÍIÆ Si^isnIBistæSiin SUNBEAM sjáif-liitastillta pannan. í þann stutta tíma, sem hin þekkta SUNBEAM sjálf-hitastillta panna hefur verið á markaðnum hér á landi, hefur hún sannað húsmæðrum hið yfirgrips- mikla notagildi sitt. Panna þessi er allt annað en venjuleg steikarapanna. Með aðstoð hennar þurf- ið þér ekki lengur að óttast misheppn- aðar máltíðir. Allt, sem þér þurfið að gera, er að setja pönnuna í samband við rafmagn — stilla hitastillinn og hún matreiðir sjálf og til fullnustu. Hægt er' að fá með pönnunni sérstakt lok úr eldföstu gleri eða stáli. fást uiyi land allt Bólusetning gegn mænusótt á börnum 1—6 ára hefst í Heilsuverndarstöð- inni við Barnónsstíg mánudaginn 15. otk. nk. Kostnaður við bólusetningu hvers barns er ákveðinn kr. 20.00, fyrir öll þrjú skiptin, og verða aðstandendur að greiða þann kostnað við fyrstu inndælingu. Miðar þeir, sem seldir voru í april—maí 1955, gilda sem greiðsla nú, og eru þeir ekki bundnir við nafn barnsins. Fólk er vin- samlegast bcðið að hafa með sér rétta fjárupphæð, til að auðvelda afgreiðslu. Inndælingin er gerð í framhandlegg, og eru aðstandendur bconir að búa svo um klæðnað barn- anna, að auðvelt sé að bretta upp ermarnar báðum megin. Barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar veTður lokuð vikuna 15.—20. október, fyrir alla afgreiðslu aðra en mænusóttarbólusctningu. Gengið er inn frá Barónsstíg, norðurdyr. Bólusett verður eftirtalda daga kl. 9—12 f. h. og 1—5 e.h.: Mánudag 15. okt. Fyrir hádegi: Börn, sem eiga heima við Að- alstræti, Alcurgerði, Amtmannsstíg, Aragötu, Ásvalla- götu, Arnargötu, Ásveg, Auðarstræti, Austurbrún, Austurstræti, Bakkagerði, Bakkastíg, Baldursgötu, Bankastræti, Barðavog, Barmahlíð, Baldursgötu, Eftir hádegi: Börn sem eiga heima við Bárugötu, Bás- enda, Baugsveg, Bergstaðastræti, Bergþórugötu, Birkimel, Bjargarstíg, Bjarkargötu, Bjarnarstíg, Blesugróf, Blómvallagötu, Blönduhlíð, Bogahlið, Bók- hlöðustíg, Bollagötu, Bólstaðarhlið, Borgartún, Borg- argerði, Bragagötu, Bröttugötu, Brautarholt, Brávalla götu, Breiðagerði, Breiðholtsveg, Brekkustíg og Brunnstíg. Þriðjudag 16. okt. :Fyrir hádegi: Börn, sem eiga heima við Bræðraborgarstíg, Bústaðaveg, Drafnarstíg, Drápu- hlíð, Drekavog, Dyngjuveg, Efstasund, Eggjaveg, Egils götu, Eikjuvog, Einholt og Eiríksgötu. Eftir hádegi: Börn sem eiga heima við Elliðaveg, Engihlíð, Engjaveg, Eskihlíð, Fálkagötu, Faxaskjól, Ferjuvog, Fjallhaga, Fjólugötu, Fjölnisveg, Flókagötu, Flugvallarveg, Fornhaga, Fossagötu, Fossvogsveg, Frakkastíg, Framnesveg, Freyjugötu, Fríkirkjuveg, Garðastræti, Garðsenda, Granaskjól, Grandaveg, Grenimel, Grensásveg og Grettisgötu. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.