Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 9
Fðstudagur 22. nðv. 1956 MORGTJNBLAÐIÐ ----------------\ ÞANKAR SVEITAMANNS ★ ★ ★ BÆ, Höfðaströnd í október: — í>að haustar að, og heyönnum er senn lokið. Við Skagfirðingar teljum að sumarið hafi verið erf- itt til heyskapar, norðan kulda belgingur og súld dag eftir dag og hiti oft 3—5 gráður um há- daginn, enda var ísinn ekki langt undan og þá er ekki við góðu að búast Nei, þetta var leiðinda sumar, segjum við, og þó voru ekki stórrigningarnar eins og oft koma hér. Súgþurrkun kom ekki að verulegu gagni um langan tíma, þó segja megi að baendur, er hafa þau tæki, væru mun bet- ur settir. Með höfuðdegi kom þó góður þurrkakafli, sem kom sér mjög vel, en þá voru margir bún- ir að svæla upp því, sem náð varð af heyjum, því uppsláttur varð víða lítill og jafnvel þó borið væri á, á miili slátta. Útengi voru illa ! sprottin og sums staðar svo, að ! ekki var ljár borinn I jörðu utan túns. Annars fjölgar nú jörðum, sem heyja eingöngu á ræktuðu landi. Nú fengu Sunnlendingar sólina og þurrkinn. Verði ykkur að góðu, blessaðir, í fyrra fenguð þið að bíta í hið súra epli. Garðauppskera mun víða vera mjög rýr og jafnvel sums staðar *vo að ekki var tekið upp, þó eru st.-.ðir til sem fengu mjög sæmi- lega uppskeru af kártöflum jafn- vel þó grösin féllu vegna frosta r ’ mánaðamót ágúst—sept. 12 til 2C falda uppskeru teljum við gott og það mun hafa þekkzt á stöku ít;3. Glurófnarækt er óvíða stunduð orðið enda hafa tær brugðizt nú u ' nfárin ár mest vegna kál- maöks. VTNNÚAFLIS OG VÉLARNAR Næstum alls staðar er skortur á vinhuafli a. m. k. segja menn það. Víöast eru það hjónin og smábörn. Þó hægt sé að fá kaupa fólk, þá eru búin óvíða orðin það siór að þau beri dýrt fólkshald, virðist m: nni þetta þó lítil fram- tíð. Einyrkjarnir sem að þessum búum starfa verða oftast nær út- ílitnar manneskjur á miðjum aldri af tómum þrældómi og áliyggjum, og titt er, að börnin flögri burtu, einmitt þeg- ar þau komast á legg og fara að létta verulega undir. Ævintýra- þráin, frelsið og háa kaupið í kaupstöðunum dregur þau til sín. Já jafnvel eldra fólkið getur hrif- izt af þessum skolla. Séð hef ég lúinn og slitinn sveitamann breyt ast í feitan og pattaralegan kaup- s’.a'ðarmann, en þó er það fjöld- inn sem belur fer, sem ekki vill skipta um, því alltaf er það þó blessuð sveitin sem verður heil- brigðasta uppeldisstofnunin. Og nú er vélvæðingin að kom- ast inn á næstum hvert heimili í heiium héruðum landsins, bænd- um og öllum búendum til ómet- anlegs hcgræðis. Dráttarvélar, snúningsvélar, rakstrarvélar. hey byssur, heyklær og fleiri og fleiri tæki eru að verða nauðsyn og ómissandi hverjum búanda, svo maður nefni nú ekki jeppana, sem fjölgar óðum. Ekki er váfi á því að öll þessi tæki gera menn írjálsari og afköstin eru ólíkt meiri, baráttan ekki eins vonlaus og annars mundi vera. KAUPSTABARBÖRNIN Sárafá heimiii munu vera til l sveit, sem ekkert aðkomubarn ★ ★ ★ fara blessaðir farfuglarnir úr eru þau mörg. Strax að vorinu kauptúnum og kaupstöðum þessa lands að koma til okkar. Við sveitafólkið hlökkum til komu þeirra, því vanalega flytja þau með sér sólskin og lífsgleði, sem aldrei er ofmikið af. Marga kaupstaðarkrakka héf ég haft i mínum búskap. Minnist ég ekki að við höfum orðið fyrir vonbrigðum með þau, en vana- lega séð eftir þeim að haustinu. Við náin kynni verða þau flest eins og ein af fjöiskyldunni, sem manni þykir vænt rnn, ef til vill þykir þeim stundum erfitt að þurfa að vinna, en þau hafa gott af að taka til höndum, en flest störf sem vinna þarf í sveitinni krefjast nokkurrar orku. Grun hefi ég um að fjöldinn af þessum farfuglum hlakki til sumardvalarinnar þó vitanlega sé tilhlökkunin kannske meiri að koma heim að hausti, eins og eðliiegt er. ★ ★ ★ SUMARGESTIR OG SUMARFRÍ Sumarfrí er orðinn fastur lið- ur í lífi kaupstaðabúa, en ekki ennþá orðin föst venja í sveitun- um, þó vélamenningin sé dálítið að breyta þar um. Fólk er ékki eins fast á Vinnuklafanum óg áð ur. í júlí og ágúst má nú sjá bíla- lestir fara um vegiha, mest er þetta fólk 1 sumarleyfi, sem leit- ar úr bæjunum sér til hressing- ar, til að hitta vini og vandafólk í sveitunum eða jafnvel fara í atvinnu — í sildina eða annað því um líkt. JÞað liggur i tjöldum hingað og þangað eða er við veið- ar. ., “y Heyrt hefir maður sagt .. Já, ínunur er á að geta legið og flat- magað svona — eða púla eins og áburðai'hestur. — Já, munur er á segjum við, en athugum þá eklci að flest af þessu fólki er þreytt af sínu starfi og þarf hvíld alveg eins og við. Sæl og blessuð og verið vel- komin! Já, ég held að oftast segj- um við sveitamenn þetta af heil- um huga, þó stundum geti gesta- koma dregið dilk á eftir sér, sér- staklega þegar illa gengur með heyskapinn. &g held að gestrisni sé oft mis- 1 skilin á báða bóga, sérstaklega aí okkur sveitamönnum. Húsakynni ! eru víðast orðin það góð að engin ! vandræði eru fyrir húsmóður að láta gesti drekka og borða með heimafólki, það yerður lika heim- ilislegra og oft gaman að blanda geði við heimafólkið. Áreiðanlega er líka mesta gestrisnin í því fólgin að aðkomufólkið finni að ; það er velkomið og finnist það verá heima hjá sér. Oft kemur það fyrir að gestur’’gripi hrifu ef hann kann það og gerir þá hús- bónda hinn mesta greiða. Ferðamannastraiunur eyksí með hverju árl vírðist manni. Brúarvörður við aðra Héraðs- vatnabrú segir t. d. að einn dag í sumar hafi 300 bílar farið um þá brú. Vegírnir láta líka á sjá,! því tæpast hafa vegheflar og við- gerðarmenn við að laga það sem aflaga fer. SKF.MMTANIRNAR Margt af fullorðnu fólki held- ur því fram að skemmtanalífið sé stórum mun spilltara en áður var. Þó held ég að fólkið sé svipað, er á að sumrinu, og sums staðar 1 og engu verra. Aðstæður allar eru breyttar, yegirnir betri, bíl- arnir flytja fólkið um langa vegu á skömmum tíma, unga fólkinu finnst jafnvel lítið í það varið að skemmta sér í sinni heimasveit ef annað býðst. Lögregla er nú tal- in nauðsynleg á hverri skemmt- un, að vísu þekktist það ekki áð- ur. Skemmtanalifið er breytt og ekki til bóta að ég held. Drykkju- skapurinn er bölvaldur. Vínið er alls staðar hægt að fá og er notað af báðum kynjum, og jafnt unglingum sem fullorðnum. Ömurlegt er að koma á skemmti- stað þar sem allt er í upplausn og vandræðum vegna ofurölva fólks, og því miður eru það alltof margar skemmtanirnar, sem enda á þann veg nú orðið. En nú vendi ég mínu kvæði í kross, því komið er kvöld. Já, skammdegið er að koma. Stór- hríðar byrjuðu óvenju snemma, þetta haustið, þó aftur sé orðið að mestu rautt. 3. október er mörgum minnisstæður sem einn mesti störhríðardagur sem komið hefur hér, enda fréttir maður nú um skaða á fjölmörgum hæjum t. d. fennti 5 hross á einum bæ, 5 til 10 fjár á mörgum bæjum og 20 og það upp í 50 fjár á stöku bæ. Hún er mislynd hin íslenzka veðr átta eins og hugur mannanna.Við sjáum oft skammt, erum ekki nógu forsjálir oít á tiðum. Lík- lega förum við of lítið eftir þeim veðufspám sem útvarpað er, því þó þeim skjátlist stundum, þé má mikið eftir þeim fara. í guðs friði. . Björn. Fyrsta flokks vara af Saxon sokkaframleiðslu hinni 'heimsþekktu Drykkjuskapur eykst i Björgvin DRYKKJUSKAPUR hefir aukizt mjög í Björgvin í Noregi. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru alls fangelsaðir þar og sektaðir 786, en á sama tíma í fyrra 623. Aukningin nemur meira en 25%. Sala áfengisútsölunnar þar, var á sama tíma 7,5 milljónir en var árið áður yfir sama tíma 6,4 milljónir. (Áfengisv.n. Rvíkur) STRETCM kvensokkar Þeir falla frábærlega vel að fæti. Kvensokkar vorir eru gerðir úr fínasta þræði. 51 gg, 54gg, 57 gg, 99 gg, 60 gg og 75 gg og njóta vinsælda og álits um alian heim. Framleiddir af VEB Feinstrumpfwerke, Oberlungwitz/Sa. Vinsamlegast hafið samband við umboðsmenn vora EzHda L 0 Ml « Pósthólf 906 ■— Reykjavík, ísland. DEUTSCHER INNEN Þýzka alþýðu- lýðveldið BERLÍN W 8 - BEHRENSTRASSE 46 UND AUSSENHANDEL TEXTIL Símnefni: DIATEX — Bezt oð auglýsa i Morgunblabinu nr. 43 við Freyjugötu, hér í bæ, er til sölu. — Upplýsingar gefnar á staðnum daglega næstu daga kl. 2 til 4 e.h. SKURÐGROFUR WflHiiHBMi LÆKKIÐ KOSTNAÐ VIÐ SKURÐGRÖFT með notkun Barber-Greene skurðgrafa. Fáanlegar bæði á beltum og hjólum. Grafa 2 % metra djúpa skurði og 60 centimetra breiða. Fæx'iband flytur upp- gröftinn til hliðar. Hægt er að grafa fast að gangstéttum, undirstöðum og öðrum tálmunum. Gröfurnar megna að grafa fastan jarðveg, malarlög og jafn- vel malbikaða fleti. (IRKH M JF LAUGAVEG 166.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.