Morgunblaðið - 25.11.1956, Síða 6

Morgunblaðið - 25.11.1956, Síða 6
6 M ORCUNBT/AÐIÐ Sunnudagur 25. nóv. 1956 Með jarðfræðilegri kortlagningu lands- ins, leggjum við fram skerf til TVEIR KUNNIR íslenzkir vís- indamenn, þeir prófessor Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigur- geirsson, forstöðumaður rann- sóknaráðs ríkisins, eru fyrir nokkrum dögum komnir heim úr fyrirlestraför til Lundúna- háskóla. Fluttu þeir þar sinn fyr- irlesturinn hvor um þær rann- sóknir, er þeir hafa haft með höndum hér á landi sl. þrjú ár, til könnunnar á bergsegulmagni, en rannsóknir þessar eru mjög merkilegar fyrir jarðfræðirann- sóknir. Tíðindamaður Mbl. hefur átt tal við prófessor Trausta Ein- arsson um bergsegulmagnsmæl- ingar og fundinn í Lundúnum. Til þessa fundar var stofnað af eðlisfræðideild Lundúnahá- skóla undir forustu próf. Black- ett, en á vegum Intemational Council of Scientific Unions (I. C. S. U.) og var fundinum einkum ætlað að draga fram í dagsljósið þær beinu mælingar á bergsegulmagni, sem gerðar hafa verið undanfarin ár. BERGSEGULMAGN Bergsegulmagnið er eins konar steingerfing á segulsviði jarðar á liðnum tímum. Þegar hraun storknar segulmagnast það þann- ig, að það geymir í sér mynd af segulsviðinu sem þá ríkti. almennra vísinda Samtal við próf. Trausta Einarsson um hergsegulmagnsrannsóknir og fyrirlestraför til Lundúna Með því að rannsaka eldri og eldri hraunlög má þá kanna breytingar segulsviðsins tugi og hundruð milljónir ára aftur í tímann. Skiptir þá miklu, að eldsumbrot hafi verið tíð á löngu skeiði. Hér á landi höfum við hraun sem spenna yfir síðustu 50 milljón árin, en það er, að segja má, einsdæmi, og þess vegna höfum við frá náttúrunnar hendi ágæta möguleika til að vimia á þessu sviði. SEGULSVIÐÍÐ SNERI ÖFUGT Það virðist nú alveg öruggt, að fyrir ca 1 milljón ára, þ.e. við upphaf ísaldar,. sneri segul- svið jarðar öfugt við það sem nú er. Norðurpóll segulnálar hefði þá vísað í suður en ekki norður. Þetta er samkvæmt rann- sóknum hér, í Frakklandi og í Japan. Þar á undan sneri sviðið um tíma aftur eins og í dag og Sænsk kona kennir íslenzkum húsmæðrum sS maireiða síld Frú Anna>Briff Agnsafer hefur dvalizf hér í fvær vikur UNDANFARNAR tvær vikur hefur dvalizt hér á landi sænsk kona, frú Anna-Britt Agnsater, á vegum SÍS. Var hún fengin hingað til þess að kenna íslenzkum húsmæðrum að mat- reiða síld og aðra rétti. Frúin er forstöðukona tilraunaeldhúss sænska Sambandsins, sem fæst aðallega við rannsóknir á mat- vælum, gerir tilraunir með matartilbúning og reynir ýmis bús- áhöld og heimilistæki. Fréttamenn áttu viðtal í gær við frú Agnsater, en hún heldur heim til Svíþjóðar í dag. KYNNIR SÉR ÍSLENZKT LAMBAKJÖT Tilgangur komu frúarinnar hing að er tvíþættur. í fyrsta lagi til þess að halda hér húsmæðra- íundi og sýna tilbúning síldar- rétta, en í öðru lagi að kynna sér íslenzka dilkakjötið og með ferð þess. Hefur hún í því sam- bandi heimsótt ýmsar kjötvinnslu stöðvar bæði norðanlands og sunnan. Þá hefur Helga Sigurð- ardótitr, skólastjóri, leiðbeint henni með tilbúning kjötrétta. FERÐAST UM Frú Agnsáter hefur haldið hús- mæðrafundí í Reykjavík, Borgar nesi, Akranesi, Akureyri og á Sel fossi. Einnig kom hún í skólana að Bifröst og á Varmalandi. Á þessum fundum var afhentur bæklingur um sænska síldarrétti, sýndar l'vikmyndir um matvæli og kynnt ýmiss konar búáhöld. Frk. Jónína Guðmundsdóttir hús mæðrakennari, hefur aðstoðað frú Agnsater við kennsluna. þannig hefur það snúizt við að minnsta kosti 30 sinnum frá upp- hafi íslands. Þannig geturn við skipt jarðfræðilegum tíma í skeið með „réttu“ og „öfugu“ segulsviði á víxl og hefur hvert skeið verið 100 þús. til milljón ára. En jafnframt getum við skipt hraununum, þ. e. basaltinu, sem ísland er gert úr, í flokka með „réttri“ og „öfugri“ segul- stefnu á víxl, og það opnar okk- ur möguleika, sem við höfum eiginlega ekki haft áður, til að kanna heildarþverskurð lands- ins og kortleggja bergið jarð- fræðilega. Höfum við Þorbjörn þegar kortlagt ýmis svæði lands- ins á þennan hátt. FYRSTA JARÖFRÆÐIKORTEÐ Á fundinum fluttum við sitt erindið hvor um rannsóknir okk- ar síðustu 3 árin og lögðum m. a. fram fyrsta jarðfræðikortið, sem gert hefur verið með því að nota bergsegulmagn. En hér þarf að gera stærra á- tak á næstu árum og dugar þá ekki sumarfrí tveggja manna, Við verðum að nota möguleikana, sem skapazt hafa til að kort- leggja landið jarðfræðilega sjálfra okkar vegna og um leið leggja fram vérulegan skerf til almennra vísinda. Sé nú farið lengra til baka en jarðlög íslands ná,-T?n þau eru jarðfræðilega ung, þá kemur ýmislegt nýtt til sögunnar, LANDAFLUTNINGAR í fyrsta lagi verður örðugra að ákveða segulstefnuna í mjög gömlu bergi, en sé því treyst, að mælingin sýni segulsviðið þegar bergtegundin varð til, þá virðist tvennt koma í ljós. Annars veg- ar það, að snúningspólar jarðar ha_fi færzt tiJ hægt og hægt miðað, ÚR FRELSISBABÁTTUNNT vio löndin. Norðmpóllinn hefurl Dagskráin hófst með því, Próf. Trausti Einarsson samkv. sumum mælingum færzt á 1000 milljón árum frá Norður- Ameríku vestur yfir Kyrrahaf til Japan og þaðan norður til nú- verandi staðar. En þessi braut pólsins verður öðruvísi eftir mæl- ingum á enslcu bergi en amer- ísku. Þennan mun má skýra með því að Ameríka hafi á fyrri jarð- öldum verið miklu nær Evrópu en nú. Það er með öðrum orð- um hin fræga landflutningakenn- ing Wegeners o. fl. sem hér skýt- ur aftur upp kollinum. Fyrsta fundardeginum í Lond- on var varið til þess að ræða um landflutninga og urðu menn ekki á eitt sáttir. En svo mikið er ljóst, að frekari rannsóknir á segulmagni í bergi frá miðöld og fornöld jarðar fela í sér þann möguleika, að skorið verði úr um það hvort miklir landflutn- ingar hafa átt sér stað og þá hve- nær. Sú spuming liggur auðvitað nærri hvers vegna segulsviðið hefur snúizt við hvað eftir ann- að. Hún var utan við verkefni fundarins, en ýmsir hafa glímt við hana á síðustu árum. Svarið virðist vera þetta: Segulsviðið stafar af rafstraumum í kjama jarðar og þegar straumarnir skipta lun stefnu hlýtur skv. al- kunnum lögmálum, segulsviðið að skipta um póla. Og. nú ætti það að lokum að vera ljóst að pólaskipti segulsviðsins eiga ekkert skylt við svokallaða veltu jarðar, þ. e. tiltölulega snögg og mikil breyting á súningsás jarð- ar. Slík velta jarðar er alveg óhugsandi þegar nánar er að gáð. — í ÞÝZKALANDI Eru þessi mál ekki á dagskrá víða? Eftir fundinn í London fór ég til Kölnar í Þýzkalandi og var þar gestur háskólans í nokkra daga. Flutti ég þar erindi um nokkuð svipað efni og í London, en með aðaláherzlu á bergsegul- magni, sem tæki til jarðfræði- legra rannsókna. Annars verð ég þess greini- lega var að menn sækjast eftir að heyra um íslenzk efni, því ég fékk tilmæli um 3 frekari er- indi, 2 frá Hollandi og 1 frá London, en gat ekki orðið við þeim vegna tímaskorts núna í miðri háskólakennslunni. ★ ★ ★ Að lokum vil ég nota tæki- færið til að þakka þeim aðilum, sem hafa stutt segulrannsóknim- ar fjárhagslega, en það eru rann- sóknarráð og menntamálaráð, sem hafa borið kostnaðinn að mestu, og háskólaráð sem tvö árin hefur veitt styrk til þeirra. Ágœt kynning á ung- veskri menningu i FÖSTUDAGSKVÖLDXÐ efndi tímarit ungra Sjálfstæðismanna FS- Stefnir til ágætrar kynningar á ungverskri tónlist og bók- menntum í Sjálfstæðishúsinu. Var mjög vel vandað til dagskrár- innar. Þar voru m.a. leikin tónverk eftir Franz Liszt og Bela Bartok og lesnir úrvalskaflar úr sögu frelsisbaráttu Ungverja, ljóð í þýðingu Steingríms og Gísla Brynjúlfssonar og tvær smásögur. Áheyrendur tóku dagskránni mjög vel og hylltu að lokum ung- versku bjóðina, hugrekki hennar og hetjulund í baráltunni fyrir frelsi síisu. að shrifar úr daglega lífinu Ógæftasaml vlð Arnarfjörð BÍLDUDAL, 23. nóv. — Afar sjaldan hefur gefið á sjó undan- farið. Eini báturinn sem stundar róðra héðan nú er Frigg, sem farið hefur tvo róðra. Afli hefur verið lítill, eða 2—3 lestir í hvor- um róðri. Rækjuveiðin hefur gengið vel upp á síðkastið og stundum hef- ur verið ágætis afli. — Stöðugt hefur verið unnið við rækju vinnsluna. — Friðrik. ÞESSA dagana er fyrsti snjó;-- inn að koma. Ég segi fyrsti snjórinn, því sá sem kom um dag- inn var eiginlega ómark, eins og krakkarnir sesja, því hann fór svo fljótt aftur. En nú trúi ég því að hann sé að koma. Reyndar kemur hann ósköp hægt, ekki nema nokkur korn í byrjun, svo líða fleiri tím- ar, kannske dægur, þar til þau næstu sáldrast niður úr tæru himinhvolfinu og setjast á freðna jörðina. E Eii»s og lítil stúlka N það fer samt ekki milli mála. Snjórinn er að koma, hikandi og feiminn eins og lítil stúlka á sínum fyrsta dansleik og innan tíðar verður hvítur mjúkur möttull fallinn yfir allt landið. Þá er ísland réttnefni, kalt, bjart og fagurt, fegurra en nokkurt annað land á jörðunni. Snjórinn er teikn árstíðarinn- ar sem drepur í dróma litskrúð landsins, grænar grundir og brúna liti fjallanna, sem eiga sér slíka fjölbreytni, að stundum virðist manni þúsund afbrigði til af þeim brúna lit, sem í íslenzku fjallalandslagi er að finna. Mað- ur sér það í Súlum, Esju og Hengli jafnt og í myndunum hjá Kjarval og stendur orðlaus af undrun og aðdáun yfir þeim fjöl- breytileik, sem drottinn gaf ís- lenzku fjöiiunum og dásamar hann um leið fyrir að hafa gert loftið yfir þessu landi svo íðií- tært, að við getum séð öll lit- brigði jarðar. Hlnn hvíti hjúpur. EN allt hverfur þetta nú er líð- ur að jólum og veturinn sezt að. Þá kemur hinn hvíti klaka- hjúpur, litirnir blikna og allt verður fölt og grátt, jafnvel rjúpan verður tákn hinnar hvítu árstíðar. En samt er það svo að þrátt fyrir allan snjóinn og jökul- inn sem yfir landinu hvílir, þá er það aldrei hvítt eða tilbreyt- ingarlaust. Yfir því hvílir aldrei dauður svipur hins eilífa eina litar. Jafnvel í snjónum, sem þek- ur foldina leynast ótal litbrigði, sem hljóta að snerta fegurðar- skyn okkar, mjúkir litir ísbreið- unnar og fallinnar lausamjallar staf a í augum og skuggarnir und- ir heiðarbarði skapa kynjamynd- ir líkastar stóru, dýrofnu vegg- klæði. Og með snjónum kemur líka þögnin. Þessi djúpa, þunga ei- lífa þögn, sem þó lætur svo hátt í eyrum og getur verið jafnkæf- andi og svartasta Austfjarðar- þoka. En í þögninni uppi á heið- um að vetrarlagi enduróma fjöll- in, dalir, gil og kleifar og verka svo sterkt á mann, að maður rennur inn í þessa stóru voldugu víðáttu og lifir með íslenzkri fjallanáttúru sem einn lítill hluti hennar í fullu samræmi við land- ið og hjartarætur þess. Þar ríkir hciðríkjan. ÞVÍ er það sem íslenzk fjöll að vetrarlagi eru meiri sálarbót en þúsur.d þenkingar í marg- menni láglendisins. Þar ríkir heið ríkjan, tignin og fegurðin meiri en nokkurs staðar annars á jörðu hér, og þaðan er föðurlandsástin sprottin. Sagt hefir verið að landið hafi mótað okkur fslendinga. Hin stórbrotna náttúra, og grá- lynd veður í 10 aldir hafa Iagt sín mörk á ásjónu þjóðarinnar og skilið eftir drætti, sem ekki mást út á fáum sólarsumrum. En þá eigum við líka heiðríkjuna i skapgerðinni og hreinlyndið, því við eigum snjóinn og fjöllin, og þögnina sem er svo djúp að allir hljóta að hlýða. Stundum finnst okkur þó þessa drætti skorta, ekkí í landið okk- ar heldur fólkið, sem það byggir frá afdölum til annnesja. En þá er það okkur sjálíum að kenna, þvi enginn fær við fjöllin sakazt. En ef við gleymum íslenzku fjöll- unum á skafheiðum vetrardegi og víðsýninu sem þar er að finna, höfum við um leið brugðizt ætt- arskyldu okkar og réttinum til að byggja þetta land. Gunnar G. Schram, einn af rit- stjórum Stefnis flutti stutt ávarp og fór nokkrum orðum um menn- ingu ungversku þjóðarinnar og það hve skáid hennar og rithöf- undar hefðu ávallt staðið í fylk- ingarbrjósti í baráttu hennar fyr- ir sjálfstæði og frelsi sínu. Þá flutti Ævar Kvaran kafla úr sögu frelsisbaráttu Ungverja 1849 og flutti einnig kafla úr hvatningarræðu Kossuths við Szegedin, en það er ein fræg- asta ræða í sögu Ung verjalands. Helga Valtýsdóttir las ungversk ljóð eftir Sandor Petöfi, Gísli Magnússon lék þ'.iú þjóð- lög í útsetningu Bela Bavtoks, Sveinn Víkingur las smásögu eftir Molnar, Guðmundur Jónsson lék tvær etýður eftir Liszt, Bald- vin Halldórsson fór með ung- verska sögu og að lokum söng Þorsteinn Hannesson fjögur ung- versk þjóðlög, og varð að syngja aukalag við mikla hrifningu áheyrenda. SKÝR MYND Eins og áður er sagt var mjóg til þessarar dagskrár vandað, og gaf hún ágæta mynd af því hva Iitrík og glæsileg menning Ung- verja er og hve djúpum rótum frelsisást þeirra stendur. Er það vel að tímaritið Stefn ir skuli hafa tekið sig fram um að efna til þessarar kynningar, einmitt á þessum örlagaríku dögum í sögu ungversku þjóð- arinnar. Sú mynd sem þar var brugðið upp sýndi, að hverjar hörmungar sem ungverska þjóðin gengur í gegnum þá glatar hún ekki fornri menn- ingu né veröur með vopnum buguð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.