Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1956, Blaðsíða 14
TUORCVHBLAÐlTt FSstudagur 22. nðv. W56 t' - RÆÐA ÓLAFS BJÓRNSSOIMAR ♦ DAG er elzta kvikmyndahús ■■■ landsins, Gamla Bíó, fimmtíu ára, það er að segja, fyrirtækið mx ekki byggingin sem það starf- ar L — Hinn 10. október 1906 gat að líta í ísafold svofellda aug- iýsingu: „Reykjavikur Biograftheater byrjar í þessum mánuði í Breiðfjörðshúsi sýningar á lifandi myndum. Nýtt pró- gramm hverja viku. Sýning á hverju kvöldi. Hljóðfæra- ■láttur og raflýsing. Úr pró- irömmunum má nefna: Hs. hátign Friðrik 8. tekur við konungdómi. Alþingismenn í Khöfn og margt annað. Aths. Sýningarskálinn verður byggð ur til batnaðar." Þetta þótti að sjálfsögðu mikil tíöindi í Reykjavík þeirra daga og ekki annað meira rætt manna f milli. Ekki varð þó úr að Reykjavíkur Biograftheater byrj- •ði sýningar fyrr en 2. nóvember eg eru því í dag rétt 50 ár liðin frá því er Gamla Bíó, eins og það ■iðar nefndist, hóf starfsemi sína. Stofnandi fyrirtækisins og eig- *ndi fyrstu 7 árin var Fr. War- burg, danskur stórkaupmaður, en •tjórnendur þess fyrsta árið voru þeir Albert Lind og P. Petersen. Lind fluttist héðan árið eftir að •ýningar hófust, en P. Petersen, lem flestir Reykvíkingar kann- *st við undir nafninu Bió-Peter- •en, starfaði áfram við kvik- ■ayndahúsið og var eigandi þess frá 1913 til 1939, er hann seldi það núverandi eigendum þess, Gamla Bíó h.f. Það er athyglisvert, að aðeins 11 árum eftir að fyrst var farið *ð sýna kvikmyndir (í París og Berlín 1895), reis upp kvikmynda hús í Reykjavík, ekki veglegri en hún var árið 1906. Á fyrstu árum kvikmyndanna töldu flestir að þessi nýjung mundi litla framtíð «iga fyrir sér og að fólk yrði fljótt leitt á þessu. En raunin varð Snnur hér sem annars staðar. Kvikmyndasýningar urðu brátt ▼insælustu skemmtanir almenn- fcigs og svo hefur það verið í þessi fimmtíu ár, enda aðsókn að kvik- myndasýningum stöðugt aukizt. Kr óhætt að fullyrða að þær séu nú orðnar snar þáttur í menn- kigarlífi þjóðanna, enda hefur kvikmyndagerð tekið svo stór- •tígurn framförum að hún er orð- in að áhrifamikilii og sjálfstæðri lástgrein. Bíó-Petersen sá fljótt fram á það, að húsnæðið í „Fjalakettin- um“ við Bröttugötu yrði eigi til frambúðar. Hófst hann því handa árið 1925 um byggingu nýs kvik- myndahúss við Ingólfsstræti og tók Gamla Bíó þar til starfa 2. ágúst 1927. Einar Erlendsson síð- ar húsarneistari ríkisins, teiknaði húsið í samráði við Petersen og var ekkert til sparað, að gera húsið svo vandað og vistlegt sem tök voru á. Var ýmsum nýjung- um komið þar fyrir til aukinna þæginda og bættrar þjónustu við kvikmyndahúsgesti. Eigendur Gamla Bíós hafa ætíð lagt áherzlu á að fylgjast sem bezt með öllum nýjungum á sviði kvikmyndatækninnar og jafnan reynt að afla sér beztu tækja, sem kostur hefur verið á. 1. september 1930 sýndi Gamla Bíó talmynd i fyrsta sinn og síðan hefur fyrir- tækið reynt að fylgjast með þeim miklu og margvíslegu breyting- um sem orðið hafa á tækniþróun kvikmyndanna. Nýjar sýningar- vélar af fullkomnustu gerð frá Philips-verksmiðjunum voru keyptar árið 1948 og Wide-screen eða breiðtjald árið 1953. — Á fimmtíu ára afmælisdeginum hefj ast svo sýningar á Cinemascope- myndum, en Cinemascope er full komnasta töku- og sýningarað- ferð sem þekkist í dag, enda hef- ur hún náð almennri útbreiðslu. Gamla Bíó minnist 50 ára af- mælisins í dag með þeim lofsam- lega hætti, að það lætur allan að- gangseyri að sýningum þennan dag renna til starfsemi Blindra- vinafélags íslands. — í tilefni dagsins frumsýnir Gamla Bíó í kvöld amerísku kvikmyndina „Sæfarinn“, sem gerð er eftir hinni frægu skáldsögu með sama nafni, eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Hefur sú bók verið þýdd á íslenzku endur fyrir löngu. Jules Verne var allra skálda hugmyndarikastur og í bók þessari segir hann frá ferð með kafbáti um undirdjúpin. — Þótti hugmyndaflug skáldsíns í sögunni æði stóríenglegt og fjarri öllum hugsanlegum möguleika, enda var sagan samin mörgum áratugum áður en nokkrum manni datt í hug að smíða slíkt furðuverk sem kafbát. í mynd- inni fara með aðalhlutverk af- burða leikarar svo sem James Mason, Kirk Douglas, Peter Lorre og Paul Lukas. Er myndin tekin í litum og er ærið reyfara- kennd eins og sagan, sem hún er gerð eftir, en hreint furðuverk að hugkvæmni og tækni. Ego. Framh. af bls. 11 ietu hennar til þess að gegna hluíverki sínu. Allar tilraunir kaupmanna til þess að leggja óeðlilega á vörur, sem frjálst er að flytja inn, hlytu að leiða til þess að öll viðskipti færðust til kaupfélaganna, og sú þróun mun vart vera talin óæskileg frá sjón- armiði flestra þeirra, er verðlags- eftirliti fylgja. Hæstv. menntamálaráðherra furðaði sig á því að ég hefði ekki nefnt lánsfjárþenslu af hálfu bankanna og greiðsluhaUa á fjár- lögum sem orsök verðbólgunnar. Vitanlega hafa bæði þessi atriði þýðingu, ef gera á sér grein fyrir orsökum verðbólgunnar, en ræða mín á mánudaginn átti ekki að vera neinn fyrirlestur um almennar orsakir verð- bólgunnar, heldur vildi ég þar aðeins ræða frv. það, sem hér er til umræðu. En úr því að á þessi atriði er minnzt, þá er ekki úr vegi að minna þingmenn þeirra tveggja flokka, er undan- farið hafa verið í stjómarand- stöðu á fyrri afstöðu þeirra til afgreiðslu fjárlaga og útlána- starfsemi bankanna. Hvernig ætli fjárlögin hefðu litið út síð- ustu ár, ef samþykktar hefðu verið allar þeirra tillögur um hækkun útgjalda annars vegar og lækkun tolla og skatta hins vegar? FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA MÁLSVARI MBL.- STEFNUNNAR Þá ætla ég að víkja nokkrum orðurn að ræðu hæstv. félags- málaráðherra. Hann kvað mig hafa boðað stefnu Morgimblaðs- ins í kaupgjalds- og kjaramálum, en ekki unnið að hagsmunum launafólks. Að vísu er það ekki fyllilega ljóst, hvað hæstv. félm,- ráðh. hefur átt við með stefnu Morgunbl. í þessum málum, en ef miða á t. d. við lýsingu hæstv. menntamálaráðherra á henni þá virðist erfitt að komast hjá því að draga þá ályktun, að hæstv. fél.málaráðh. sjálfur hljóti nú að vera skeleggasti málsvari Morgunblaðs-stefnunnar. Hæstv. félagsmálaráðh. taldi þó að ég hefði raunveruíega náð meiri árangri í launabaráttunni fyrir mína umbjóðendur en hann fyrir sína, svo að Morgunblaðs-stefnan virðist þá ekki hafa verið árang- urslaus með öllu. Ég get ekki látið hjá líða að leiðrétta nokkuð, að mínu áliti, villandi samanburð hæstv. fél,- málaráðh. á tillögum ráðherra Sjálfstæðisfl. um niðurgr. frá s.l. vori og bráðabirgðalögum þessum, en hann taldi þær tillög- ur hafa verið launþegunum til muna óhagstæðari en lögin. Það ætti að gefa auga leið að þessi staðhæfing er fráleit. Tillögur ráðherra Sjálfst.fl. voru við það miðaðar að launþegar fengju fulla dýrtiðaruppbót samkv. vísi- tölu, þannig að hiutfallið milli kaupgjalds og vísitölu varð und- ir öllum kringumstæðum hag- stæðara en með framkvæmd skerðingarinnar. Þetta verður ekki hrakið með því að benda á vísitölufölsunina, því að hennar gætir jafnt í báðum tilfellum. Verðfestingarákvæði bráðabirgða laganna breyta engu hér um, þvi að vitað er að þau eru gagns- laus með öllu og eftirlit með þeim óframkvæmanlegt, þótt ég dragi ekki í efa hinn bezta vilja ríkisstjórnarinnar til þess að framkvæma þau. Það má í þessu dæmi benda á það, að jafnvel þótt hægt væri að hafa fullkom- ið eftirlit með því að verðlag í verzlunimum hækltaði ekki, sem þó er ærið erfitt, þá fer mjög mikill hluti allra daglegra við- skipta fram milli einstaklinga utan við öll verzlunarfyrirtæki. MENNTAMÁLARÁÐHERRA ÁTTI ERFITT MEÐ SKILGREININGAR Það hefur ekki verið hrakið, sem ég hélt fram í fyrri ræðu minni, aö lög þessi hefðu ekki verið borin undir neinn þann að- ila, er heimild hefði til þess að taka ákvarðanir um breytingu á kaupi og kjörum launafólks. Hæstv. menntamrh. fór í seinni ræðu sinni inn á ýmsar fræðileg- ar skýrgreiningar á stefnum í stjórnmálum og efnahagsmálum. Ég ætla ekki að gera þetta að sér- stöku umræðuefni hér, því að ég tel, að hér sé ekki sá rétti vett- vangur til slíks. Að mínu áliti þarf enginn að lá hæstv. mennta- málaráðherra það, þó honum gengi erfiðlega að skilgreina, hvað væri hægri og vinstri stefna í stjórnmálum og efnahagsmál- um, því að sannleikurinn er nú sá, að hér er um slagorð em að ræða, sem ekki hafa neina merk- ingu og eru því ónothæf, að mínu áliti, í skynsamlegum umræðum um þessi máL Hæstv. menntamrh. eyddi all- miklu af ræðutíma sínum til þess að sýna fram á það, að stefna hæstv. ríkisstj. í utanríkismálum væri ekki kommúnísk. Ég er sannfærður um það, að hæstv. menntamrh. óskar síður en svo eftir því að ísland verði gert að austrænu leppríki, en það sem að mínu áliti er kjarni þessa máls, er sá, að þessi ríkisstj. lifir hvorki skemur eða lengur heldur en kommúnistar óska, og þó að stefna kommúnista í kaupgjalds- málum sé að vísu reikul og þar sé keyrt fram og aftur og í allar áttir, enda er það haft eftir ein- um verkamanni frá því í byrjun september, að hann hafði á orði, að hann færi að segja upp Þjóð- viljanum, því að allt, sem nú stæði í honum daglega, gæti hann alveg eins vel lesið i gömlu Morg- unblaði. En þó að þetta eigi við um kaupgjaldsmálin, þá á ekki það sama við um utanríkismálin. Þar vita kommúnistar hvað þeir vilja og þar er einstefnuakstur og allir vita í hvaða átt er stefnt. Og þegar að því kemun* að hæstv. menntamrh. og aðrir and- kommúnistar, sem eiga sæti í ríkisstj. gerast þess ófúsir að halda lengra, þá mirnu kommún- istar stöðva vagninn, en spurs- málið er það, hvað.langt verður þá komið. ÚTÚRSNÚNINGAR LEIÐRÉTTIR Ég ætla að lokum að leiðrétta nokkra útúrsnúninga úr ræðu hv. 1. þm. Rv., þar sem hann getur ekki oftar tekið til máls við þessa umræðu. En í sumum málgögnum ríkisstjómarinnar hafa verið hent á lofti mismæli er honum varð á í lok ræðu sinnar, þegar hann sagði að gengislækkunarlögin hefðu ver- ið misráðin, en átti við gerðar- dómslögin eins og raunar mátti ljóst vera af fyrri ummælum hans. Hv. 1. þm. Reykvíkinga varaði einnig með tilliti til feng- innar reynslu við of mikilli bjart- sýni um það að hægt væri að framkvæma varanlega allsherj- arlausn á efnahagsvandamálum þjóðarinnar, og nefndi í því sam- bandi að árangur lagasetningar eins og gerðardómslaganna, dýr- tíðarlaganna frá áramótum 1947 til 1948 og gengislækkunarlag- smna hefði ekki orðið svo var- anlegur sem menn gerðu sér von- ir um er lög þessi voru sett. — Þetta hefur svo verið lagt út á þann veg af andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins, að varaformaður hans hafi með þessu játað, að allt sem Sjálfstæðismenn og þeir sem með þeim hafa staðið að stjórn landsins undanfarin ár, hafi gert til viðreisnar efnahagsmálunum, hafi verið glópska ein. Hér er þó vitanlega um útúrsnúning einn að ræða. Hvorki hv. 1. þm. Reykvíkinga né aðrir sem að gengislækkunarlögunum stóðu, munu hafa skipt um skoðun á því, að gengislækkunarlögin höfðu í för með sér stórbætt ástand í efnahagsmálum lands- manna og voru langsamlega haldbezta ráðstöfunin sem fram- kvæmd hefur verið í efnahags- málum frá því er seinni heims- styrjöldin hófst, því að jafnvægi það er þá náðist hélzt næstu 5 ár, er það raskaðist af ástæðum, sem á engan hátt áttu rót sína að rekja til setningar laganna á sínum tíma. Það hefur heldur ekki verið hrakið af neinum að þessi leið var sú bezta, sem á þeim tíma var völ á, og hefur það í rauninni verið óbeinlínis viðurkennt af andstæðingum lag- anna með því að þeir bentu ekld á neinar leiðir aðrar til úrlausn- ar vandamálunum, sem þeim hefði verið skylt að gera, ef þeir hefðu þekkt nokkrar hagkvæm- ari leiðir. En þótt reynslan hafi þannig sýnt að árangur löggjafar þess- arar varð mikill og góður, þá er ekki ástæða til þess að draga fjöður yfir hitt, að margt fór öðruvísi en ætlað var í sambandi við þá löggjöf, þannig að árang- ur hennar varð aldrei að fullu sá sem til var ætlazt. Þrem mán- uðum eftir það að lögin voru samþykkt á Alþingi brauzt út styrjöldin í Kóreu, en áhrif hennar röskuðu að verulegu leyti þeim grundvelli sem byggt hafði verið á við undirbúning löggjaf- arinnar, þannig að fullyrða má, að löggjöf þessi hefði aldrei verið sett óbreytt, ef hægt hefði verið að sjá þá atburði fyrir. Alvar- legasta afleiðing þessa var sú að óhjákvæmilegt* varð skömmu síðar að taka upp bátagjaldeyris- fyrirkomulagið sem að ýmsu leyti kom í bág við grundvallar- tilgang gengisbreytingarinnar. — Með þessar staðreyndir í huga benti hv. 1. þm. Rv á það hversu óvarlegt það væri að tala um frambúðarlausn efnahagsvanda- málanna, og ætti að mínu áliti ekki að vera ágreiningur um það, að sú ábending er bæði réttmæt og tímabær. SAMHLJÚÐA ATHUGUN HAGFRÆÐINGA ALÞÝÐU- SAMBANDSINS OG OKKAR Til viðbótar því, sem þegar hefur verið tekið fram af hv. 1. þm. Rv. um aðdraganda verk- fallsins í apr. 1955, tel ég rétt að rifja það upp, að fyrrv. ríkis- stjórn fól okkur Klemenai Tryggvasyni hagstofustjóra um áramótin 1954—55 að gera at- hugun á þeirri breytingu á kaup- mætti tímakaups verkamanna sem orðið hefði frá verkfallinu í des. 1952. Niðurstaða okkar varð sú, að um lítilfjörlega aukn- ingu kaupmáttar tímakaupsina væri að ræða, en til þess að vera vissir um það að fullyrða ekki meira en efni stóðu til, sögðum við í áliti okkar, að ekki yrði séð að um neina breytingu væri að ræða. Hins vegar var vitað. að hagur verkamanna hafði raunverulega batnað vegna mun meiri eftirvinnu, þótt ekki tækj- um við tillit til þess í okkar skýrslu. Er skýrsla okkar var birt, rak Þjóðviljinn upp ramakvein og taldi útreikninga þessa tómar falsanir og fór hinum verstu orð- um um hagstofustjóra í því til- efni. Stjóm Alþýðusambandsins fól þá tveim hagfræðingum er hún treysti, að framkvæma end- urskoðun þessara útreikninga. En árangur þeirrar athugunar varð sá, að þeir staðfestu í megin atriðum niðurstöður okkar Klem- enzar. En til Þess að eitthvað hefðist upp úr krafsinu, voru þeir látnir gera útreikninga, er sýna áttu svo og svo mikla rýmun á kaupmætti launanna frá því f júlí 1947. Mjög verður þó að telja þá útreikninga hæpna. Kaupgjaldsbaráttunni var þá snúið upp í það, að krefjast bót* fyrir kjaraskerðingu, sem aðal- lega hafði átt sér stað árin 1947 til 1949, sem afleiðing löggjafar, er forseti Alþ.samb. hæstv. félagj málaráðherra hafði sjálfur átt þátt í að setja ásamt öðrum þing- mönnum flokks þess, er hann þá tilheyrði og fór með stjórnarfor- ystu. Má af þessu ráða, hve fjarri lagi það er, þegar hæstv. félags- málaráðh. fullyrðir, að stórfelld skerðing á lífskjörum frá því er desemberverkfallinu 1952 lauk; hafi knúið verkamenn út í verk- fallið 1955.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.