Morgunblaðið - 11.12.1956, Page 13

Morgunblaðið - 11.12.1956, Page 13
Þriðjudagur 11. des. 1956 MORGvnnr/4ÐiÐ 13 Ábyrg&arleysi \ varnarmálunum hefir valdið þjóðinni legum álitshnekki og stórkost- efnahags- H1 ÍÉR fara á eftir kaflar úr ræðu þeirri, sem Jóhann Hafstein flutti við umræðurnar á Alþingi s.l. fimmtudagskvöld: fSLENDINGUM ALLTAF í SJÁLFSVALD SETT >að er eitt atriðið, sem er mjög verulegt og sem hv. 1. þm. Reykv. spurði hæstv. utan- ríkisráðherra að, að gefnu til- efni, en utanríkisráðherra leiddi hjá sér að svara: Er það nýjung að íslendingar ein- ir ákveði hvenær herinn skuli fara hér úr landi? Er það nýjung eða er það ekkert annað heldur en það. sem alltaf hefur verið í varnarsamningnum frá 1951? Menn verða að átta sig á því að það er ekki hægt að slá þeirri blekkingu fram, -hvorki hér í þinginu eða í augum almennings, að hér hafi eitthvað nýtt átt sér stað, að hér eftir séu það íslend- ingar sjálfir, sem geti ákveðið hvenær herinn skuli fara, því að það var eitt af veigamestu atrið- unum og sem fyrst og fremst var komið inn í varnarsamninginn 1951 fyrir forystu og atbeina þáv. utanríkisráðherra, Bjama Bene- legu tjóni Úr ræou Jóhanns Hafsfein á Alþingi STAKSIEIMAR diktssonar. f 7. gr. segir, að hvor ríkisstj. getur hvenær sem er, að undanfarinni tilkynningu til hinn ar ríkisstj., farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbandalags ins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framan- greindri aðstöðu og geri till. til beggja ríkisstj. um það, hvort samningur þessi skuU gilda áfram Hvenær sem er getur hvor ríkis- stjómin gert þetta, og svo heldur áfram, með leyfi hæstv. forseta: „Ef slík málaleitun um endur- skoðun leiðir ekki til þess, að ríkisstjómirnar verði ásáttar inn- an 6 mánuði“ — frá því að málaleitunin var borin fram, getur hvor ríkisstjórnin, hvenær sem er eftir það sagt samningn- um upp, og skal hann þá falla úr gildi 12 mánuðum síðar.“ Það er þess vegna hjákátlegt, þegar hæstv. félagsmálaráðherra er að tala um, að Sjálfstæðis- mönnum sé bölvanlegast við þetta ákvæði núna, að íslend- ingar geti sjálfir ákveðið hvenær herinn skuli fara, — ákvæði, sem hefur alltaf staðið og hefur engu verið breytt um í því samkomu- lagi, sem nú hefur verið gert. ALLT ÓBREYTT — EÐA HVAÐ? Um einstök atriði þessa máls, skal ég svo ekki fjölyrða mikið meira. Ég vil þó segja það, að hv. 3. þm. Reykv. gladdist nú í lok ræðu sinnar yfir því, að þrátt fyrir þessa samninga, þá stæði þó aUt saman ennþá óbreytt. Alþing- frá 28 marz verði sett ; gildi. Jóliann Hafstein issamþykktin frá 28. marz, um að herinn skuli fara, hún stendur bara alveg óbreytt, stjórnarsamn- ingamir um að herinn skuli fara, standa óbreyttir og hv. þm. komst þannig að orði, að hann og hans flokksmenn féllust nú á þessa samninga, að heri'nn skyldi áfram vera í landinu til þess að sam- þykktin, eins og hann orðaði það, Héraðsráðnnantar á námskeiði Fremsta röð frá v.: Árni Pétursson, kennari, Hólum, Eyvindur Jónsson, forstöðumaður Búreikn- ingaskrifstofu ríkisins, dr. Halldór Pálsson, sauðfjárrækarráðunautur Bf. fsl., Gísli Kristjánsson, ritstjóri, Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, Ásgeir L. Jónsson, jarðræktarráðunautur Bf. ísl., Gunnar Árnason, gjaldkeri, Bf. ísl., Hjalti Gestsson, héraðsráðunautur Búnaðarsamb. Suðurl. Miðröð: Eysteinn Gíslason, Skáleyjum, trúnaðarmaður Búnaðarfélags tslands, Jóhannes Davíðsson, bóndi, Neðri-Hjarðardal, Egill Bjarnasson, héraðsráðunautur, Skag., Júlíus J. Daníelsson, aðstoðar- ritstjóri, Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur Bf. ísl., Sigfús Þorsteinsson, héraðsráðu- nautur, A.-Hún., Kristinn Jónsson, héraðsráðunautur, Bs. Suðurlands, Sigurmundur Guðbjörnsson, ráðunautur Bs. Suðurlands, Grímur Jónsson, héraðsráðunautur, N.-Þing., Agnar Guðnason, ráðu- nautur, Bf. íslanjls. — Aftasta röð: Hagalín Guðmundsson, trúnaðarm. Bf. ísl., Önundafirði, Ósk- ar Eiríksson, ráðunautur, Aðalbjörn Benediktsson, héraðsráðunautur V.-IIún., Gunnar Jónatans- son, héraðsráðunautur, Snæf., Skafti Benediktsson, héraðsráðunautur, S.-Þing., Haraidur Árnason, verkfæraráðunautur Bf. ísl., Björn Bjarnason, jarðræktarráðunautur Bf. fsl., Einar E. Gislason, héraðsráðunautur, Borgarf., Haraldur Árnason, héraðsráðunautur, Skag., Ingi Garðar Sigurðsson, héraðsráðunautur, Eyjaf. Á myndina vantar nokkra af þeim, sem þátt tóku í námskciðinu. LIR héraðsráðunautar á landinu, að einum undanskildum, sóttu viku-námskeið, er Búnaðarfélag íslands efndi til í Reykjavík, dagana 26. nóv. — 1. des. s.l. Á undanförnum árum hefur Búnaðarfélagið haldið slíka ráðunautafundi eða námskeið annað hvort ár. Auk héraðsráðunauta, sækja ráðunautar Búnaðar- íélags íslands og ýmsir aðrir sérfræðingar og forystumenn í land- búnaðinum jafnan þessi námskeið. Flytja þeir erindi og taka þátt í umræðum. Steingrímur Steinþðrsson, bún- aðarmálastjóri setti námskeiðið með ávarpserindi. Taldi hann mikilsvert að leiðbeinendur og leiðandi menn í landbúnaðinum kæmu saman til þess að ræða vandamál þessa atvinnuvegar, kynnast nýjungum í sinni grein og einnig til þess að kynnast hvorir öðrum. Segja má, að námskeiðið væri þríþætt: Æfingar í meðferð myndavéla og sýningavéla, fræðslufyrirlestrar og umræðu- fundir. Að þessu sinni var það nýmæli upp tekið að kenna á námskeið- inu undirstöðuatriði í ljósfræði (optik) og meðferð myndavéla og 'sýningatækja. Flutti Þorbjörn Sigurgeirsson, mag, scient. tvö erindi um ljósfræði, en Magnús Jóhannsson, útvarpsvirkjameist- ari kenndi meðferð myndavéla, undirstöðuatriði í ljósmyndun og framköllun ljósmynda og með- ferð skuggamynda- og kvik- myndasýningarvéla. Notkun skuggamynda og fræðslukvik- mynda er vaxandi þáttur í ráðu- nautastarfsemi erlendis, og er nokkur vísir að verða til þess einnig hér á landi, enda notfærðu námskeiðsmenn sér kennsluna með óskiptum áhuga. Æfingar í meðferð sýninga- tækja fóru fram fyrir hádegi, en eftir hádegi voru fluttir fræðslu- fyrirlestrar til kl. 3, en kl. 4 hófust umræðufundir um fram- söguerindi, er þá voru flutt. Var jafnan mikið fjör í umræðum og kom þar margt fróðlegt fram. Fræðsluerindi á námskeiðinu fluttu þessir menn: Þorbjörn Sig- urgeirsson, mag. scient.: Um ljós- fræði, Árni Jónsson, tilrauna- stjóiú: Tilraunir í jarðrækt, Sturla Friðriksson, magister: Starfið á tilraunastöðinni á Varmá, Agnar Guðnason, ráðunautur: Jurtalyf, dr. Halldór Pálsson: Tilraunir með sauðfé, Hjalti Gestsson, hér- aðsráðunautur, Selfossi: Tilraunir með nautpening, Stefán Björns- Framh. á bls. 23 Þess vegna föllumst við á þetta Til þess, að samþykktin frá 28 marz verði sett í gildi, — með öðrum orðum, til þess að herinn fari úr landi, þá fallast þessir menn á það, að hann skuli vera í landi!! SÝNDARMENNSKAN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI ÓBÆTANLEGU TJÓNI Nú bið ég hv. þm. að athuga. ef þessar höfuðkempur, sem hér sitja nú í stjórnarliði, hefðu ekki verið eins skeleggar eins og þær voru fyrir kosningar og ekki gert sig eins mannalegar framan kjósendur og lýst því yfir þá, að þær ætluðu að sjá um það, að herinn færi úr landi, og engin Alþingissamþykkt verið gerð 28. marz, og ef svo þessir sömu herr- ar hefðu gengið fram hjá því, þegar núverandi hæstv. ríkisstj, var mynduð, að minnast á varn armálin í stjórnarsamningnum m. ö. o. ekki sagt: Við ætlum að sjá um það, að herinn skuli fara þegar úr landi. Ef ekkert af þessu hefði verið gert og í ofanálag hefði svo ekki verið gerður þessi svokallaði samningur, sem hér er nú til umræðu, hvar stæðum við þá nema í sömu sporum og 27 marz sl.? Að öllu leyti stöndum við sömu sporum, nema hvað við höf um fyrirgert áliti okkar með öðrum þjóðum og stórkostlega skaðað atvinnu- og efnahagslíf okkar sjálfra. — Núverandi stjórnarherrar hafa notað þetta alvarlegasta mál þjóðrinnar, sem bitbein í alþingiskosningunum og renna því svo niður öllu aft ur til þess að geta myndað stjórn og taka í ríkisstjórnina jafnvel kommúnista, sem þessir sömu menn voru búnir að lýsa yfir fyrir kosningar, að undir engum kringumstæðum væri hægt að vinna með. Ég segi: Það þurfti enga samninga. Þessir menn hefðu bara ekki þurft að gefa allar þær mörgu yfirlýsing- ar, sem þeir hafa verið að kepp ast við að éta ofan í sig undan farið. Og það þurfti ekki meira heldur en það að þeir hefðu kom ið sér saman um það í Stjómar ráðinu, að senda skeyti til Washington, sem hljóðaði bara eitthvað á þessa leið: Stjórn arflokkarnir eru búnir að koma sér saman um að eta ofan í sig allar yfirlýsingarnar í varn armálunum -eins og öðrum mál um, sem þeir hafa gefið yfirlýs ingár um. Meira þurfti ekki og þá stóðu þeir í sömu sporum og áður Eftir að Jóhann Hafstein hafði leitt athygli að framangreindum staðreyndum var einhver sem skaut því fram, að bæta hefði mátt við skeytið þessum örfáu orðum: Kommúnistarnir vilja fá sinn hluta af silfurpeningunum! Yfirráð kommúnista Tíminn kemst s.1. laugardag að orði á þessa leið: „En það er hins vegar nokk- ur mælikvarði á þá breytingu, sem orðin er í veröldinni, að tals- menn Alþýðubandalagsins skuli hafa birt yfirlýsingar um að þeir fallist á fresíunina, og telji tíma til ákvarðana um brotthvarf vam arliðsins ekki heppilegan eins og stendur.“ Það leynir sér ekki, að blað- inu finnst þeita mikil tíðindi og góð. Enda byggist tilvera nú- verandi ríkisstjómar á því að halda friði við kommúnista um utanrikismálin. Hin betri rödd Tímans Hins vegar er nú komin nokkur skýring á því, af hverju Tíminn talar stundum á allt annan veg um þessi efni. Ungur blaðamaður við Tímann, Heimir Hannesson, skrifaði í Stúdentablaðið 1. des. um þessi mál og segir: „Það er fyrst og fremst al- þjóðakommúnisminn, sem ógnar frelsi þjóðanna í dag. Hann hef- ur nú alveg nýlega steytt blóð- ugan járnhnefann framan i heimsbyggðina, svo að ekki verð- ur um vilizt. Jafnvel heittrúuð- ustu kommúnistar neyðast nú til að fordæma glæpaverkin, en blóta enn á laun. Aðalmálgagn aiþjóðakommúnismans á þessu iandi reynir nú að telja lesend- um sinum trú um, að þar sem Varsjárbandalagið hafi gefizt illa og Rússar hafi framið griðrof á Ungverjum og slökkt frelsisneist- ann þar í landi, þá ættu fs- lendignar að sjá sóma sinn í því að afneita varnarsamtökum hinna frjálsu vestrænu þjóða. Varla er hægt að liugsa sér meiri ósvífni, þar sem .varnarsamtök þessi eru einmitt stofnuð í þeim tilgangi að koma í veg íyrir og verjast árás og ofbeldi eins og rússneskir kommúnistar hafa nú beitt Ungverja. Rússadekrið er ekki alveg dautt úr öllum æðum þrátt fyrir „samúðina", en hræsnish j úpnu m verður ekki leynt. Jafnvel Nóbeisskáldið okk- ar getur ekki leynt dekrinu. í grein sem birtist fyrir skömmu, segist hann aldrei mundi hafa trúað þvi, að féjagi Stalín hafl verið eins slæmur og af er látið, ef þeir Búlganin og Krúsjeff hefðu ekki sagt það!“ Orð hins unga blaðamanns em hvert öðru sannara. Sérstaka at- hygli hljóta ummæli hans um „Nóbelsskáldið“ að vekja, því að bæði Tíminn og Al{i>ýðublaðið höfðu mjög hælt Haildóri fyrir hina tilvitnuðu grein. Á öndverðum meið Og enn segir Heimir Hannes- son: „Samt sem áður ber að harma það, að lýðræðisflolikarnir þrír skuli ekki geta komið sér saman um sameiginlega stefnu í utan- rikismálum. Það myndi sannar- lega styrkja aðstöðu landsins út á við, þó ekki væri meira. ís- lenzka kommúnistatrúboða al- þjóðakommúnismans á ekki að virða viðlits í utanríkismálum frjálsrar þjóðar. í utanríkismál- um, sem öðru, er ákaflega vafa- samt, ef ekki háskalegt, að ein- blína á óraunsæ slagorð, sem eru langt frá því að vera í samræmi við raunveruleikann." Ljóst er, að hinn- ungi maður er mjög andsnúinn stefnu Her- manns Jónassonar. Hermann rauf einmitt samstarf lýðræðisflokk- anna um þessi mál til þess að greiða sjálfum sér braut til vald- anna með atbeina kommúnista. Á meðan það samstarf helzt er þjóð in í yfirvofandi hættu, þótt í bili hafi tekizt að forða frá bráðuna voða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.