Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 8
8 M 0RCUNBL2ÐÍÐ FSstudagur 22. nóv. 1956 IR tekur upp léttar fimleikaæfingar fyrir karla og konur Jk I' ÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR hefur ákveðið að efna íil fimleikanámskeiða, sem þannig eru sniðin, að þeim er fyrst og frcmst ætlað að verða fyrir fóik sem vcgna vinnu sinnar þarfnast léttra æfinga, en að sjálfsögðu er öllum heimilt að vera með. Námskeiðin hefjast á morgun og verða í ÍR-húsinu. Æfingar karla eru á mánudöguin og föstudög- um kl. 8,30, en fyrir konur á þriðjudögum og fimmtudögum á sama tíma. ★ TVÍÞÆTTUR TILGANGUR Tilgangur félagsins með þess- um námskeiðum er tvenns konar. Fyrst og fremst sá að fá fjöldann með í fimleikana og í öðru lagi að gera átak til þess að vinna íímleika upp úr þeim öldudal, sem segja má að þessi grein íþrótta hafi verið í um árabil. Fimleikar eru undirstaða allra íþrótta og líkamsmenntar. Þegar í. R. var stofnað var það fyrst og fremst til fimleikaæfinga og um nokkra áratugi var mikið blómaskeið fimleika hjá félag- inu. Á næsta ári er ÍR 50 ára og takmarkið er að hefja fim- leikana aftur tii vegs fyrir þann tíma. Á INNRITUN Æfingarnar á námskeiðinu verða léttar og fyrir alla. Kenn- ari karla verður Davíð Sigurðs- son, en kennari kvenna er Sig- ríður Valgeirsdóttir. Innritun er daglega í síma 82168 (Davíð Sig- urðsson) fram til kl. 5 og eftir þann tíma í ÍR-húsinu við Tún- götu, sími 4387. Þátttökugjald er 100 kr. fyrir allan veturinn. „FJALLFOSS“ Fer frá Reykjavík mónudaginn 5. nóv. til vestur- og norðurlands. — V iðkomustaðir: ísafjörður Siglufjörður Akureyri Húsavík H.f. Eimskípafélag fslands. Þriggja arma gólflampar úr málmi frá kr. 675.00 úr harðviði frá kr. 950.00 Nýtízku þýzkir gólflampar lá lægsta fáanlega verði. Fjölbreytt úrval. Veglegar tækifæris- gjafir. Loftljós, með og án upphalara — margar gerðir. Laugavegi 68 — sími 81066 Ný sending amerískir Síðdegis og kvöld kjólar GUIIÍOSS Aðalstræti Fimleikaflokkar ÍR ganga inn á íþróttavöllinn við 17. júní hátíða- höld fyrir nokkrum árum. Olympíuför Íslendínga 1956 Lngt of stað til Melbourne eftir viku OLYMPÍUKEPPENDUR íslands 1956, þeir Vilhjálmur Einarsscm og Hilmar Þorbjörnsson, hafa að undanförnu dvalizt í Bosön í Svíþjóð við æfingar. Þeir hafa ekki svo vitað sé tekið þátt S keppni, en dvalizt þarna moð ýmsum Svíum sem fara eiga til Melbourne. Fararstjóri íslendinganna, Ólafur Sveinsson, heldur utan á sunnudag og 8. nóv. halda þessir 3 fulltrúar íslands áleiðia til Melbourne í hópi annarra keppenda Norðurlanda (þeir haf* samflot í 3 flugvélum), en þeir eru hátt á þriðja hundrað. * U NDIRBÚNIN G S S TÖRF Blaðamenn ræddu í gær við Olympíunefndarmenn og hafði Bragi Kristjánsson form. nefnd- arinnar orð fyrir henni, en í henni eiga sæti 15 menn, ýmist kosnir eða tilnefndir af sérsam- böndunum. Bragi minnti á verk- efni nefndarinnar sem væri að undirbúa og ákveða þátttöku ís- lands í Olympíuleikum. Bragi rakti undirbúningsstörf nefndarinnar að þátttöku í leik- unum 1956, þ. e. Vetrarleikunum á Ítalíu og nú í Melbcurne. 7 ísl. piltar og ein stúlka voru þátt- takendur í ítaliuleikunum og stóð Eysteinn Þórðarson sig með mestum glæsibrag. Áður en þátt- taka var ákveðin hafði nefndin úthlutað fé til skíða-, sund- og frjálsíþróttasambandsins sem notað skyldi til þjálfunar íþrótta- manna. Á BLAÐASKRIFIN Bragi kvað umræður þær og blaðaskrif, sem orðið hefðu út af væntanlegri þátttöku íslands í leikunum gefa tilefni til að rekja að nokkru aðdraganda málsins, en hann væri þessi: Frjálsíþróttasambandið sá um þjálfun iþróttamanna og fékk til þess styrk frá Olympíunefnd eins og að framan segir, ★ LÁGMARKH) Þátttaka var tilkynnt af hálfu íslands á tilskyldum tíma, eftir að fundur Olympíunefndar fs- lands hafði samþykkt hana með samhljóða atkvæðum. Frjálsíþróttasambandið setti síðan ákveðið Iágmark um getu PÁLL 5. PÁL5SON hæstaréttarlögmaður Bankastræti 7 — Sími 81511 íþróttamanna, sem var skilyrðt íyrir því að FRÍ gæti rnælt með þeim til þátttöku við Olympíu- nefnd og var það tekið skýrt fram, að l>ótt menn næðu þessu iágmarki, væri ekki þar mcð ákveðið að þeir yrðu sendir á leikana. Olympíunefnd sam- þykkti aldrei nein lágmarksskil- yrði. Hins vegar er það hlut- verk Olympíunefndar að ákveða keppendafjölda af íslands hálfu, hvað hún og gerði á fundi sínum 3. okt. s.l. er hún ákvað að senda þá þrjá menn er getið er hér að framan. Fleiri var ekki hægt að senda, af fjárhagslegum ástæðum. Eigí var heldur hægt að láta kepp- anda annast fararstjórn. Hvort tveggja var, að slíkt var í ósam- ræmi við reglur og venjur Olym- píuleikanna og störf fararstjóra eru slík, að keppandi getur ekki sinnt þeim samhliða þjálfun og keppni. Á MARKMIÐlf) Max-kmið með þátttöku fs- lendinga í Olympíuleikunum er að taka þátt í alþjóðasamstarfi á þessum vettvangi og sýna heim- inum að okkar fámenna þjóð & afreksmenn á heimsmælikvarða eins og svo oft áður hefur komið í ljós. Nægir að nefna sem dæmi, að ísland hefur oftar en einu sinni eignazt Evrópumeistara i frjálsum íþróttum auk íjölda annarra góði'a íþx'óttamanna I ýmsum greinum. Hugsjónin á bak við Olympfu- leikana er að sjálfsögðu ekki ávinningur peningalega, heldur eins og forvígismaður þeirra, Baron de Coubertin, sagði: „Að- alatriðið er ekki að sigra, heídur að vera með“. Þessari hugsjón hafa íslend- ingar verið trúir með því að taka þátt í mörgum Olympíuleikum frá 1908 og einnig nú, þótt þeir séu hinum megin á hnettinum. Afgreiðslumaður Okkur vantar afgreiðslumann, helzt vanan. Upplýsingar ekki gefnar í síma. MATARDEILDIN, Hafnarstr. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.