Morgunblaðið - 09.12.1956, Síða 9

Morgunblaðið - 09.12.1956, Síða 9
Sunnudagur 9. des. 1956. MORGUHBLAÐ1D Fimmtugur i dag: Jón Sigtirlfsson slökkviliðsstjóri Á MORGUN, mánudaginn 10. des., á Jón Sigurðsson, slökkvi- liðsstjóri, fimmtíu ára afmæli. — Jón er Reykvíkingur, borinn og barnfæddur. Ekki kann ég ætt hans að rekja, enda á þetta ekki «ð vera nein minningargrein um manninn, heldur verða þetta nokkur orð um ungan, hugþekk- an drengskaparmann, eins og ég þekki hann eftir margra ára kynni, sem yfirmanns mins og húsbónda á Slökkvistöð Reykja- víkur. Jón Sigurðsson er fjölhæf- um og góðum gáfum gæddur; hann er vel menntaður verkfræð- ingur, og var námsferill hans allur hinn glæsilegasti. Eins og að líkum lætur, hefur Jón notið trausts sinna samtíðarmanna, og á hann hafa hlaðizt mikilvæg og margvísleg störf í fæðingarborg hans. Fyrir utan slökkviliðsstjóra ítarfið hefur hann nú um nokk- urt skeið gegnt störfum vatns- veitustjóra og haft á hendi þýð- ingarmikil störf í loftvarnar- nefnd. Eru þetta hvort tveggja, þó ekki fleira sé talið, allumfangs mikil störf og að nokkru tengd slökkviliðsstjórastarfinu í fram- kvæmd. Jón Sigurðsson er gæddur góðri skapgerð og á létt með að blanda geði við þá sem með hon- um vinna, jafnt háa sem lága, og á hann fyrir það miklum vin- sældum að fagna. Honum lætur vel létt kimni og gamansemi, jafnt í bundnu sem óbundnu máli, en allt er það gaman, sársauka- og græskulaust. Jón Sigurðsson er mikill íþróttaunnandi, sérstaklega þó knattspyrnu, enda vel hlutgengur þar á yngri árum, og þarf ekki lengi við manninn að ræða um þau mál til að vita í hvaða félagi hann hefur átt heima en það er í Knattspyrnufélaginu Fram. Jón hefur oft verið í forystuliði þeirra, sem haft hafa á hendi mót tökur erlendra knattspyrnuliða, enda tungumálamaður ágætur. Jón Sigurðsson er með afbrigð- um velviljaður maður, og vill alH gera sem mögulegt er til að leysa vandkvæði þeirra, sem til hans leita hverju sinni í sam- bandi við störf þau og stofnánir, »em hann veitir forystu. Þeir sem eiga Jón Sigurðsson að yfirmanni finna að þar eiga þeir veglyndum manni að mæta, sem í engu vill annan ofríki beita, en vill stjórna með hðg- værð og mildi, og veit ég ekki hvort allir kunna að meta það eins og vert er, að eiga undir slíka menn sín mál að sækja við hin daglegu störf. Jón Sigurðsson er hugkvæmur margt, eins og verkfræðing- *r eiga að vera. í byrjun starfs síns sem slökkviliðsstjóri kom hann fljótt auga á nytsemi háþrýstibíla við slökkvistörf, og fékk þá strax einn slíkan bíl á slökkvistöðina. Hefur sá bíll reynst eins og hann sá strax fyrir, ómissandi í hverri raun. Síðar hefur svo annar bætzt við í þrengslin á okkar gömlu, góðu slökkvistöð. Nú veit óg að áhugamál Jóns Sigurðsson- ar, slökkviliðsstjóra, er bygging nýrrar slökkvistöðvar, þar sem rýmra verður um allt og betur má fara um tæki stöðvai-innar, hirðu þeirra og nytsemi, og vona óg að honum verði þar fljótt og vel ágengt. Jón Sigurðsson er giftur hinni mestu ágætiskonu, Karen Guð- mundsdóttur. Eiga þau hjónin tvær vel gefnar dætur, Elísabetu ©g Sigríði. Margar hlýjar óskir munu berast til þeirra hjóna í til- efni fimmtíu ára afmælis hús- bóndans, sem nú dvelur erlendis i erindum þeirra stofnana sem hann veitir forstöðu, en sú fjar- lægð mun þó ekki hindra það, að kveðjur og óskir berist til hans í blæ þessa desemberdags þang- að sem hann nú dvelur, frá hin- um fjölmörgu vinum hans hér heima og þar vil ég fá að vera með. Ég þakka svo minum ágæta yfirmanni fyrir vinsemd alla mér auðsýnda og óska honum, fyrir mína hönd og starfsfélag- anna á slökkvistöðinni, hjartan- lega tii hamingju með íimmtugs afmælið. Meigi framtíðin veita honum og fjölskyldu hans sem fiestar lífsins gjafir, góðar o hollar, úr sínum hamingjusjóð Kjartan Ólafsson. varðstjóri. 1 l jmbúðapappír 4«—57 cm ■ m r 2 imjorpappir 33 X »4 om — X 7í rm. i íoiletpappfr 100 rl. í kassa. Hagsteett verð. i BIAIEBIKTSSOAI H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228. Cocoa Nýkomið H. BENEDiKTSSOItl N.F. Hafnarhvoll — Sími 1228. Atvinna Opinber stofnun vill ráða marvn til að annast bókhald, gjaldkerastörf o. fl. frá og með 1. febrúar næctkomandi. Umsóknir (merktar ,,S.B.) ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist í pósthólf nr. 160 fyrir 27. desember. Einkarifari Stúlka vön skrifstofustörfum, með góða ensku- og vélritunarkunnáttu, óskast nú þegar eða frá ára- mótum til starfa sem einkaritari hjá stóru fyrir- tæki í Reykjavík. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 12. þ. m., merktar: EINKARITARI —7343. Kœrkomnar Jólagjafir Fyrir dömur: Snyrtivörur — HELENA RUBIN STEIN YARDLEY MAX FACTOR REVLON NUMBER SEVEN CUTEX — SANS ÉGAL o. fL Úrval af ILMVÖTNUM — STEINKVÖTNUM GJAFAKASSAR — SNYRTITÆKI (manicure set) Fyi'ir herra: OLD SPICE — gjafakassar — rakspritt — rakkrem — Eau de Cologne YARDLEY — talcum — brilantine — hárvatn — Eau de Cologne Veski með snyrtitækjum o. fl. AUSTURSTRÆTI 16 (Reykjavíkur apóteki) SIMi: 82666. ( B A LLE RUP) MASTER MIXER P^-Krærivélar Master Mixer Litli Mixer Hrærivélarnar, sem aldrei bregðast Einkaumboðsmenn: LUDVIG STORR & CO. Nýkomið ísaumað vatterað rúmteppaefni Gardín ub úðin Laugavegi 18 Forðist slysin Splflýsandi borðor og gler — (kattaraugu) höfum við fyrirliggjandi fPSle/únssöníf\ /03-sími3*f50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.