Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 17
Föstudagur 22. nðv. 1956 MORCUyBLAÐIl 17 Súezmálin á eina hlið, átökin milii Jordaníu og ísraelsmanna á aðra, og yfirdrottnun Rússa yfir milljónum manna í löndum, sem áður voru frjáls, og þrá ekkert heitara en að fá frelsi á ný. (Sbr. síðustu atburði í Ungverjalandi og Póllandi. Framkomið eftir að þessi ræða var flutt). Allt bendir þetta til, að púðurtunnan geti sprungið þegar minnst varir, og þá verður hlutleysi engrar þjóðar virt, fremur en áður, hversu friðelsk., sem hún kann að vera. Við, líkt og aðrar þjóð ir verðum því - að velja eða hafna, og það er öll frarntíð þessa lands undir því komin, að við veljum rétt. En valið .verður þvi aðeins rétt, að þeir fulltrúar, sem sendir eru á þing, og gera þar út um þessi mál, séu nægilega víðsýnir og þjóðhollir, og láti hagsmuni landsins sitja í fyrir- rúmi fyrir flokkshagsmunum og valdafýkn. En reynzlan liefur sýnt, að til þess er núverandi ríkisstjórn og þeim fulltrúum sem hana styðja ekki treystandi. EFNAHAGSMÁLIN ÞRIÐJA STÓRVANDAMÁLIÐ Þriðja stóra vandamálið, sem þingið fær að glíma við og verð- ur að leysa, eru efuahagsmál þjóðarinnar. Formaður Framsóknatflokks- Ins hefur haldið því fratu um langt skeið, og endurtekið pað nú í ræðu nýlega, að allt efna- hags- og fjármálakerfi þjóðarinn- ar sjé helsjúkt. Og Sjálístæðis- flokkurinn er talinn eiga á því alla sök, þó að Framsókn hafi reyndar farið með fjármálin í landinu í síðustu sjö ári.t, og þar hafi fjármálaspekingurinn Ey- steinn Jónsson setið við stýrið með sínum alkunna dugnaði og alkunnu speki. Á kosningafund- unum í sumar héldu þeir Her- mann og Eysteinn þessu óspart fram, og sögðu það allt Sjálf- stæðismönnum að kenna. Allt sem vel hefði verið gert í sam- slarfi við Sjálfstæðismenn væri Framsóknarmönnum að þakka knúð fram af þeim gegn harð- skeyttri andstöðu Sjálfstæðis- manna, og allt sem miður hafi farið væri Sjálfstæðismönnum að kenna, knúð fram af þeim gegn harðskeyttri andstöðu Fram sóknarmanna. Eg geri ráð fyrir því, að þessi sami söngur hafi verið sunginn hér við síðustu kosningar. En trúið þið tilheyrend ur góðir þessum fullyrðingum? Ég veit að þið trúið þeim ekki, og enginn, sem kynnt hefur sér þessi mál trúir þessari fjarstæðu. Mér dettur ekki í hug, að ætla piér þá dul, að telja nokkrum manni trú um, að allt sem vel var gert hafi einungis verið að þakka Sjálfstæðismönnum, og allt sem miður hefur farið, ein- ungis að kenna Framsóknarmönn um. Þessi verk 611, góð eða ill eru sameiginl. verk beggja flokk- anna, sem þeir bera sameigi- lega ábyrgð á, og sem hefðu orð- ið enn áhrifarík., betri og meiri, ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki svikið samslarfið, eins og bent hefur verið á. En ég skal bregða hér upp örfáum myndum af gangi þessara mála, svo að þið getið dæmt um það, tilheyr- endur góðir, hvor flokkanna hafi lagt þyngra lóð á vogskálarnar til velferðar landi og þjóð. Þegar stjórn Alþýðuflokksins eettist að völdum haustið 1947, var samið um, að Jóhann Þ. Jósefsson tæki við fjármálaráð- herraembættinu, en Eysteinn við menntamálunum og Bjarni Ás- geirsson við landbúnaðarmálun- um. Samið var jafnframt um það, að ríkisstjórnin öll skyldi bera ábyrgð á afgreiðslu greiðslu- hallalausra fjárlaga, svo lengi, sem stjórnarsamstarfið stæði. Emil Jónsson fór þá með við- skiptamálin. ÓHEILINDIN 1 SAMSTARFINU VI® FRAMSÓKN Ég var þessi ár formaður fjár- veitingarnefndar. Ég minnist þess vel, að í hvert sinn, sem þáver- andi fjármálaráðherra varaði við óeðlilegum útgjöldum var svar Framsóknarmannanna jafnan það, að ef hann vildi ekki taka við þeim, þá skyldi hann bara segja af sér, því að það mundu finnast nógu margir til að þyggja sætið. Og þó höfðu þeir tekið að sér að vera meðábyrgir um öll útgjöld. Og það var ekki ó- sjaldan, að einmitt þeir notuðu atkvæði stjórnarandstöðunnar til þess að koma fram margvísleg- um útgjaldatillögum gegn vilja fjármálaráðherra, og ein þeirra var sú, svo að dæmi séu nefnd, að samþykkja að láta ríkissjóð- inn kaupa gamalt blaðarusl fyrir 300 þús. kr., sem að sjálfsögðu var samþykkt með stjórnarand- stöðunni gegn vilja Sjálfstæðis- manna. Þannig kom fram ábyrgð Framsóknarmanna þá og sam- starfsvilji. Seinni hluta þingsins 1948—49, vildi Framsóknarflokkurinn gera þá breytingu á viðskipta og inn- flutningreglunum, að skömmtun- arseðlarnir væru látnir gilda, sem innflutningsleyfi og að sett yrði á miklu strangara skömmt- unarkðrfi og verðlagseftirlit. En þetta gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt. Út af þessu m.a. urðu svo stjórnarslit, þingrof og nýjar kosningar, um haustið 1949. Alþýðuflokkurinn tapaði þeim lcosningum fylgi, en Fram- sókn vann nokkuð á, en sameig- inlega gátu þeir ekki myndað stjórn, án þátttöku þriðja aðila. Við þetta myndast enn stjórnar- kreppa. Aðkallandi vandamál biðu úrlausnar sem ekki var unnt að skjóta á frest. Og til þess að forða þinginu frá þeirri smán, að senda á ný inn utanþingss' jórn tók Sjálfstæðisflokkurinn að sér að mynda ríkisstjórn, þó að hann væri í minni hluta, og undirbúa framtíðarskipun efnahagsmál- anna. Lagði hann fram tillögur um þetta eftir áramótin, en jafn- skjótt og þær voru lagðar fram á Alþingi, lýsti Framsóknarflokk- urinn vantrausti á ríkisstjórnina út af þessum tillög'um, en mynd ar stjórn með Sjálfstæðismönnum örfáum dögurn síðar, til þess að framkvæma þær tillögur, sem fram höfðu verið lagðar, og hann þá hafði lýst vanþóknun sinni á. Er nú hægt að hugsa sér meiri vesældóm af ábyrgum stjórnmálaflokki, eða meira á- byrgðarleysi, og hringlandarhátt? um og þorpum mögulegt, að koma yfir sig húsnæði. Voru það ósam- starfshæíir menn og óþjóðhollir, sem unnu að því, að fá afnumið óvinsælustu stofnun landsins fjárhagsráð, milduðu skattalögin, komu á Almannatryggingalög- gjöfinni gegn vilja Framsóknar- flokksins og tryggðu fé til henn- ar, tryggðu framlög til vega, brúa og símalagninga meira en nokkru sinni áður, og komu á margvís- legum öðrum umbótum í menn- ingarmálum, mannúðarmálum og framkvæmdum. Voru það glæpa- menn á borð við Suður-Ameríku bófaflokka, eins og Sjálfstæðis- menn eru nefndir af Framsóknar- flokknum ,sem undirbjuggu raun hæfar aðgerðir til að viðhalda jafnvægi í byggð landsins, og sömdu um margra milljóna kr framlög til þeirra mála á síðasta þingi við Framsóknarmenn, sem þeir sviku þjóðina um á síðustu stundu. Þetta og margt fleira hefur verið þáttur Sjálfstæðis manna í baráttu fyrir betri lífs- kjörum fólksins. Og það þarf meira en meðal fólsku af sam- starfsflokki, að ætla að kenna þeim mönnum um allt sem miður fer í þjóðlífinu og þakka sér allt sem vel var gert. Og það er þung- ur og óréttlátur dómur á dóm- greind almennings í landinu, að ætlast til þess, að hann trúi slíkri fjarstæðu. 4ki UMBÓTA ÞÖRF Á EFNAIIAGS- KERFINU Hitt er svo annað mál og þessu óskylt, að efnahagskerfi þjóðar- innar hefur raskast svo, að þar er umbóta þörf. Ekki fyrir gjörð- ir Sjálfstæðisflokksins, lieldur þrátt fyrir aðvaranir hans. En um það er að saka þá menn, sem nú ætla sér að bjarga málunum og finna til þess engar leiðir aðr- ar en þær, sem Sjálfstæðismenn bentu á og vildu fara, en Fram- sóknarflokkurinn hafði ekki manndóm í sér til að hafa sam- starf um að framkvæma. Er það haft fyrir satt, að þegar sérfræð- ingarnir, sem stjórnin fékk utan- lands frá til þess, að ræða þessi mál og gefa sér ráð, hafi bent aðeins á þær sömu leiðir, út úr efnahgaserfiðleikunum, sem Sjálf stæðismen hafa marg bent á og barist fyrir að farnar yrðu, en ekki fengið fylgi annara til að koma frarn, að þá hafi Hannibal orðið að orði á stjórnarfundi Jæja, er það þá svo, að engar aðrar leiðir finnast færar, en þa>r sem íhaldið hefur alltaf verið að berjast fyrir. Alla tið síðan að Framsóknar- flokkurinn var stofnaður ,nú fyrir 40 árum hefur hann haft Reykja vik og nágrenni og fólkið, sem þar býr, sem Grílu á fólkið í hin um dreifðu byggðum landsins. í höfuðstaðnum og umhverfis hann sóknarflokkurinn aldrei rætur. Þegar þið því lesið næst áróðurs- greinar í Tímanum um braskar- ana í höfuðstaðnum og allt ill- þýðið, sem þar býr, og vill ekki fylgja Framsóknarfl., eða heyrið þetta í ræðum þeirra Framsóknar manna, þá skuluð þið athuga, hvort ýmislegur annar fróðleikur, sem þessir menn flytja ykkur, muni ekki vera af sama toga spunninn. INNLIMUN KOMMA OG KRATA í FRAMSÓKN Það kann að verða langt eða skammt til næstu kosninga. Um það verður ekkert spáð. En það er haft fyrir satt, að áður en það komi til, ætli Framsóknarflokk- urinn að hafa innlimað að fullu Alþýðuflokkinn, og það má vel vera að honum takist það, zð ganga að honum dauðum. Hann ætli sér þá að koma á saina kosningarbandalagi við Komma og nú var við Alþýðuflokkinn, og þannig að ná enn miklu fleiri kjördæmum og þingfulltrúum. Er. gamallt máltæki segir: „Kongur vill sigla, en byr hlýtur að ráða“. Sjálfstæðisflokkurinn mun telja það skyldu sína vegna framtíð- ar þessa lands, að hefja harða sókn á öllum vígstöðvum, sækja alstaðar fram og vinna alls stað- ar á í næstu kosningum. Hrinda að íullu því gerræði, sem nú á FRAMSOKN ABYRGÐARLAUS Eysteinn Jónsson var þá gerð- ur að fjármálaráðherra. Þær erlendu stofnanir, sem veittu okk ur efnahagsaðstoð, gerðu það beinlínis að skilyrði, að ef þær ættu að halda því áfram, þá yrði að fást trygging fyrir því, að fjár lög ríkisins yrðu jafnan afgreidd greiðsluhallalaus, en sú trygg ing gat ekki verið örugg, nema með ábyrgð Sjálfstæðismanna á . að þroskast allskonar ósómi> afgreiðslu þeirra. Abyrgð Fram sóknarflokksins höfðum við feng ið reynslu af, og hún var ekki meira virði en uppáskrift þrota- bús á víxil. Hér fóru því saman tillögur Sjálfstæðisflokksins í efnahags- málunum og ábyrgð þeirra á af- greiðslu fjárlaga. Og hvernig reyndist svo þetta? Á árunum 1951 til 1955 urðu tekjur ríkissjóðs rúmlega 700 milljónum króna meiri en áætl- að var á fjárlögum. Voru það vondir eða ábyrgðarlausir sam- starfsmenn, sem stóðu að slíkri afgreiðslu fjárlaga árum saman? Var það sjúkt fjárhagskerfi, sem gat gefið ríkissjóði slíkar tekjur fram yfir áætlun? Og þó byggðu menn á þessum árum meira upp á öllum sviðum af varanlegum verðmætum til lands og sjávar en á nokkru öðru tímabili. Voru það óþjóðlegir braskarar, sem byggðu upp togaraflotann, efldu fiskveiðasjóðinn, byggðu áburð- arverksmiðjuna, undirbjuggu og tryggðu fé til sementsverksmiðj- unnar, undirbjuggu og stóðu að rafvæðingu landsins og útveguðu fé til þeirra framkvæmda, lögðu grundvöllinn að þeirri byltingu, sem orðið hefur í jarðrækt og húsabyggingum í sveitum lands- ins, og gerðu fólki í kaupstöð- kreppti hendurnar. Konurnar, sem áttu margar andvökunætur yfir börnunum sínum, til þess að geta hlúð sem bezt að þeim, til þess að gera þau sem nýtasta borgara þjóðfélagsins. Konurnar, sem marga nóttina biðu í ofvæm eftir makanum, sem á landi eða á sjó var að verki fyrir neimil- ið, umkringdur hættum á allar hliðar. ömmurnar, sem sögðu barnabörnunum sínum ævintýr- in um fljúgandi klæði, sem fyrir þrotlaust starf þessa fólks er orðið að veruleika, og flytur okk- ur nú heilbrigða og sjúka lands- horna og landa á milli. Og ég sé líka fyrir mér hér mennina, sem byltu um jörðinni með berum höndum, til þess að gefa niðjun- um betri lífskjör, mennina, sem ruddu björgunum úr veginum, að hann yrði eftirkomendum greiðfærari. Fyrir allt þetta strit hefur þjóðin orðið, það sem hún er í dag, frjáls og fullvalda menn ingarþjóð með bjarta framtíð, og' fegurra land. En er rétt að fórna öllum þessum verðmætum á alt- ari pólitískra spekulanta? Á að afhenda þau þjóðum, sem ber eru að því að kúga þegnana og neita þeim um allt rétt læti? Ég sé hér einnig fyrir mér æskuna, fegurri, betri og þróttmeiri en æsku flestra annara landa, sem ég hefi kynnzt, og það er hennar verk, að sjá um, að fórnirnar, sem feð- að beita þjóðina af valdasjúkum | ur og mæður færðu á altari um- pólitískum ævintýramönnum. I hyggju, ástar og erfiðleika, verði Hér í þessu héraði eigið þið kost á því, að fylkja ykkur um mann, sem í hvívetna hefur sýnt það, að hann hefur verið þeim vanda vaxinn, er honum hefur verið trúað fyrir, og hefur aflað sér trausts allra þeirra manna, sem við hann hafa átt viðsk'ipti, af hvaða flokki, sem þeir hafa verið. Fylkið ykkur því fast sam an konur og karlar, ungir sem gamlir, og sendið hann á þing við næstu kosningar, cn hryndið þeim fulltrúa, sem í dag hefur skipað sér £ þá fylkingu á Al- þingi, sem vinnur gegn frjálsræði og lýðræði í landinu. EFLING SJÁLFSTÆÐISFL. TIL HAGSÆLDAR ÞJÓÐ- FÉLAGINU Ég sé hér fyrir framan mig í kvöld hina eldri kynslóð, sem nú er að afhenda öðrum verlcefnin. Fólkið, sem margra ára strit risti rúnir á andlitin, beygði bakið og til þess, að gera þetta land enn byggilegra, enn auðugra, enn frjálsra en nokkru sinnL fyrr, en til þess, að svo megi verða þarf að efla sem mest og bezt stefnu hins frjálsa framtaks, stefnu frelsisins, stefnu lýðræðis og þingræðis, stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Þá mun þessari þjóð vegna vel, þá mun hún afla sér virðingar og vináttu allra frelsiselskandi þjóða, og' hafa við þær farsæla samvinnu. Alhnba Verkfrcebiþjónusia TRAUSTM Skólavör'busHg Jð Simi 3 2624 alls konar klækir, alls konar illt siðferði og þar eiga allir að gera fólkinu út á landsbyggðinni allt til ama og erfiðis. Það er þessi Grímsbylýður, sem á að vera því valdandi, að fólkið í byggð- inni býr við erfið kjör og minni þægindi. öll þessi ár hefur Fram- sóknarflokkurinn unnið að því markvisst, að skapa fjandskap á milli þessa fólks og hinna sem búa í öðrum landshlutum og talið sig vera sjálfkjörinn aðila til þess að fara með hagsmunamál hinna síðara og þá jafnframt kraf ist trúnaðar þess og fylgis. Nú er það svo, að á þessum árum hafa þúsundir manna flutzt úr byggð- um landsins til Reykjavíkur og nágrennis, og fjöldi þeirra fylgt Framsóknarflokknum heima í héraði, en þegar þeir hafa skipt um bústað, hafa þeir í flestum til fellum einig skipt um pólitíska skoðun. Þeir hafa fundið, að þarna hefur búið fólk, sem er af sama stofni og aðrir landsmenn, eru sömu eiginleikum gæddir, jafn elskulegir og traustir í öll- um viðskiptum og eiga enga þá ljótu eiginleika, sem þeim var sagt heima, að væru mest ráðandi í fari þeirra. Og hé-r leið fólk- inu vel, var ötult og frjálslegt og undi við sitt. En í höfuðstaðn- um og nágrenni hans festi Fram- Gerfileður og plastdúkar til iðnaðar og annarra nota. GÓLFDÚKAR BORÐDÚKAR Framleiddir af: VEB Zweenfurther Kunstleder — und Wachstuehfabrik, Borsdorf bei Leipzig. Vinsamlegast hafið samband við umboðs- menn vora: JAKOB LÖVE Ásvallagötu 52 — Reykjavík Deutscher Innen- und Aussenhandel TEXTIL Berlín W 8, Behrenstrasse 46 — Símnefni: DIATEX Þýzka Alþýðu-lýðveldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.