Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. okt. 1956 MORGinsrtíLAÐIÐ II VIÐ TIJIMGARÐIINiEM hliða áburður var á, en síðar, og þá einkum í haust eftir að gróð- ur tók að sölna, snéru kindurn- ar sér meira og meira og hinum reitunum. TILRAUNINNI VERÐUR HALDIÐ ÁFRAM I MÖRG ÁR ENN Sýnilegur árangur þessarar til- raunar er minni en gera hefði mátt ráð fyrir, því sumar var svo gott nú í ár og fé venju fremur vænt, sem kom af fjalli. Þó segir Gunnar að ærnar, sem hafðar voru á tilraunareitunum s' í hretinu á Norðurlandi á dög-1 j unum þurfti að taka fé í hús,; | því hríðin var eins og versta s s vetrarstórhríð. Er það venju! í fremur snemmt. Myndin sýnir J ■ norðlenzka kind fá sér væna s s tuggu. ) hafi aldrei verið jafn vænar og nú. Rétt nýlega er búið að slátra tilraunalömbunum, en ekki er lokið við útreikning tilraunarinn- ar. Verður henni haldið áfram í nokkur ár enn eða allt að 10 árum. Verður fróðlegt að sjá hvort það reyndist borga sig að bera áburð á mýrlendi, sem er í þurrkun og beita það jafnfiamt. Hitt er ljóst að forræktun þessi, ef svo má kalla, er jarðveginum til stórbóta. — vig. 30 EINLEMBUR NOTAÐAR VIÐ TILRAUNINA Gunnar segir að sér virðist sýnilegur árangur af tilraun þess ari. Ekki liggja þó enn fyrir nein- ar tölulegar niðurstöður á tilrgun inni. Alls voru notaðar 30 kind- ur við hana. Voru það allt einlembur með hrútlömb. Voru 10 hafðar í reitnum, sem er 9,5 ha., en 5 í öðrum reit, þar sem iand var þurrara, en hann var 4 ha., að stærð. Síðan voru vald- ar 15 ær, sem látnar voru ganga á fjalli í sumar og eru þær hafð- ar til samanburðar. Allar þessar ær hafa verið í fjárbókum undan- farin ár, eða allt frá fjárskiptum, sem voru 1949. Þær hafa að und- anförnu verið svipaðar að afurð- um til, góðar meðalær, enn ekki úrvalskindur. Fœr sér vœna tuggu í fáum orðum sagt Framhald af bls. 6. eins og álfur út úr hól: Hver sagði þér það? — Ertu vitlaus, drengur, ætl- arðu að láta mig fara að nefna heimildamenn. Hvað heldurðu að frúrnar mundu segja. Annars er oetta allt prýðilega staðfest í Ijóðum Tómasar. — Hér voru þá margar fallegar stiilkur, eins og nú? — Já, hér voru þá margar fal- legar og yndislegar stúlkur. Ég er nú hræddur um það. Og alls rðar voru yrkisefni þar sem ær fóru: þær skildu eftir sig ast og gleði — og sorg. Við meg- um.ekki gleyma henni. Þetta var svo unaðsleg sorg, góði minn. Unaðsleg sorg. ★ ★ ★ — En hvað sem því líður, held- ur Sigurður áfram að lokum, þykir mér gaman að rifja þetta upp með þér og mig langar að biðja þig um að setja þetta að lokum: Reykjavík var á þessum tíma ósköp elskulegur bær. Alltaf sólskin á vorin. — M. STÚLKUR Getum bætt við nokkrum duglegum og reglusömum stúlkum. Skúlagötu 28. — 17 N segðu okkur að lokum, S-J Sigurður minn, sérðu eftir því að hafa hætt að yrkja? — Nei. — En hvers vegna hættirðu? Mér hefur verið sagt að Jónas frá Hriflu hafi rifið þig í sig fyrir setninguna: — mér fannst ég finna til. Þetta er ágæt setning á sínum stað, en hafði ritdómur Jónasar nokkur áhrif á þig? — Nei, blessaður vertu. Það er svo langt í frá. Ég held cð ég hafi aldrei lesið þessi skrif Jón- asar, en mér var sagt frá þeim. Þau höfðu engin áhrif á mig. En eigum við að vera að minnast á þetta, við gerum karlinum bara greiða með þvi. Hann heldur þá kannski að hann eigi heiðurinn af því að ég hætti að yrkja. — Hvað gerir það til? — Ég er ekkert hrifinn af því að vera að fita púkann. — En á ég að segja þér, hvers vegna ég hætti að fást við skáldskap. Ég hafði ekki nægilegan áhuga á því sem gerðist í kringum mig, það fór ekkert í taugarnar á mér: ég var of sáttur við tilveruna, þótt stundum nafi sletzt upp á vinskapinn milli okkar síðan. Sennilega hef ég ekki heldur haft nægilega köllun til að yrkja og þar að auki var ég svo gagn- rýninn að ég taldi mig ekki geta fullnægt þeim kröfum sem ég gerði til sjálfs mín. Þetta er allt og sumt. 1 NÝEOMIÐ Dacron manchetskyrtur Næíon manchetskyrtur Dacron og bómull manchetskyrtur Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co. Ausíurstræti 1 Mör hefur nú lækkað um helming í verði. — Kostar nú aðeins kr. 9,45 kg. — Mör fæst í næstu kjötbúð. RAFVIRKJAR Vil ráða rafvirkja, nú strax eða síðar. Siguroddur Magnússon, Löggiltur rafvirkjameistari, Nönnugötu 9. Sími 80729. RIT OG REIKNIVÉLAR Nokkrar notaðar vélar í góðu lagi til sölu. Tækifærisverð. Skrifstofuvélar OTTO A. MICHELSEN, Laugavegi 11 — Sími: 81380. Saumastúlkur óskast strax. — Einnig stúlka í frágang. Verksmiðjan FÖNIX, Suðurgötu 10. Einangrunas Icork fyrirliggjandi Jónsson & Júlíusson Garðastræti 2 — sími 5430 Lavender iimur og mikill gljái Sama dag og þér notið Johnson’s Lavender bón (Ilmandi bón), finnið þér hvað yður hefur vantað. Fljótt og létt — spegilgljái á gólfum og húsgögnum, og heimilið baðað í ferskum lavender-ilm. Reynið Johnson’s Iim- bón og sjáið hvað heimilið verður ferskt og hreint! Þetta er bónið sem skilur eftir blómailm í hverju herbergi Umboðsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.