Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 2
2 M O K C V .V n l 4 f> 1Ð Laugardagur 17. nóv. 1956 — Umræðnrnur um vornarmálin Framh. af bls. 1. J>að hefði aldrei verið áíormað að leggja niður nauðsynlegar varnir landsins. Hins vegar hefði verið ágrein- kigur um það hvað væru nauð- synlegar varnir. Þá kvað hann þá skoðun hafa verið ríkjandi að á fslandi þyrfti ekki herlið á frið- artímum. Sagði hann að á friðar- tímum ættu íslendingar sjálfir að annast herstöð þá er hér væri, þannig að fyrirvaralaust væri hægt að taka við herliði, ef þörf krefði og talið væri að heims- friðurinn væri í hættu. — Hann kvað það og hafa verið stefnu núverandi ríkisstjórnar, að hér væri her ef nauðsyn krefði. Þá vitnaði ráðherra til stefnu rikisstjórnarinnar í utanríkismál- um, þar sem stæði að „hér eftir sem hingað til skuli við það mið- að að hafa vinsamlega sambúð við allar þjóðir og að um öryggis- mál eigi íslendingar samstöðu við nágrannaþjóðir sínar, m.a. með samstarfi í Atlantshafsbandalag- inu og þá einnig við þær þjóðir er að því standa". Ennfremur vitnaði ráðherra í stefnu ríkis- stjómarinnar er fæli í sér að endurskoðuð væri skipan varn- armálanna, „þar sem höfuðtil- gangur þeirrar endurskoðunar á að vera sú, að íslendingar taki í eigin hendur gæzlu og viðhald varnarstöðvanna, þannig að þær séu ætíð og án fyrirvara við því búnar að gegna hlutverki sínu, ef horfur I heiminum breytast til hins verra, en að herinn hverfi úr landi“. Samkvæmt þessu kvað ræðu- maður það vera vilja ríkisstjórn- arinnar að hafa samstarf og sam- stöðu við nágrannaþjóðir okkar, en að á friðartímum væri hér ekki þörf varnarliðs, og á slíkum tímum ættu íslendingar að ann- ast gæzlu varnarstöðvanna sjálf- ir. — Að lokum kvað utanríkisráð- herra ekkert nýtt felast í þess- ari þingsályktunartillögu, þar sem þar væri aðeins gert ráð fyr- ir að nauðsynlegar varnir lands- ins væru tryggðar. — Gerði hann það því að tillögu sinni að þings- ályktunartillögu þessari væri vís- að til ríkisstjórnarinnar. HVER ER SKOÐUN ALLRAR RÍKISSTJÓRNARINNAR? Næstur kvaddi sér hljóðs Bjarni Benediktsson. Kvað hann erfitt að átta sig til hlítar á hvað fælist í yfirlýsingu utanríkisráð- herra við að heyra hana lesná án þess að athuga hana gaumgæfi- lega. Kvað hann að svo langt sem hún næði virtist hún miða í rétta átt og að hún væri ótvíræð yfir- lýsing af hans hálfu um að ísland mætti ekki vera varnarlaust. Hins vegar kvaðst hann vilja spyrja hvort þessi yfirlýsing væri gefin af allri ríkisstjórninni eða ein- göngu af utanríkisráðh. Alþýðu- flokksins, eins og stuðningsblað hæstvirtrar ríkisstjórnar hefði komizt að orði í öðru sambandi. Ræðumaður kvað það nauð- synlegt ekki aðeins fyrir Alþingi heldur fyrir íslendinga í heild, að vita hver væri skoðun allrar ríkisstjórnarinnar. Hann kvað ástæðu til þess að bera traust til utanríkisráðherra í þessu efni, en enn ríkari ástæðu til að efast um að einn stuðnings- flokka ríkisstj órnarinnar, Alþýðu bandalagið, væri sömu skoðunar og hæstvirtur utanríkisráðherra. Kvaðst hann hafa vitnað í um- mæli sem Alþýðubandalagið hefði strax gefið eftir að þessir atburðir voru hjá liðnir, ummæli, sem hertu á því að ísland ætti með öllu að vera varnarlaust og meira en það. Því hefði verið haldið fram að sjálfur Atlants- hafssáttmálinn væri úr gildi fall- inn. Spurði ræðumaður hvort það væri nú ætlun þessa stuðnings- flokks ríkisstjórnarinnar að styðja yfirlýsingu þá, sem utan- ríkisráðherra gaf, sem sér hefði skilizt að væri að efni til sú, að sjálfsagt væri að hafa nauðsyn- legar varnir í landinu. Spurði hann siðan hvort Alþýðubanda- lagið væri horfið frá yfirlýsing- unni frá 5. nóvember, eða hvort yfirlýsing sú væri enn i gildi. Væri sú yfirlýsing enn í gildi gæti þjóðin ekki borið traust til þeirrar ríkisstjórnar, sem Alþýðu bandalagið hefði í hendi sér að láta ekki lifa lengur en framfylgt væri þeim skýlausa boðskap, sem fluttur var í útvarpinu 5. nóv. og síðan hefur verið ítrekaður. Ræðumaður kvað hér um að ræða svo mikilsvert mál að orða- leikur og óljósar yfirlýsingar stoðuðu ekki, heldur ætti þjóðin heimtingu á því að vita hver væri ætlun ríkisstjórnarinnar í þessu máli, ekki aðeins hluta hennar heldur ríkisstjómarinnar í heild. Kvað hann rikisstjórnina alla bera ábyrgð á þvi sem nú gerðist og úrslitum réði um þá samninga, sem nú færu í hönd, þótt utanríkisráðherra hljóti að hafa þá með höndum og bera á þeim ábyrgð öðrum fremur. SKÝLAUS YFIRLÝSING NORSKA UTANRÍKIS- RÁÐHERRANS Ræðumaður kvað einnig þann veikleika í þessari yfirlýsingu að í henni hefði ekki komið fram hverja ályktun flokkur hans og Framsóknarflokkurinn hefði dregið af þessum síðustu atburð- um. Hann hefði aðeins sagt að það hefði aldrei komið annað til mála en að hafa nauðsynlegar vamir. Kvað hann að utanríkis- ráðherra færist hér öðruvísi en flokksbróður hans utanríkisráð- herra Noregs, Halvard Lange, hann hefði gert þessi mál að umtalsefni í norska Stórþinginu og verið ófeiminn við að lýsa yfir hver áhrif þessir atburðir hefðu á utanríkisstefnu norsku stjómarinnar, að þeir hefðu sannað að sú stefna, að fylgja Atlantshafsbandalaginu og halda uppi vörnum í landinu, hefði nú sannazt að vera réttari en nokkru sinni fyrr. Ræðumaður spurði: Telur meirihluti hæstv. ríkis- stjómar að nú sé rétti tíminn að hefja samninga um brottför varn arliðsins af fslandi? Þetta á íslenzka þjóðin kröfu til að vita. Hann kvaðst ekki trúa því að óreyndu, að utan- ríkisráðherra ætlaði nú að stefna málum í það horf, að allt erlent vamarlið væri kvatt burt frá íslandi. Ræðumaður gat þess, að hug- mynd utanríkisráðherra um að láta hér 'vera varnarstöðvar en varnarliðslausar, væri sérstak- lega varhugaverð, en vonaðist til þess að utanríkisráðherra gerði frekari umræður ónauðsynlegar með því að gefa nú skýlausa yfir- lýsingu um það, sem alþjóð ætl- aðist til af honum, að eins og horfði í dag, væri allsendis ó- raunhæft og ótímabært að byrja samninga um það að kveðja varn arlið hinna frjálsu þjóða frá ís- landi. FYRST ÞARF AÐ RÆÐA VIÐ BANDARÍKJAMENN Hermann Jónasson forsætis- ráðherra kvaddi sér nú hljóðs. Hóf hann mál sitt með því að geta þess að við yfirlýsingu utan- ríkisráðherra væri engu að bæta. Varðandi bjartsýni þá um frið- arhorfur í heiminum, sem komið hefði fram hjá ýmsum hér á landi, kvað hann þá ekki hafa verið í vondum félagsskap, því Bandaríkjaforseti hefði í nýaf- staðinni kosningabaráttu haldið fram að aldrei hefði horft frið- vænlegar í heiminum. Varðandi stefnu stjómarinnar í utanríkismúlum, sagði ræðu- maður að hún væri sú sama og hefði fram hjá ýmsum hér á friðartímum og að stefna bæri að því að losna við herinn og að halda bæri áfram að stefna að því. Kvað hann íslendinga hafa gengið í Atlantshafsbanda- lagið með því skilyrði að hafa hér ekki her á friðartímum. Um það hver væri stefna ríkis- stjórnarinnar í þessum málum, sagði ráðherrann, að það lægi alveg ljóst fyrir í mörgum ræð- um og mörgum blaðagreinum. Um það væri óþarfi að fjölyrða frekar. Hann kvað útlitið í heiminum uggvænlegt vegna atburðanna fyrir botni Miðjarðarhafsins og óvíst væri hvernig þeim lyktaði og að enginn vissi það fyrir. Um yfirlýsingu um stefnu ríkisstjórnarinnar sagði Her- mann, að það væru að koma hingað samningamenn frá Banda ríkjunum. Teldi hann því ekki rétt að gefa yfirlýsingar um stefnu ríkisstjómarinnar í ein- stökum atriðurn áður en rætt hefði verið við samningamennina og vitað hvaða upplýsingar þeir hefðu að færa. Varðandi ósamkomulag ríkis- stjórnarinnar innbyi'ðis, benti ræðumaður á að það væri ekkert við það að athuga þótt ríkis- stjórnin væri ósammála um ein- stök mál, og gæti svo farið að hún kæmi sér saman um þetta mál, þótt hann vissi ekki hvort svo yrði. Ræðumaður kvaðst að lokum geta fullvissað þingheim um að hinni marglýstu stefnu stjórnar- innar í utanríkismálum yrði framfylgt. Kvaðst hann geta tek- ið undir ummæli utanríkisráð- herra að þessi tillaga fæli ekki í sér neitt nýtt og bæri því að afgreiða hana eins og utanríkis- ráðherra hefði lagt tiL Á MÓTI ÞVÍ AB VARNAR- LIÐIÐ FARI NÚ Guðmundur t Guðumndsson tók á ný til máls og kvaðst mundi svara því er fram hefði komið að yfirlýsing hans hefði ekki verið nógu skýr. Við nánari athugun myndu menn þó kom- ast að því að svo væri. Hann endurtók þau ummæli sín að á þessari stundu væri ekki ástæða til að gefa upp í einstök- um atriðum, hvað ríkisstjórnin ætlaðist fyrir um varnarliðið. Hann endurtók einnig þau ummæli sín, að þeir er bæru ábyrgð á þessum mólum myndu gera það sem þeir vissu að rétt- ast væri. Ræðumaður lýsti því sem per- sónulegri skoðun sinni að ef það lægi nú fyrir að vamarliðið ætti að fara í dag eða ó morgun, þá mundi hann vera á móti því, vegna þess hve alvarlegt ástand væri í heiminum nú. Bjarni Benediktsson tók nú enn til máls og sagði að augljóst væri af ræðum ráðherranna tveggja að þeir viðurkenndu að gerbreyting hefði átt sér stað á heimsástandinu á þremur mán- uðum frá 28. marz s.l. Þar með væri líka viðurkennt að meiri varúð hefði verið nauðsynleg heldur en gert hefði verið ráð fyrir í þeim tillögum í varnar- málunum, sem komu fram á Al- þingi í vor af hálfu núverandi stj ómarflokka. VARNARHLEKKURINN MÁ EKKI BRESTA Bjami Benediktsson svaraði þeirri staðhæfingu Hermanns Jónassonar að Eisenhower Banda ríkjaforseti hefði verið mjög bjartsýnn á heimsfriðinn í kosn- ingabaráttunni. Forsetinn hafði alltaf einn fyrirvara í öllum sín- um yfirlýsingum. Hann sagði að heimsástandið væri betra vegna þess að vamir hins vestræna heims væru í lagi, en það má nærrí geta hvemig farið hefði ef vörnum Atlantshafsbandalags- ins hefði ekki verið haldið við. Það sem við íslendingar verð- um að átta okkur á í eitt skipti fyrir öll er, að við með okkar framlagi verðum að taka þátt í þeirri varðstöðu, sem tryggir friðinn í heiminum. Það em að vísu margs konar óþægindi því samfara að hafa hér erlent varn- arlið, sagði Bjami Benediktsson, en meðan ekki verður gerbreyt- ing til hins betra frá því sem verið hefir síðustu ár, þá er það siðferðileg skylda íslendinga gagnvart sinni eigin þjóð, gagn- vart eftirkomendum okkar og umheiminum að lóta ekki varnarhlekkinn bresta á íslandi, en það var einmitt sú hætta, sem Sjálfstæðismenn töldu að væri að skapast með samþykkt ályktun- arinnar frá 28. marz s.l. Ræðumaður benti á yfirlýs- ingu, sem birt var í blöðunum í gær og var gerð á ráðherra- fundi Evrópuráðsins í Strass- borg, en í tilkynningunni segir að fulltrúi íslands hjá Evrópu- ráðinu hafi fengið fyrirmæli um að greiða atkvæði með ályktun- inni. Þessi ályktun gengur öll út á að harma árás Rússa á Ungverjaland en hvergi minnzt á atburðina í Egyptalandi í sam- bandi við yfirvofandi stríðshættu Það hefði þó verið ólíkt karl- mannlegra af ríkisstjórninni eftir samþykkt hennar frá 5. nóvember og úr því forsætis- ráðherrann ætlaði að halda þá ræðu er hann flutti í dag, að láta fulltrúa sinn í Evrópuráð- inu gera breytingartill. við álykt- un Evrópuráðsins, að Bretum og Frökkum ásjáandi, að islenzka stjórnin fordæmdi ofbeldi alveg án tillits til þess hver það fremdi. Á íslandi er það gott að láta eins og þjóðarmorðið á Ungverjum og atburðirnir í Egyptalandi sé alveg sambæri- legt, en lcjarkurinn er dálítið minni, þegar ríkisstjómin á að horfa framan í þá háu herra sjálfa, sagði ræðumaður. Þá benti ræðumaður á að ráð- herrann hefði sagt, að nú væri ekki hægt að segja frá því hvað gera ætti í varnarmálunum af því að það yrði áður að fá upp- lýsingar frá þeim samningamönn um, sem hingað eru að koma. Endirinn á allri „sjálfstæðisbar- áttunni“ er þá sá, að nú má ríkisstjóm íslands ekki lýsa yfir hverju hún ætli að halda fram í varnarmálunum fyrr heldur en Bandaríkjamenn eru búnir að segja henni hverju hún eigi að halda fram. H. J. STAÐFESTI EKKI YFIRLÝSINGU G. í. G. Hermann Jónasson talaði aft- ur. Kvaðst ekki hafa meint það, sem hann áður sagði og taldi Bjarna Benediktsson hafa snúið út úr fyrir sér. Ekki vildi Her- mann Jónasson með nokkru móti svara því um hvað ætti að semja við Bandaríkjamenn nú. H. J. fékkst ekki til þess að staðfesta yfirlýsingu Guðm. í. Guðmundssonar um að varnar- liðið ætti að vera kyrrt í landinu, eins og nú stæði á. Bjarni Benediktsson kvaddi sér enn hljóðs, en forseti neitaði hon- um að tala, þar sem hann hafði þegar talað þrisvar. KRAFÐIST SKÝLAUSS SVARS Ólafur Thors kvaddi sér þá hljóðs og spurði hvenær þing- heimur fengi að vita hvað ríkis- stjórnin ætlaði sér að gera í þessu máli í meginatriðum, eða hvort það væri ætlun ríkisstjórnarinn- ar að ganga til samninga án þess að gefa um það nokkra yfirlýs- ingu hvað hún ætlaðist fyrir. — Hann benti á að 1951 hefði verið beðið um hervernd vegna styrj- aldarinnar í Kóreu, og spurði hvort það væri nú ætlun hinna sömu lýðræðisflokka, sem staðið hefðu að þeirri beiðni, að ganga nú fram og æskja þess að landið yrði látið varnarlaust vegna þess að þeir teldu að heimsástandið væri nú betra en 1951. Hann kvaðst krefjast skýlauss svars um það, hvort ætlunin væri að ganga þannig frá málunum, að varnarliðið færi burt, eins og nú stæði á. ÞRIÐJA SJÓNARMIÐH) Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, stóð þá upp og hélt stutta ræðu en lítt skilján- lega. Helzt var þó á honum að skilja, að enginn efi gæti verið á, hvað ríkisstjórnin ætlaðist fyrir því svo margar yfirlýsingar lægju fyrir frá henni sem birzt hefðu í blöðum, eða komið fram á mannfundum, og fullyrti hann, að stjórnin væri sammála inn- byrðis. Varð þá ekki annað séð af ura- mælum hans en að engin breyt- ing hefði orðið á stefnunni frá 28. marz. — Voru þá í umræðun- um komin fram þrjú sjónarmið hjá þeim þrem ráðherrum, sem talað höfðu. Þegar hér var komið var geng- ið til atkvæða um tillöguna og var henni vísað til ríkisstjórnar- innar með 30 atkv. stjórnar- manna, en nei sögðu Sjálfstæðis- menn 19 að tölu, en 3 þingmenn voru fjarverandi. Þá kom til umræðu tillaga Sjálfstæðismanna um að Alþingi kysi 5 manna nefnd með hlutfalls kosningu til þess að semja um endurskoðun varnarsamningsins. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN VILL EINLÆGA SAMVINNU Bjarni Benediktsson tók til máls og gerði hann nokkrar at- hugasemdir út af því, sem komið hefði fram við umræðurnar um fyrri tillöguna með því að málin væru svo samtengd. Bjarni Benediktsson vék síðan að loðnum svörum ríkisstjórnar- innar og hinni óákveðnu ræðu Hannibals Valdimarssonar. Sagði hann, að það væri ískyggilegt að ríkisstjórnin fengist ekki til að svara því skýrt og skorinort hver afstaða hennar eigi að verða í fyrirhuguðum samningum. — Ástandið væri svo alvarlegt i heiminum, að þjóðin ætti heimt- ingu á að fá að vita hvað verða ætti í þessu mikla velferðarmálL Bjarni Benediktsson sagði enn- fremur að Hannibal og flokks- bræður hans kæmust ekki hjá að gera grein fyrir því hvort þeir stæðu enn við yfirlýsinguna frá 5. nóv., um það að atburðirnir undanfarið hefðu leitt til þess að Atlantshafsbandalagið væri orð- ið að engu og tafarlaust yrði að láta allt varnarlið hverfa á burt úr landinu. Það væri ljóst að ut- anríkisráðherrann væri ekki á þessari skoðun og varla forsætis- ráðherrann heldur. Alþýðubanda lagsmenn gætu ekki lengi lifað á því, að þykjast ætla að koma einu og öðru áleiðis, en kyngja svo síðar öllum fyrri stóryrðura og þykjast hvergi koma nærri, eins og verið hefði um lausn lönd unarbannsins og ekki væri sagan um afstöðu þeirra til kaupbind- inganna betri. Ræðumaður kvað það felast í tillögunni um kosningu samn- inganefndar að Sjálfstæðisflokk- urinn byði fram samvinnu sína við hina lýðræðisflokkana um endurskoðun varnarsáttmálans. Sjálfstæðisflokkurinn vildi af heilum hug og einlægni vinna að lausn þessa máls með hinum lýð- ræðisflokkunum. Yrði þessu hafn að liti svo út sem Framsókn og Alþýðuflokkurinn, sem eru full- trúar aðeins þriðjungs þjóðar- innar, ætli einir að taka að sér að semja, eða þá að þeir ætli að hafa Alþýðubandalagsmennina með í þeim samningum og værí því þó tæplega trúandi að utan- ríkisráðherrann léti beygja si* til slíks. Loks skoraði Bjarni Benedikts- son eindregið á ríkisstjórnina að skýra frá því, hvort hún ætlaði að krefjast þess í samningunum, að varnarliðið færi á brauL LAGÐI TIL AÐ MÁLINU VÆRI VÍSAÐ FRÁ Utanríkisráðherra tók til máls og taldi óhyggilegt að skýra frá þeirri stefnu sem hafa ætti í samningunum. Hann kvað það ekki venju að slík samninga- nefnd væri kosin af Alþingi, enda mundi hann ekki taka þátt í samningum með slíkri nefnd, sem kosin væri á þann veg að hlutkesti réði, hvort þar sæti Al- þýðubandalagsmaður eða full- trúi hans eigin flokks. Lagði hann því til að tillagan væri afgreidd með rökstuddri dag skrá þess efnis að þar sem það væri ekki venja Alþingis a« Framh. á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.