Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.1956, Blaðsíða 14
MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. okt. 1958 M Kommúnistar stórtapa í Finnlandi Bændaflokkurinn vinnur á — og fékk yfir 50% greiddra afkvæOa Helsingfors. SVEITA- og héraðsstjórnakosningarnar í Finnlandi hafa vakið mikla athygli. Ástæðan er sú að þetta er í fyrsía skipti á tveimur áratugum sem andkommúnistaflokkarnir hafa aukið fylgi sitt að mun. Hinir sigruðu í kosningunum eru kommúnistar. Þykir það tíðindum sæta. Jafnaðarmenn unnu dálítið á, en þeir sem koma einkum með sigur af hólmi eru Bændaflokks- menn. Fengu þeir ásamt öðrum borgaralegum öflum í landinu 6.210 fulltrúa kosna (52.0% greiddra atkvæða). Jafnaðar- menn fengu 2,540 fulltrúa (26,2%) og kommúnistar 2,116 — eða 21,6%, en höfðu yfir 23%. Kommúnistar misstu höfuðvígi sín í landinu. T. d. töpuðu þeir meirihluta sínum í borginni Kemí í norðurhluta landsins, þar sem fylgi flokksins er mest, og auk þess misstu þeir meirihlut- ann í Kolari-héraði. AKRANESI, 13 okt. — Tveir reknetabátar voru úti i nótt og fengu báðir síld, Reynir 106 tunnur og Guðmundur Þorlákur 66 tunnur. í dag fara 10—11 bátar héðan á reknetaveiðar. — Oddur. N'ma Tryggvadóftlr sýnir glermyndir DÓMKIRKJURNAR miklu víðs vegar um Evrópu, sem reistar eru fyrir hundruðum ára, eiga sérstaklega eitt sameiginlegt ein- kenni: þ. e. gluggaskreytingar, þótt oft séu þær gerðar í mjög mismunandi stíl, eftir því hve nær verkið er unnið. Eitt af því mikilfenglegasta, sem til er í þess um efnum, eru gluggaskreytingar í dómkirkjunni í Chartres, svo að eitthvað sé nefnt. Nú á seinustu árum hefur átt sér stað mikil endurvakning hjá listamönnum, hvað þessa list- grein snertir. Það hefur komið í ljós, að nútímalist á sér mikil og mörg tækifæri, einmitt í þess- ari alda gömlu tækni glerskreyt- inganna. Margir þekktustu lista- menn samtíðarinnar hafa ein- beitt sér við þessa grein myndlist arinnar og náð sérlega góðum árangri, sem er nátengdur nú- tímasniði sjálfs byggingarstílsins. Enda má fullyrða, að nútímalist sé ekki óskyld, einmitt mörgu af því, sem gert hefur verið í gler- skreytingum fyrri tíma. Nína Tryggvadóttir er einn þeirra listamanna, er lagt hefur fyrir sig glermyndagerð, og held ur sýningu á verkum sínum þessa dagana. Það er óþarft að kynna Nínu sem listakonu fyrir íslend- ingum. Hún hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem slík og telst í flokki okkar beztu listamanna. Stíll Nínu Tryggvadóttur í mynd list virðist mjög vel fallinn til þess að fella hann inn í gler- skreytingar, og er árangur Nínu eftir því. Verk hennar á þessu sviði hafa ótrúlega svipaðan blæ og málverk hennar. Það hvarflar að manni, að hún sé þegar búin að ná sama valdi yfir þessari tækni og fyrri aðferðum sinum, a.m.k., er hægt að full- yrða, að glerskreytingar hennar sverja sig algerlega í ætt við önnur verk, er hún hefur látið frá sér fara. Eins og allir vita, er Nína Tryggvadóttir þroskaður og um- svifamikill málari, sem óefað á eftir að vinna mikið og merkilegt starf í glerskreytingu, ef dæma má eftir þeim verkum, er hún hefur þegar gert. Það vekur held ur ekki furðu, að einmitt þessi verk hafa vakið verðskuldaða eftirtekt erlendis, og t. d. hafa söfn í Þýzkalandi þegar eignazt sum þeirra, og er það nokkur heiður fyrir listakonuna. . fallið að skapa helgisvip innan Þegar maður sér slík listaverk, veggja í kirkju og einmitt það eftir íslending, hlýtur sú spurn- andrúmsloft, er ljósbrigði gler- ing að vakna, hvort þjóðkirkjan myndar orsaka. Á fyrri öldum geti ekki tekið þessa listgrein j vissu kirkjunnar menn vel hvað betur í þjónustu sína en verið: þeir voru að gera, er þeir tóku hefur. Fátt er eins vel til þess l þessa listgrein í þjónustu sína. Myndin er af rúðu i nútíma íbúðarhúsL Ég er sannfærður um, að gler- myndir nútímans eiga mikla framtíð í þeim byggingum, er nú risa um heim allan og byggðar eru í þeim stíl, er nú tíðkast. Það er því gleðiefni að vita til þess, að íslenzkir listamenn eru þegar farnir að leggja hönd á þessa listgrein og að til þess hefur valizt fyrst hæfileikamanneskja, sem þegar hefur sýnt, hvers hún er megnug á þessu sviði 3. okt. 1956. Valtýr Pétiursson. Fegurðardísirnar eiga stranga daga í Lundúnum SVO SEM kunnugt er fer nú fram í London fegurðarsam- keppni um „Miss World“ titilinn. Á morgun koma stúlkurnar fram í Licium-danssalnum á Strand, og verða þar valdar úr hópnum þær sex, sem hljóta verðlaun. Endanleg úrslit munu hins vegar ekki verða kunn fyrr en eftir 2 — 3 daga. íslenzka fegurðardrottningin, Ágústa Guðmundsdóttir, flaug til Englands fyrir röskri viku, svo sem kunnugt er, og hefur hún komið afar víða fram við góðan orðstír. T. d. var hún önnur tveggja fegurðardrottn- Anita Ekberg og Anthony Steel í doiiitiefiidinni inga, er BBC óskaði eftir að kæmu fram í sjónvarpi. Er fegurðardrottningarnar komu fyrst fram fyrir dómnefnd ina — þar sém blaðamenn og ljós myndarar fjölmenntu einnig mjög — varð íslenzka fegurðar- drottningin fyrir leiðu óhappi. Þann dag var Ágústa ekki heil heilsu, enda voru þetta erfiðar stundir. Ljósmyndarar voru mjög ágengir og mynduðu feg- urðardrottningarnar í ýmsum stellingum. M.a. var Ágústa látin sitja fyrir uppi á stórri slaghörpu — og þá skyndilega — féll Ág- ústa í yfirlið — og féll niður af slaghörpunni Þetta er þó ekkert einsdæmi, því að tyrkneska feg- urðardrottningin varð fyrir ná- kvæmlega því sama daginn eftir, og fulltrúi Grikklands datt niður stiga, er fegurðardrottningarnar voru í boði hjá borgarstjóra Lundúnaborgar. Þið sjáið því, að á ýmsu veltur í London þessa dagana — og meðfylgjandi mynd er af Ágústu, er hún datt út af slaghörpunni — og var gripin af nærstöddum. Er myndin tekin úr Lundúnablaðinu „Daily Sketch“. Enda þótt Ágústa hafi orðið fyrir þessu óhappi, hefur það ekki skyggt á hana hið minnsta, því að hún er mjög vinsæl meðal jfegurðardrottninganna — og einnig meðal blaðamanna og ijós- myndara. ★ Dómnefndina skipa þau hjón Anita Ekberg oð Anthony Steel, auk Stirling Moss, sem er víð- fræg kappaksturshetja — og sjónvarpsmannsins Val Parnell. Verðlaun sú, er „Miss World“ hlýtur, er Triumph sport-bíll af nýjustu gerð. Fimm næstu hljóta peningaverðlaun — og eru hæstu verðlaun 150 sterlingspund. Morgunblaðið hefur það fyrir satt, að undirbúningur for- ráðamanna keppninnar hér heima að utanför Ágústu, hafi verið mjög ófullnægjandi. Feg- urðardrottningarnar þurfa að koma fram við margvísleg tæki- færi og verða þar af leiðandi að hafa margs konar fatnað með- ferðis. Mun þessi keppni frekar líkjast tízkusýningu en fegurðar- samkeppni í þeirri mynd er við þekkjum til. Allflestar hafa fegurðar- drottningarnar snyrtidömu með sér — og fararstjóra, en Ágústa mun hins vegar hafa farið ein síns liðs. Talið er, að aðdragandi sjálfrar keppninnar, boð, sýning- ar og ferðalög, er keppendurnir taka þátt í, hafi mikið að segja hvað viðvíkur endanlegum úr- slitum, því að dómnefndin hefur nánar gætur á öllum hreyfingum stúlknanna. Þess vegna mun góð- ur undirbúningur ekki hvað sízt hafa áhrif á árangur keppend- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.