Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 12
J2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. móv. 1&5« mtMflfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. X lausasölu kr. 1.50 eintakið. Mættuásiand ÞAÐ getur naumast valdið á- greiningu, að í dag er heims- friðurinn e.t.v. í meiri hættu en nokkru sinni síðan Kóreustyrj- öldinni lauk. Ber þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi það ástand, sem skapazt hefur í leppríkjum Rússa í Austur-Evrópu. Þjóðir þeirra ríkja eru nú orðnar langþreytt- ar á hinni vægðarlausu kúgun, einræði og ofbeldi, sem þær hafa orðið að búa við af hálfu Rússa. Jafnvel leiðtogar kommúnista í þessum löndum og utan þeirra hafa neyðzt til þess að játa, að þar hafi svívirðilegum kúgunar- aðgerðum verið beitt af hálfu Sovétríkjanna. Þjóðirnar hafi bókstaflega verið rændar öllu frelsi, afkoma þeirra hafi stór- versnað, verkamönnum hafi ver- ið haldið í svelti og hinir komm- únísku valdhafar hafi misnotað aðstöðu sína á alla lund. Gegn þessu ástandi eru þjóðir Austur-Evrópu nú að rísa upp. Pólverjar hafa rekið Rokossov- sky, hinn rússneska hermálaráð- herra heim og fólkið hefur kraf- izt raunverulegs lýðræðis í land- inu. Kommúnistar halda að vísu ennþá völdum. En þeir hafa neyðzt til þess að lýsa yfir and- stöðu við yfirdrottnan Rússa og „einsflokksskipulag" þeirra. í Ungverjalandi kom hins vegar til blóðugrar uppreisn- ar. Er ennþá óséð, hver ár- angur hennar verður. En kommúnistar hafa neyðzt til þess að kref jast þess að Rauði hcr Rússa hverfi þaðan og lýðræðislegt stjórnarfar verði upp tekið. Hvað gera Rússar? í bili hafa Rússar látið svo, sem þeir mundu verða við kröf- um Ungverja, flytja her sinn burtu úr Ungverjalandi og láta af íhlutun um ungversk innan- ríkismál. En hver treystir þeim loforðum? Vitað er að stórkostleg ólga er í öðrum leppríkjum Rússa. Einnig þar getur brotizt út blóð- ug bylting gegn kommúnisman- um og kúgunarstjórn Rússa á hverri stundu. Treysta hinar kúguðu þjóðir mjög á stuðning vestrænna lýðræðisþjóða í frels- isbaráttu sinni. Þegar á allt þetta er litið verður auðsætt að friðurinn í Evrópu er ákaflega ótryggur um þessar mundir. Kúgunar- og útþenslustefna kommún- ista hefur teflt honum í voða. Undirokun frjálsra þjóða hef- ur ævinlega i för með sér ófriðarhættu. Fyrr eða síðar kemur að því að hinar kúg- uðu þjóðir hrista af sér okið. Og þau átök kosta oftast blóð- fórnir. Einræðisstefna Rússa er þannig frumorsök hins mikla hættuástands í Evrópu í dag. Austur við Súez. Austur við botn Miðjarðarhafs hafa horfur stöðugt orðið ugg- vænlegri undanfarna mánuði. Síðan Nasser einræðisherra Egypta braut alla samninga um Súezskurðinn og tók stjórn hans einhliða 1 sínar hendur hefur í raun og veru ríkt hættuástand á þessum slóðum. Enníremur hafa Egyptar og fleiri Arabaþjóðir átt í stöðugum illdeilum við hið unga Ísraelsríki. UTAN UR HEIMI JL„, ue^nct re ^Qóraeíómenn 'Éuót ^egn ? Nú hafa fsraelsmenn hafið árás á Egypta. Má nú segja að styrjöld sé hafin milli þessara þjóða. Með því var allri um- ferð um Súez-skurð ógnað. Töldu þá Bretar og Frakkar að þeir yrðu að grípa í taumana. Settu þeir báðum aðiljum, ísraeXsmönnum og Egypbum úrslitakosti. Voru þeir í því fólgnir að deiluaðiljar skyldu halda herjum sínum í tiltek- inni fjarlægð frá Súez-skurð- inum. ísraelsmenn gengu að þessum kostum en Egyptar höfnuðu þeim. Bretar og Frakkar hófu þá hern- aðaraðgerðir gegn Egyptum með það takmark fyrir augum, að því er virðist, að taka Súez-skurð á sitt- vald. Hættuleg valdbeiting. Þeir atburðir, sem gerzt hafa við austanvert Miðjarðarhaf síðustu daga eiga sjálfsagt eft- ir að skýrast betur. En á þessu stigi málsins er þó ástæða til þess að harma það, að tvær af forystuþjóðum vestræns lýðræðis, Bretar og Frakkar skuli hafa gerzt berir að vopn- aðri valdbeitingu til þess að skera úr deilu sinni við aðrar þjóðir. Nasser Egyptalandsfor- seti hefur að vísu komið mjög dólgslega fram. Hann hefur rofið samninga og beitt hótun- um og ofbeldi. Engu að síður er það stórhættulegt, að Bret- ar og Frakkar skuli hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn Egypt- um. Ofbeldið er fordæman legt hver sem í hlut á. Að sinni verður ekki fjölyrt um horfurnar á þessum slóðum. En ókleift er að spá nokkru um það, hvaða afleiðingar þau hern aðarátök kunna að hafa, sem nú eru hafin við Súez. Aðeins eitt er víst og augljóst: Engin trygg- ing er fyrir því að þessi átök breiðist ekki út og geti orðið stór- um víðtækari en þau eru í dag. Ofbeldið ógnar heimsfriðinum Þegar litazt er um í alþjóða- málum í dag verður það ljósara en nokkru sinni fyrr að ofbeldi og einræði felur ævinlega í sér mestu hættuna fyrir heimsfrið- inn. Einræði og kúgun Rússa og kommúnista hefur valdið upp- reisnum og blóðfórnum í Evrópu. Samningsrof og nú ofbeldisað- gerðir fyrir botni Miðjarðarhafs kunna að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Til þess er vissulega rík ástæða að vera mjög uggandi um horfur í alþjóðámálum um þessar mundir. Dimmir skýja- flókar eru þar á lofti. Vand- séð er, hvernig úr þeim kann að greiðast. kJkammt er nú stórtíð- indanna á milli. í fyrri viku vakti frélsisbarátta ungversku þjóðarinnar athygli alheims, en nú tala menn vart um annað meira en atburðina fyrir botni Miðjarðarhafsins. Aðdragandi þess, sem þar er nú að gerast, er orðinn langur. Alltaf var vitað, að fyrr eða síðar skærist í odda með ísraelsmönnum og Egyptum, en hins vegar kom mönnum það á óvart, að ísraelsmenn skyldu eiga frumkvæðið að skipulagðri innrás. Að vísu hafa verið stöð- ugar smáskærur á landamærum ísraels og Arabaríkjanna — og hafa þá hvorir kennt öðrum um upptökin. Nú sögðust ísraels- menn hins vegar ekki þola órétt- inn öllu lengur — og létu til skarar skríða. Tilgangurinn er sá einn, segja þeir, að eyða egypzkum herstöðvum á Sinai- skaganum, sem undanfarið hafa verið notaðar til árása á ísraels- E, n hvernig stendur á því, að Israelsmenn þora að leggja út á svo hálan ís? Gæti þetta ekki kostað þá það, að Ar- abaríkin risu öll upp sem einn og rækju Israelsmenn í sjóinn ef svo mætti segja? Israelsmenn eru tæpar tvær milljónir, en Arabar 35 milljónir. Er ekki við algert ofurefli að etja? /aður en við komum að svari þessarra spurninga skulum við athuga málavexti lítið eitt. Löngum hefur þótt hætta á að „púðurtunnan" fyrir botni Mið- jarðarhafsins springi. Arabar hafa lýst það köllun sína að reka Israelsmenn úr álfunni — og þeir hafa búið sig dyggilega undir það. Egyptar hafa tekið forustu í Arabaheiminum og kommúnistar hafa látið Egypta hafa ógrynni vopna. Vesturveldin bundust hins vegar samtökum um það, að láta hvorugán að- ílann, Israelsmenn eða Araba, hafa vopn — til þess að auka ekki á ófriðarhættuna í þessum heimshluta. En vopn'frá komm- únistum héldu áfram að streyma til Egyptalands, Israelsmenn fóru að óttast um hag sinn — og leit uðu þráfaldlega eftir vopnum hjá Vesturveldunum. Þrátt fyrir þetta fengusL Vesturveldin ekki tU þess að selja þeim vopn------- nema mjög lítið. ð úez-deilan kom til sög- unnar. Öllum eru þeir atburðir kunnari en svo, að atburðarásina þurfi að rekja nákvæmlega hér. Með þjóðnýtingaráformum Eg- ypta komust Vesturveldin — og þá sérlega Frakkland og England í mikinn vanda. Segja má, að efnahagslíf þessara þjóða sé grundvallað á hráefnaflutningum frá Austurlöndum — og ótryggar siglingar um Súez-skurðinn gætu haft í för með sér alvarlega rösk- un á efnahagslífi þessara þjóða. Þegar er sýnt, að Egyptar ætla að hafa í frammi hlutdrægni gagnvart þeim, er sigla þurfa um skipaskurðinn. Israelsmenn eru algerlega ófriðhelgir þar — og jafnframt þau skip, hverrar þjóð- ar sem þau eru, sem sigla á veg- um Israelsmanna. L Uppdráttur þessi er af Sinai-skaganum og næsta nágrenni. Skag- inn er egypzkt landsvæði, en fsraelsríki liggur fyrir norðan skag- ann. Súez-skurðurinn skilur skagann frá sjálfu Egyptalandi. Örv- arnar á myndinni sýna staðiim, þar sem ísraelsmenn fóru yfir landamærin — og benda þær í þá átt, sem þeir sóttu fram — í áttina að Súez-skurðinum. Nú hafa hersveitir þeirra tekið sér stöðu um 16 km. frá skurðinum. sraelsmenn óttast mjög hinn vaxandi herstyrk Araba- ríkjanna — og vita, að sá dag- ur kemur, að þeir láta verða af hótunum sínum í þeirra garð — og láta til skara skríða. Skoð- un Israelsmanna er sú, að því lengur, sem beðið er — því öfl- ugri verði Arabar — og þeim mun erfiðara við þá að eiga. Framkoma Araba gagnvart þeim þjóðum, sem hagsmuna eiga að gæta í Súez, hefur einnig verið með þeim hætti, að víst er, að Israelsmönnum hefði verið veitt- ur stuðningur, ef Egyptar hefðu ráðizt á þá. Hins vegar sá enginn það fyrir, að Bretar og Frakkar mundu taka í taumana, ef Isra- elsmenn gripu til vopna að fyrra bragðL f i ð spurðum í upphafi — hvort það væri ekki mikil áhætta fyrir Israel, að leggja út í styrjöld við Araba. Staðreyndin er þó sú, að Israelsmenn geta með mjög stuttum fyrirvara kvatt fleiri menn til vopna en Arabar, ef á þarf að halda. Isra- elsmenn hafa löngum búizt við styrjöld. Þeir hafa verið vakandi — og undirbúið sig eftir beztu getu. Ef í nauðirnar rekur getur herstjórn landsins kvatt meira en helming þjóðarinnar til vígstöðv- anna með nokkurra stunda fyrir- vara. Jafnvel tólf ára piltum er kenndur vopnaburður í Israel — og nokkru eldri stúlkum. Isra- elsmenn eru samtaka, ef á þarf að halda — og þar mun öll þjóðin berjast sem einn. Arabar hafa hins vegar ekki nema Í4 milljón undir vopnum, en þeir eru að vísu mun betur vopnum búnir en Israelsmenn — það gera vopna- sendingar kommúnista. Varalið Egypta er hins vegar ekki ýkja- mikið miðað við varalið Israels- manna. Arabar munu ekki standa sem einn — á sama hátt og Israelsmenn. Vafalaust mundu Israelsmenn geta yarizt, ef til allsherjarátaka kæmi, og engin utanaðkomandi öfl kæmu þar til greina. Kjóllinn hennar Anitsi ELÍSABET Englandsdrottning hafði á mánudaginn boð inni fyrir ýmsa fræga kvikmynda- leikara í tilefni konunglegrar kvikmyndahátíðar, sem stend- ur yfir um þessar mundir þar landi. Meðal gestanna voru þær Marilyn Monroe og Anita Ekberg. Var Marilyn klædd mjög fögrum, flegnum, síðum kjól, en kjóll Anitu var hins vegar óvenjulega aðskorinn. Allir gestirnir röðuðu sér í eina röð — og gekk drottning síðan fram — og heilsaði ein- um af öðrum. Það, sem sér- lega vakti athygli í samkvæmi þcssu var tvennt: Marilyn virt ist mjög feimin og ókyrrðist jafnvel lítið eitt, er drottning- in nálgaðist, en slíkt mun aldrei hafa sézt á Marilyn í opinberu lífi. Hitt var, að Anita Ekberg var sú eina allra gestanna, sem ekki hneigði sig fyrir drottningu. Og hver haldið þið að ástæðan hafi verið? Jú, kjóllinn var of þröngur. Blaðamenn í Eng- landi, Bandaríkjunum og jafn- vel Norðurlöndum gera sér mikinn mat úr þessu ipeð kjól- inn hennar Anitu — og má ætla að hún uni vel öllu þessu umtali — og láti ekki víkka kjólinn. E: n með því að ráðast inn á Súez-svæðið „tryggja** Israelsmenn viðsjárvert ástand við skipaskurðinn. Bretar og Frakkar hafa áður gefið yfir- lýsingar um að þeir myndu umsvifalaust skerast i leilt- inn, ef eðlilegum siglingum um skurðinn yrði hætta búin — og slík hefur reyndin einnig orðið..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.