Morgunblaðið - 17.11.1956, Síða 16

Morgunblaðið - 17.11.1956, Síða 16
265. tbl. — Laugardagur 17. nóvember 1956 Launamálin efst á baugi með starfsmönnum ríkis c j bœja Þirag þeirra var sett í gær IGÆR var sett 18. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Var þingið sett í Melaskólanum, en þar fer það fram. Ólafur Björnsson prófessor formaður sambandsins setti þingið og bauð alla fulltrúa velkomna til starfa. ieppfnn sem fór í gljúfrið með drenginn Sl. laugardag varð slys við brúna á Skjálfandafljóti, er jeppi rann stjórnlaus niður í gljúfur við brúna, Var lítill drengur í bílnum, Páll Þorlákur Pálsson, frá Laugum, sem stórskaddaðist á höfði og liggur nú í Akureyrar- spítala. Myndin að ofan sýnir slysstaðinn og bílinn niðri í gljúfrinu. Hin myndin sýnir hvernig bíllinn var útleikinn eft- ir að hann hafði farið í loftköst- um niður skriðu sem liggur ofan af gljúfurbarmi og niður á 4 m hátt berg, en bíllinn valt fram af því og kom réttur á hjólin niður í stórgrýtið. Þar var litli dreng- urinn tekinn út úr flaki bílsins. Má það teljast furðulegt að hann skyldi sleppa lifandi, því ekki var það vitað fyrr en nú, að engin yfirbygging var á bílnum, heldur aðeins tjaldhús. Færeybgar vifija fara a5 * dæmi Islendinga KVEÐJA FRÁ BANKAMÖNNUM í upphafi fundarins gat Ólafur Bjömsson þess að fulltrúi frá sambandi bankamanna sæti þing ið sem áheyrnarfulltrúi. Er það Einvarður Hallvarðsso-n. Flutti hann þinginu kveðjur frá félagi sínu og ræddi um vandamál þau sem framundan væru í efnahags- málum landsmanna. Kvaðst hann vonast til þess að ríkisstjómin hefði náið samstarf við BSRB um lausn erfiðleika þeirra sem að steðjuðu. 200 FULUTRÚAR Þá var flutt álit kjörbréfa- nefndar og voru kemin fram kjörbréf frá 108 aðalfulltrúum og 94 varafulltrúum frá alls 24 sambandsfélögurn. Voru þau öll samþykkt umræðulaust. Að því loknu lá fyrir að kjósa embætt- ismenn. Formaður sambandsins, Ólafur Björnsson, skýrði frá þvi að Helgi Hallgrímsson, sem setið hefir alla fundi sambandsins nema hinna fyrstu og jafnan verið forseti þess, gæti nú ekki sótt þingið að þessu sinni. Las hann upp bréf frá Helga þar sem hann þakkaði þingmönnum ágætt samstarf á liðnum árum og ámaði þeim heilla í starfi sínu. Samþykkti þingið að senda Helga þakkarskeyti. Þá vcru kjörnir forsetar þings- ins og hafði stjómin gert tillögur um þessa menn: Björn L. Jónsson Júlíus Björnsson Maríus Helgason. Ritarar: Guðjón Gunnarsson Ársæll Sigurðsson Karl Halldórsson Aðalsteinn Nordal. SKÝRSLA STJÓRNAR Að lokinni kosningu embættis- um starfið á liðna árinu, en að því loknu var kosið í nefndir þingsins sem em allmargar. — Munu þær starfa á morgun en í gærkvöldi var ekki fullráðið manna gaf stjórnin skýrslu sína hvort aðeins yrðu nefndafundir í dag eða einnig þingfundir. Aðalefni skýrslu stjómarinn- ar um starfið á árinu fer hér á eftir: LAUNAMÁLIÐ Frá því er síðasta aukaþingi bandalagsins lauk í maí 1955 hef- ir launamálið verið mikilvægasta málið, er stjóm bandalagsins hefir haft til meðferðar. Nefnd sú er ríkisstjórnin skip- aði haustið 1954 til þess að undir- búa setningu nýrra launalaga, skilaði áliti sínu í sept. 1955. Samkvæmt tillögum í.efndarinn- ar skyldu grunnlaun opinberra starfsmanna hækka um 9—10% frá gildandi launalögum að við- bættri 20% hækltun. Greidd skyldi ennfremur full dýrtíðar- uppbót skv. gildandi kaupgialds- vísitölu á öll laun. Ennfremur voru nokkrjr starfshópar og ein- staklingar hækkaðir um 1—2 launaflokka. Frumvarp til launa- laga var svo sem ráð hafði verið fyrir gert lagt fyrir Alþingi í byrjun nóv. 1955. Allmargar ósk- ir um hækkanir í launaflokkj til handa starfshópum og einstakl- ingum bárust fjárhagsnefndum þingsins frá bandalagsfélögunum. Var öllum þeim erindum vísað til launalaganefndar til umsagn- ar og voru flestar þær hækkunar beiðnir er nefndin mælti með teknar til greina með breytingar- tillögum, er fjárhagsnefndimar fluttu við frv. Lögin voru endan- lega samþykkt fyrir jól 1955. Verður nánari grein gerð fyrir launalagafrv. og meðferð þess í framsögu af hálfu bandalags- stjómarinnar. ORLOF OPINBERRA STARFSMANNA í samningum atvinnurekenda og verkalýðsfélaga eftir verkfall- ið 1955 var ákveðið að orlofsfé skyldi hækka úr 5% í 6% af greiddu kaupi. Þar sem svo langt var þá liðið á orlofsárið (er reiknað er frá 1. júlí til 30. júní), gerði stjóm bandalagsins ekki kröfu til lengingar orlofs sumarið VAR AÐ HAGRÆÐA MÖR Slysið vildi til laust fyrir kl. 9 um morguninn. Var Skarphéðinn að hakka mör í vélinni, og var hann að hagræða honum, er hann varð fastur í hakkaranum, með hægri hendi. AðTörun til bílstjóra á Vaðlaheiði HÚSAVÍK, 16. nóvember. — Slys á þjóðvegum eru nú alltíð og er því rétt að benda á hættur sem ástæða er til að bæta úr, áður en slys hljótast af. Biíreiðastjórar sem aka um Vaðlaheiði um þessar mundir, hafa sérstaklega tekið eftir því, nú í snjóleysinu, að þar sem vegbrúnir eru graslausar, sem er víða vestan í heiðinni, eru ræsi sem lögð eru gegn um þjóðveg- ina, miklu mjórri en sjálfur veg- urinn, en hættumerki eru engin á þessum stöðum. Þessir vega- tálmar sjást venjuiega illa, fyrr en fast er komið að þeim. Fylgir þessu mikil slysahætta. Bifreiðaeftirlitið mun hafa kvartað um þetta við vegamála- stjóra og vill fá úr þcssu bætt. Bílstjórar telja hættuna aukast að mun þá snjóa fer og allt blind- ast. Er hér með á þetta bent, í trausti þess, að úr verði bætt, áð- ur en slys hljótast af. Fréttaritari. 1955, en fékk loforð þáverandi ríkisstjórnar fyrir því, að orlof opinberra starfsmanna skyldi á næsta ári lengt til samræmis við lengingu orlofs á almennum vinnumarkaði. Á sl. vetri bar stjóm bandalagsins fram kröfu um það að öll orlof opinberra starfsmanna yrðu lengd um 3 daga. í reglugerð um orlof opin- berra starfsmanna, er út var gef- in í marz s.l. voru 15 og 18 daga orlofin lengd um 3 daga, en lengri orlof látin haldast óbreytt. Fyrir Alþingi það, er nú situr, hefir verið lagt frv. til staðfest- ingar reglugerð þessari. Stjóm bandalagsins hefir lýst þeirri skoðun sinni gagnvart ríkisstjóm inni að hún teldi ákvæði frum- varpsins ófullnægjandi lausn á orlofsmálinu og hefir enn eigi náðst um það samkomulag. ÞING NORRÆNNA BÆJASTARFSMENN í REVKJAVÍK í lok júnimánaðar sl. var háð hér í Reykjavík fulltrúaþing nor- rænna bæastarfsmanna. Annað- ist stjórn bandalagsins, Starfs- mannafélög Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Reykjavíkurbær og Hafnarfjarðai'kaupstaður mót- tökumar. Fulltrúaþingið fór hið bezta fram og virtust erlendu fulltrúarnir vera mjög ánægðir með förina. GAT STÖÐVAÐ VÉLINA SJÁLFUR Enginn var viðstaddur er slysið vildi til. Gat Skarphéðinn sjálfur stöðvað vélina, en hún klippti sundur handlegginn í einni svip- an. Gat hann síðan kallað til sam- starfsmanna sinna, og var þegar hringt á sjúkrabíl, en hann var þá ekki viðlátinn. Var þá náð í aðra bifreið og var búið að flytja Skarphéðinn til sjúkrahússins að fimm mínútum liðnum frá því slysið varð. LÍÐUR EFTIR ATVIKUM Á sjúkrahúsinu var þegar í stað gert að sárum Skarphéðins, sem ekki eru lífshættuleg. Hon- um leið í kvöld eftir atvikum BIRKERÖD, 16. nóv.. Einkaskeyti tii Mbl.: Er kunnugt varð, að fisk- löndunarbanninu væri afiétt í Englandi og sýnt, að Englend ingar hefðu beygt sig fyrir kröfum íslendinga um útvíkk un landhelginnar, fór Djur- huus lögmaður í Færeyjum þess á leit við Elkjær Hansen, ríkisumboðsmann, að hann gengist fyrir því, að Danir og Englendingar héldu áfram sanmingaviðræðum viðvíkj- andi kröfum Færeyinga um útvikkun fiskveiðitakmark- anna. Mun danska stjórnin verða við kröfum Færeyinga en mun ekki láta til skarar skríða fyrr en hún hefur kynnt sér fyllilega lok ensk- íslenzku deilunnar. Franska sendi- ráðið stefnir blaði kommúnista Frá sendiráði Frakka hér í Reykjavík barst Mbl. eftirfarandi í gær- kvöldi: „í tilefni af því, að starfs- manni í sendiráði Frakka var nýlega sagt upp atvinnu, birti dagbiaðið Þjóðviljinn 13. þ. m. undir fyrirsögninni „Ó- sæmileg þátttaka sendiherra Frakka í æsingum íhaldsins" grein, sem felur í sér óhæfi- leg afskipti af starfsemi er- lends sendiráðs inn á við og þar að auki, vegna orðalags- ins, freklega móðgun við sendiráðherrann persónulega og við það land, sem hann er fulltrúi fyrir. Þar eð slíkt athæfi varðar við lög á íslandi eins og í öðr- um menningarlöndum, hefur sendiherra Frakka ákveðið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að mál þetta sæti með ferð sakmála, eins og lög standa til, en hjá því telur hann, að eigi verði komizt. Reykjavík, 16. nóv. 1956“ vel. — Job. ÁrskáSáð Sjálislæðis- félaganna í Keilavík 4RSHÁTÍÐ Sj álfstæðisfélaganna í Keflavík verður haldin í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík n.k. laugardag, 17. þ. m. kl. 9 síðd. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna, Alfreð Gíslason, bæjarfógeti setur hátíðina, en ræðu flytur þingmaður kjördæmisins: Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins. — Form. Sjálfstæðisfélags Keflavíkur, Friðrik Þorsteinsson, stjórnar sam- komunni. Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson, óperusöngvarar syngja einsöng og tvísöng og Sigríður Hannesdóttir fer með gamanvísur. Að síðustu verður stiginn dans. Aðgöngumiðar að árshátíðinni verða seldir í Ungmennafélags- b.úsinu í Keflavík í dag kl 4—7 e. h. og frá kL 4 á laugardag. Ilaiiir á Akureyri missir hendi otf nokkuð af handlegg í hakkavél Gaf sjáfifur sfödvað hakkavélina Akureyri, 16. nóvember. IMORGUN vildi það slys til hér á Akureyri, að maður lenti með hendi í kraftmikilli hakkavél í pylsugerð KEA og tók af hendina og upp að miðjum framhandlegg á manninum. Var þetta verkstjóri pylsugerðarinnar, Skarphéðinn Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.