Morgunblaðið - 13.11.1956, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.11.1956, Qupperneq 11
Þriðjudagur 13. nóv. 1956 MORGVNBLAÐIÐ 11 // Blóð bróður Jb/ns hrópar til mín af jörðunni" SAMKVÆMT ósk biskupsins yfir íslandi bá'öu prestar þjóðkirkj- unnar fyrir ungversku þjóðinni við guðsþjónustur í kirkjum landsins sl. sunnudag. — Hér í Reykjavík sótti mikill mannfjöldi þessar guðsþjónustur. Var mess- að í ölium kirkjum bæjarins og á öðrum þeim stöðum, sem not- aðir eru til guðsþjónustuhalds. 1 Dómkirkjunni messaði séra Jón Auðuns dómprófastur. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu hans. Ennfremur verða hér rakin nokkur ummæli úr ræðum og bænum annarra presta höfuð- borgarinnar. Séra Jón Auðuns dómsprófast- «r komst m.a. að orði á þessa leið: „Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐEfR MÍNS?“ Á JÖRÐ, sem áður var óflekkúð mannsblóði, hefir fyrsta blóðið vegna bróðurmorðs fallið, og um það er gömul saga geymd í helg- um ritum. „Hvað heíir þú gjört? Blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðunni!“ kallar Guð til bróður- morðingjans. En hinn rauði straumur varð eigi stöðvaður. | sögðum kröfum hans til að lifa, Úr ræðum og bœnum presta í Reykjavík sl. sunnudag er beðið var fyrir ungversku þjóðinni Sr. Jón Auðuns. Þær öldur blóðs, sem síðan hafa runnið, fær enginn maður mælt, né talið þau kvalaandvörp, sem himinninn hefir bergmálað. Nær, sem slíkar harmafregnir berast, hlýtur hin gamla spurn- ing Kains að vakna: „Á ég að gæta bróður míns?“ Á það að skipta mig nokkru máli, þótt í fjarlægu landi eða álfu sé jörð- unni brynnt á blóði? Auðvitað á harmur annarra að ganga hverjum góðum manni að hjarta. En fjarlægðin afsakar oss ekki lengur. Hún er raunveru- lega ekki lengur til. Nútímatækn- in hefir gert fjarlægðirnar að engu og knúið þjóðirnar til nán- ara sambýlis en menn grunaði fyrir einni öld eða fáum áratug- um. Neyðaróp ungversku þjóðarinn ar hefir borizt milli endimarka heims. Það eitt, að verið er að drýgja glæp á milljónum manna, það eitt, að ægileg þjáning er að ganga yfir bræður og systur, væri nægilegt til að vekja oss brennandi harm. Sú þjóð, sem sjálf hefir búið við aldagamla áþján erlendrar þjóðar, ætti að skilja það. Blóðaldan hrynur hér við vorar eigin dyr. HIN GUÐLAUSA LÍFSSTEFNA lotninguna fyrir Hfinu, sem Albert Schweitzer gerir að þunga miðju sinnar merkilegu heim- speki. Auðvitað hefir kristnum mönn- um mistekizt hörmulega. Með rangtúlkun má misþyrma krist- indóminum og fá út úr honum sitt hvað, sem höfundur hans myndi ekki kannast við að hafa kennt. En kenning hans um mann réttindi, mannheigi, ómetanlegt gildi einstaklingsins fyrir Guði, — sú kenning er grundvöllur alls hins bezta í lýðræðishugsjóninni. Þar liggja rætur hennar, nei, þar er rótin sjálf. „Heyr, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðunni". Vér getum ekki lengur afsakað oss eins og Kain: „Á ég að gæta bröður míns?“ Vér vitum, að vér erum allir ein fjölskylda. Með blygðun og harmi finnum vér til þess, að það eru ekki óviðkomandi menn, sem nú gera sig að böðlum sak- lausra manna, er þrá það eitt að fá að lifa frjálsir í friði, þessir ólánsmenn eru bræður vorir, sem vér megum ekki hata. Einnig þeim skuldum vér kærleika og fyrirbæn. Og hinir, sem nú er verið að svipta flestu því, sem vér teljum oss brennandi nauð- syn að njóta til að geta lifað eins og menn, eru bræður í svo beiskri þjáning, að vér getum naumast hugsað oss þá eldrauu, sem yfir þá gengur. FAGURT LAND UNDIR JÁKNHÆL ERLENDS HERS Vér sjáum fyrir oss hið fagra land undir járnhæl erlends hers, sem innlendur ógæfumaður hefir kallað á til að myrða og hneppa í ánauð börn sinnar eigin þjóðar. Vér sjáum fyrir oss fagra og gamla menningarborg, þar sem ýmist loga eldar eða svartar rúst- ir segja ægilega sögu. Eldm- og hungur eiga að beygja börn borg- arinnar. Þó mun kvíði fjölmargra Ungverja fyrir framtíðinni vera enn þyngri en sorgin yfir þján- ingunum, sem að baki eru. Yfir höf og lönd reynum vér að rétta þjáðum bræðrum hjálp, og af hjarta, sem brennur af samþjáning og samúð, skulum vér öll biðja saman. KENNING KRISTS DÆMIR BLÓÐBABIÐ Látið þessa kenningu Krists um manninn dæma blóðbaðið í Ung- verjalandi, og öllum verður ljóst, að hér mætast tvær lífsstefnur, sem geta ekki átt heima saman í einu húsi. — Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna er enn ekki fullkomið plagg, en allt, sem gefur henni gildi, er tekið beint úr Fjallræð- unni. En af þessu flýtur annað, þetta: Það er stórkostlega mikið alvöru- mál, hve margir eru skeytingar- Hvað veldur því böli? Hvernig lausir um kristindóminn og lifa má böl það bæta? Það, sem veldur, er sú guðlausa lifsstefna, sem fæðir af sér full- komið virðingarleysi fyrir lífi, frelsi og sjálfsögðustu mannrétt- indum annarra. Sá hóflausi imp- erialismi, stórveldisdraumur, sem einskis svífst til þess að sjá sjálfan sig rætast. Hversu má böl það bæta? Með því að gera ókleift það skefja- lausa ofbeldi, þá samvizkulausu beitingu valdsins, sem virðir að engu annarra manna rétt. Og hver er leiðin? Eftir þyrnivegi þjáninga og blóðs hefir mannkynið verið að smáþokast í áttina. Vér höfum ekki komið auga á aðra betri leið en leið lýðræðisins. Vitanlega er því enn ábótavant, að ýmsu leyti í hugsjón, að mörgu leyti í fram- kvæmd. Svörtustu glæpir hafa verið drýgðir, þegar meginreglur þess voru brotnar mest. Bezt hef- ir miðað áfram, þegar megin- reglur þess voru virtar. RÆTUR LÝÐRÆÐISINS Hvar liggja rætur lýðræðisins? Á margt má benda, sem í líka átt fer, í austrænni speki, rétt- arvitund göfugustu Rómverja og heimspeki og stjórnspeki Grikkja. En rætur lýðræðisins liggja fyrst og fremst í kristindóminum. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess, að enginn kenndi eins og Kristur og enginn fyrr en hann, virðinguna fyrir einstakl- ingnum, virðinguna fyrir sjálf- og láta eins og unnt sé að komast af án hans. Hve lengi ætlið þér trénu að lifa, ef rætur þess eru vanræktar og látnar deyja? Hversu lengi ætlið þér fljótinu að halda áfram að streyma, ef uppsprettur þess eru látnar þorna? Atburðirnir í Ungverjalandi, sem eru beint áframhald Stalín- tímabilsins, leiða oss ægilegar staðreyndir fyrir sjónir. En þeir hryllilegu atburðir minna oss einnig á annað: Þeir eiga að minna oss á, að hin kristilega lotning fyrir lífinu, virðingin fyr- ir mannhelginni, kenning Jesú úm ómetanlegt gildi einstakl- ingsins er móðir þess lýðræðis, sem vér verðum að varðveita, ef vér viljum lifa. Þ.Æ BEZTA I MENNINGU VORRI ER KRISTINN ARFUR Þessum verðmætum ógnar vald beiting og grimmd, en ennþá ískyggilegri getur sú hætta ver- ið, sem stafar af afkristnun fjölda manna í vestrænum heimi. Ef þjóðir hverfa frá kristni og kirkju glatast hollustan við þær æðri hugsjónir, sem gefa lýðræð- inu gildi. Guð hjálpi mannkyn- inu, ef þeim hugsjónum er varp- að fyrir borð. Eru neyðarópin frá Ungverjalandi að minna oss á, hvað vér getum þá átt í vænd- um? Það bezta í menningu nú- tímans er kristinn arfur. Eigum vér að vanrækja þann arf og taka síðan afleiðingunum? Séra Jón Thorarensen í Háskólakapellunni Séra Jón Thorarensen er mess- aði í kapellu Háskólans, komst m.a. að orði á þessa leið: Góði himneski faðir, vér biðj- um þig í Jesú nafni, fyrir ung- versku þjóðinni, og öllum þjóð- um og þjóðflokkum, sem líða fyr- ir ofbeldi og grimmd. Gef öllum þjáningabörnum í Ungverjalandi þína hjálp og líkn, gef þeim þinn frið og frelsun frá sérhverju böli og bjarta uppbyggjandi tíma. — Gef oss, himneski faðir, frið á jörðu meðal allra þjóða og manna. Séra Gunriar Árnason í Háagerðisskóla í Bústaðasókn: Himneski faðir, þú sem ert sannur og réttlátur, alskyggn og algóður, lít þú- í miskunn þinni til hinnar ungversku þjóðar, sem nú líður ólýsanlegar hörmungar. Þrá frelsisins hefur þú lagt í brjóst vor allra, enda ákvarðað að það skuli verða oss nauðsynlegt til hamingjuríks lífs og mikils þroska. Vér vitum og, að hvorki er einstaklingum ætlað að drottna yfir öðrum þeim til ó- frelsis og óhamingju né neinni þjóð að leggja þrældóm á aðrar þjóðir heldur ber oss að elska náungann eins og sjálfa oss og allt, sem vér viljum að aðrir menn gjöri oss skulum vér og þeim gjöra. Þess vegna biðjum vér þess, að hin ungverska bræðraþjóð vor, sem svo oft hef- ur þolað ofbeldi og kúgun um aldirnar, megi ná rétti sínum og öðlast sjálfstæði og frelsi, megi iifa í vináttu og sátt við allar aðrar þjóðir, eins og vér íslend- ingar þráum sjálfir. Gefðu rétt- inum og frelsinu sigur í Ung- verjalandi, því að það er öllum til hamingju og blessunar. Séra Sigurjón Árnason í Hallgrímskirkju: „En inn í sárar tilfinningar frjálsra þjóða Evrópu vegna að- faranna gagnvart Ungverjum blandast geigur um eigin fram- tíð, framtíð eigin barna, framtíð eigin þjóðar. Sama miskunnar- lausa harðstjóraaflið, sem nú myrðir þúsundir Ungverja til að geta haldið þeirri þjóð áfram í fjötrum, hefur lagt fleiri þjóðir Evrópu í fjötra, og hver er ör- uggur um, að hið miskunnar- lausa kúgunarafl ásælist ekki hans þjóð? Það er þetta, sem gerir það að verkum, að atburðirnir í Ung- verjalandi snerta ekki aðeins ó- beint aðrar þjóðir heldur bein- línis hverja einustu þjóð Evrópu“. Séra Jón Þorvarðsson í Sjómannaskólanum: „Vér biðjum í dag sérstaklega fyrir hinn ungversku þjóð á tím- um blóðs og tára, þjáninga og böls. Kom í þinni líkn algóði faðir til þeirra sem þjáningar líða. Hugga þá sem gráta, vernda þú munaðarlausu börnin og ekkj urnar mörgu. Gef þolgæði í þraut og huggun í harmi. Lát aftur birta eftir myrlcur ógnanna. Lát réttlæti ríkja og samúð og skiln- ing eflast. Lát hið góða sigra og hinar æðstu hugsjónir rætast. — Gef kirkju Ungverjalands náð til að boða þitt orð og flytja þína blessun þjakaðri þjóð. Vér biðj- um þig alvaldi eilífi faðir að frið ur megi ríkja í heiminum og þitt ríki eflast í þessu landi og um heim allan“. Séra Garðar Svavarsson í Laugarnesskirkju: Séra Garðar Svavarsson talaði um lofsönginn til guðs í sam- bandi við vígslu nýs pípuorgels í kirkjunni þennan dag. — Sagði hann: „Og þótt skugga hafi borið á gleði vora hér í dag, vegna ógnaskýja úti í heimi, þá er gleðiefnið hér, samt eilíft, því af * lofsöngnum til guðs einum í hjörtum mannanna, hlýðninni við vilja hans, getur sprottið upp sannur friður í heimi“. Séra Garðar talaði uno það þrennt, sem felst í einlægri lof- gjörð til guðs, og allt væri sam- einað í Jesú Kristi: „Eilífðarút- sýn, fyrirgefning synda og frið- ur“. Sagði hann að aðeins í því andrúmslofti, sem fæli þetta þrennt í sér væri grundvöllur fyrir farsælt og friðsælt mannlíf á jörðu. Er hann hafði beðið fyrir ungversku þjóðinni og um líkn til handa öllum þeim, sem eiga um sárt að binda nú í heiminum, vegna ófriðar eða ofbeldis, lauk hann bæn sinni með þessum orð- um: „Lát faðir gervallan heiminn skilja að krossinn Krists, kær- leikstáknið þitt, er heimsins ein- asta von. Gef frið í hjörtum mannanna, gef frið í heimi". Séra Óskar J. Þorláksson í Dómkirkjunni: Við biðjum þig, Drottinn, fyrir þeim, sem þjást og líða. Sérstak- lega biðjum við fyrir ungversku þjóðinni sem orðið hefur að ganga í gegnum svo miklar hörm- ungar. Lít þú í náð til heimilanna mörgu í þessu landi, sem eiga um sárt að binda og flýt fyrir þeim degi þegar frelsi og friður fær að ríkja meðal þessarar þjóðar og meðal allra þjóða sem þrá frelsi og frið. Opna þú augu þeirra valdhafa sem beita kúgun og of- beldi og gef þeim skilning á því að trú og kærleikur eru þau öfl, sem ein geta skapað öryggi og frið í þessum heimi, og sameinað allar þjóðir á grundvelli kær- leika og bróðurelsku. ÞjóðSeikhúsið frumsýnir Tondeleyo á fimmtudag 25 ára lcikafmæli Jóns ASils i FIMMTUDAGSKVÖLD kl. 8 vcrður leikritiS Tondeleyo“ frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og verður það um leið sérstök afmæiissýning Jóns Aðils, sem fer með eitt aðalhlutverkið. Hann á 25 ára leikafmæli um þessar munðir. Toudeieyo var sýnt í Fðnó fyrir lð árum og er gott leikrit og eftirminnilegt öiium, sem þá sáu það. Jón Aðiis INDRIBI WAAGE LEIKSTJÓRI Fjallar leikritið um líf Eng- lendinga, sem á Gullströnd Af- ríku búa, vandamál þeirra, við- horf og sífellda heimþrá. Höf- undur þess er Leon Gordon, fæddur 1884 sem aðallega er kunnur af skáldsögum sínum, en hefur lengi búið í Hollywood og samið mörg kvikmyndahandrit. Leikstjóri er Indriði Waage, en leiktjöld málaði Lárus Ingólfsson. Búningar eru nokkrir fengnir frá því leikhúsi í Lundúnum, sem nýlega sýndi Tondeleyo, en aðrir saumaðir hér. HLUTVERK Meðal aðalhlutverkin fara Jón Aðils, Inga Þórðaraóttir sem leik- ur Tondeieyo og mörgum er mimiisstæð í því hlutverki fyrir 10 árum, og Valur Gíslason. Önn- ur hlutverk eru í höndum Bene- dikts Árnasonar, Klemenz Jóns- sonar, Baldvins Halldórssonar, Gests Pálssonar, Valdimars Helga sonar, Þorgríms Einarssonar og Bessa Bjarnasonar. Sverrir Thor- oddsen hefur þýtt leikr-itið. 25 ÁRA LEIKAFMÆLI Jón Aðils er einn af kunnustu og snjöllustu leikurum landsins. Fyrst kom hann fram á sviði fyrir aldarfjórðungi og fór þá með hlutverk Hlyna kóngssonar í samnefndu leikriti eftir Óskar Kjartansson, sem Litla leikfélag- ið sýndi. Síðar lék Jón hjá Leik- félaginu og nú loks hjá Þjóðleik- húsinu eftir stofnun þess. Hefur hann alls farið með 39 hlutverk frá 'stofnun þess og eru mörg þeirra leikhúsgestum minnisstæð fyrir ágætan leik og næma túlk- un Jóns á viðfangsefnum sínum. Skulu hér nokkur tilfærð: Krist- ján skrifari í Jóni Arasyni, Skuggasveinn, sr. Sigurður í ís- landsklukkunni og Páll postuli í Gullna hliðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.