Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 6
6 MORGUHRLAÐIÐ Laugardagur 17. nðv. 1956 Óperuilutnsntjut í Susturbæ/arbáÓM MEÐ stofnun Sinfóníuhljóm- sveitar íslands hefur bæjarlífið fengið nýjan og meiri svip og ekki er síður ánægjulegt að heyra raddir utan af landsbyggðinni, sem sanna að sveitin ætlar ekki að kafna undir nafni. Með hljómleikunum í Austur- bæjarbíói í gærkvöldi hafa þó enn kviknað nýjar vonir jafnvel hjá hinum bjartsýnustu vinum hennar. Söngleikurinn „II Trova- tore“ eftir Verdi, sem fluttur Áttræbur: Guðmundur Pétursson útgerðarmaður á Akureyri í DAG er átíræður Guðmundur Pétursson útgerðarmaður á Ak- ureyri. Guðmur.dur er fæddur á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Möðruvöllum árið 1900, stundaði síðar verzlimamám í Kaupmannahöfn, en rak útgerð og verzlun á Svalbarðseyri 1901 —1907. Guðmundur Pétursson hóf út- gerð á Akureyri 1916 og stund- aði hana þar til nú fyrir nokkr- um árum. Afskipti Guðmundar af útgerðarmálum, er það sem Akureyringurn verður efst í huga, er þeir nú minnast hans á áttræðisafmæli hans. Athafnir hans voru miklar á því sviði. Guðmundur var orðlagður dugnaðarmaður. Hann var reglu- samur og nákvæmur í hvívetna. Menn báru traust til hans, enda gerði hann sér far um að standa við allar sírar skuldbindingar, og krafðist hins sama af öðrum. Eins og mönnurn er kunnugt voru útgerðarmál hér á landi á hverfanda hveli einmitt á þeim árum, sem útgerð Guðmundar var umfangsmest. Kom þá gjama fyrir að einn var ríkur í dag, en öreigi á morgun. Elja, dugnaður og framsýni voru þær dyggðir, sem hverjum útgerðar- manni voru nauðsynlegir eigin- leikar, en umfram allt vaið skil- vísi og nákvæmni í peningamál- um að vera þeim efst í huga. A.lla þessa eiginleika átti Guð- mundur Pétursson í ríkum mæli. Auk hinna umfangsmiklu út- gerðarstarfa gaf Guðmundur sér tíma til afskipta af ýmiss konar félags- og menningarmálum. — Hann lét sig mörg hagsmuna- mál útvegsmanna og sjómanna skipta. Hann var t. d. formaður Útgerðarmannafélags Akureyrar í mörg ár, formaður Fiskideilda- sambands Norðlendingafjórðungs og Vélbátatrygginga Eyjafjarðar. Hann var einn af stofnendum Dráítarbrautar Akureyrar og fonn. hennar um langan tíma, ennfremur einn af stofnendum síldarbræðslustöðvarinnar á Dagverðareyri og í stjóm henn- ar. Hann sat auk þess á nokkr- um fiskiþingum. Hvar sem Guðumndur Péturs- son fór vakti hann traust og tiltrú manna. Hann þótti örugg- ur liðsmaður á hvaða vígstöðv- um sem barizt var. Hann var framsækinn athafnamaður, stór- huga, en lét þó ímyndunaraflið aldrei hlaupa með sig í gönur. Guðmundur kvæntist árið 1903 Sigurlínu Valgerði Kristj- ánsdóttur hinni ágætustu konu. Þau hafa komið fimm bömum til fullorðinsára, sem öll eru nú gift. Þótt starfsár Guðmundar' séu nú orðin mörg, er hann enn hress í anda og léttur í lund. í dag mimu vinir hans og kunn- ingjar senda honiun hlýjar ám- aðaróskir á þessum tímamótum í lífi hans. Jónas G. Rafnar. Húsgögn Fjórar tegundir af póleruðum stofuborðum komu fram í búðina. — Athugið hina hagkvæmu greiðsluskilmála. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar Laugavegi 166 KIWI N \ 1 t / gijóinn - er bjartastur og dýpstur Kiwi verndar skó yðai og tykui endinguna. Malumboðsmenn. O. JOHNSON & KAABKR H.F. var með íslenzkum krö.ftum ein- um, var viðburður, sem markar tímamót í listasögu okkar, raun- ar líka fyrsta konsertuppfærsla á óperu hér á landi. Er auðsætt að þó Þjóðleikhúsið flytji að sjálf sögðu áfram söngleiki hér við hin beztu skilyrði til leiks og sviðsaðbúnaðar, eiga slíkar „kon- sertuppfærslur" fyllilega rétt á sér, og verður að krefjast þess, að þeim verði haldið áfram, því einmitt þess konar verk ná lengra inn í raðir fólksins en al- mennir hljómsveitartónleikar, en að því verður nú að vinna af al hug að sem allra flestir geti notið hennar. Ætti sennilega fram vegis jöfnum höndum að kynna óperur með þessum hætti og flytja síðan eftir eitt til tvö ár i Þjóðleikhúsinu, og taka öðru hverju upp verk, sem Þjóðleik húsið hefur flutt áður. Flutningurinn á „II Trova- tore“, var í heild framúrskar- andi, með sama svip og „La Boheme“, sem Tónlistarfélagið flutti og var hápúnkturinn til þessa. Stjórnandinn hélt áheyr- endum í spennu og hrifningu verkið á enda. Hafði verið ráð- inn hingað enskur stjórnandi, Warwick Braithwaite maður með áratuga reynslu í óperuflutningi í stórborgum heimsins. Er mikill fengur fyrir íslenzka söngvara og hljómlistarmenn að fá að vinna með slíkum mönnum hér heima, enda stendur verkið og fellur með stjórnandanum. Einsöngvarar voru Guðmunda Elíasdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson, en í krónum' voru félagar úr Fóst- bræðrum. Guðmunda og Þuríður komu nú báðar fram sem endur-' fæddar í list sinni, þroskaðri og öruggari en áður. Söngur Guð- mundar var svo mikill, í beztu merkingu orðsins, að mörgum fannst sem þeir hefðu ekki áður heyrt sungið af því líkum töfra- krafti. Kristinn og Magnús voru báðir betri en þeir hafa áður ver- ið beztir. Og ekki má gleyma Fóst bræðrum, en þeirra hlutur var raunar efni í sérstakan þátt og sinfóníuhljómsveitin vex með hverju verkefni. Það er krafa borgarbúa að þetta verk verði flutt að minnsta kosti tíu sinnum, því ekki þarf að óttast að fólkið þiggi ekki svo framúrskarandi skemmtun. Og Alþingi verður að rýmka svo um fjárhag sveitarinnar, að hægt verði næsta sumar að fara með óperuna um allt íslands. Vikar. „Veiðimaitnalír frásögn eins kunnasta veiðimanns síðarí tíma BÓKFELLSÚTGÁFAN hóf 1 fyrra útgáfu á nýjum bóka- flokki, er nefnist „Endurminn- ingar og ókunn lönd“. Er ætlun- in að í þessum flokki verði skemmtilegar endurminningar merkra manna og læsilegar ferða sögur. Fyrsta bókin í þessum flokki var „Sjö ár í Tíbet“ eftir Heinrich Harrer, Önnur bókin í þessum flokki er nú komin út. Er það „Veiðimanna líf“, eftir John A. Hunter, ein- hvern mesta veiðimann síðari tíma. Hunter fór ungur til Kenya í Afríku. Búskapur átti ekki við hann svo að hann fór að stunda veiðar sem atvinnu. Bókin „Veiðimannalíf" er frá- sögn Hunters sjálfs af ævintýrum hans við að leita uppi villidýr, ýmist sem leiðsögumaður auð- manna, kvikmyndatökumanna eða ævintýramanna. Einnig er sagt frá hættulegum ferðum hans eins síns liðs, er hann var lcvaddur af stjórnarvöldunum til þess að granda óðum fílum, eða grimmum hlébörðum og Ijónum, er lögðust á búfé blökkumanna. Er þetta sérstæð bók, full af ævin týrum í heimkynnum villtra manna og dýra. Hersteinn Pálsson íslenzkaði bókina. Hún er prýdd fjölda mynda. * Siðluus íhlutun Bússu í Ung- verjulundi LUNDÚNUM, 15. okt. — 30 þingmenn brezkir — bæði i Verkamannaflokknum og íhalds- flokknum, hafa óskað eftir þvi að umræða yrði um Ungverja- landsmálin. Telja þeir í beiðnl sinni, að ræða þurfi hina miklu herflutn- inga Rússa til Ungverjalands og siðlaus afskipti af málum Ung- verja. Er þess krafizt í beiöninni, að brezka stjórnin krefjist þess beint og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að rússneski herinn verði kallaður heim, að brott- flutningur Ungverja úr landinu verði tafarlaust stöðvaður og að eftirlitsmenn SÞ fái að koma inn í Ungverjaland. Lýst er aðdáun á hugrekki ung versku þjóðarinnar. — Reuter. shrifar úr daglega lifínu NOKKRIR eru þeir menn, sem jafnan verður getið i menn- ingar- og bókmenntasögu hverr- ar þjóðar, án þess að þeir hafi ef til vill nokkru sinni fest staf á blað eða sett saman sögu. Þeir menn eru vinir og verndarar skáldanna, fjárþyngja þeirra, þegar langt gerist í bókagullið og útgefendur og prentarar bóka þeirra. Þessir menn eru hinir mestu menningarvitar hverrar þjóðar, en líklega verða þeir líka að vera mestu bjartsýnismenn allra landa og hafa meiri trú á manninn en við flestir aðrir dauðlegir menn til þess að gefast ekki upp i miðj- um klíðum þess hlutverks síns að styðja brokkgenga listamenn og gefa út bækur, sem fæstir vita fyrir hvort geyma leir eða Ijóm- andi snilld. Eigingirni lisíarinnar ÞEIRRA hlutverk er líka van- þakklátt á stundum, því fáir menn eru eigingjarnari en skáld og listamenn og ekki eru þeir allir, sem muna að nokkur annar hafi brotið þeim braut en þeirra eigin takmarkalausa snilld og einstaka listgáfa. En þrátt fyrir það metur sam- tíðin jafnan sína Mekenasa, kannski vegna þess, að þeir eru svo miklu síður öfundsverðir en heildsalarnir. Þeir eyða nefnilega fé sínu á aðra en ekki sjálfa sig. Gollancs er þegar kunnur mað- ur um allt Bretaveldi og einnig John Lehman, þótt ungur sé enn að árum. Svíar áttu sinn Bonnier og við íslendingar eigum okkar Ragnar í Smára. Vasabækurnar íðilgóðu ÞVÍ hef ég verið að velta þess- um hlutum íyrir mér, að þessa dagana kom í bókaverzlan- ir „Gerpla", gefin út af Ragnari. Bókin er í vasabókarbroti, svo sem nokkrar aðrar skáldsögur og ljóðmæli, sem út eru komin í sama stíl. Við útkomu bókar er ekkert í sjálfu sér merkilegt. Það er við- burður, sem gerist fjögur hundr- uð sinnum á ári hverju hér á landi. Hitt er öllu merkara, að bók, sem telur um hálft þúsund blaðsíður og telja verður eitt merkasta, epíska rit vorra tíma, skuli vera komið í seilingslengd íslenzkrar alþýðu fyrir einar tuttugu krónur í reiðufé. — Það sem hér hefur verið gert er, að menningin, að minnsta kosti sá hluti henr.ar, sem er fólgin í góð- úm bókum, er komin á bæjar- gluggann og hefur guðað þar hástöfum. Hver sem nú úthýsir henni, má sjálfum sér einum um kenna. Svo oft hafa spekingar getið þess á vísindafundum og vitringa mótum, að engin þjóð sé menn- ingarþjóð nema hún eigi greiðan aðgang að því, sem í góðum bók- um stendur, að það er að bera í bakkafullan lækinn að segja það miklu oftar. E Menningarreigingur KKI höfum við heldur verið alveg lausir við þann menn- ingarreiging, sem kemur yfir litla þjóð, sem í fæstu stendur öðrum á sporði nema í því að hér kunna allir að stauta á bók og draga eitthvað til stafs. Og víst má það satt vera, að menntun er undirstaða framfaranna og engin þjóð verður stórþjóð án hennar. En þrátt fyrir allan lestur, sem gert hefur hálfa þjóðina blinda öldum saman, við daufar lýsis- kolur eða dimman hlóðaeld, er það staðreynd, að ef við hefðum ekki átt okkar Ragnar ættum við heldur ekki þær bækur, sem nú sliga alinlangar hillur, ýmist í hefðarbúningi nær tildursleg- um eða í látlausu broti vasabók- anna hans, sem hver smaladreng- ur eða fiskistelpa fyrir norðan hefur ráð á að kaupa. Fyrir það lifir hinn hugum- stóri útgefandi þeirra gegnum bækur sínar, og ef nokkurt líf er eilíft, þá er það slíkt lít Snærl og bæknr TRYGGVI Gunnarsson stofnaðl Gránu til þess að bændur fnjóskdælskir gætu fengið ódýr- ara snæri og harðfisk, og á sína vísu vann hann það framaverk, sem Ragnar í Smára hefur unnið í blek og pappír. Og svo ég segi það aftur, þá verður aldrei sú bókmennta- og menningarsaga rituð á þessu landi, að bókaútgefandans hljóm- elska verði þar ekki að einhverju getið. Og kannski að enn meiru einmitt vegna þess, að hann er of hjartahreinn til þess að láta gör- ótt pólitísk sjónarmið ráða i starfi sínu, svo sem ýmsir þelr aðrir, sem við bókaútgáfu fást. Honum er gleðin full, ef bókin hans er góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.