Morgunblaðið - 13.11.1956, Page 1
24 síður
43. árgangur
261. tbl. — Þriðjudagur 13. nóvember 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ásgeir SigurBsson skip-
stjóri tekur sœfi á
ASþingi
ASGEIR SIGURÐSSON tók í gær sæti á Alþingi. Er hann
fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Xekur hann um
skeið sæti Jóhanns Hafsteins, sem verður fjarverandi um nokkurn
tíma. Situr hann um þessar mundir fund þingmanna frá aðildar-
ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Er sá fundur haldinn í París.
ÞJÓÐKUNNUR MAÐUR
Ásgeir Sigurðsson er löngu
þjóðkunnur maður. Hann hefur
um áratugi verið skipstjóri á
strandferðaskipunum og getið sér
mikið orð sem dugmikill sjómað-
ur og skipstjórnandi.
Hann hefur tekið mikinn þátt
í félagsmálum sjómannastéttar-
innar og verið forvigismaður
hennar á ýmsum sviðum. Forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins hefur hann verið um
langt skeið. — Sjómannastéttinni
og Sjálfstæðisflokknum er hinn
mesti sómi að setu hans á Al-
þingi.
9ViiifBaiuBi sfétt Búdapest*
krefst, að IMagy taki völd
Enn er barizt gegn rússneska hernum
Ásgeir Sigurðsson
Búdapest, 12. nóvember — frá Reuter. '
FRÉTTAMENN þriggja fréttastofnana, Assosiated Press, Reuters
og United Press, sem enn eru í Búdapest síma, að frelsis-
sveitir berjist enn hinni vonlausu baráttu gegn rússneska hern-
um. Á sama tíma heldur meginþorri þjóðarinnar áfram allsherj-
arverkfalli sínu. Matvælaskortur segir nú mjög til sín.
Dreifibréfum var í dag
dreift um Búdapest. Var þar
sett fram krafa um tafarlaus-
an brottflutning erlendra her-
sveita úr landinu og þess kraf-
izt einnig, að Nagy-stjórnin
yrði aftur látin taka við völd-
um. Dreifibréf þessi las mann-
fjöldinn. Enginn fór til vinnu
sinnar og allir virtu að vett-
ugi hinn mikla skara rúss-
Lii S.Þ. kemur til
síðdegis í dag
New York, 12. nóv. Frá Reuter.
TjiYRSTU SVEITIR gæzluliðs S. Þ. koma til Egyptalands síðari
* hluta dags á morgun. Hofur nú Burns hershöfðingja loksins
tekizt að ná samkomulagi við Egypta um skipan málanna. Hamm-
arskjöld framkvæmdastj. S. Þ. fer á morgun til Kairo og er vænt-
anlegur heim aftur á sunnudag. Hammarskjöld tilkynnti blaða-
mönnum þetta í dag, en sagðist ekki geta sagt, hvar þessar fyrstu
sveitir fengju bækistöðvar í Egyptalandi.
Egyptolands
Menzies, forsætisráðherra^
Ástralíu, hefur lýst undrun
sinni yfir því að engar enskar
og franskar sveitir skuli eiga
að vera í gæzluliði S. Þ. Hann
kvað það ver f jarstæðu að ætla
að láta fámenna hópa her-
manna ólíkra þjóða taka við
starfi Breta og Frakka. — Ef
kjarni lögregluliðsins væri
Bretar og Frakkar, sem nytu
aðstoðar áðurnefndra hópa,
væri einhver von um að halda
mætti uppi lögum og reglu við
Súez-skurð. Hann harmaði að
ekki skyldl sérstakt lið sent
til Ungverjalands til hjálpar
frelsissveitunum er berjast við
Rauða-herinn.
13 eftirlitsmenn S. Þ. eru vænt-
anlegir til Port Said á hverri
stundu. Þeir eiga að fylgjast með
vopnahléinu. Allt er nú með kyrr
um kjörum í Port Said og daglegt
líf þar gengur fyrir sig næstum
eins og áður.
Áætlað er nú að 3—400
Egyptar hafi ýmist fallið eða
særzt í átökunum er urðu
milli Breta og Frakka og
þeirra.
321s259
LUNDÚNUM, 12. nóv. — í dag
voru í enska þinginu rædd efna-
hagsmál og veittist Verkamanna-
flokkurinn mjög að stjórninni. f
atkvæðagreiðslu er fram fór í
umræðulok greiddu 321 atkv.
með stefnu stjórnarinnar en 259
voru á móti. —Reuter.
50 þús. rúss-
neskir sjúll-
MOSKVU, 12. nóv. — Sendi-
herra Egypta í Moskvu hefur
tilkynnt, að til hans hafi kom-
ið 50 þúsund Rússar, sem vilji
gerast sjálfboðaliðar í Egypta
landi til að berjast gegn Bret-
um og Frökkum.
Rússneska stjórnin hefur
tilkynnt, að hún geti ekki
skipt sér af því, þó rússneskir
sjálfboðaliðar fari til Egypta-
lands, ef Bretar og Frakkar
fari ekki tafarlaust með her
sinn frá Egyptalandi. - Reuter.
□-------------------n
Styðja brczku
stjórnina
LUNDÚNUM, 12. nóv. — í dag
bárust til enska þingsins skjöl
með nöfn. 1000 stúdenta í Oxford.
Lýsa þeir yfir stuðningi við
stefnu brezku stjórnarinnar í Mið
Austurlandamálum.
Sams konar skjöl undirrituð af
945 stúdentum í Lundúnum bár-
ust einnig í dag. —Reuter.
neskra hermanna sem standa
vörð gráir fyrir járnum um |
allar götur borgarinnar. Kröfu
spjöld með áprentuðum kröf-
um um, að stjórn Nagys taki
aftur við, voru víða í borginni.
Þau voru undirrituð: „Hin
vinnandi stétt Búdapest“.
F élagsskapur sem telur
flesta menntamenn höfuð-
borgarinnar, hefur skýrt Kad-
ar-stjórninni svo frá, að félags
menn telji sjálfsagt, að Ung-
verjaland verði hlutlaust land
og losi sig undan allri íhlut-
un erlendra ríkja.
Viljn útiloka
Rússa
í Melbouine
Lundúnum 12. nóv.
HÓPUR ungverskra íþrótta-
manna gekk í dag á fund al-
þjóða Olympíunefndarinnar
og lagði fram beiðni um að
Rússar yrðu útilokaðir frá
keppni Olympíuleikanna. —
Ástæðan er hryllingsverk
Rússa í Ungverjalandi undan-
farnar vikur.
í morgun gerðist sá atburð-
ur í Olympíuþorpinu að ung-
verskir íþróttamenn tóku ung-
vcrska fánann þar niður og
rifu. f staðinn drógu þeir að
hún fána hins frjálsa Ung-
verjalands. — Reuter.
Magy er flottamoður í
sendiráði Jugóslavíu
Búdapest, 12. nóvember — frá Reuter.
IMRE NAGY, „titoistinn" sem var forsætisráðherra Ungverja-
lands nokkra daga áður en Kadar tók við, dvelur sem flótta-
maður í júgóslavneska sendiráðinu í borginni.
□-
-□
Krús§®§£
komnir tii
Fréttamennirnir segja enn-
fremur, að „áreiðanlegar"
heimildir séu fyrir því, að
sendinefnd frá Rússlandi sé
komin til Búdapest. Ætlunar-
verk þessarar nefndar mun
vera að reyna að styrkja hina
völtu Kadarstjórn í sessi.
Meðal manna í sendinefnd
þessarl eru sagðir vera þeir
Krúsjeff og Mikojan. Hermt
er að nefndin hafi ekið frá
flugvellinum í 15 bílum.
* REKINN FRÁ
Fréttamenn Reuters, Associated
Press og United Press hugðust í
dag ganga á fund hans og ræða
við hann. Þeim var með nokkurri
hörku Vísað frá sendiráðsbygg-
ingunni, en þeir fullyrða að Nagy
og nokkrir meðráðherrar hans
séu þar sem flóttamenn.
ÞSikcian
Búdapest
Ungverjar haia Rússa
en bera beiskju í huga til Vesturlanda
ÁSTRALSKI sósíalistaþingmað-
urinn, Strasser, er nýkominn frá
Búdapest, þar sem hann m. a.
ræddi við ungverska sósíaldemó-
krata.
Hann skýrði blaðamönnum
svo frá í dag, að almenningur
í Ungverjalandi hataði Rússa.
Afstaða fólksins í Ungverja-
landi til Vesturlanda mótaðist
af beiskju og vonbrigðum. —
Enginn Ungverji treystir Kad
arstjórninni. Hún á engin
ítök né traust í hugum Ung-
verja.
Gaf Egyptum
205 þásund
ensk smnd
LUNDÚNUM, 12. nóv. — Saud
konungur í Saudi-Arabíu sendi
Egyptum í dag að gjöf tékk að
upphæð 200 þúsund egypzk
pund — 205 þús. sterlings-
pund.
Fé þetta, segir konungur, á
að nota til að byggja upp Port
Said og til hjálpar við fjöl-
skyldur sem misstu ástvini í
átökunum er þar urðu.
—Reuter.
* HANDTEKNIR
Fréttamennirnir þrír segja, að
í gær hafi tveir af útgefendum
æskulýðsblaðsins Szabad Ifjusac
verið handteknir er þeir komu út
úr sendiherrabyggingunni júgó-
slavnesku. Þetta æskulýðsblað,
sem styður frelsissveitirnar, hef-
ur ekki komið út síðan Rússar
hófu hina miskunnai lausu árás
sína á Búdapest 4. nóv. s. L
2 nefndir SÞ
í Rngverja-
landsnúlom
NEW YORK, 12. nóv. — Hamm-
arskjöld framkvstj. S. Þ., hefur
'skipað tvær nefndir til að fjalla
um Ungverjalandsmálin. önnur
á að rannsaka málin, en hin á
að ferðast um Ungverjaland og
kynna sér ástandið þar.
Búdapestarútvarpið hefur skýrt
frú því að S. Þ. ætli að senda
nefnd til Ungverjalands. Var þess
einnig getið, að Hammarskjöld
hefði sent Rússum orðsendingu,
þar sem þeir eru beðnir um að
hindra ekki ferðir nefndarmanna
um Ungverjaland.
Ekki hefur Kadar-stjórnin enn
svarað fyrrispurn S. Þ. um það
hvort nefndinni sé heimilt að
koma inn í landið. —Reuter.