Morgunblaðið - 11.12.1956, Page 12

Morgunblaðið - 11.12.1956, Page 12
12 M ORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 11. des. 1956 ustMiifrttt Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Bíkisstjdrn, sem er orðin oð gjolti ÞEGAR ríkisstjórnin tilkynnti s.l. fimmtudag, að hún hefði sam- ið við Bandaríkjamenn um áfram haldandi dvöl varnarliðsins hér á landi um óákveðinn tíma gat eng- um dulizt að stjórnin var í raun og veru orðin að gjalti. Stefna hennar hafði beðið stórkostlegt skipbrot. Flokkar hennar höfðu beinlínis myndað stjórnina um það meginfyrirheit að varnarlið- ið skyldi flutt úr landi. Málgögn stjórnarflokkanna hafa svo í marga mánuði svívirt Sjálfstæðisflokkinn fyrir það, að hann vildi einn íslenzkra stjórn- málaflokka hafa varnarlið í land- inu á „friðartímum". Eldurinn logaði alls staðar undir Stjórnarflokkarnir undir for ystu Hermanns Jónassonar og kommúnista héldu því þannig fram, að vegna „andans frá Genf“ og sífellt batnandi friðarhorfa í heiminum bæri að svipta ísland vörnum þess. Á þessu hafa blöð kommúnista, Framsóknar og krata þrástaglazt allt frá 28. marz, er þeir sam- þykktu hina frægu strútstillögu sína, sem mestan fögnuðinn vakti í Moskvu, en sló óhug á vestræn- ar lýðræðisþjóðir og bandamenn íslendinga. . 1 þessu sambandi er ástæða til þess að rifja upp ummæli Ólafs Thors formanns Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi s.l. fimmtu- dagskvöld, er hann ræddi hið mikla „ofaníát“ stjórnarflokk- anna. Hann komst þá m.a. að orði á þessa leið: „Ég segi það nú við kappann, Hermann Jónasson: Ykkur var nær að láta minna fyrir 28. marz. Þá þóttust þið geta sagt öllum heiminum það, að nú væri ekki neitt ófriðarbál lengur eða ófrið- arhætta í veröldinni. En þá log- aði eldurinn alls staðar undir og hefur nú gosið upp svo áberandi á þessum tveimur stöðum og raun ar svo ótrúlega mörgum stöðum í heiminum, að það ætti nú ekki að þurfa mjög mikla spekinga til að skilja, að því fer svo fjarri að hættan væri þá liðin hjá. Því fór svo fjarri að allir viti bornir menn hlutu að skilja að það var ekki“. Álit Atlantshafsráðsins Kjarni málsins er vissulega þessi, sem formaður Sjálf- stæðisflokksins bendir á. Allir vitibornir menn hlutu að sjá það á s.l. vori og sumri að eld- urinn logaði alls staðar undir. Það voru engir friðartímar ninnir upp. Krúsjeff brosti að vísu framan í allt og alla. En rússneska kommúnistastjórn- in hafði hvergi sýnt samnings- eða friðarvilja sinn í verki. . fslendingar fengu líka ótví- ræða sönnun fyrir áliti allra bandalagsþjóða sinna í Atlants- hafsbandalaginu þegar íslenzku stjórninni barst álitsgerð Atlants- hafsráðsins á miðju sumri. Ekki aðeins varnarmálasérfræðingar þeirra, heldur hver einasti ábyrg- ur stjórnmálaleiðtogi þeirra taldi því fara víðsfjarri að friðarhorf- ur hefðu batnað svo, að ástæða væri til þess að gera ísland varn- arlaust. Ráðið lagði þvert á móti mikla áherzlu á það, að stórauk- in hætta væri leidd yfir íslenzku þjóðina og bandalagsþjóðir henn- ar ef varnarliðið yrði flutt héðan. Þess vegna fór það þess eindregið á leit að hér yrði haldið uppi vörnum framvegis. Nota Ungverjaland og Súez til skjóls Auðvitað hlaut Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum að verða það ljóst, þegar þetta álit Atlantshafsráðsins lá fyrir, hafi þeim ekki verið það ljóst áður, að þeir höfðu flanað út í háskalegt ævintýri með kommúnistum. Engir „friðartímar“ voru runnir upp. Krúsjeff-brosið hafði ekki fært íslandi frekar en öðrum vestrænum löndum neitt aukið öryggi. Hér var því eins rík þörf fyrir varnir og nokkru sinni fyrr. Leiðtoga Hræðslubandalags- flokkanna brast manndóni og kjark til þess að viðurkenna þetta nokkrum vikum eftir að þeir höfðu myndað ríkisstjórn með kommúnistum, til þess að gera ísland varnarlaust. Nú hafa þeir hins vegar fundið skjól til að skríða í. Það eru atburðirnir í Ungverjalandi og átökin um Súez. Nú þykjast þeir réttlæta stefnubreytingu sína með þeim. En alþjóð þekkir nú vinnu- brögð þessara herra. Eldurinn logaði alls staðar undir, þegar þeir samþykktu tillögu sína 28. marz og byggðu þar með brú yfir til kommúnista. Leiðtogar allra þjóða Atlantshafsbandalagsins lýstu hana flan eitt og heimsku- pör. Framsókn og kratar geta því ekki notað atburðina í Ung- verjalandi og átökin um Súez, sem skjólfat yfir stefnubreytingu sína nú. Glapræði þeirra og á- byrgðarleysi gagnvart vörnum og öryggi íslands og þjóðar þess hefur verið afhjúpað. Hortugheit Alþýðu- blaðsins Það sýnir svo dæmalausan skort á háttvísi þegar Alþýðu- blaðið ræðst með offorsi á leið- toga Sjálfstæðisflokksins (cyrir að hafa komið ókurteislega fram við utanríkisráðherra í umræð- unum á fimmtudaginn. Sannleik- urinn er sá, að stjórnarandstað- an tók yfirlýsingu hans einkar hóflega, þakkaði honum meira að segja fyrir þátt hans i stefnubreyt ingu stjórnarinnar. Auðvitað var ekkert eðlilegra en að ráðherran yrði að standa ábyrgur gerða sinna, þegar hann neitaði að svara eðlilegum og sjálfsögðum fyrirspurn'um er snertu þetta stóra mál. Alþýðublaðið ætti að venja sig af slíkum hortugheitum. Þau eru fyrst og fremst því sjálfu til vanvirðu. Hin grimmdarfulla að- för Rússa að ungversku þjóðinni hefur orðið til þess, að’komm- únistaflokkar á Vesturlöndum riða nú til falls. Flest málgögn kommúnista í lýðræðislöndunum hafa tekið upp hanzkann fyrir i Rússa og reynt að réttlæta þjóð- armorðið í Ungverjalandi. Hefur þessi afstaða kommúnistablað- anna komið mjög flatt upp á marga óbreytta flokksmenn — og hina „nytsömu sakleysingja". Má nefna sem dæmi, að um 30% danskra kommúnista hafa sagt sig úr flokknum — og mikil ólga er nú innan hans — sem og annarra kommúnistaflokka. Allt þykir nú benda til þess, að danski kommúnista- flokkurinn klofni, ef formaður hans, Aksel Larsen, lætur ekki af formennsku. í janúarmánuði kem ur ársþing flokksins sarnan — og er búizt við, að þeir flokksmenn, sem harðast hafa dæml Rússa- þjónkun flokksforystunnar, reyni að velta Larsen úr sessi. Larsen hefur nú ekki getað ieynt því lengur, að nann er rammur stalin- isti — og í danska konuaúmsta- flokknum mun nú diaga til úr- slita með stalinistunum og and- stæðingum þeirra svo sem í Kreml. Larsen og hans félagar eiga von á mjög eindreginni and- stöðu, því að nýlega kröfðust all- margir flokksmenn þess, að um- ræður á þinginu yrðu opinberar, eða — að skýrt yrði greinilega frá þeim í kommúnistamálgagn- inu „Land og Folk“. Hins vegar hefur Larsen ekki fallizt á það, en hefur aftur á móti lagt til, að skýrt yrði frá störfum þingsins í sérstöku blaði, sem aðeins yrði sent meðlimum flokksins. Blöð lýðræðisflokkanna í Danmörku telja, að öll rök hnígi í þá átt, að kommúnistaflokkur- inn klofni, ef ekki tekst að víkja Larsen og hans félögum úr valda- stólum. Telja þau, að þá verði stofnaður nýr flokkur, fiokkur „vinstri-socialista". Slíkur flokk- ur eigi alls ekki svo litla framtið fyrir sér, því að víst þykir, að mikill hluti kommúnista gengi honum á hönd — og emmg fleiri. sem óánægðir hafa verið með socialdemokrata. Það má því með sanni segja, að danski kommún- istaflokkurinn sé hætt kominn — og örlög hans vexða ráðin eftir áramótin. Fullvíst er, að stalin- istunum, með Larsen í farar- broddi, þykir ekki glæsilegt að hugsa til þess að verða einangrað- ir í Moskvu-flokknum — og verða sviptir verkalýðsblæjunni, a. m. k. í nánustu framtíð. kJ íðan Ungverjaland komst á dagskrá hafa miklar sviptingar verið innan kommún- istaflokksins. Margir hafa gengið af línunni eins og fyrr segir og kommúnistum hefur hvarvetna í landinu verið sýnd mikil andúð og fyrirlitning. Margir áhrifa’- Axel Larsen á nú um tvennt að velja: Að halda forystunni í flokknum og standa einangraður eftir — eða láta forystuna af hendi, beygja sig fyrir and- stalinistunum. miklir menn í þjóðfélaginu hafa risið upp og greitt kommúnist- um hvert höggið á fætur öðru, en einna athyglisverðust er þó talin grein sú, er próf. Mogens Fog skrifar í desemberhefti „Frit Danmark“. Mogens Fog hefur aldrei verið meðlimur kommún- istaflokksins, en aftur á móti hef- ur hann verið þeim mjög hlið- hollur og meira að segja verið kjörinn á þing fyrir þá. Hefur hann jafnan verði mikill áhrifa- maður og hafa kommúnistar not- fært sér nafn hans eftir beztu getu í áróðri sínum. lL grein þeirri, er Fog skrifaði, réðist hann harkalega á kommúnista fyrir Moskvuþjónk- unina — og kom þessi afstaða hans dönskum almenningi mjög á óvart og jafnframt varð hún mikið áfall fyrir kommúnista. Segir hann, að afstaða dönsku kommúnistaforingjanna til fram- ferðis Rússa í Ungverjalandi sé ekki „dönsk“ afstaða. Kveður hann mikla andstöðu vera gegn „flokkslínunni" innan flokksins — og sé þar jafnt um að ræða menntamenn og verkamenn. Margt þessa fólks hafi frá blautu barnsbeini Ijáð flokknum starfskrafta sína og staðið ein- huga með honum í blíðu og stríðu. Hins vegar hafi almúginn ekki getað fellt sig við afstöðu foringjanna til Ungverjalands- málanna — og hafi flokksforyst- an þá kennt fólk þetta við „fas- ista“ og „moldvörpur". Á þann hátt hafi flokksforystan afhjúpað sig hrapalega. Bók fyrir yngstu lesendurna BÓKAÚTGÁFAN Björk sendir & jólamarkaðinn smábarnabók sem nefnist Láki. Hún er 7. bókin í bókaflokknum — skemmtilegu smóbarnabækurnar — sem allar eru ætlaðar litlum börnum til lestrar. Þessi bók — Láki — er eftisr Grete Janus og Mogens Hertz og hefur áður komið út eftir þau í þessum bókaflokki smábarnabókin Stubbur, sem er mjög vinsæl meðal yngstu les- endanna. Þýðinguna gerði Sig- urður Gunnarsson skólastjóri, Húsavík. Önnur hver síða er mynd- prentuð í tveimur litum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.