Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 6
c
M ORCUNTtllÐlÐ
FSsfudagUr 2. nóv. 1956
pwmHmmtwtiMmHKUiHtiiHmiiMiitiiDiiisiimimtiiiiiiiinimiimmifHiiimimnmtmHiimiHiiiiiiimimiiimfiiimiiiiiHiimiimmHimmmmHmimmttiMiimiiiiH
New York
stuBningi
Times lýsir yfit
v/ð Eisenhower
iHmmiiiiiiimimmiimiiiiiimimiiiimi
Washington, 17. október.
[G Æ R lýsli stórblaðið New
York Times því yíir í langri
forustugrein, að það styddi Eis-
enhower við íorsetakosningarn-
ar, sem nú fara í hönd. En New
York Times er tvímælalaust það
dagblað Bandaríkjanna, sem nýt-
ur mestrar virðingar og trausts.
Það er að visu ekki skrifað í
þeim létta tón, sem bandarísk-
ur almenningur ssekist eftir og
birtir sjaldan eða aldrei á for-
síðu myndir af kvikmyndastjörn-
um eða lineyksliskvendum. Þess
vegna er eintakafjöldi þess ekki
talinn í jafnmörgum milljónum
og Daily News eða Mirror.
En hver sá, sem vill í raun
fylgjast með þeim atburðum,
sem gerast stærstir á innlend-
um og erlendum vettvangi, verð-
ur að kaupa New York Times.
Það er á hverjum degi borið heim
til hvers einasta þingmanns á
allsherjarþingi Bandaríkjanna og
sérhver áhriíamaður hlýtur að
vera grunaður um ao tina mik-
inn hluta fróðleiks síns upp af
síðum New York Times.
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ
Times eins og það er venju-
lega kallað hér, lítur á sig sem
óháð fréttablað. Það hefur ekki
og vill helzt ekki taka ákveðna
afstöðu til neins stjórnmála-
flokks. Heldur hefur það viljað
hafa sæti hins óbundna gagnrýn-
anda. Það hefur viljað taka af-
stöðu til hinna einstöku málefna
en ekki til flokka.
Þó brá út af þessu í síðustu
forsetakosningum 1952, þegar
blaðið lýsti yfir stuðningi við
Eisenhower. Það gerði það á
þeim einkennilega grundvelli, að
hsettulegt væri, hve Republikana-
flokkurinn væri orðinn íhalds-
samur og trénaöur. Eini maður-
inn, sem gæti breytt honum í
frjálslyndara horf væri Eisen-
hower. Það væri nauðsynlegt að
gefa honura tækifæri til að betr-
umbæta Republikanaflokkinn.
Það var talið óvíst nú fyrir
þessar kosningar, að Nev/ York
, Times myndi að nýju lýsa stuðn-
ingi við Eisenhower. Blaðið hefur
ekki verið fyllilega sammála
honum í ýmsum mikilvægum mál
um, svo sem efnahags- og skatta-
málum. Enda segir blaðið í for-
ustugreininni, að það geti ekki
tekið undir allt sem Eisenhower
hefur gert.
— En, segir New York Times,
— það er nauðsynlegt, að ný-
sköpun Republikanaflokksins
íærist enn fram um eitt skref
undir forustu Eisenhowers for-
seta.
ÓÁNÆGT MEÐ STEVENSON
Þá snýr blaðið sér að Steven-
son frambjóðanda Demokrata og
virðist sem andúðin á honum
haíi verið ein helzta hvötin til
þess að það lýsir nú yfir stuðningi
við Eisenhower.
Blaðið sakar Stevenson um að
vera mjög ábyrgðarlausan í kosn-
ingabaráttu sinni. Hann sé furðu
óhlutvandur um stefnuskrármál
sín, aðeins ef ham. telji sig geta
grætt nokkur atkvæði á því.
Þannig telur New York Times
það ábyrgðarlaust hjá Stevenson
og Demokrötum að styðja 90%
uppbætur fyrir óseljanlegar land-
búnaðarafurðir. Það sé gert ekki
samkv. skynsamlegu mati á mál-
efninu, heldur til þess eins að
veiða atkvæði bænda. Það telur
einnig ábyrgðarlaus loforð Stev-
ensons um afnám herskyldu. Slíkt
gæti orðið dýrkeypt öryggi Banda
ríkjanna, en Stevenjon hugsar
ekki um það, heldur um atkvæði
mæðranna. Blaðið telur einnig
miður farið, að Stevcnson virðist
nú kaupa svertingjakúgarana í
Suðurríkjunum til fylgis við sig.
35 BLAÐMENN FYLGJAST
MEÐ STJÓRNMÁLL’ M'M
Eg hafði gaman af því, nú dag-
inn eftir að þessi þýðingarmikla
forustugrein hafði birzt í Times,
þá gafst mér tækifæri til að
heimsækja skriístofu blaðsins í
Washington. Skrifstoía þessi ligg-
ur í aðalviðskiptahverfi Washing-
ton-borgar í mjög nýlegu og fögru
húsi. Tekur yfir eina hæð þar.
Ég ætla nú ekki að fjölyrða
mikið um húsakynnin sjálf, en
þarna eru starfandi 35 blaða-
Húseigendur
Getum tekið að okkur allskonar smíði á innréttingum.
Tilboð leggist inn á afgreiðsiuna merkt: „Fljót af-
greiðsla —3166“.
Amerískir
Síðdegis og
kvöldkjóiar
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
iiiiHmimiiiiiiiiimiiiiiHiimiiiiiHiiiiiii
menn, er fylgjast með öllum póli-
tískum hræringum í höfuðborg-
inni, þingfréttaritarar og blaða-
menn, sem hafa með höndum ein-
stök svið framkvæmdavaldsins,
utanríkismál, heilbrigðismál,
skólamál o. s. frv., þarf varla
að taka það fram að þetta er mik-
ilvægasta skrifstofa blaðsins utan
New York. Á hverjum degi send-
ir þetta starfslið til New York
gegnum senditæki um 30 þúsund
orð. Oft er mikill hluti þess orð-
réttar skýrslur, en einnig fylgja
áttunni. M. a. liafa þeir að und-
anförnu ferðazt víða um héruð
Bandaríkjanna til að þreifa fyrir
sér um skoðanir manna.
Samtal okkar snerist brátt um
þá ákvörðun blaðs þeirra að
styðja Eisenhower.
FRÉTTAFLLTNINGUBINN
SÁ SAMI
— Hvaða þýðingu hefur þessi
ákv-örðun blaðstjórnarinnar fyrir
ykkur blaðamennina, og þá eink-
um fyrir ykkur, sem skrifið þing-
fréttir og fréttir af pólitískum at-
burðum? spyr ég.
White verður fyrir svörum.
— Ákvörðunin skiptir okkur
blaðamennina ekki nokkru
minnsta máli. Við höldum áfram
að semja okkar fréttir á okkar
venjulega hátt. — Ég skal segja
þér eitt, heldur hann áfram. Ég
hef starfað á aðalskrifstofu blaðs
ins i New York í mörg ár. Við
Richard Whiie (t. v.) og Douglas Dale, tveir þingfréttaritarar Times
með sjálfsagðar fréttir og skýr-
ingar. En það er mál manna hér
í borg, að t.d. þingfréttaritarar
New York Times viti miklu
meira um málefnin, sem rædd
eru í þinginu, heldur en sjálfir
þingmennirnir,
Athyglisverðast- við komuna
þarna, þótti mér samtal við tvo
þingfréttaritara New York Times,
þá Richard White og Douglas
Dale. Nú scm stendur situr ekk-
ert þing á rökstólum, en þessir
tveir blaðamenn sem eru í hópi
hinna kunnusíu blaðamanna
Bandaríkjanna haía nóg að gera
við að fylgjast meo kosningabar-
blaðamennirnir vorum á neðri
hæðum hússins, eins og sjálf-
sagt er, því að við þurfum að
hafa náið samband við borgar-
lífið. En ritstjórnardeildin, þar
sem forustugreinarnar eru samd-
ar, er held ég uppi á 12 hæð. Við
þekktum eklci einu sinni menn-
ina, sem skrifuðu forustugreinar
blaðsins. Þeir litu aldrei inn til
okkar.
HEFIR MIKIL ÁHRIF
— Teljið þið þá, að það hafi
mikla þýðingu yfir höíuð hvort
New Yorlc Times skiptir um
skoðun, eða tekur einhverja á-
kvörðun. Fréttaþjónustan hjá ykk
ur breytist í engu, þótt hlaðið
kúvendi í pólitíkinni. Hver tekur
þá eftir þessum forustugreinum
aftarlega í blaðinu?
— Jú, svarar Dale. Það hefur
talsvert mikil áhrif. Forustugrein
ar New York Times eru ætíð
mikið lesnar. Og meira segja
þykja þær svo þýðingarmiklar, að
það er orðinn siður hjá Asso-
ciated Press fréttastofunni, að
senda út sérstakar fréttir um
það, hvað hafi staðið í forustu-
grein New York Times þennan
og þennan dag. Það hefur einnig
vafalaust mikil áhrif þegar ræðu-
menn vitna í orð, er staðið hafa
í New Yorlc Times. Margur mað-
urinn, jafnvel sá sem ekki les
blaðiö að jafnaði hefur tilhneig-
ingu til að trúa því, að það sem
stendur í íorustugrein New York
Times sé rétt.
ANNAR DEMÓKRATI
HINN REPUBLIKANI
— En má ég nú að lokum
spyrja einnar spurningar? —
Hvernig hindrið þið þá, að ein-
stakir blaðamenn við New York
Times misnoti aðstöðu sína til
að halda fram málstað þess flokks
ins, sem þeir persónulega fylgja?
Því að ég býst við, að það sé
hægt að gera í slcjóli hlutleysis-
ins.
— Við skrifum fréttir okkar
óháð pólitík, svara White. Hver
blaðamaður verður að gera það
upp við samvizku sina, hvað er
réttur málflutningur. Um það er
ekki hægt að setja neinar regl-
ur og mjög vafasamt hvort það
myndi leiða til nokkurs góðs, að
setja blaðamennina undir póli-
tískt eftirlit. Það sem hér ræður
úrsliíum, er hvort blaðamaðurinn
hefur tamið sér þann blaða-
mennsku-anda, sem veitir honum
þrek til að láta samvizku sína
eina ráða pennanum. Fyrr en
blaðamaðurinn hefur tamið sér
þann anda, verður hann aldrei
góður blaðamaður.
— Ég þakka fyrir samtalið, —
en með leyfi að spyrja — til-
heyrið þiö öðrum hvorum flokkn-
um?
Og það reyndist vera, White er
Demokrati en Dale er Republik-
ani. Þeir staría báðir á sama
heimsfræga stórblaðinu, en af
greinum þeirra verður ekki séð,
að þeir tilheyri einum né nein-
um flokki. — I>. Th.
sterifar ur
dagiega lifinu
ÞAÐ er oft sem maður heyrir'
því hreyft í ræðum á manna-
mótum sárstaklega ef cinhver sá
viðburður er þann daginn, sem
snertir föðurlandsást eða forna
sögu, að ósköp sé það nú illa far-
ið, að við íslendingar sýnum íorn
um venjum svo litla ræktarsemi
sem raun ber vitni um. Um þetta
er svo íarið löngum harmatölum,
þvi hver vill vera sem þjóðrækn-
astur og bera af náunganum í
því, fremur en ýmsu öðru.
En í þessu máli er tvenn sjón-
armið að finna, svo sem reyndar
í flestum öðrum. Það er sitt hvað
að ríghalda í íornar venjur að-
eins vegna þess að þær eru gaml-
ar eða kunna að velja þar og
haína. Margar slíkar hafa mynd-
azt á fátæktar- og niðurlæging-
artímum þjóðarinnar undir er-
ler.dri óstjórn og harðstjórn.
IUur arfur
ÞAR er fremstur lcotungshátt-
urinn, smáborgaraskapurinn,
öfundin og þröngsýnin, sem enn
loðir svo furðu mikið við íslend-
inginn og það ekki siður í stærstu
borg landsins. Venjur sem byggð-
ar eru á slíkum hugsunarhætti,
eru forkastanlegar, þótt gamlar
séu og hver maður sælastur, sem
fjærst stcndur slíkum þáttum í
eðli sínu. Það voru þessar erfða-
venjur og þessi hugsunarháttur,
sem aðalritstjóri þessa blaðs
nefndi nýlega „skinnsokka-
i mcnningu", í ræðu, er hann hélt
í Þjóðleikhúsinu á 50 ára afmæli
símans á íslandi.
Því fjær sem við færumst
slíkri rncnningu því betra. Vafa-
laust vill enginn 3kálaræðumaður
teljj sig fastheldinn á slílc menn-
ingarverðmæti en liætt er við að
illa gangi samt sumum að gera
greinarmun á hver menningar-
verðmætin skuli í heiðri höfð og
hverjum fyrir róða kastað. Þar í
felst galdurir.n, miklu fremur en
elska allt sem uppruna sinn á
innan tímatals miðalda eða íorn-
aldar.
Rússagildið
EIN er sú íorn venja sem marg-
ir mætir menn hafa amazt við
og talið ósæmandi með öllu, Það
er hin eldforna hefð stúdenta að
halda Rússagildi. Þar er jafnan
til mikils gleðskapar stofnað og
að gömlum hætti, formið fast og
fágað, og út af engu brugðið, ef
gleðin skal ekki spillast. — Við
höfum Rússagildið frá Dönum,
þeim íslendingum, sem námu við
Hafnarháskóla og fluttu það með
sér í innlendan háskóla. Rússa-
gildið er ein þeirra erfða, sem
setja sérkennilegan blæ á há-
skólaliíið, það er hin forna mót-
tökuathöfn og kynningarhátíð og
skyldi cnginn maður góður fyrr
en hann var kunnur að verðleik-
um sínum, uppruna og ætlan.
Mjög hefur verið að gildinu
vegið á seinni árum, og nú svo
mjög að hverfa hefur þurft frá
hinu forna nafni og skjóta dúlar-
blæju yfir hátíðina. Hér er þó
sannarlega um einn þann gamlan
sið að ræða sem nokkru gildir að
aftakist ekki með öllu né hverfi
úr háskólalííinu.
Teiti gott
ÞEIR sem helzt hafa gegn gild-
inu barizt hafa nent þau rök á
loíti, að þar væri nýstúdentum
fagnað með drykkjuveizlu nokk-
urri og væri það ósamboðið æðri
mennt og skóla. Löngum hefur
þó Bakkus leynzt í kallfæri við
akademíur, enda þar jafnan verið
íremur aufúsugestur en dyra-
fjandi. Og óvíst er, að ungir stúd-
éntar hafi nokkuð verra af því
að sitja menningarlegt teiti und-
ir stjórn prófessora sinna, þar
sem gát er höfð á hverjum hlut,
en minnast við Bakkus á öðrum
vettvangi.
Mun víst, að hóflegri verða
skrefin þar, en víðast annars stað
ar, en þeim sem vín vill drekka
tjáir eklci frá því að halda, gegn
eigin vilja.
Er því vel að Rússagildið hefur
nýlega verið haldið, því sak-
laus er sú skemmtan og engura
siðum spillandi. Mætti svo gjarn-
an haldast, en þeir siðferðispost-
ular, sem ára sjá leynast í öllura
hornum, þegar ungir menn og
æi'slafengnir eru á ferð, beini
geirum sínum í aðrar rekkjur,
þar sem breiðra spjóta er meiri
þörf.