Morgunblaðið - 11.12.1956, Side 20
20
M ORCVNBLAÐIÐ
í>riðjudagur 11. des. 1956
GULA
hea‘hes'gpi8
eftir MAEY ROBERTS RINEHART
KELVINATOR
Framhaldssagan 2
sonur hans væri raunverulega
fallinn. Vitanlega var gamli mað_-
urinn ekki með sjálfum sér. Á
hverjum degi í fyrrasumar hafði
hann komið upp brekkuna, til
þess að sitja hjá henni og horfði
á hana, kvíðafullu augnaráði.
— Don fær kofann minn ein-
hvern tíma, Carol. Þú skalt sja,
að hann verður vistlegur. Ég
aetla að setja nýjan olíubrennara
I hann.
Hún reyndi að hrista af sér
þessar hugsanir og snúa sér að
því, sem framundan var. Nú var
fimmtudagur, 15. júní, og hún
átti að vera í Newport, hjá syst-
ur sinni, til sunnudags. Síðan
átti hún að skilja móður sína
eftir þar, til nokkurra daga
dvalar, og fara með stúlkunum
til Boston og taka lest þaðan til
Maine. Þar yrði auðvitað enginn
hlutur tilbúinn; svo brátt hafði
þetta borið að. Hún hafði símað
til Lucy Norton, konu húsvarð-
arins, að fara þangað og undir-
búa húsið undir komu þeirra. En
húsið var stórt og ef Lucy gæti
ekki fengið hjálp.... Nei, það
gat hún sennilega ekki fengið,
svo að það var óþarfi að nefna
það á nafn. Og svo hlaut garður-
inn að vera í stökustu vanhirðu.
Georg Smith var einn eftir af
garðyrkjumönnunum, og þar sem
alls ekki var ráð fyrir því gert, að
húsið yrði notað, hafði honum
varla unnizt tími til að slá grasið,
auk heldur meira.
Og nú fylltist hugur hennar af
þessum venjulegu viðfangsefnum.
Georg hafði alltaf færzt undan
því að sjá um kolaofninn og út-
vega kol í eldavélina, sem var
gríðarstór. En kannske Maggie
gerði það sjálf? Hún hafði verið
í eldhúsinu hjá þeim í tuttugu ár,
og var dugleg og viljug. En hinar
tvær voru hálfgerðir unglingar.
Kannske hún færi með þær í bíó
tJTVARPIÐ
Þriðjudagur 11. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30 lþróttir (Sigurður Sigurðs-
son). 18,50 Þjóðlög frá ýmsum
löndum. 19,10 Þingfréttir. 20,30
Erindi: Saemundur fróði (Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarps-
stjóri). 21,00 Erindi með tónleik-
um: Jón Þórarinsson talar um
ungverska tónskáldið Béla Bar-
tók 21,45 Islenzkt mál (Ásgeir
Blöndal Magnússon kand. mag.).
22,00 Fréttir og veðurfregnir. •—
Kvæði kvöldsins. 22,10 „Þriðju-
dagsþátturinn“. — Jónas Jónsson
og Haukur Morthens hafa stjóm
hans á hendi. 23,10 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 12. deseniber:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur
(Eiríkur Baldvinsson). 18,45
Öperulög. 19,10 Þingfréttir. —
Tónleikar. 20,30 Daglegt mál
(Grímur Helgason kand. mag.).
20,35 Lestur fprnrita: Grettis
saga; V. (Einar Ól. Sveinsson
prófessor). 21,00 íslenzkir einleik
arar; III. þáttur. Björn Ólafsson
fiðluleikari. Við píanóið: Fritz
Weisshappel. 21,45 Hæstaréttar-
mál (Hákon Guðmundsson hæsta-
réttarritari). 22,00 Fréttir og veð
urfregnir. — Kvæði kvöldsins. —
22,10 Lögin okkar“. — Högni
Torfason fréttamaður fer með
hljóðnemann í óskalagaleit. 23,10
Dagskrárlok.
öðru hverju, til þess að halda í
þær? En til þess að komast til
þorpsins þurfti benzín.
Hún andvarpaði.
Og lestin hélt áfram. Hún var
yfirfull og loftið kæfandi. Brenn-
heit júnísólin skein inn um alla
glugga, svo að karlmennirnir
þurftu að þurrka af sér svitann í
sífellu, en allir farþegarnir voru
með einhvern uppgjafarsvip á
andlitinu svo að nærri stappaði
örvæntingu. Einu glaðlegu menn-
irnir voru nokkrir í einkennis-
búningi, sem voru á flækingi um
lestina, og að því er virtist í ein-
hverjum embættiserindum, en
gáfu Carol auga, hvenær sem
þeir fóru fram hjá.
Hún reyndi að leiða hjá sér að
hugsa um þá, en sneri huganum
aftur til Bayside og ástandsins
þar. Hitinn hafði byrjað snemma,
svo að minnsta kosti sumir sum-
argestirnir myndu vera komnir.
Hún hafði ekki hagt svigrúm til
að tilkynna komu þeirra, svo að
þá myndi hún hafa að minnsta
kosti fáeinna daga næði. En auð-
vitað myndi Richardson ofursti
vita um komu þeirra. Hann átti
heima neðst í brekkunni, og hann
sat alltaf úti fyrir dyrunum hjá
sér og beið eftir póstinum.
Hún fann til leiðinda, er hún
minntist þessa. Allt síðastliðið
sumar hafði ofurstinn sagt: ....
. .„Þegar Don kemur heim“, eða
„Don hefur dálæti á peónum, þess
vegna er ég að rækta þá“. Svona
labbaði hann fram og aftur um
garðinn sinn, og Carol fylltist
harmi og meðaumkun, miklu
meir vegna gamla mannsins en
Dons. Enda var hún nú farin að
jafna sig eftir missinn, enda þótt
hún bæri hringinn hans enn á
fingrinum. Þau höfðu verið trú-
lofuð síðan hún var 18 ára en
hann tvítugur, en hann átti ekk-
ert til, svo að þau urðu bara að
gera sér að góðu að bíða. Og nú
var hann horfinn. Hann hafði
hrapað í Suður-Kyrrahafinu. Á
því gat enginn vafi leikið. Hinir
mennirnir í flokknum höfðu séð
flugvélina hans hrapa, og hann
hafði verið opinberlega skráður
sem fallinn.
En nú vakti móðir hennar
hana.
— Ég skildi vonandi eftir te- '■
bollana mína í Crestview spurði
hún.
— Já, mamma. Þú þorðir ekki
að senda þá á skipi. Þeir eru þar
í búrinu.
Þetta gat orðið upphaf af langri
greinargerð um það, hvað skilið
hefði verið eftir í sumarbústaðn-
um í fyrra og hvað ekki. Carol
forðaði sér inn í snyrtiklefa
kvenna. Þar kveikti hún sér í
vindlingi og athugaði sjálfa sig í
speglinum. Það sem hún sá, var
laglegt andlit, dálítið krímótt í
bili, og tvö opinská, grá augu,
með loðnum augnabrúnum, og
glettinn munn, sem nú hafði ein-
hvern veginn glatað glettnissvip
sínum.
— Varaðu þig, stúlka mín,
sagði hún við sjálfa sig. — Þú
ferð bráðum að líta út eins og
piparkerlingin í fjölskyldunni.
Hún tók af sér hanzkana og
brá á sig varalit. Hún hafði brotið
á sér tvær neglur við flutning-
ana og horfði nú á þær með sökn-
uði. Elinor myndi strax taka eftir
þeim. Elinor, sem var fegurðar-
dísin í fjölskyldunni. Elinor, sem
hafði gifzt ríkum manni, jafnvel
á nútíma-mælikvarða, með öllum
þeim óskapa sköttum, sem nú
gerðust. Elinor, sem hafði þver-
tekið fyrir að sjá um móður
þeirra, svo að Carol gæti tekið sér
eitthvert starf fyrir hendur.
— Onnur hvor okkar hlýtur að
enda í spennitreyjunni, svaraði
Elinor, hvasst, þegar á þetta var
minnzt. — Og Howard myndi
blátt áfram fara að heiman og
setjast að í klúbbnum sínum. Þú
veizt nú, hvernig hann er.
— Já, víst vissi hún hvernig
Howard var; stór og feitur, há-
tíðlegur og merkilegur með sig,
hvort sem það stafaði nú af hans
eigin persónu eða húsunum hans \
á Palm Beach og í Newport, eða
íbúðinni hans í New Yórk, eða
kvöldboðunum hans, eða nafninu
hans í skránni yfir fína fólkið,
eða, síðast en ekki sízt, af kon-
unni hans. Carol hafði oft velt
því fyrir sér, hvort honum þætti
vænt um Elinor, eða hvort hann
hefði hana bara upp á mont, til
þess að undirstrika velgengni
sína.
Hún þúðraði nú rakt andlit sitt
og þóttist þegar betur undir það
búin að horfast í augu við systur
sína og kunningja hennar. Og það
stóð líka heima, að skrautbíllinn
kom á móti þeim í Providence, en
Elinor var bara ekki í honum. Og
hún var heldur ekki heima, þegar
þangað kom. Og nú mættu þeim
ekki lengur þrír þjónar í forsaln-
um, heldur aðeins gamli brytinn,
og hann var eins og hálfhissa.
— Því miður, sagði hann, — en
frú Hilliard ætlaði annars að
vera heima. En hún tók bílinn
sinn fyrir nokkru og fór út. Ég
held næstum, að hún hafi fengið
einhverja landssímahringingu.
Brytinn virtist hvorki vita upp
né niður.
— Ég get varla skilið, hvers
vegna hún hefur þurft að fara að
heiman, sagði frú Spencer kulda-
lega: — Jæja, þá, Caswell. Við
skulum fara til herbergja okkar.
Carol fylgdi móðúr sinni eftir.
Alltaf fékk hún einhverja hroll-
tilfinningu í þessu húsi. Það var
rtr
8 rúmfet
Sparið tímann
Koupið strax
Jólagjöfin í ár er
Kelvinator kæliskápur
Hagstæðir afborgunarskilmálar
8 rúmfet. — Verð kr.: 7.450.00
Ennfremur aðrar stærðir
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GjÖrið svo vel
að líta inn
Jfekla
Austurstræti 14 — sími 1687.
Jóladúkar
fallegar gerðir og munstur
Heildsölubirgðir:
H. Ólafsson & Bernhöft
SÍMAR 82790
(3 línur)
M A RKÚS Eftir Ed Dodd
VOU AINT 50
te/WARi; RALPH
...THAT BUSH
GONNA LAND?
THERE’S TWO-^r* I SEE Á
MILE LAKE, MRS./ IT...AND
~ THEREte
MY BOY, <
THANK
HEAVEN>
1) — Þú ert ekki eins gáfaður ogj — O, vertu rólegur. Við skulum
þú heldur. Þessi fjárans flugvél j bíða í einn eða tvo daga. Þá tekur
fer framhjá. Hún ætlar ekki að j hún benzín í bakaleiðinni.
setjast. 12) — Þarna er Tveggjamílna-
vatn, frú. Og ég held ég sjái jafn-
vel tjaldbúðir drengjanna.
— Já, ég sá þær líka. Þarna er
drengurinn minn, guði sé lof.
3) — Markús, sérðu flugvélina,
hún ætlar að setjast.
4) — Já, og það er kona í henni.