Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 18
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. okt. 1956
Ford-fólksbifreiðin
Ford-fjölskyldubíllinn
✓
I9S7-gerðin ai Ford
er komin á markaðinn
Fyrsti bíllinn sendur flugleiðis til Moskvu
VerðEsgið
MEÐALVERf) ýmissa vöruteg-
ur.da í nokkrum smásöluverzlun-
um í Reykjavík reyndist vera
1. þ. m. sem hér segir:
Hveiti Vegið meðalvci — 3.14
Haframjöl — — 3.67
Hrisgrjón — — 5.21
Sagógrjón — — 5.23
Hrísmjöl — — 5.29
Kartöflumjöl — — 4.87
Baunir — — 5.90
Te Va lbs. pk. Kakao Vz lbs. ds. 4.78 10.74
Export — — 21.18
Suðusúklculaði — — 77.43
Molasykur — — 5.43
Strásykur — — 3.71
Rúsínur — — 22.33
Sveskjur 70/80 — — 25.59
Sítrónur — — 19.19
Þvottaefni 350 gr. pk. útl. 7.03
250 gr. pk. innl. 3.61
Rúgmjöl pr. kg. 2.49
Á eftirtöldum vörum er sama
verð í öllum verzlunum:
Kaffi brennt og malað pr. kg.
44.80.
Mismunur sá er íram kemur á
haesta og lsegsta smásöluverði
getur m. a. skapazt vegna teg-
undamismunar og mismunandi
innkaupa.
Skrifstofan mun ekki gefa
neinar upplýsingar um nöfn ein-
stakra verzlana í sambandi við
framangreindar athuganir.
VIÐ sýningu á 1957 gcrðinni af
Ford var mikið um dýrðir í
Dearborn í Bandaríkjunum 1.
október s. 1. Fólk flykktist að
hvaðanæva til þess að skoða nýju
bílana, sem vöktu geysimikla at-
hygli, og voru ekki færri en 9000
umboðsmenn Ford viðstddir.
Bandaríkjastjórn festi þegar
kaup á átta fyrstu bifreiðunum,
sem allar eiga að fara til sendi-
ráðs Bandaríkjanna í Rússlandi.
Ein var þegar send með flugvel
til Helsingfors og þaðan með
jámbraútarlest til Moskvu. Vakti
hún gífurlega athygli er henni
var ekið yfir Rauða-torgið í átt-
ina til sendiráðsins.
Til gamans má geta þess að
Bandaríkjastjórn þurfti ekki að
greiða nema einn dollar fyrir
hvern bíl eða kr. 16,32!
í fyrsta skipti í sögu Ford-verk-
smiðjanna eru nú framleiddar
tvær stærðir af Ford fólksbifreið-
um — lengri og lægri en áður.
Fairlane-gerðin, sem heitir eftir
heimili Ford I., er nú yfir 20 cm.
lengri en áður og Custom-line og
Station-bifreiðirnar frá 9 til 16
cm. lengri en 1956 gerðirnar.
Hægt er að velja um tólf liti og
19 tveggja lita samstæður. Enn-
fremur eru 37 litagerðir á inn-
réttingu þeirra.
Á grind bifreiðanna hefur ver-
ið gerð sú breyting að styrkleiki
hennar hefur verið aukinn um
27% og hliðarnar færðar út til
meira öryggis fyrir farþegana ef
slys bæri að höndum. Margs kon-
ar annar öryggisútbúnaður er á
þeim, en Fordverksmiðjurnar
byrjuðu fyrstar á þeim nýjung-
um, svo sem stuðpúðar, stýri sem
lætur undan við árekstur, þak
styrkt með stálbogum o. s. frv.
Sterkasta vélin er Thunder-
bird V8, sem er 245 hestöfl og
getur knúð bílinn upp í 85 km.
hraða á 8 sek.!
Allar þessar breytingar hafa
kostað Ford um 209 millj. dollara,
en maðurinn, sem mestan þátt
hefur átt í þeim, er minnst þekkt-
ur af framkvæmdastjórunum og
heitir Lew Crusoe, 61 árs gamall
og ættaður frá Minnesota.
Hann tók við fjármálum Ford-
verksmiðjanna skömmu eftir lát
Henry Ford I., en síðari árin hef-
ur hann haft umsjón með kostn-
aði við byggingu bílanna og er
mest undir honum komið að úr-
skurða um hvort fært sé að koma
fram með ýmsar nýjungar hverju
sinni án þess þó að þær kosti of
mikið og verðið sé fyllilega sam-
keppnisfært.
BKZT AÐ AVGLfSA
nt*iavTaN(i‘jH(m i v
Áslaug Lórusdóttir
sýslumannsfrú
Ég huganum lyfti í hljóðri bæn
og hugsa um trúar gróður.
Því eru ekki lengur grösin græn?
nú gjörist minn þanki hljóöur.
Sem Bergþóra forðum var hún væn
vitur og „drengur góður“.
Hljóðlát er kvæða harpan min
ég helga þér ljóða síefin.
Alfaðir ræður. Ársól skín
ung varstu Njáli gefin.
Nú er hann sviptur silki hlín,
sorg hefur failið á vefinn.
Svo ertu nú horfin ástkæra frú
og angurs vér þerrum tárin,
því þú áttir lifandi lífsins trú
sem laugaði hjarta sárin.
Vér biðjum, að Freísarann finnir nú
og fullsælu bak við árin.
STEFÁN RAFN
• Fjórir fyrrv. yfirmenn í
ungversku leynilgreglunni
hafa verið handteknir. Er þeim
gefið að sök að hafa brotið al-
varlega gegn lögum sósíalismans.
• Óstaðfestar fregnir herma,
að ísralskar hersveitir hafi
í dag gert árás á þorp eitt í
Jórdaníu, eigi alllangt frá Tei
Aviv.
Átvinna
Nokkra lagtæka menn vantar okkur nú þegar.
Stállmsgögn,
Skúlagötu 61
Sigurður Kristjánsson fyrrv.
sýsluskrifari 7S ára.
HVER á afmæli í dag?
Þannig spyr margur, er hann
sér fána dreginn að hún. Eg,
sem rita þessar línur, man sér-
staklega eftir einum, Sigurði
Kristjánssyni, fyrrum sýsluskrif-
ara í Hafnarfirði. Hann er sjötíu
og fimm ára í dag.
Sigurður er fæddur í Mar-
teinstungu í Holtum 14. okt. 1881.
Foreldrar hans voru Ólöf Sig-
urðardóttir og Kristján Jónsson,
er þar bjuggu á árunum 1878—
1909. Móðurforeldrar Sigurðar
voru hin kunnu sæmdarhjón,
Ingibjörg Sæmundsdóttir og
Sigurður ísleifsson á Barkarstöð-
um í Fljótshlíð. — Föðurforeldr-
ar Sigurðar voru Kristín Jakobs-
dóttir og Jón Runólfsson (prests
að Stórólfshvoli). Hvorttveggja
þekktar ættir, sem óþarft er að
rekja hér nánar.
Hafa verið í þeim ættum marg-
ir ættarlaukar en fáir ættlerar.
Sigurður er maður, sem veitt
er eftirtekt þar sem hann fer,
sakir prúðrar framgöngu og
gjörvulegs vaxtar. Hann er mæt-
ur maður á marga lund. Hann
er vinsæll og vinmargur, hjálp-
samur og greiðvikinn. Skrifar
prýðilega rithönd og er vel fær
í reilcningi. Auk þess stakur
reglumaður og samvizkusamur.
Hann var því snemma vel fall-
inn til skrifstofustarfa, þótt ekki
hefði hann notið skólagöngu.
Skrifarastörf urðu og hlutskipti
hans um miðbik ævinnar.
Þegar Einar Benediktsson var
sýslumaður í RangárvallaSýslu
og bjó á Stóra-Hofi á Rangár-
völlum, gerðist Sigurður skrifari
hans. Það mun hafa verið árið
1906—1’7 að hann varð þar sýslu-
skrifari.
Um Sigurð sagði Einar síðar
í kunningjahópi: „Það er óhætt
að trúa honum Sigurði fyrir
skrifstofustörfum. Þótt ég stykki
frá öllu útflakandi og hálfkör-
uðu í skrifstofunni, þá var allt
komið í röð og reglu þegar ég
kom aftur. Og ekki þurfti ég
að setjast við að leiðrétta skekkj-
urnar eða stafvillur hjá Sigurði,
þó eigi sé hann skólagenginn."
Þegar Einar hætti sýslumanns-
störfum, sem var á þessum ár-
um, réðist Sigurður til Magnúsar
Sigurðssonar, siðar bankastjóra,
sem þá (1908) var settur sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu. Síðan fylgdi Sigurður
embættinu yfir til Magnúsar
Jónssonar sýslumanns og bæjar-
íógeta í Hafnarfirði, og var
skrifari hans á árunum 1909—’18.
Var hann þá stundum „settur
sýslumaður“ í fjarveru Magnús-
ar.
Árið 1918 gerist Sigurður kaup
félagsstjóri við Kaupfélag Hafn-
arfjarðar er þá var að rísa á
legg. Þar var hann tH 1929.
Auk þessa, sem nefnt hefur
verið, hafa Sigurði verið falin
fjölda mörg trúnaðarstörf. Hann
var kjörinn fasteignamatsmaður
við Aðalfasteignamat í Hafnar-
firði 1930.
Formaður Skattanefndar Hafn
arfjarðar var hann frá 1921 til
’31 og í Yfirskattanefnd frá 1931
—1950. í niðurjöfnunarnefnd
vann Sigurður frá 1914—’50.
í Yfirkjörstjórn Gullbringu-
og Kjósarsýslu 1912—.’Sl og í
Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar
hefir hann lengi átt sæti. Sátta-
semjari er hann og. Kirkjuræk-
inn maður er Sigurður og fé-
lagslyndur.
Af þessu yfirliti má sjá, að Sig-
urður hefir verið vel metinn
borgari og notið trausts og virð-
ingar samborgara sinna og
stjórnarvalda.
Er það einróma álit þeirra, er
bezt þekkja, að Öll þessi störf
hafi Sigurður af hendi leyst með
sæmd.
Kona Sigurðar er Sveinlaug
Halldórsdóttir, fædd að Kóngs-
balcka í Helgafellssveit. Er hún
forkur í hússtjórn og hótel-
rekstri, en hann ráku þau hjón
um skeið í húsi sínu, Hótel
Hafnarfirði. Einnig höfðu þau
nokkur sumur veitingar við
Gullfoss. Byggðu þau þar veit-
ingaskála þann, sern enn er þar.
Var frú Svanlaug þá komin á
sjötugsaldur. Lýsti þetta dugn-
aði og áræði þeirra hjóna. Síð-
ustu árin hafa þau rekið litla
verzlun í húsi sínu Austurg. 1.
Börn þeirra hjóna eru tvö,
Ólöf Sjöfn, gift Baldvin Einars-
syni skipamiðiara. Búa þau í
Tungu við Hafnarfjörð og eiga
þrjá syni. — Gylfi, heima hjá
foreldrum sínum.
Heill og heiður sé þér, Sig-
urður. og fjölskyldu þinni í dag
og endranær!
Samborgari.
TIL LEIGU
5 herbergja íbúð, 130 fermetra, sem verður tilbúin 1. febr.
Fyrirframgreiðsla æskileg.
Tilboð sendist Mbl. merkt: „Ný íbúð —4892“.
Vönduð rishæb
3 herbergi og eldhús og bað, ásamt geymslu og hlutdeild
í þvottahúsi og miðstöð, er til sölu, í húsinu nr. 198 við
Langholtsveg hér í bæ.
Til sýnis kl. 2—7 í dag.
Nýja fasteignasalan,
Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546.