Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 2
s MORCWnLAÐIÐ Fðstudagur 2. nðv. 1956 Finnskur sérfræðingur vinnur að áætlun um holræsagerð bæjarins Borgarstjóri leiðréttir ranghermi blaða GUNNAR XHOUODDSEN borgarstjóri tók til máls á íundi bæ|- arstjórnar í gær út af blaðaummælum í sambandi við til- lögu hans frá 4. okt. s. 1. um að gerð skyldi heildaráætlun um holræsagerð í Reykjavík og nágrenni og leita aðstoðar erlenda sérfræðings í því efni. Egyptalarid — Ungverjaland Framh. af bls 1 hann jafnframt innrás rúss- nesks herliðs í landið. 0 Ungverjar hafa sent S.Þ. tilkynningu þess efnis að landið hafi sagt sig úr Var- sjárbandalaginu. 0 Þýzka fréttastofan DPA sagði frá því í kvöld að ung- verska stjórnin hafi skýrt fréttamönnum í Búdapest svo frá að öflugur rússneskur her streymi nú inn í Iandið að austan, einkum hjá Zahony. Er hér um að ræða tvö fót- gönguliðsherfylki, mjög vel búin léttum og þungum vopn- um. Þá segir einnig í fréttum að tékkneskar hersveitir bíði átekta við landamæri ríkj- anna. 0 Rauði herinn hertók aft- i*r í kvöld flugvöllinn við Búdapest. — Flugvél frá flug- fóíaginu Swissair sem kom þangað í kvöld var kyrrsett. Rússar segja að þær erlendu flugvélar, sem til borgarinn- ar komi séu hvorki með blóð, hjúkrunargögn né vistir — heldur vopn handa frelsis- sveitunum. 0 Formælandi frelsissveit- anna sem nú eru allsráðandi í Búdapest sagði í kvöld að Rauði herinn hafi umkringt borgina. 0 Tugþúsundir manna voru úti á götum höfuðborgarinn- ar í kvöld og bíða þess með nokkrum kvíða, hvað gerast muni. 0 Sagt er að þrír helztu kommúnistaforingjar Ung- verjalands séu komnir til Moskvu. Þeirra á meðal er Gerö, fyrrverandi aðalritari ungverska kommúnistaflokks ins. Fyrri fréttir hermdu að hann hefði verið skotinn. 0 Mindzsenty kardínáli sem kominn er til Búdapest sendi öllum biskupum kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi bróðurlegar kveðjur sínar í dag. Framh. af bls 1 bancti við Breta og Frakka. Það væri þó ekki sama og styrjöid væri hafin milli land- anna. ★ ★ ★ I' SRAELSSTJÓRN tilkynnti í dag að her landsins hefði haft mikla yfirburði yfir Egypta í þeim átökum sem komið hefði til á Gaza-svæðinu. Herstjórn ísraels manna heldur því fram að her- inn hafi hertekið 34 skriðdreka sem Egyptar fengu á sínum tíma frá Rússlandi og væru skrið- drekar þessir nú' notaðir gegn egypzka hernum. Þá heldur her- stjórnin því einnig fram að ísra- elsher sé kominn til strandar á einum stað og hafi króað egypzka herinn í Gaza inni. Á því lands- svæði sem ísraelsmenn hafa her- tekið af Egyptum eru 200 þús. flóttamenn. Segjast ísraelsmenn munu halda uppi löggæzlu á landssvæðum flóttamannanna. BREXAR MÓXMÆLA Egypzka herstjórnin segir að Bretar, Frakkar og ísraelsmenn hafi gert sameinginlegar loft- árásir á Egypta, en herstjórn Breta á Kýpur mótmælir því. Þá segjast Egyptar hafa skotið niður 6 sprengjuflugvélar Breta, en her- 100 nómumenn lokoðír inni NOVA SCOXIA, 1. nóv. — Ó- staðfestar fregnir herma að yfir 100 námumenn hafi lok- azt inni, þegar sprenging varð hér í námu einni í dag. — Vit- að er að einn námumaður lézt í sprengingunni og margir særðust. Björgunarmenn voru ekki komnir á slysstaðinn, þegar síðast fréttist. Hlutu Nóbels- verðlaun STOKKHÓLMI, 1. nóv. — í dag var úthlutað hér í borg verðlaun- um Nóbels í eðlis- og efnafræði Þrir bandarískir vísindamenn hlutu verðlaunin í eðlisfræði, William Shockley, J. Bardeen og W. H. Brattain. Verðlaunin í efna fræði hlutu Breti og Rússi. Bret- inn er Hinshelwood, prófessor við háskólann í Oxford, en Rúss- inn er N. Semyonov, prófessor við Moskvuháskólann. — Þetta er í fyrsta skipti sem Rússi hlýt- ur Nóbelsverðlaunin frá því að kommúnistar gerðu byltinguna í Rússlandi. — Reuter. stjórn Breta segir aftur á móti að brezki flugherinn hafi ekkert tjón beðið í bardögunum. Egypzk- ar orrustuflugvélar, þ. á. m. rúss- neskar MIG-15 þotur, réðust á sprengjuflugvélar Breta og Frakka í dag. í STRÍÐI Talsmaður egypzku stjórn- arinnar sagði í dag að Egypt- ar litu svo á að þeir ættu í stríði við Breta og Frakka. Hann sagði að Egyptar hug- leiddu það nú, hvort ekki væri rétt að þeir segðu sig úr S. Þ., þar sem þeim hefði ekki tek- izt að koma í veg fyrir að stórveldi réðust á smáþjóð. Nasser Egyptalandsforseti hélt ræðu í dag. Hann sagði að úr- slitakostir Breta og Frakka hefðu verið frekleg móðgun við Egypta. Egyptar gætu aldrei fallizt á að her þessara þjóða hernæmi Súez- skurðinn. Forsetinn sagði enn- fremur: Við munum verja land okkar, meðan nokkur maður er uppi standandi. Allir Egyptar eru hermenn. Við höfurn góðan her og næg vopn. — Herlög gilda nú í Egyptalandi og er Nasser her- stjóri landsins. NÁLGAST SÚEZ í kvöld tilkynnti herstjóm Frakka að brezk og frönsk herskip nálguðust Súez-skurð- inn. í loftárásum Breta og Frakka í dag á Súez sökktu þeir egypzku herskipi í skurðinum, svo að nú eru siglingar um hann stöðvaðar. ★ ★ INS og að framan getur, varð þingfundur Neðri málstof- unnar heldur sögulegur. Því má bæta við, að Eden lýsti því yfir eftir hléið að Bretar og Frakkar hefðu ekki sagt Egyptum stríð á hendur. Hér væri aðeins um lög- regluaðgerðir að ræða og gætu S.Þ. gripið í taumana, þegar þeim væri lokið. Forsætisráðherrann gaf þessar yfirlýsingu þegar stjórnarandstæðingar höfðu lengi hrópað að íhaldsráðherrunum og krafizt þess að því væri svarað. hvort um styrjöld væri að ræða. Gaitskell lýsti því yfir að Verka- mannaflokkurinn liti svo á, að framkoma Breta væri brot á sátt- mála S.Þ. Hann krafðist þess að hernaðarframkvæmdir væru stöðvaðar, þangað til Allsherjar- þingið hefði fjallað um málið. Þá sagði Gaitskell að brezka þjóðin bæri kinnroða fyrir fram- komu stjórnarinnar. Bevan tók í sama streng. Umræðurnar í þing- inu héldu áfram í allan dag og lýsti hermálaráðherrann því m.a. yfir, eins og herforingi Breta og Frakka hafði gert áður, að loft- árásirnar miðuðu að því einu að lama egypzka flugherinn. Hann sagði að margar egypzkar her- flugvélar hefðu verið eyðilagðar á jörðu niðri, svo og birgða- geymslur og flugvellir. SLÍTA STJÓRNMÁLASAM- BANDI VID FRAKKA Jórdaníumenn slitu í dag stjórnmálasambandi við Frakka. Bretar hafa heitið því að nota ekki bækistöðvar sín- ar í Jórdaníu til árása á Eg- ypta. Þá hefur sýrlenzka stjórnin kallað heim sendi- herra sína í Lundúnum og París. í dag komu saman til fundar í Bagdad, íranskeisari og forsætisráðherrar Sýrlands, íraks og Pakistans. — Lönd þeirra eiga aðild að Bagdad- bandalaginu. Á fundinum er rætt um atburðina fyrir botni Miðjarðarhafs. ★ ★ ORSÆTISRÁÐHERRAR Nýja Sjálands og Ástralíu héldu ræður í dag og lýstu yfir stuðn- ingi sínum við aðgerðir Breta og Frakka. Menzies, forsætisráðh. Framh. á bls. 15 Borgarstjóri kvaðst hafa lagt tillögu sína fyrir bæjarverkfræð- ing, deildarstjóra holræsadeildar og borgarlækni, áður en hann bar hana fram og hefðu þeir ver- ið henni samþykkir. Hefði strax eftir samþykkt tillögunnar verið ráðinn finnskur sérfræðingur, Makk- onen, að nafni til verksins og kom hann hingað til undir- búnings. Vinnur hann að verk- inu með starfsmönnum sinum erlendis en mun koma hingað nokkrum sinnum sáðar til frek- ari athugunar. Makkonen verk fræðingur telur sig geta lokið verkinu á misseri. Holræsagerð er meðal stærstu og dýrustu framkvæmda á veg- um bæjarfélagsins og þarf mik- illa aðgerða. Kvaðst borgarstjóri hafa lýst því á fundinum 5. okt. og getið þess að mikil tæknileg vinna væri unnin en hins vegar væri skortur á verkfræðingum. HVERS VEGNA ER LEITAÐ ERLENDRAR AÐSTOÐAR? Eftir fundinn gerðist svo það, sagði borgarstjóri, að Alþýðu- blaðið, Tíminn og Þjóðviljinn hefðu gert sér upp orð út af þessu máli. Blöðin hefðu borið sig fyrir ýmsum ummælum, sem þau við- höfðu um „mistök“, „kunnáttu- leysi“ og „óreiðu“ í starfi verk- fræðinga, en allt væri þetta stað- lausir stafir og einstök málsmeð- ferð, sem gæti orðið til að tor- tryggja verkfræðinga í augum almennings. Borgarstjóri sagði að það væri furðulegur misskilningur að túlka það að leitað væri erlendrar aðstoðar, sem vantraust á inn- Ienda menn. Minnti borgarstjóri á að núverandi ríkisstjórn hefði nýlega kvatt 2 erlenda hagfræð- inga til að gera tillögur um efna- hagsmál landsins en það dytti engum í hug að leggja það út sem vantraust á innlenda hagfræð- inga. Á sl. ári hefði verið leitað aðstoðar erlendra lækna vegna mænusóttarfaraldurs, en þó væru tii ágætir íslenzkir læknar á þessu sviði. Ekki hefði þetta verið túlkað sem vantraust á íslenzka lækna. Borgarstjóri kvaðst nefna þetta dæmi til að sýna fram á að fráleitt er að telja að erlendrar aðstoðar sé einungis leitað vegna þess að íslenzkir menn kunni ekki til verka. Borgarstjóri kvaðst frábiðja sér að hann sé borinn fyrir illmælum um verk- fræðinga bæjarins. „Bærinn hef- Uppskeruhátíð garðyrkjumanna REYKJUM, Mosfellssveit. — Garðyrkjubændafélag Kjalarnes- þings var haldinn að Hlégarði nýlega. Var þar samankomið yfir 200 manns af félagssvæðinu sem nær yfir Mosfellssveit, Reykjavík og nágrenni. Meðal annarra komu garðyrkjubændur og gestir þeirra úr Borgarfirði og Ámes- sýslu. Slíkar upskeruhátíðir eru mjög vinsælar hér, enda töðugjöld í sveitum að mestu að leggjast nið- ur í þeirri mynd sem tíðkaðist áður fyrr. Til skemmtunar var kórsöngur, ávörp, söngur og dans. Stjórn félagsins á þakkir skildar fyrir að stuðla að nánari kynningu sveitafólksins svo og aukinni við- kynningu þess og forystumaima iFélags garðyrkjumanna. — J. ur verið svo hepplnn", sagði borgarstjóri, „að fá í þjónustu sína marga prýðilega menntaða og starfhæfa verkfræðinga, sem ég ber fullt traust til.“ — Hins vegar væri milc- ill skortur á verkfræðingum ea af því hlytist dráttur á einstök- um verkefnum, sem ljúka þyrftL Þess vegna væri leitað erlendrar aðstoðar í einstökum tilvikum. Fulltrúar minnihlutaflokk- anna gátu fáu svarað en á það má minna að þeir hafa margoft sýnt að þeir hafa mjög horn i síðu verkfræðinga bæjarins, eina og m.a. kom fram út af afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar bæjar- ins, þegar minnihlutinn lagði til að skera stórlega niður fjárveit- ingar til verkfræðideildar Reykjavíkurbæjar. Ók á blaðsölufurn KEFLAVÍK, 1. nóvember. — Það óhapp vildi til í Keflavík í dag kl. 3, að vörubifreið er ók upp Hafnargötuna þurfti skyndilega að hemla allsnöggt, vegna um- ferðarinnar, en við það sprungu hemlarörin og rann bíllinn aftur á bak niður götuna. Bílstjórinn sveigði bíllinn upp á gangstéttina til þess að koma í veg fyrir slys, en þar sá hann engan á gangi. Lenti pallur bílsins á Bókabúð Keflavíkur og braut gluggapóst í nýbyggðum blaðsöluturni þar. Skemmdist blaðsölutuminn all- verulega en ekkert slys varð á fólki. — Þótti þetta snarlega gert af bílstjóranum og forðaði hann með þessu stórslysum, sem áreið- anlega hefðu annars orðið. — Ingvar. Reynl a$ ná kerinu á flot AKRANESI, 1. nóvember. — í dag var gerð tilraun til þess að koma steinkerinu, sem dregið var upp í sumar með innanverðri bátabryggjunni, á flot. Er búið að steypa yfir 12 hólf í kerinu og dæla lofti í þau. í dag milli 4 og 5 er stóð á háflóði var tilraunin gerð. Var til þess fenginn hafnarferjan og tveir „trukkbilar“ er toguðu í öfluga vírstrengi, er brugðið var í stálblokkir i kerinu. Mjakaðist kerið 1,4 metra, við öll átökin. í nótt verður gerð tilraun á nýjan leik, að ná kerinu á flot, en háflæði er milli kl. 4 og 5. — Oddur. Tvö minniháttar tiys ígær í GÆRMORGUN varð það slys í Tryggvagötu, að bifreið og bif- hjól rákust saman, með þeim af- leiðingum, að maðurinn er á bifhjólinu var, féll í götuna, hlaut áverka á andliti og heila- hristing. Var þetta Þorbergur Gunnarsson, Tjarnargötu 3. Var hann fyrst fluttur á Slysavarð- stofuna, en síðan heim tii sín. Þá varð það slys í vöruskemmu Eimskip um kl. 16 í gærdag, að maður féll ofan af pokahlaða og meiddist nokkuð á höfði. Var honum einnig ekið á Slysavarð- stofuna, en síðan heim til sín. — Allsherjarþingið — Lundúnum, 2. nóv. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. AUKAFUNDUR AUsherjarþingsins hófst í kvöld og var fulltrúi Chile í forsæti. Fundurinn hófst með einnar mínútu þögn og skyldu fulltrúar nota þann tíma tii bæna- gjörða._Þetta er í fyrsta skipti síðan S. Þ. voru stofnaðar sem Allsherjarþingið er kallað saman tii skyndifundar. Þingið ákvað að taka fyrir dagskrármálið með 67 atkvæð- um, 7 ríki sátu hjá, en Bretar og Frakkar greiddu atkvæði á móti því að styrjöldin í Egyptalandi væri tekin til um- ræðu. — Síðan hófust umræðurnar. Fulitrúi Ceylons harm- aði árás Breta og Frakka, fulitrúi Breta sagði að aðgerðir Breta og Frakka hefðu verið ill nauðsyn og þær miðuðu einungis að því að binda endi á ófriðarástandið við Mið- jarðarhaf. Fulltrúi Egypta sagði að það væri yfirskin hjá Bretum og Frökkum að þeir hefðu skorizt í leikinn til að hindra að siglingar um Súez-skurð stöðvuðust. Hann sagði ennfremur að ekkert mark væri á því takandi, þegar Bretar segðu að þeir mundu hertaka borgir Egyptalands til bráða- birgða. Þeir sögðu þetta sama, sagði Egyptinn, 1882, þegar þeir hertóku allt landið. ★ ★ ★ Fulltrúi Bandaríkjanna hvatti Allsherjarþingið til að kref jast þess að bardögum verði hætt í Egyptalandi. Fór hann þess á leit við þingið að það hætti ekki störfum fyrr en vopnaviðskiptum væri hætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.