Morgunblaðið - 13.11.1956, Side 15
Þriðjudagur 13. nóv. 1956
MORGUNBLAÐ1Ð
15
Læknisráð vikunnar:
Töfraplantaxa
BF litið er aftur í tímann á
Iseknisráð og aðferðir, þá kemur
í ljós, að um margar aldir hafa
menn leitað ráða við sjúkdómum
sem ásækja mannfólkið annað
hvort með því að ákalla æðri
máttarvöld, með því að hafa í
hótunum, með því að hafa yfir
galdraþulur eða með notum af
jurtum og lifandi eða dauðum
dýrum, s.s. blóðsugum eða slöng-
um. Menn hafa notað steinefni,
kvikasilfur, járn o. s. frv. eða
hressandi böð.
Margt af þessum ráðum er
notað enn þann dag í dag, en þó
hefur verið horfið frá þeim flest-
um. Við lifum á þeim tíma, þegar
efnavísindin hafa tekið svo mikl-
um framförum að frá þeim fáum
við flest lyfin.
Mörg þeirra eiga þó rót sína að
rekja til jurta-, dýra- eða steina-
ríkisins.
Einu sinni héldu menn að ein-
hvers staðar hlyti að vera til sú
planta, sem taæri í sér læknandi
mátt við öllum sjúkdómum. —
Menn leituðu og leituðu og fundu
líka margar jurtir og sumar eru
notaðar til lækninga enn þann
dag í dag.
Árið 1775 var enski læknirinn
William Withering spurður um
ráð við vatnssýki. Einhver gömul,
vitur kona átti að hafa útvegað
fólki meðal við þessari veiki, sem
hafði gefið góða raun. í meðalinu
var blanda ýmissa jurta. Wither-
ing komst að því að það áhrifa-
mesta í blöndunni voru digitalis-
blöð.
Eftir 10 ára rannsóknir gaf
Withering út bók um lækningu
með digitalis-blöðum, og sjúk-
lingai', sem þjáðust af hjart-
veiki höfðu fengið lyf, sem var
betra en nokkuð annað áður
þekkt.
Lengi hafa menn verið þeirrar
skoðunar í Evrópu að nú fyndust
ekki fleiri plöntur, sem nota
mætti til lækninga, en fyrir um
það bil 25 árum var farið að
nota ephedrin við astma, en það
efni er unnið úr plöntu, sem lengi
Hafði verið þekkt í Kína.
Og nú á síðustu árum hefur
lækningaplantan Rauwolfia ser-
pentina frá Indlandi komið okk-
ur að óvörum.
Þessi jurt hefur verið notuð til
lækninga frá alda öðli í Indlandi
við svo að segja hvaða sjúkdóm-
um sem er.
Hún vex í suðurhlíðum Hima-
laya-fjalla, en efnið, sem notað
er við lækningar, er unnið úr rót
hennar. í Indlandi hefur hún sem
sagt verið notuð við svo að segja
öllum sjúkdómum, en það er fróð
legt að vita að lyfið var einnig
notað sem róandi lyf. Árið 1563
skrifaði portúgalskur læknir um
þessa jurt og hinn mikla lækn-
ingamátt hennar. Árið 1703 var
þessi jurt kennd við þýzkan
lækni sem hét Leonhard Rau-
wolf.
Árið 1886 fóru hollenzkir vís-
indamenn að rannsaka hvaða
efni það var í rótinni, sem var
svo áhrifamikið, og þeir komust
að því að það voru efnasambönd
með sömu grundvallareiginleika
og menn þekktu meðal annars
frá ópíum, en úr ópíum er unnið
morfín og ýmislegt annað.
Þessar staðreyndir gleymdust
mönnum meira og minna.
Um 1930 fóru indverskir vís-
indamenn að rannsaka jurtina.
Þeir greindu nákvæmlega efnin
í rótinni, en starf þeirra vakti
-3>
ekki teljandi athygli um hinn
menntaða heim. Eflaust hefur
2. heimsstyrjöldin átt sinn þátt
í því.
En eftir stríðið jókst mjög
áhuga á þessari jurt. Hvar-
vetna fóru læknar og efnafræð-
ingar að rannsaka rót Rauwolf-
jurtarinnar, einangra þau efni
sem höfðu áhrif og reyna þau
hvert um sig.
Nú hefur verið skrifað svo
mikið um þessa plöntu að það
tæki sjálfsagt einn mann mörg ár
að komast yfir það allt. Og enn
mun bætast meira við.
Áhrif Rauwolf-rótarinnar fyrir
læknavísindin eru mjög mikil og
merk. Læknavísindin hafa fengið
lyf sem oft hefur áhrif á blóð-
þrýsting, hefur róandi áhrif
og hefur einnig áhrif á vissa
geðsjúkdóma. Auðvitað dugar
þetta meðal ekki í öllum tilfell-
um og enn er ekki hægt að segja
neitt ákveðið um hinar ýmsu tak-
markanir þess.
En það er vitað mál, að þessi
jurt hefur auðgað mjög lækna-
vísindin.
Öldum saman hefur hún vaxið
við rætur Himalaya-fjalla, öld-
um saman hefur hún verið notuð
í Indlandi, án þess að læknar ann
arra landa hafi látið sig það
skipta.
Það eru ekki nema nokkur ár
síðan læknislyf úr Rauwolf-rót-
inni voru flutt út um allan heim,
en sennilegt er að þau hafi skip-
að sér fastan sess í læknavísind-
unum alveg eins og jurtin digi-
talis gerði á sínum tíma til
mikils gagns fyrir mannkynið.
Margt bendir til þess, en tím-
inn einn mun úr því skera.
Smásoltiv. nokkurra
vörutegunda
HÆSTA og lægsta smásöluverð
ýmissa vörutegunda í nokkrum
smásöluverzlunum í Reykjavík
reyndist vera 1. þ.m. sem hér
segir:
Guðríður Katliðaéóttir
frá Ögri
Nokkur minningarorð
í DAG verður borin til grafar
frá Dómkirkjunni frú Guðríður
Hafliðadóttir frá Ögri við ísa-
fjarðardjúp. Hörmuleg atvik hafa
leitt til þess að ættingjar, venzla
menn og vinir kveðja nú þessa
ungu konu í hinzta sinn. Fyrir
nokkrum dögum tók hún löm-
unarveiki svo geysta að hún
leiddi hana til dauða á örskömm-
um tíma. Hún lézt hinn 1. nóv-
ember s.l. Rétt fyrir andlát henn-
ar var með skurðaðgerð bjargað
barni hennar, fullburða og hraust
um sveini, sem lifir móður sína.
Guðríður Hafliðadóttir var að-
eins rúmlega tvítug að aldri er
hún lézt. Hún var dóttir hjón-
anna Líneikar Árnadóttur og Haf
liða Ólafssonar bónda í Ögri.
Ólst hún upp hjá foreldrum sín-
um til þroska og manndóms. En
sumarið 1955 giftist hún Jens
Péturssyni trésmíðanema frá
Hjöllum í ögursveit. Reistu þau
heimili sitt að Njálsgötu 73 í
Reykjavík.
Framtíðin brosti við þessu
unga, myndarlega og duglega
fólki. Ættingjar þeirra og vinir
byggðu á þeim miklar vonir. Sjálf
gengu þau hraust og hamingju-
söm að verki.
En samvistir þeirra Guðríðar
og Jens urðu sorglega stuttar.
111 sköp og ömurleg hafa sært
litla heimilið að Njálsgötu 73
sári, sem aldrei grær. Unga kon-
an er horfin, sonurinn hennar
ungi er móðurlaus og syrgjandi
eiginmaður, ættingjar og vinir
standa í dag yfir moldum hennar.
Við slíkar aðstæður falla öll
samúðar- og huggunarorð litlaus
og máttvana. Engu að síður vilj-
um við sveitungar og vinir Gauju
frá ögri votta manni hennar,
foreldrum og tegndafólki innilega
samúð okkar. Minningin um hina
hugljúfu, geðþekku ungu konu
lifir áfram. Og sonurinn ungi
geymir mynd hennar og svipmót.
S. Bj.
Lægst: Hæst
kr. kr.
Rúgmjöl 2.40 2.55
Hveiti 2.75 3.30
Haframjöl 3.30 3.90
Hrísgrjón 4.80 6.20
Sagógrjón 4.80 5.85
Hrísmjöl 4.60 6.10
Kartöflumjöl .... 4.65 5.15
Baunir 5.70 6.10
Te Va lbs. ds 3.65 6.00
Kakao % lbs. ds. 9.75 13.75
Export 21.00 22.00
Suðusúkkulaði .. 76.00 79.80
Molasykur 4.60 5.55
’Strásykur 3.60 3.85
Rúsínur 15.00 23.20
Sveskjur 70/80 . 23.50 27.80
Sítrónur Þvottaefni útl. 18.00 20 00
350 gr Þvottaefni innl. 6.45 7.25
250 gr 3.00 3.85
Á eftirtöldum vörum er sama
verð í öllum verzlunum:
Kaffi brent og malað pr. kg.
44.80.
Mismunur sá er fram kemur á
hæsta og lægsta smasöluverði get
ur m. a. skapazt vegna tegunda-
mismunar og mismunandi inn-
kaupa.
Skrifstofan mun ekki gefa nein
ar upplýsingar um nöfn einstakra
verzlana í sambandi við framan-
greindar athuganir.
Sfúlkur
vanar handavinnu vantar í prjónastofu
Ó. F. Ó. í Borgartúni 3, sími 7142.
PITTSBURG-DSTZLER
Málning og Lökk
GEGN NAU®SYNLEGUM GJALDEYRIS- OG INN-
FLUTNINGSLEYFUM ÚTVEGUM VÉR HINA HEIMS-
ÞEKKTU PITTSBURGH-DITZLER MÁLNINGU OG
LÖKK
Eftirfarandi 1956 gerðir amerískra bifreiða nota
Pittsburgh-Ditzier lökk.
BUICK
CHEVROLET
CHRYSLER
DE SOTA
DODGE
FORD
IMPERIAL
LINCOLN
MERCURY
NASH-HUDSON
OLDSMOBILE
PACKARD
PLYMOUTH
PONTIAC
WILLYS
ALLT Á SAMA STAÐ
H.f. EgiBI ViBBijáSmsson
Laugaveg 118 — Sími 8-18-12
Stúlka
Rösk og vönduð stúlka óskast til afgreiðslustarfa í nýrri
kjörbúð í Laugarneshverfi. Tilboð sendist afgr. Mbl.
merkt: Reikningsglögg —2962.
Til sölti
4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð við Langholtsveg. _
íbúðin er í mjög góðu ástandi. Laus strax.
Stór, vandaður bílskúr fylgir.
' Upplýsingar gefur
EINAR SIGURÐSSON,
Lögfræðiskrifsto-fa — Fasteignasala.
Ingólfsstræti 4 — sími 2332.
Ungling
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Rergstaðastræti
Sími 1600