Morgunblaðið - 11.12.1956, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
■Þrið.iudagur 11. des. 1956
wmm
r *
Við undirskriít samninganna.
Nýr viðskipfasamningur
við Ítalíu undirritaður
DAGANA 1.—10. desember fóru og Svanbjörn Frímannsson, að-
fram í Reykjavík samningavið-
ræður milli fulltrúa íslands og
Ítalíu um viðskipti milli land-
anna. Leiddu þær til samkomu-
lags, sem-undirritað var í dag, 10.
desember, af dr. Gylfa Þ. Gísla-
syni, er nú gegnir störfum utan-
ríkisráðherra, og dr. Guido
Hilano, formanni ítölsku samn-
ingsnefndarinnar.
Viðskiptasamkomulagið gildir
l eitt ár frá 1. nóvember 1956.
Samkvæmt samkomulaginu mun
íslenzka ríkisstjórnin heimila
innflutning fyrir tilteknar upp-
hæðir á ýmsum ítölskum vörum,
svo sem eplum, vefnaðarvöru,
vélum, rafbúnaði, jarðstrengjum,
rafmagnsvírum, bifreiðum, hjól-
börðum og gólfdúk.
í Ítalíu er innflutningur al-
gjörlega frjáls á saltfiski, skreið
og öðrum útflutningsafurðum fs-
lendinga og þurfti því ekki að
semja um innflutningsheimild
ítalskra stjórnarvalda fyrir ís-
lenzkar afurðir.
fsl. samninganefndina skipuðu
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri, sem var formaður nefnd-
arinnar, Davíð Ólafsson, fiski-
málastjóri, Pétur Pétursson, for-
stjóri Innflutningsskrifstofunnar,
stoðarbankast j óri.
Frá utanríkisráðuneytinu.
ER AÐ SJOÐA l)PP l)R
í AUSTUR-ÞYZKALAIMDI
REUTERSFRÉTTIR frá Washing
ton í gærkvöldi hermdu að utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna
væri uggandi yfir því að vopna-
viðskiptin í Ungverjalandi nú
mundu breiðast út um alla Aust-
ur-Evrópu og leiða til þess að
alþýða Austur-Þýzkalands mundi
rísa upp gegn Rússum. Væri þá
ekki nokkur vafi á því að stjórn
Adenauers mundi aðstoða frelsis-
sveitirnar í Austur-Þýzkalandi á
alla lund og gæti þá svo farið að
ófriður skylli á.
Fréttir bárust í dag um
kröfugöngur og uppþot í
Búlgaríu, Rúmeníu og Tékkó-
slóvakíu og einnig mun hafa
verið allróstusamt í Austur-
Þýzkalandi. Stjórnin þar hef-
ur gert ýmsar varúðarráðstaf-
anir af ótta við þjóðina.
Hörmulegt flugslys
Vancouver, 10. des. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LE IT IN að kandaísku farþegaflugvélinni sem fórst einhvers
staðar í Brezku Kolumbíu s.l. sunnudagskvöld hefur ekki borið
neinn árangur. Með flugvélinni, sem er eign Trans Canada Airlines,
voru 52 menn og er óttazt að þeir hafi allir látið lífið.
Þegar flugvélin fórst geisaði
mikið óveður í Brezku Kolum-
bíu, en þó er enn ekki vitað um
orsök slyssins. — 18 flugvélar
Jólaumferðin aldrei meiri en nú
Lögreglustjóri skýrði
blaðamönnum frá því í gær
að lögreglan hefði nú gert nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að
mæta hinni gífurlegu umferð,
sem í vændum væri nú um jólin.
Er hér aðallega um takmarkanir
á akstri bíla á tímabilinu 12.—24.
des. — Nær hún til 19 gatna á
svæðinu frá Laugavegi við gatna-
mót Höfðatúns og vestur að
Ægisgötu.
Eru þetta svipaðar og mikið
til sams konar ráðstafanir og lög-
reglan gerði í fyrra. Þær báru
mikinn árangur og það sem mestu
máli skipti, stórslys á fólki urðu
ekki. Væntum við þess, sagði lög-
reglustjóri, að borgaramir, ungir
sem gamlir, akandi og gangandi,
hjálpi lögreglunni til þess að
gera umferðina sem greiðasta og
hættuminnsta.
Þegar þessar takmarkanir
koma til framkvæmda, en það
verður á morgun, mega vörubílar
stærri en 1 tonn t.d. ekki aka nið-
ur Laugaveginn, og ekki heldur
Framh. af bls. 1
Björnsson: hafði gaman af að
skrifa og keypti því blað, Fimm-
tíu ára leikstarfsemi, nokkrar
endurminningar Gunnþórunnar
Halldórsdóttur, Með fyrsta hest-
vagn á Suðurlandi, frásögn
Ágústs í Birtingarholti, Það er
skemmtilegt að vera biskup, sam-
tal við dr. Jón Helgason, „Hún
amma mín það sagði mér“, heim-
sókn til H.K.L., Heimsókn hjá
Jóhannesi Nordal —- níræðum,
Þegar þjóðin fagnaði Gullfossi,
frásögn Sigurðar , Péturssonar
skipstjóra, „Mikið ertu búinn að
basla, Sófanías", samtal við
Sófanías Þorkelsson, Frá Bólu-
Hjálmari, frásögn Þórarins Þór-
arinssonar, Framtíð íslenzkra
tónsmíða, rætt við Pál ísólfsson,
„Það er ekki ónýtur á þér haus-
inn“, frásögn Jónasar Eyvinds-
sonar símaverkstjóra, „Latínan
varð mín drottning", frá æsku-
árum sr. Friðriks Friðrikssonar,
„Ævintýrin eltu mig“, skamm-
degisrabb við Kristmann í
Hveragerði, í lífsins ólgusjó, Ósk-
ar Hallgrímsson segir ýmsar
minningar, Bernskuminningar
stiftamtmannsdótturinnar, frá-
sögn frú Önnu Hilmu
vagnar, sem hafa sæti fyrir fleiri
en 10 farþega. Að sjálfsögðu nær
bannið ekki til strætisvagnanna.
Göturnar, sem eru bannsvæði
fyrir fyrrgreinda bíla, eru:
Laugavegurinn innan frá Höfða-
túni, það er búið að opna Skúla-
götuna, og síðan alla leið niður
í Miðbæ og um Austurstræti, Að-'
alstræti og einnig nær það til
'Skólavörðustígs fyrir neðan Óð-
insgötuna. Á þessum götum verð-
ur kennslubílum einnig óleyfi-
legt að aka. Bannið er í gildi frá
kl. 1—6 síðdegis alla daga fram
að jólum, að laugardögunum 15.
og 22. des. slepptum. Þá verður
öll umferð bönnuð á helztu göt-
um í Miðbænum: Austurstræti,
Aðalstræti og Hafnarstræti, fyrra
kvöldið frá kl. 8—10,30, en síðara,
kvöldið fyrir Þorláksmessu, frá
kl. 8 til miðnættis.
GÖTURNAR
í blaðinu á morgun mun lög-
reglustjóri birta auglýsingu um
ráðstafanir varðandi aðrar götur,
sem þessar umferðartakmarkanir
ná til, en þær eru: Ægisgata, Vest
urgata, Garðastræti, Naustin,
Pósthússtræti, Templarasund,
Ingólfsstræti, Klapparstígur,
Skólavörðustígur, Njálsgata, Bar-
ónsstígur, Vatnsstígur og Lindar-
gata.
Lögreglustjóri skýrði frá því,
að Reykjavík hefði verið skipt
niður í 40 hverfi, og myndu alls
milli 60 og 80 lögreglumenn vera
við umferðarstjórnina, en auk
þess að sjálfsögðu bílar lögregl-
unnar til eftirlits. Lögreglan mun
merkja þá staði greinilega, þar
sem einhverjar umferðartakmark
anir, umfram það sem daglega
tíðkast, verða í gildi.
Lögreglustjóri lagSi áherzlu á
að í Reykjavík væru nú fleiri
bílar í umferð en nokkru sinni
fyrr og í nokkurri annarri borg,
með sömu íbúatölu, hér í Evrópu.
Þetta og aðrar aðstæður hér í
bænum, þýddi að mjög væri hætt
við umferðarslysum. En með
hans 1930, Svo kvað Tómas, mol- góðri samvinnu lögreglu við borg
ar frá einni næturstund og Fjóra arana, og að aliir geri sitt ítrasta
sólarhringa í snjóflóði, frásögn til þess að forðast óhöppin, þá
Jóhanns Kristmundssonar í Goð- kvaðst hann vongóður um að vel
hafa tekið þátt í leitinni að týndu
vélinni, en veðurskilyrði hafa
verið mjög slæm frá því að slys-
ið varð.
Það síðasta sem til vélarinnar
heyrðist var það að flugstjór-
inn ætiaði að snúa aftur til
Vancouver vegna þess að einn
mótorinn hafði bilað. Vélin er
af North-Star-gerð og eru þær
með stærstu farþegaflugum
sem nú eru í umferð. Eiga
þær að geta auðveldlega flog-
ið á tveimur hreyflum.
Fregnir herma að þetta sé
mesta flugslys í sögu Kanada, ef
svo hörmulega hefur farið að
enginn hefur komizt lífs af.
Á heilmiða
f gærkvöldi um kl. 6,30 var
drætti í 12. flokki Happdrættis
Háskóla íslands lokið.
300 þús. kr. vinningurinn kom
á heilmiða austur á Norðfirði, nr.
5126. Fullvíst má telja að þessi
dagur valdi stefnubreytingu í lifi
hins heppna. Lánið var yfir fleir-
um í gærdag. Næsthæsti vinn-
ingurinn kom einnig á heilmiða,
nr. 29762, sem er í umboði Frí-
manns Frímannssonar í Hafnar-
húsinu. — Og loks kom þriðji
hæsti vinningurinn líka á heil-
miða suður í Hafnarfirði, 25 þús.
kr. á miða nr. 32390. Það er ein»
dæmi að allir hæstu vinningarnir
í desember komi á heilmiða.
í þessum lokaflokki Háskóla-
happdrættisins eru vinningarnir
alls 2609. Komu 10.000 kr. vinn-
ingarnir á þessa miða:
33195 11532 8297 23525 226»
22642 11218 37044 400 21367.
Verkföll vegna
Ungverja
BÚDAPEST, 10. des. — Þegar
Verkamannaráð Ungverja-
lands ákvað 48 klst. verkfall
í Ungverjalandi vegna of-
beldis- og hermdarverka Kad-
arsstjórnarinnar og Rússa,
skoraði það á verkalýðssam-
bönd um heim allan að sýna
ungversku þjóðinni samúð
sína með því að leggja niður
vinnu á morgun, 11. des.
— Reuter.
Viðtðl Vnltýs Steiánssonar
mundssonar, Páll Ólafsson skáld,
sonur hans, Björn P. Kalman,
segir frá, Þá tók undir í Vestur-
bænum, lítið viðtal við Gísla Guð
mundsson sjötugan, Eini júbil-
prestur landsins, frásögn sr. Ólafs
Magnússonar í Arnarbæli, Hann
sá Jón Sigurðsson í forsetastóli,
áttræður steinsmiður, Magnús G.
Guðnason, segir frá, í heimsókn
hjá sr. Bjarna Jónssyni: því
meir, sem ég kynnist mönnunum,
því minna langar mig til að dæma
þá, Búðardrengurinn á Borðeyri,
frásögn Thors Jensens, Hann fór
um öll heimshöfin, samtal við
Sveinbjörn Egilson, Varaskeifa
sæsímans fékk mikið verkefni,
Friðbjörn Aðalsteinsson ' segir
sögu loítskeytarina, Þegar Nonni
sagði frá ritstörfum sínum og
fyrirlestraferðum, frá heimsókn
Katlakórinn Fósfhrœður
heldur songskemmtanir
FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við Ágúst Bjamason, en hann
skýrði frá því, að karlakórinn Fóstbræður myndi halda söng-
skemmtun í Austurbæjarbíói í dag. Alls verða söngskemmtanirnar
þrjár, hinar tvær á íimmtudag og föstudag. Söngskemmtanirnar
hefjast kl. 7 öll kvöldin.
TVÆR SKEMMTANIR
Tvær fyrstu söngskemmtanim-
ar verða aðeins fyrir styrktar-
meðlimi kórsins, en á þá þriðju
og síðustu verða aðgöngumiðar
seldir. Eru aðgöngumiðarnir
merktir 1. söngskemmtun, 2. söng
skemmtun og svo xrv. og er fólk
beðið að athuga að þeir gilda að-
eins þá daga.
EINSONGVARI
KRISTINN HALLSSON
Einsöngvari með kórnum verð-
ur Kristinn Hallsson, óperusöngv-
ari. Söngstjóri verður Ragnar
Björnsson. Undirleik annast Carl
Billich. Á efnisskránni eru ýmia
lög úr söngskrám kórsins frá upp-
hafi, en hann varð 40 ára s.L vor.
SÖNGSTJÓRINN Á FÖRUM
Söngstjórinn, Ragnar Bjöma-
son, er nú á förum til Þýzka-
lands, þar sem hann mun dvelj-
ast við nám um óákveðinn tíma.
Var söngskemmtunum kórsins
því hraðað með tilliti til þessa, en
axmars hefðu þær ekki verið
haldnar fyrr en eftir áramót.
Nálin á loftvoginni var
nær því hætt að geta ritað
ÞEÚt voru ekki fáir sem hringdu til Mbl. í gær og spurðust fyrir
um það, hvað loftvogin hefði eiginlega fallið langt niður i
gærmorgun er mjög kröpp lægð fór hér yfir. Einn þeirra sagðist
eiga vandaða sjálfritandi loftvog og hefði blekpenniiui farið niður
fyrir pappírsræmuna.
dal.
Handleggsbrotnar
Nýlega vildi til það slys •
Finsen! Kjalarnesvegi, að 10 ára drengur,
Klöcker, Fyrsti fornbóksalinn,
„Mér þótti alltaf vænt um bæk-
ur“, segir Kristján Kristjánsson,
Kvæðin hans eru engum torskil-
in, sem vilja hlusta á hann, frú
Valgerður Benediktsson segir
frá ýmsu um Einar Benediktsson,
í heimsókn hjá Eyjólfi „Lands-
höfðingja“, frásögn Eyjólfs Guð-
muni fara.
Hér vildi hann t.d. minna á tvö
atrið'i: Foreldrar mættu ekki láta
böm sín líti! vera á götunum
þar sem umferðin er mest, og að
bílstjórar sýndu umburðarlyndi
og verði vel á verði.
Karl Haraldsson frá Sjávarhól-
um á Kjalarnesi varð fyrir vöru-
bifreið og handleggsbrotnaði illa.
Var Karl litli á leiðinni heim úr
barnaskólanum að Klébergi er
slysið varð. Hugðist bifréíðastjór.
inn komast fram hjá honum á^ , ,
síðustu stundu og bifreiðin lenti firði. Frú Elín. er í dag stödd a
þá á ræsistöpli og valt á hliðina. Marargötu 2.
Sjötugsafmæli
1 dag á sjötíu ára afmæli frú
Elín Þorsteinsdóttir, ekkja Þor-
valdar Friðfinnssonar frá Ólafs-
Á Veðurstofunni vantaði eitt
millibar upp á að eins færi fyrir
sjálfritandi loftvog þar. — Hún
komst lengst niður í 951,0. Þá var
það annað, sem var athyglisvert
við loftvogina í gærmorgim. Þeg-
ar hún tók að stíga á ný, þá tók
hún slíkan sprett að mjög sjald-
gæft er talið. Milli kl, 11 og 12»ár-
degis steig hún um 5 millibör!
Bukdahl heiðraður
FORSETI íslands sæmdi i gær
Jörgen Bukdahl, rithöfund, ridd-
arakrossi hinnar íslenzku fálka-
orðu.
STÖBUGIR STORMAR
Síðan um mánaðamót hafa
stormar og stórviðri verið hér
svo tíð, að aðeins hefur tvisvar
eða þrisvar verið logn hér í Rvík,
aðeins nokkrar klukkustundir I
senn. Svo hefur veðurhæðin farið
ört vaxandi á ný og fáeinum
klukkustundum síðar komið ofsa-
veður, með stórrigningu eða
hvössum hríðarbyljum.
f DAG
Veðurstofan bjóst við áfram-
haldandi ofsaveðri í nótt er leið,
en eitthvað myndi veðrið verða
minna í dag, svalara og snjó-
koma öðru hverju.