Morgunblaðið - 09.12.1956, Síða 10

Morgunblaðið - 09.12.1956, Síða 10
1« MORGUl\BLAÐIP Suttnudagur 9. des. 1956. DROGUM FÁNA RÉTTLÆTIS OG SANNLEIKA VIÐ HÚNl ÞAÐ MÁ segja, að við hinir eldri stúdentar höfum þrætt hiíin gullna meðalveg með vali dagsins í dag til hátíöahalöa okkar. Á morgun er fagnaðar- dagur, sem háskólastúdentar - standa fyrir, — fagnaður til minningar um fuilveldi íslands. — Það er rétt, að sá dagur sé í heiðri hafður, er Kristján X, konungur Danmerkur, lagði niður það cmbættisheiti og varð Kristján X, konungur Danmerk- ur og íslands, — eða konungur íslands og Danmerkur, eftir því frá hvorri hliðinni var á hann litið. En eitt verðum við að muna, sem þó stur.dum gleymist, að það er ekki afmæK fwllveldis íslands, sem haldið er upp á á morgun, heldur afmæli viour- kenningarinnar á fullveldi ís- lands. Þá væri þeim mönnum illa gleymt, sem öfluðu þeirrar viðurkenningar, ef við misstum sjónar á því, sem þeir sáu, að við vorum aðeins að heimta rétt ís- lands, að við höfðum aldrei að lögum lotið erlendri þjóð, held- ur aðeins erlendum þjóðhöfð- ingja. Það sæmir vel, að „hin aldr- aða sveit“ (og þegar eg lít yfir hópinn verð eg að segja, að mér virðist „hin aldraða sveit“ hafa haldið sér furðu vel) — það sæmir vel, að hún hefir þokað fyrir hinum yngri um forgöngu hátíðarhaldanna á morgun. Það er bæði rétt og skylt, að æskan helgi sér fullveldisdaginn, því j að á henni hvílir það öðrum fremur að gæta fengins frelsis og sýna, að hún sé verðug að njóta þess. En með því að heiga okkur aðfangadag hátíðarinnar höfum við gert tvíheilagt og sannað, að þrátt fyrir árin, þrátt fyrir að stúdentahúfan hefir orðið að víkja fyrir flólcahatt- inum, nema við hin alhátíðleg- ustu tækifæri, erum við þó ekki dauðir úr öllum æðum. Og enn ljúfari ætti þessi tvöfalda helgi að veia okkur einmitt nú að þessu sinni, þegar.svo skammt er um liðið, síðan stúdentasveitirnar báðar stóðu saman og höfðu for- göngu að því með ís-lenzk-um rit- höfundum að hvetja almenning þessa bæjar til mótmæla gegn einhverju mesta óhæfuverki margra alda. Stúdentar sýndu það þá, — og eg er þess fullviss, að þeir eiga oft efíir að sýna það enn, — að þeir hafa ekki gleymt hinu forna kjörorði þess rnanns, sem lengi var formaður félags okk- ar, Bjarna Jónssonar frá Vogi: að hugsa rétt og vilja vel. ★ ★ ★ En hvað ótti eg við með hin- um gullna meðalvegi, sem við hefðum valið? Við vitum, hvers er að minnast á morgun og að 30. nóvember væri ekkert sér- stakt, ef við hefðum ekki ge^t hann að aðfangadegi. En 29. nóvember, er hann þá einhver hátíðisdagur? Það vill nú einmitt svo vel tií, að svo er. Og ennfremur vill svo vel tH, að það var félag okk- 1 ar, Stúdentafélagið, sem hafði forgöngu að því að gera hann að merkisdegi. í gær var hálf öld liðin síðan fulltrúar félagsins efndu til almenns fundar í Reykjavík til þess að vekja ís- lendinga til dáða í fánamálinu. Á þeim degi varð fáni þjóðskálds- ins, fáninn, sem íslenzkar konur höfðu fyrstár dregið við hún, fán- inn, sem Stúdentafélagið hafði svo nýlega ákveðið að berjast fyrir, — á þeim degi varð hann þjóðfáni íslendinga, þá reis ís- lands unga merki, þótt ekki væri fáninn lögbelgaður á Þing- velli fyrr en réttum 7 mánuðum síðar. ★ ★ ★ Við minnumst þess nú, að há-lf öld er liðin síðan Stúdenfcafélag- ið gaf þjóðinni fánann. En fána- málið á sér miklu lengri sögu innan félagsins. Fyrstu sagnir, sem eg hefi af afskiptum þess af fána, eru raunar með nokkuð einkennilegum hætti. Félagið var stofnað haustið 1871 til stuðnings við frelsiskröfur þjóðarinnar. Annan veturinn, sem félagið starfaði var tvenn nýbreytni upp tekin um stjórnháttu landsins: settur var brennivínstollur og landshöfðingi skipaður, og var þá svo mikill hiti í mönnum út af frelsiskröfunum, að margir ís- lendingar stigu á stokk og strengdu þess heit, að bragða ekki brennivín framar, fyrr en þeir gætu gert Það í frjálsu landi. Flestum þótti Danir og embætt- isvaldið þverskallast við réttar- kröfum íslendinga. Morguninn 1. apríl 1873, er landshöfðingi tók við embætti, var hinu nýja emb- ætti fagnað með því, að dregin var dula á flaggstöngina, sem þá var á blettinum fyrir framan landshöfðingjahúsið (nú Stjórn- arráðshúsið), og á henni stóð á höfði: „Niður með landshöfðingj- ann“. Þetta var kallað „lands- höfðingja-hneykslið". Segir Ind- riði Einarsson í 50 ára afmælis- riti Stúdentafélagsins, að stúdent- ar hafi verið orðnir svo glóð- heitir í stjórnmálunum, að þeir muni hafa hvatt til „hneykslis- ins“, Enginn úr Stúdentafélaginu hafi dregið dulupna upp, en fé- lagið „verður þó aldrei vel skírt af því máli“. Á þessu sama ári létu stúdent- ar að sér kveða um fánamálið á annan hátt og sýnu virðulegri. Þeir fengu Sigurð Guðmundsson málara til þess að gera teikningu að fána fyrir ísland. Var það blár feldur með hvítum fljúgandi fálka. Fálkamerkið var þó ekki nýtt í frelsisbaróttu íslendinga, því að þegar Jón Sigurðsson sigldi heim til Þjóðfundarins 1851 gáfu landar í Kaupmanna- höfn honum innsigli með fálka- merki, svo sem segir í kvæði Gísla Brynjólfssonar — íslenzka skáldsins, sem orti um Ungverja fyrir meira en 100 árum —: Ræba Péturs Benediktssonar í hófi Stúdentafélags Reykjavikur 30. nóv. BÍLABÓIMUN Getum nú aftur tekið að oss að bóna bifreiðar fyrir viðskiptavini vora. Pöntunum veitt móttaka x smurstöð vorri við Suðurlandsbraut, sími 80430, alla virka daga frá kl. 8—12 og 13—19 nema laugardaga kl. 8—12. 0 OUUFELAGIÐ SKÉLJUNGUR H.F. Verði haukur þinn á þingi þeirra merki, sem að æ unna frjálsum íslendingi, ánauð hata um land og sæ. Fálkamerkið höfðu stúdentar á stöng yfir tjaldi sínu á Þingvöll- um við konungskomuna 1874 og yfir öndvegi inni í tjaldinu. Fálkamerkið ávann sér slíkar viíisældir, að fálkinn leysti hinn flatta þorsk af hólmi sem merki íslands. Þeirri stöðu hélt hann — þótt eftir öðrum uppdrætti væri en teikningu Sigurðar — til 1. desember 1918. Af ástæðum, sem eg skildi ekki þá og skil ekki enn, þótt eg hafi verið að velta því fyrir mér í 38 ór, var þá tekið upp annað skjaldar- merki, illa teiknað, og síðan lapp- að upp á það 17. júní 1944. Sam- kvæmt opinberum úrskurði frá þeim degi stendur það skjaldar- merki á „stuðlabergshellu“. Mér finnst álíka að tala um „stuðla- bergshellu" eins og að tala um „flata súlu“, en eg er nú kannske nokkuð skilningssljór. Það er frumleg smíði, því verður ekki neitað. Kannske er eg einn um þá ósk, en eg óska þess oft, að við hverfum aftur til hvíta fálk- ans á bláa slíildinum sem skjald- armerkis íslands. ★ ★ ★ En hvað varð af hinum fyrsta fána Stúdentafélagsins? í hinum elztu reikningum félagsins sem varðveitzt hafa, er athugasemd frá endurskoðendum um það, að fáni félagsins, flaggstöng og marskálkabönd hafi fallið af eignaskrá. Þetta gerist árið 1893. Næstu 3 árin eru þessir munir á eignaskránni, en fyrir réttum 60 árum segja 'endurskoðendurnir: „Við höfum eklíi getað spurt uppi fána og marskálksbönd, sem talin eru meðal eigna félagsins, og viljum við því skora á stjórn- ina að skýra frá því, hvar nefndir munir eru geymdir“. Þessu svarar stjórnin sem hér segir: „Stjórnin er því miður jafn ófróð og endurskoðendurnir um það, hvar fáni og marskálksbönd félagsins séu niður komin, því allar rannsóknir hennar þar að lútandi hafa orðið árangurslaus- ar, en auðvitað mun hún gera sér allt far um að grafa upp þéssa muni; sjálf er hún ekki sök í hvarfi þeirra, því henni hafa þeir aldrei afhentir verið“. Næsta ár eru munirnir enn á eignaskrá, og hinn 25. nóvember kvarta endurskoðendurnir enn yfir því, að enginn viti, hvar þeir séu niður kornnir. En leitið og þér munuð finna. í athuga- semd dagsettri næsta dag segir þáverandi formaður félagsins, Bjarni Jónsson frá Vogi: * „Þessi aths. er hin sama sem í fyrra og hefur stjóm sú, sem þá fór frá, ekki getað svarað henni. Um muni þessa er það að segja, að um mörg undanfarin ór hafa stjómir félagsins ekkert um þá vitað, en alltaf sett þá á eignaskrá. Nú hefi eg orðið þess áskynja, að þeir, sem nú eru full- orðnir, hafa séð marskálksbönd- in, þegar þeir voru börn, en síð- an ekki. Þau eru því löngu týnd og þarf ekki framar að telja þau með eigurn félagsins. Að það hef- ir nú verið gert, kemur af því, að gjaldkerinn hefir þar farið eftir fyrra árs reikningi. Fán- inn hefir verið geymdur á Hótel ísland í 5—6 ár, eftir sögn Júlí- usar og þar er hann enn. Raun- ar hefur hann um nokkur ár ekki verið annað en stöngin. Fór- um við Júlíus með mestu mann- hættu gegnurn hesthúsið og gæsa- rgið upp á næsta loft fyrir of- r.n hanabjálkaloftið til að sjá stöngina og fundum hana loks. Hefðum við dottið, þá hefðum við drepið okkur, en það gerðum við því miðxxr ekki. Lýkur hér sögxmni um marskálkaböndin og fánann." Bjarni frá Vogi hélt, að þar með væri sögunni lokið. Það er rétt, að eftir þetta er aðeins „merkisstöng án fána“ á eigna- skránni um möi’g ár, og þar er hún kannske enn. En endurskoð- endurnir voru ekki af baki dottn- ir, því að árið 1898 krefjast þeir enn fyllri upplýsinga um mun- ina. „Marskálksböndin sáust fyr- ir nokkrum árum á prestaskólan- um“, segja þeir og bæta við hinni mjög svo skarplegu athug- un. að „fáninn hlýtur einlivers staðar að vera, því að ekki get- ur hann verið uppslitinn, hann sem mjög sjaldan hefur verið brúkaður". Eg fyrir mitt leyti er endur- skoðendunum alveg sammála um það, að þetta má ekki lengur svo til ganga. Við verðum nú að fara að gera gangskör að því að finna fánann, svo að við getum gert hann að skjaldarmerki ís- lands. Og marskálksböndin. Á hverju höfum við þörf á þeirri skeggöld og skálmöld, sem nú er í landinu, ef ekki marskálks- böndunum? ★ ★ ★ Eg sagði sögu fánamáísins stutt lega í blaðagrein fyrir skömmxi og ætla ekki að endurtaka þá frásögn hér. Aðeins er þess að minnast að einmitt á þessum ár- um, þegar Bjarni frá Vogi og Júlíus lenda í mestum mann- raununum í dauðaleitinni að fóna Stúdentafélagsins, verður bláhvíti fáninn til í huga Ein- ars Benediktssonar og þá skrifar hann grein sína í Dagskrá, þar sem fyrst er skýrður fyrir fs- lenddngum munurinn á fána og skjaldarmei'ki. Kannske má eg nota tækifærið til þess að leiðrétta eina mis- sögn í grein minni, ef einhver kynni að hafa lesið hana. Eg sagði, að bláhvíti fáninn hefði blakt á Þkxgvelli við vígslu Val- hallar árið 1898. En nú segir betri heimild (prófessor Stein- grímur), að það hafi verið fálka- merkið, sem þar var uppi. Þetta hrelldi ágætan íslandsvin, ferða- langinn mikla Daníel Bruun, svo mjög, að hann þaut bálvondur til Reykjavíkur. Eg nefni þetta litla dæmi til þess að sanna, að forvígismenn fánamálsins áttu við ramman reip að draga og að fáninn fekkst ekki baráttu- laust. Eg tel víst, að einhverjir, sem heyra mál mitt, minnist hins stóra dags, sem eg nefndi áðan, þegar Stúdentafélagið gaf þjóð- inni fánann. Aðrir eru löglega afsakaðir, þótt þeir eigi ekki um hann persónulegar endurminn- ingar, eins og t. d. eg, því að eg var þá aðeins ófæddur. En þeim sem minnast þessa dags og áranna á eftir, minnast sigurfán- ans, eins og Bjarni frá Vogi kall- aði hann, er sú minning áreið- anlega jafn-ljúf eins og ýmsum öðrum, sem eg hefi þekkt, en nú eru fallnir í valinn. í bar- áttunni fyrir fánanum, „fanga- marki þjóðarinnar" — ef eg má endurtaka orð Guðmundar Finn- bogasonar fyrir fimmtíu árum, tóku stúdentar höndum saman við almenning þessa lands, og sú alda reis, sem ekkert fekk stað- izt. Tólf árum síðar, og þó einum skammdegisdegi betur, var full- veldi íslands viðurkennt. Við minnumst með þakklæti allra forvígismanna fánamálsins, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. En sérstaklega finnst mér að þessi samkoma eiga að senda þeim manni hlýjar kveðjur, sem nú er einn á lífi úr fánanefnd Stúdentafélagsins. Eg er að tala um hinn gamla fræðahöfðingja, sem enn sækir fundi þessa fé- lags, þegar hann fær því við komið, prófessor Matthías Þórð- arson. Við megum einnig minnast konu hans, sem nú er nýlátin, því að hún varð fyrst til að sýna Reykvíkingum bláhvíta fánann, er hún bar hann í gerfi Fjallkonunnar á leiksviði á þrettándanum 1895. Við megum og vel minnast þess í þessu sam- bandi, að það var einmitt Stúd- entafélagið, sem mestan hlut átti að þessarri leiksýningu. ★ ★ ★ En við megum einnig rnixm- ast armarra, sem urðu til þess að hrinda fánamálinu fram. Sér- staklega vil eg nefna Einar Pét- ursson stórkaupmann, hetjuna frá „fánadeginum“ 12. júní 1913, er danskir hermenn tóku blá- hvíta fánann af Einari, sem var á skemmtisiglingu hér á höfninni. Fó einstök atvik urðú meira til þess að ýta undir fánamálið. Eg hefi á öðrum stað sagt nokkrar minningar mínar frá þeim degi, en langar til þess að koma á framfæri einu atviki til viðbót- ar, sem eg þó minnist aðeins af afspurn. Sigurjón glímukóngur, bróðir Einars, var þá verzlunar- maður hjá kaupmanni noklerum, sem hafði danska fánann við hún þennan dag til að fagna komu danska varðskipsins, sem lá á höfninni. Almenningur heimtaði alla dönsku fánana dregna nið- ur þegar í stað, er fréttist af aðförinni að Einari. En .sagan segir, að Sigurjón hafi verið í miklum vanda staddur, því að húsbóndi hans skipaði honum að verja fánann. Komu nú nokkrir ungir drengir af Vesturgötunni og heimtuðu fánann dreginn nið- ur. Sigurjón sagði, að hér væxi sér að mæta og myndi hann verja fánann. Þá lagði mesti væskill- inn í hópnum í Sigurjón og lagði hann vonum bráðar að velli. Hefi eg ekki fregnir af því, að Sigur- jóni Péturssyni yrði aflfátt í annan tíma, og sýnir þetta yklt- ur, hvern kynngikraft góður mál- staður getur gefið jafnvel hinum aumustu stríðsmönnum sínum. ★ >V ★ Hinn 1. desember 1918 blakti fáninn nú yfir frjálsu landi. En það fór, sem oft vill verða, að menn koma ekki óskaddaðir úr sjóferðum og harðx’æðum. Þjóð- fáni íslendinga’ var ekki lengur „eins og mjöll í fjallahlíð”. Með úrskurði Danakonungs hafði „glundroðirni" komizt inn í hvíta krossinn í fónanum. Mörgum af einlægustu forvígismönnum fána- málsins fannst þetta vera eins- konar fleygur til þess að rug'la hinar hreinu línur og hina köldu, skæru liti landsins. Einar Bene- diktsson fyrirgaf þetta aldrei. í einni af síðustu vísunum, sem hann orti í hórri elli í Herdísar- vík, segir hann: „Afskræming fánans var íslendings dáð“. Þeir íslendingar, sem voru því fylgjandi að rauði krossinn væri tekinn í fánann, neituðu því að hann væri þar sem leifar af eða endurminning um dannebrog. Og þrátt fyrir það, að Stúdenta- félagið tók bláhvíta fánann á sína arma, er tillagan um hina gerðina fyrst fram komin ó fundi þessa félags, einmitt fram borin af einum fánanefndarmanninum, Matthíasi Þórðarsyni. Fylgjendur þrílita fánans sögðu okkur hin- um, að rauði liturinn ætti að vera tákn þess elds, sem hið innra býr í þessu landi. Látum það þá á sannast. Og jafnvel þótt rauði liturinn væri dansk- ur, þá er hollt að minnast þess, að til eru verxi menn en Danir. Sú tíð er nú löngu liðin, er það kostaði góða sjálfstæðismenn eins og mig andlega áreynslu að sjá fegurð þjóðfána fyri'verandi sambandsþjóðar okkar. Við vit- um það að minnsta kosti að rauða krossmarkið í fána okkar er ekki í æít við þann rauða fána, sem í dag er drifinn blóði, þann fána, er blakti einn sem gleðifána, þann dag, er sorgarfán- ar voru á hvetri stöng annarri i þessum bæ. ★ ★ ★ Þegar eg var að eltast við fánann í hinum gömlu reikning-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.